Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
Bæjarfulltrúi
Í40ár
Viðtal við Stef án Jónsson, f orseta bæ jar
stjórnar í Hafnarf irði
í Morgunblaðinu 1. febrúar 1938 er frá því skýrt í kosninga-
úrslitum að Stefán Jónsson hafi verið kjörinn einn af fjórum
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn í Hafnarfirði og 8.
febrúar situr hann sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Síðan, eða í 40
ár samfleytt, hefur Stefán unnið að málum Hafnfirðinga sem
kjörinn bæjarfulltrúi og nú síðustu árin sem forseti
bæjarstjórnar. Stefán hefur þannig starfað lengst allra manna í
sveitarstjórn, þeirra sem ekki hafa haft það að aðalstarfi. En
Bjarni Þórðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Norðfirði, byrjaði
jafnsnemma honum. ,
Oft hefur verið haft viðtal í blöðum af minna tilefni. Því var
sótzt eftir viðtali við Stefán Jónsson, og þessi starfsami maður
taldi ekki fremur en venjulega eftir sér að koma við hjá okkur
hér inni í Reykjavík og spjalla skamma stund. Að hefðbundnum
hætti var byrjað á því aó grennslast fyrir um ætt viðmælanda og
uppruna með orðunum: — Þú ert ekki fæddur í Hafnarfirði,
Stefán, er það? Hvernig stóð á því að þú settist aó í Hafnarfirði?
— Það cr rétt, að cg er ekki
fæddur í Hafnarfirði, svaraði
Stefán. Ég er fæddur í Kala-
staðakoti á Hvalfjarðarströnd.
Fluttist þaðan ásamt foreldrum
mínum til Reykjavikur 1921 og
síðan til Hafnarfjarðar 1931 og
hefi dvalið þar siðan. Tildrög
þess að þau fluttust til Hafnar-
fjarðar voru þau, að skömmu
eftir að ég hafði lokið námi í
Verzlunarskóla Islands, réðst
ég til Vélsmiðjunnar Héðins í
Reykjavík með það 1 huga að
verða fulltrúi þeirra við
rekstur útibús í Hafnarfirði,
sem gekk undir nafninu Vél-
smiðja Hafnarfjarðar. Tók ég
síðan við hinu nýja starfi i
Hafnarfirði og hefi starfað á
sama stað allar götur síðan.
— Og líkað vel vistin i
Hafnarfirði?
— Svo sem marka má af
þessum langa tíma, sem ég hefi
búið þar, þá hefur mér fallið
þar vel. Og ekki var tjaidað til
einnar nætur við flutninginn
þangað. Vera mín í Hafnarfirði
er þegar orðin um 47 ár og
enginn hugur í okkur hjónun-
um að flytjast þaðan. Við
höfum kunnað mjög vel við
bæinn og samferðafólkið. Ekki
lent i útistöðum við neina en
eignast marga góða vini. Og það
þrátt fyrir þátttöku mina í
stjórnmálabaráttunni, sem oft á
tíðum var þó býsna hörð,
persónuleg og óvægin á báða
bóga, eins og oft vill verða á
smærri stöðum.
/
0 Stjórnmála-
baráttan hörd
í Firðinum
— Þú talar um harða stjórn-
málabaráttu í Firðinum. Segðu
okkur nánar frá henni og hlut-
deild þinni i þeirri baráttu.
Hvenær hófust annars afskipti
þín af stjórnmálum, Stefán?
— Þegar á unglingsárunum
márkaði ég mér fastmótaða
stefnu í stjórnamlum. Ein:
staklingar þjóðarinnar væiiUv
það afl, sem réði úrslitum um
þroska, dug og framtak þjóðar-
innar á hverjum tima. I sókn
hennar til sjálfstæðis og til
framfara á öllum sviðum þjóð-
lífsins væri því mest um vert að
sérhverjum einstaklingi væri
gefinn sem- beztur kostur á
menntun og nytsömum störf-
um. Og umfram allt frjálsræði
og nægjaniegt svigrúm til þess
að fá notið hæfileika sinna,
hver á sínu sviði, sjálfum sér til
farsældar og þjóðfélaginu til
styrktar í framfaramálum þess.
— Sjálfstæði þjóðar og ein-
staklings, frjálst framtak og
réttur hvers einstaklings til
þess að hafa sem riflegastan
ráðstöfunarrétt á aflafé sinu til
eigin neyzlu eða til uppbygg-
ingar atvinnureksturs sins
fannst mér best tryggt i stefnu
Sjálfstæðisflokksins, hélt
Stefán áfram. Þvi var það að ég
gekk i Heimdall og sat þar í
stjórn um sinn.
