Morgunblaðið - 04.02.1978, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALlF.
Lykiltölur iðnaðarins
I NYUTKOMNU fréttabréfi Landsambands iðnaðarmanna er þess
getið að nú sé unnið að gerð lykiltalna fyrir einstakar iðngreinar.
Lykiltölur eru nokkurs konar meðaltöl helztu stærða i rekstrarreikn-
ingum fyrirtækja í einstökum greinum, sem síðan er skipt upp í
stærðarflokka eftir veltunni. A þann hátt geta fyrirtækin borið sínar
tölur saman við greinina í heild og önnur fyrirtæki af svipaðri stærð.
Því míður er hér ekki rúm til frekari skýringa á efni og uppbyggingu
lykiltalna iðnaðarins en allar frekari upplýsingar gefur Landssamband
iðnaðarmanna, sími 15363, en þeir hafa annast þessa þjónustu fyrir
félaga sína þeim að kostnaðarlausu.
Sem dæmi um lykiltölur birtum við hér töflu sem sýnir rekstrarnið-
urstöðu skipaiðnaðarins árið 1976. Tölurnar eru í þúsundum króna.
Rekstrarreikningur 1976 %
Tekjur alls 253.735 100.0
— efnisnotkun 73,424 28.9
— laun og launatengd gjöld 104.173 41.1
Framlegð 76.138 30.0
— laun á skrifst. og st j.kostn. 11.510 4.5
— fastur kostn. annar en afsk. og vextir 41.042 16.2
Hagnaður fyrir afsk. og vexti 23.586 9.3
— afskriftir 7.088 2.8
Hagnaður f. vexti 16.498 6.5
— vextir samtals 7.771 3.0
Rekstrarhagnaður 8.727 3.5
Eins og yfirlitið ber með sér þá eru hráefnis- og launaútgjöld 70% af
heildarútgjöldum og eins er rétt að benda á að sá hagnaður sem hér er
sýndur er brúttó.
Stjórnunarfélagið
HER FER á eftir yfirlit yfír
þau námskeið sem Stjórnunar-
félagið mun efna til á næst-
unni:
Bókfærsla I, 6.—9. febrúar og
endurtekið 13.—16. sama mán-
aðar.
Tollskjöl og verðútreikningar,
21.—24. febrúar.
Um þjóðarbúskapinn, 22.—28.
febrúar.
LEAP-stjórnunarnámskeið
25.—26. febrúar.
Stjórnun II, 26. febrúar til 2.
marz.
Markaðssókn, 27. febrúar — 6.
marz.
Ur því tilefni gefst til er rétt
að minna á aðalfund Stjórn-
unarfélagsins en hann verður
haldinn á fimmtudaginn (9.
feb.) kl. 12.15 að Hótel Sögu.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa mun Erlendur Einarsson
forstjóri flytja erindi um
stjórnun og stjórnskipulag
Sambandsins.
Höfum kaupendur aS eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Kaupgengi Yfirgengi miöaS við innlausnarverð
pr. kr. 100 Seðlabankans
1967 1 flokkur 21 54.23 34.1%
1967 2 flokkur 2139 54 1 5 8%
1968 1 flokkur 1883 29 3.6%
1968 2 flokkur 1 755 03 512%
1969 1 flokkur 1309:36 511%
1970 1 flokkur 1203 82 33 8%
1970 2 flokkur 880 67 2 5%
1971 1 flokkur 830 52 33 3%
1972 1 flokkur 730 12 3.6%
1972 2 flokkur 619 56 ' 33 3%
1973 1 flokkur A 478 53
1973 2 flokkur 442 35
1974 1 flokkur 307 22
1975 1 flokkur 251 1 7
1975 2 flokkur 19167
1976 1 flokkur 18216
1976 2 flckkur 147 92
1977 1 flokkur 137 39
1977 2 flokkur 1 15 08
1978 1 flokkur Nýtt útb 100 00 d- dagvextir
VEÐSKULDABRÉF: Kaupgengi pr. kr. 100 -
1 ár Nafnvextir 12%—23% p a 75 00—80 00
1 ár Nafnvextir 12% — 23% P a 64 00—70 00
3 ár Nafnvextir 23% p a 63 00—64 00
HLUTABRÉF:
Verslunarbanki íslands hf Sölutilboð óskast
Iðnaðarbanki íslands hf Sölutilboð óskast
PjÁRPEfTinGARPÉIAG ÍJIAnM Hft
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjargötu 12 — R (iðnaðarbankahúsinu)
Simi 2 05 80
Opið frá kl. 13.00 til 1 6.00 alla virka daga.
Fiskvinnslan
Það er sjálfsagt að áliti ein-
hverra að bera f bakkafullan læk-
inn að ætla sér að segja eitthvað
frá fiskvinnslunni. Nóg að sinni
og mál að linni er sjálfsagt hugs-
að. En hvers vegna? Er þetta ekki
sú atvinnugrein, sem skilar mest-
um gjaldeyristekjum í þjóðarbú-
ið og ef eitthvað bjátar á þar, er
það þá ekki vandi allra? Lengra
mun ekkí haldið á þessari braut
heldur reynt að gera grein fyrir
stöðunni eins og hún var í októ-
ber s.l., eins og áætla megi að
staðan sé nú, birt verða nokkur
verð úr nýjustu verðskrá Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins og að
lokum er rætt við þrjá stjórnend-
ur fiskvinnslufyrirtækja um
skoðun þeirra á sfðustu fiskverðs-
ákvörðun og stöðunni í dag. Ef
litið er f skýrslu Þjóðhagsstofn-
unar, „Athugun á afkomu frysti-
húsa haustið 1977“, töflu 14, er
eftirfarandi að finna: Miðað er
við október-verðlag og var gengi
dollars gagnvart ísl. krónunni þá
208.-. Otflutningstekjurnar, en
þær eru um 90% af heildartekj-
um, voru fyrir frystinguna metn-
ar á 34.120 milljónir, en heildar-
tekjurnar voru rúmir 37 milljarð-
ar. Af rekstrarútgjöldum má
nefna laun og launatengd gjöld,
10.461 milljónir, hráefni 20.845
millj., umbúðir 1.119 millj. og
vextir 1687 millj. Þessir gjalda-
liðir sem hér eru nefndir nema
um 87% af heildarútgjöldum sem
voru metin á 38,5 milljarða
króna. Heildarniðurstaðan hljóð-
aði upp á rúman milljarð í tap
eða nákvæmlega 1042 milljónir. I
lauslegri athugun, sem viðskipta-
sfðan hefur gert meðal áhuga-
manna um fiskiðnað þá má laus-
lega áætla stöðuna f dag, þ.e.a.s.
