Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 3

Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 3 Tilboð opnuð í hrauneyjafossvirkjun: LANDSVIRKJUN opnaði f gær tilboð í vélar og rafbúnað væntanlcgrar Hrauneyjafossvirkjunar, svo og tilboð í lokur, þrýstivatnspípur og stöðvarhús- krana. Alls bárust 17 tilboð f vélar og rafbúnað virkjunarinnar, tvæ 70 MW vélar og 11 tilboð í kranann og þann útbúnað, sem með honum var boðinn út. Lægsta tilboð í vélar og rafbúnað átti sænska fyrirtækið A.S.E.A. AB. og var það 973 milljónum lægra en áætlun Landsvirkjunar. Tilboðið í kranann, sem lægst var átti ftalska fyrirtækið Magrini Galileo og var það tæplega 127 milljónum króna lægra en áætlun Landsvirkjunar. Sænska fyrirtækið bauð 2.874.973.545 krónur f vélar og rafbúnaö, en Italirnir buðu 1.273.307.690 krónur í kranann og tilheyrandi. Tilboðin voru opnuð á Hótel Sogu í gær að viðstöddum full- trúum bjóðenda. Opnun tilboð- anna tók hálfa þriðju klukku- stund og var talsvert fjölmenni viðstatt. Landsvirkjun hafði áæflað kostnað við vélar og raf- búnað 3.848.078.000 krónur, en lokurnar, þrýstivatnspipur og stöðvarhúskrana á 1.400.129.400 krónur. Saman- lögð tilboð i þessi tvö verk var þvi 1.099.926.165 krónum undir áætlun Landsvirkjunar á þess- um tveimur útboðum. Hæsta tilboð átti i vélar og rafbúnað austurriska fyrirtækið Elin Union AG tæplega 4,9 milljarði og hæsla tilboð i kranann með fylgihlutum átti AEG- Telefunken — Dillinger Stahl- bau i Vestur-Þýzkalandi, tæp- lega 1,9 milljarði króna. Þessi tvö hæstu tilboð voru þvi 1.516.310.960 krónum yfir áætl- un Landsvirkjunar. Þær tölur, sem Morgunblaðið birtir hér eru ekki opinberar tölur Landsvirkjunar, heldur eru þetta tölur, sem reiknaðar voru út á staðnum af viðstödd- um við opnun tilboðanna. Til- boðin voru gefin upp i fleiri en einum gjaldmiðli, venjulegast gjaldmiðli bjóðanda og einnig islenzkum krónum — hluti verksins. Þessar tölur eru því birtar með fyrirvara um réttan útreikning. Eftirfarandi boð bárust í vélar og rafbúnað Hrauneyjafossvirkjunar: Finoris i Finnlandi bauð 3.930.341.000 krónur, Elin Union AG i Austurríki bauð 4.865.217.900 krónur, AEG- Telefunken — Voest Alpine i Vestur-Þýzkalandi bauð 3.508.192.000 krónur, AEG- Telefunken — Vevey i Vestur- Þýzkalandi bauð tvo valkosti, hinn fyrri 3.228.126.000 krönur, og hinn síðari 3.128.384.000 krónur, AEG-Telefunken bauð 3.408.068.700 krónur, Mitsubishi Corporation í Japan bauð 4.015.172.300 krónur, Westinghouse Electric Corpor- ation í Bandarikjunum bauð 3.561.500.900 krónur og var uppsctning véla ekki innifalin. I félagi með Westinghouse var Titovi Zavodi Litostroj. Oy Kon- tram AB í Finnlandi ásamt fleiri fyrirtækjum baið 4.394.767.000 krónur, Soberi — Acec — Vevey i Belgíu bauð i verkið 3.357.409.700 krónur, A.S.E.A. AB i Svíþjóð bauð 2.874.973.545 krónur, Alsthom Schneider i Frakklandi bauð 4.860.237.000 krónur, G.I.E., Milan á ítaliu bauð 3.433.824.800 krónur, Con- sortium Siemens Fuji i Vestur- Þýzkalandi bauð 3.907.358.000 krónur, The