— Er ég fluttist tii Hafnar-
fjarðar og fór að kynnast því
ándrúmslofti, sem markaðist af
stefnu Alþýðuflokksins á þeim
árum, — en Hafnarfjörður var
annað af tveimur höfuðvigjum
þess flokks, hitt var Isafjörður
— þá sannfærðist ég enn betur
um yfirburði sjálfstæðisstefn-
unnar, hvort heldur var fyrir
einstaklingana eða samfélagið í
heild. Stefna Alþýðuflokksins
sem annarra þjóðnýtingar-
fiokka var sú, að bæjarfélafeið
skyldi gleypa yfir sem stærst-
um hiuta atvinnulifsins. Fóru
þeir þar inn á fjölmörg hin ólík-
legustu svið í þessum efnum —
bæjarútgerð, kvikmyndahús-
rekstur, búrekstur, gróðurhúsa-
rækt, .blómasölu o.fl. Stefnt var
að því að sem flestir yrðij háðir
þessum eina vinnuveitanda um
atvinnu sína og lifsafkomu.
Fóru þar kostir manna til hvors
tveggja mjög eftir mati forráða-
manna á stjórnmálaskoðun ein-
staklinganna, sem náið var
fylgst með. Leiddi stefna þessi
til misréttis, ósjálfstæðis og
þvingana fyrir almenning, en
kyrrstöðu i öllum framförum
fyrir bæjarfélagið i heild. Þetta
varð til þess að ég ákvað mjög
fljótlega að taka þátt í baráttu
sjálfstæðismanna 1 Hafnarfirði
til þess að losa bæjarfélagið og
bæjarbúa úr viðjum þessarar
stefnu, er reyndist svo gersam-
lega óhæf. Og það enda þótt
margir dugnaðarmenn skipuðu
þá forystusveit Alþýðuflokks-
ins. Gekk ég í Stefni og starfaði
þar um nokkurt skeið, m.a. sem
formaður, siðar í Landsmála-
félaginu Fram og Fulltrúaráði
sjálfstæðisféiaganna. Hefi ég
þannig átt hlut að því, ásamt
fjölmörgu öðru góðu sjálf-
stæðisfólki og þrátt fyrir marg-
víslega erfiðleika sem þvi
fylgdu, að leysa bæjarfélagið úr
þeim viðjum ófrelsis og kyrr-
stöðu sem rikjandi var og sem
loksins tókst 1962. Þá braut
Sjálfstæðisflokkurinn yfirráð
vinstri flokkanna á bak aftur og
tók forystu i meðferð borgar-
málefna.
0 Alger breyt-
ing 1962
— Er það ekki rétt að þú
munir eiga einna lengsta setu í
bæjarstjórn á íslandi?
— Það mun rétt vera, að ég
hafi átt einna lengsta setu i
bæjarstjórn. Ég veit þó um
annan, sem setið hefur jafn-
lengi i bæjarstjóro. Það er
Bjarni Þórðarson, fyrrverandi
bæjarstjóri á Norðfirði. Þess
ber þó að gæta, að þetta var
hans aðalstarf, þar sem hann
var jafnframt starfsmaður
bæjarfélagsins, en ég hefi hins
vegar alltaf haft annað um-
fangsmikið aðalstarf.
— Löng seta í bæjarstjórn er
hins vegar kvorki keppikefli
eða markmið i sjálfu sér. Mestu
máli skiptir að bæjarfulltrúar
allir, hvort sem þeir sitja leng-
ur eða skemur, hafi það að
markmiði að stýra málefnum
bæjarfélagsins þannig að
borgararnir allir fái notið sin
sem bezt í samfélagi, sem um
flest mætti likjast samhentri og
dugmikilli fjölskyldu. Öll erum
við raunar á sama báti og af-
raksturinn háður því, að búið
sé þannig að áhöfninni að hver
og einn geti skilað sem bestum
hlut i frjálsu og farsælu starfi.
— Telurðu einhver sérstök
atvik í sögu bæjarfélagsins öðr-
um merkari i þróun þess á
þessu 40 ára tímabili?
— Já, vissulega tel ég svo
vera. Ég álít, og þykist vita að
svo muni um aðra þá Hafn-
firðinga sem bjuggu undir
stjórn vinstriflokksins, að lang-
samlega markverðustu tímamót
og farsælust fyrir bæjarfélagið
í heild hafi verið er sjálfstæðis-
menn fengu aðstöðu til að taka
við forystu bæjarmálanna árið
1962. Bæjarfélagið var þá fjár-
hagslega á heljarþröm og erfið-
leikarnir, sem blöstu við nýjum
stjórnendum, yfirþyrmandi.
Hins vegar má segja að
stjórnarskiptin ein hafi sett
nýjan svip á bæinn út á við.
Tiltrúin til bæjarfélagsins óx
og gerði því kleift að koma fjár-
málunum á þann samnings-
grundvöll að ekkí þyrfti að vera
alger fjötur um fót til nýrrar
sóknar. Niðurfærsla á gjöldum
einstaklinga og atvinnurekstr-
ar til bæjarins, til hins sama og
gerðist t.d. í Reykjavik samfara
skipulagningu nýrra byggða- og
iðnaðarhverfa, varð allt til þess
að opna augu manna fyrir
Hafnarfirði sem ákjósanlegum
stað til búsetu og starfrækslu.
— Ibúunum tók að fjölga,
heldur Stefán áfram. Og gróska
varð i allri starfrækslu í bæn-
um. Ráðist var í stórfelldar
Ljósm. Öl. K. Mas.
Stefán Jónsson forseti Bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar
framkvæmdir með nýjum áður
óþekktum starfsaðferðum i
bænum. Má i þvi sambandi
benda á framkvæmdir við
Reykjavíkurveg, Fjarðargötu,
ásamt tilheyrandi uppfyllingu,
skólabyggingar og margt fleira.
Sú þróun sem þannig hófst
1962 og sem grundvallaðist á
þeirri algjöru stefnubreytingu,
er þá varð i stjórn bæjarmála,
hefur síðan haldist, íbúum
fjölgað, atvinnulíf blómgast og
bæjarfélagið í heild er
óþekkjanlegt frá því sem áður
var. Hafa sjálfstæðismenn haft
forustu í stjórn bæjarmála allt
frá 1962, lengst af í samstarfi
við bæjarfuiltrúa Félags
óháðra borgara. Um fjögurra
ára skeið af þessu tímabili eða á
árunum 1970—1974 mynduðu
þó vinstriflokkarnir þrír meiri-
hluta, illu heilli, og hefur bær-
inn sopið seyðið af ýmsum mis-
tökum þessara ára.
— Hefur álverið i Straumsvik
ekki verið búbót og haft mikla
þýðingu fyrir vöxt og efnahags-
lega afkomu bæjarins hin síðari
ár?
— Jú vissulega hefur tilkoma
þess og sú mikla atvinna, sem
það veitir haft mikla þýðingu i
þróun síðari ára og stuðlað að
fjölgun íbúa í bænum, sem
jafnframt hafa orðið góðir
skattborgarar. Ef hins vegar
eru sérstaklega hafðar í huga
skattgreiðslur Isals til bæjar-
sjóðs, þá hefur sú stefna verið
rikjandi hjá þeim ráðandi
meirihluta, sem sjálfstæðis-
menn hafa átt hlut að, að stilla
álögum á bæjarbúa svo i hóf
sem kostur hefur verið, ög hef-
ur ísal létt mjög undir í þeirri
viðleitni. Þannig má t.d. segja
að niðurfærsla á fasteignaskött-
um Hafnfirðinga á yfirstand-
andi ári, frá því sem lög heimíla
umfram það sem framkvæmt er
í velflestum sambærilegum
sveitarfélögum, nemi alveg
þeirri fjárhæð, sem ætia má að
tsal greiði til bæjarsjóðs í ár.
Þannig eru greiðslur lsals bein-
linis látnar ganga til þess að
létta fasteignaskattgreiðslur
borgaranna.
0 Forseti bæjar-
stjórnar í 10 ár
— Hvernig er þér nú innan-
brjósts, þegar þú lítur til baka
yfir þessi 40 ár i bæjarstjórn ?
Framhald á bls. 25.
Þegar sjálfstæðismenn náðu meirihlutastjórn í Hafnarfirði 1962 var ráðist í stórfelldar framkvæmdir
ineð stórvirkari tækjum en áður hafði verið beitt, segir Stefán í þessu viðtali, og nefnir í því sambandi
m.a. framkvæmdirnar við Re.vkjavíkurveg og Fjarðargötu, sem þóttu mikið átak á þeim tíma. M.vndin
sýnir framkvæmdir á Reykjavíkurvegi.