Ingra Group i Júgóslavíu bauð tvo valkosti hinn fyrri 1.090.858.322 krónug og hinn síðari 4.040.296.394 krónur, Tokyo Shibaura Starfsmenn Landsvirkjunar lesa upp tilboð I Hrauneyjafossvirkj- un, vélar og rafbúnað. Lægstu tilboð 1,1 milljarði undir áætlunLandsvirkjunar Fulltrúar bjóðenda skrifa niður upphæðir tilboða jafnharðan og þær eru lesnar. einnig tvo valkosti, hinn fyrri 3.324.129.790 krónur og hinn síðari 3.129.231.400 krónur, AEG-Telefunken — Chatmilles i Vestur-Þýzkalandi bauð tvo valkosti, 3.582.529.700 og Electric Co. Ltd. i Japan bauð 3.225.900.000 krónur og Brown Boveri & Cie AG i Vestur- Þýzkalandi bauð 3.853.452.000 krónur. Eftirfarandi tilboð bárust i Iokur, þrýstivatnspipur og stöðvarhússkrana Hrauneyja- fossvirkjunar: Tampella i Finnlandi bauð 1.334.898.700 krónur, Vevey Engineering Works Ltd. i Sviss bauð 1.866.354.718 krónur, en bauð jafnframt 2% afslátt, AEG-Telefunken i Vestur- Þýzkalandi bauð 1.622.899.742 krónur, AEG-Telefunken — Dillinger Stahlbau í Vestur- Þýzkalandi bauð á tvo vegu í verkið og var fyrsti valkostur 1.882.650.200 krónur, en siðari valkostur 1.899.300.460 krónur, Zschokke Wartmann Ltd., — Giovanola Brothers Ltd. i Vest- ur-Þýzkalandi bauð 1.609.946.400 krónur, Vöest- Alpine, Linz i Austurríki bauð 1.313.560.940 krónur, Magrini Galileo á Italiu bauð 1.273.307.690 krónur, Sorefame B.V.S. i Portúgai bauð tvo val- kosti og var hinn fyrri 1.567.823.000 krónur en hinn siðari 1.676.225.000 krónur, G.I.E. Milan á ítaliu bauð 1.710.013.000 krónur og Gránges Hedlund í Sviþjóð bauð 1.563.215.500 krónur. Þá barst einnig tilboð frá Newton Chambers Engineering Ltd. i Framhald á bls. 24 Arni Grétar Finnsson Asthildur Pétursdóttir Eiríkur Alexandersson Helgi Hallvarósson Matthfas A. Mathiesen Oddur Olafsson Prófkjör sjálfstæðismanna á Reykjanesi um helgina PHÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins f Reykjaneskjördæmi vegna al- þingiskosninga á vori komanda fer fram um helgina og verða kjörstaðir sem eru 13 opnir frá 10—22 báða dagana. Alls eru tólf frambjóðendur f kjöri en kjósendum er jafnframt heimilt að bæta við tveimur nöfnum á listann. Þeir sem rétt hafa til þátttöku f prófkjörinu eru með- limir sjálfstæðisfélaganna f kjör- dæminu svo og annað stuðnings- fólks sem á kjörstað kemur og óskar þátttöku og hefur kosninga- rétt f kjördæminu. Frambjóðendurnir tólfu eru: Árni Grétar Finnsson, Hafnar- firði, Asthildur Pétursdóttir, Kópavogi, Eiríkur Alexanders- son, Grindavík, Helgi Hallvarðs- son, Kópavogi, Matthías A. Mathiesen, Hafnarfirði, Oddur Ólafsson, Mosfellssveit, Ólafur G. Einarsson Garðabæ* Páll V. Daníelsson Hafnarfirði, Richard Björgvinsson, Kópavogi, Salóme Þorkelsdóttir, Mosfellssveit, Sigurgeir Sigurðsson, Seltjarnar- nesi og Sigurpáll Einarsson, Grindavík. Kosning fer þannig fram að kjósandinn kýs ákveðinn mann í ákveðið sæti framboðslistans til Alþingis. Skal þetta gert með þvi að setja tölustaf fyrir framan nöfn manna á kjörseðlinum og tölusetja f þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi framboðslistann. Enginn prófkjörsseðill er gildur nema merkt sé við fimm menn á seðlinum. Einnig er hverjum kjósanda í prófkjörinu heimilt að kjósa tvo menn, sem ekki eru í framboði með þvf að rita nöfn Úlafur G. Einarsson þeirra á prófkjörseðilinn þó skal það tekið fram að nauðsynlegt er að heimilisfang þess^em stungið er upp á fylgi. Eins og áður sagði verður kosið á 13 stöðum víðs vegar um kjör^ dæmið eða: A Kjalarnesi og Kjósarhreppi í Fólkvangi, Mos- fellshreppi f Hlégarði, Seltjarnar- nesi í anddyri iþróttahússins, Kópavogi i Sjálfstæðishúsinu, Garðabæ í barnaskólanum við Vífilsstaðaveg, Hafnarfirði í Sjálfstæðishúsinu, Vogum i Glað- heimum, Njarðvík i Sjálfstæðis- húsinu, Keflavík I Sjálfstæðishús- Richard Saiome Björgvinsson Þorkelsdóttir Páll V. Danfelsson ATKVÆDASEÐILL í prolkjöri Sjálfstæðismonna i Reyk janaskjordami 4. 04 S. febrúor 1978 Arni Grétar Finnsson, Klettahrauni 8, Hafnarfirði. Asthildur Pétursdóttir, Fifuhvámsvegi 39, Kópavogi. ! Eirikur Alexandersson, Heiðarhrauni 12, Grindavfk. Helgi Hallvarðsson, Lyngheiði 16, Kópavogi. Matthfas A. Mathiesen, Hringbraut 59. Hafnarfirði. Oddur ólafsson. Hamraborg, Mosfellssveit. | Ólafur G. Einarsson, Stekkjarflöt 14. Garðabæ. I P*H V. Damelsson. Suðurgötu 81. Hafnarfirði ! Riehard Björgvinsson, Nýbýlavegi 47. Kópavogi. i Salóme Þorkelsdóttir, Reykjahlíð, Mosfellssveit | Sigurgeir Sigurðsson, Miðbraut 29, Seltjarnarnesi. | Sigurpáll Einarsson, Staðarvör 12, Grindavfk. "'I~ inu, Garði í dagheimilinu Gefnar- borg, Sandgerði í leikvallarhús- inu, Hafnarhreppi í skólahúsinu í Höfnum og að lokum i Grindavik en þar verður kosið í Félags- heimilinu Festi. Ef að þátttaka i prófkjörinu nemur M eða meira af fylgi Sjálf- stæðisflokksins við síðustu kosningar í Reykjaneskjördæmi, er kjörnefnd skylt að gera þá til- lögu til kjördæmisráðsfundar um skipan framboðslista flokksins við kosningarnar, að þrjú efstu sæti listans skipi þeir frambjóð- endur sem eru i þremur efstu Framhald á bls. 24 Einarsson Miðstjórn ASÍ: Varar við að hrófl- að verði við kj arasamningum MIÐSTJÓRN Alþýðusambands lslands samþykkti f gær ályktun um kjaramál f Ijósi þeirra um- ræðna, sem nú fara fram f þjóð- félaginu um kjara- og efnahags- mál. t ályktuninni er vfsað til ályktunar, sem miðstjórnin sam- þykkti 26. nóvember sfðastliðinn. Þar er sagt að kjarasamningarnir hafi.verið gerðir í trausti þess að þeir yrðu haldnir. Ef það brygðist vill ASt hins vegar vara vinnu- veitendur og rfkisvald við að hrófla við þeim á nokkurn hátt og þeim skuldbindingum, sem þeir fela f sér. Prófkjör Al- þýðuflokks í Vestmannaeyjum Prófkjör Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum fer fram nú um helgina og eru 8 frambjóðendur i kjöri, en kosið verður i húsi verkalýðsfélagsins og veróur opið frá 14—19 báða dagana. 1 kjöri eru: Agúst Bergsson, Einar Hjart- arson, Friða Hjálmarsdóttir, Guð- mundur Þ.B. Ólafsson, Magnús H. Magnússon, Skúli Sivertsen, Tryggvi Jónasson og Unnur Guð- jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.