eftir hækkun almenns fiskverðs
um 13% og hækkun viðmiðunar-
verðs um 20%, sem hér segir:
Heildartekjur frystingar eru í
dag metnar á 45—46 milljarða og
stafar þessi aukning þeirra aðal-
lega af þrennu: gengissigi, hækk-
un viðmiðunarverðs og aflaaukn-
ingu. Um gjaldaliðina er það að
segja að laun og tengd gjöld eru
áæltuð nema um 11—12 milljörð-
um, hráefni um 25—26 milljörð-
um, umbúðir um 1300 milljónum
og loks hafa vextir hækkað all-
verulega og eru nú metnir á um
3000 milljónir. Heildarniðurstað-
an úr dæminu er því sú að tapið á
frystingunni sé nú á milli 1—2
milljarðar. Rétt er að taka fram
að í áætlununum hér að framan
er gengi í janúar miðað við 216.70.
í nýútkominni tilkynningu frá
Verðlagsráði sjávarútvegsins er
að finna lágmarksverð helstu
fisktegunda og gilda þau fyrir
tímabilið 1. janúar s.l. til 31. maí í
vor. Hér á eftir fer yfirlit um
helstu verð:
Þorskur, stór, 70 sm og yfir.
Kr.
l.fl. slægður með haus, pr. kg. 110
l.fl. óslægður, 1. jan.
til 15. apr. 95
l.fl. óslægður eftir 15. apr. 92
Þorskur, millistærð, 54—70 sm
l.fl. slægður með haus, pr. kg. 89
l.fl. óslægður, 1. jan.-15. apr. 77
l.fl. óslægður, eftir 15. apr. 74
Ýsa, stór, 52 sm og yfir:
1. fl. slægð með haus, pr. kg. 100
1. fl. óslægð pr. kg. 75
Ufsi, stór, 80 sm og yfir:
l.fl. slægður með haus
1. jan.-28. feb. 72
1. fl. óslægður sama tímabil,
pr. kg. 57
Karfi, hæfur til frystingar:
1000 gr. og yfir pr. kg. 66
500 gr. að 1000 gr. pr. kg. 49
Hér á eftir fer álit þriggja
stjórnenda fiskvinnslufyrirtækja
á hinu nýja fiskverði svo og á
stöðunni eins og hún er í dag.
Jón Páll Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri, Isafirði, sagði að
augljóst væri að sjónmenn þyrftu
sina launahækkun eins og aðrir
en það væri staðreynd að fisk-
vinnslufyrirtæki gætu ekki staðið
undir þessum útgjöldum að
Framhald á bls. 27
Fjármunamyndunin
A yfirliti því sem hér fylgir má sjá hvernig fjármunamyndun landsmanna hefur þróast frá árinu 1969
en allar tölur sem nefndar eru miðast við það ár.
YTIRUT UM FJÓRWJNAMYNDUN
á verðlagi ársins 1969 í milljónum kr.
1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976
Alls 8.600 9.272 13.171 13.043 15.670 17.360 15.900 15.490
A. Atvinnuvegimir 3.400 4.323 7.219 6.578 7.920 9.205 7.200 5.970
1. LandbúnaÖur 530 634 770 927 1.025 1.140 1.000 980
2. Fiskveiöar 152 651 634 1.398 2.975 2.400 1.430 680
3. Fiskvinnsla 118 249 438 543 680 730 690 550
4. Stor'iÖja 1.317 594 628 616 140 70 220 120
5. Annar iönaöur 548 627 950 1.107 900 1.080 1.040 1.050
6. Flutningatæki 180 729 2.552 872 940 1.880 1.380 1.300
7. Annaö 555 839 1.247 1.115 1.260 1.905 1.440 1.290
B. IbúÖarhús 1.804 1.825 2.057 2.569 3.775 3.270 3.040 3.100
C. Opinberar framkv.3.396 3.124 3.895 3.896 3.975 4.885 5.660 6.420
1. rafvirkjanir hita og vatnsv. 2. Annaö 1.466 1.930 1.184 1.940 1.474 2.421 1.426 2.470 1.240 2.735 1.900 2.985 3.080 2.580 3.910 2.510
Hlutur atvinnu- veganna í % 40 47 55 50 51 53 45 39
Heimild: Hagtölur máruAarins, desember 1977.
Yfirlit yfir fjármunam.vndun 1969—1976 í milljónum króna á verðlagi ársins 1969.
Athyglisvert er að hlutur atvinnuveganna hefur dregist saman þegar á heildina er litið þó svo tölur
ýmissa atvinnuvega séu allsveiflukenndar. Andstæða þessa er þróun sú er átt hefur sér stað í
fjármunamyndun hins opinbera en þar hefur verið stöðug aukning allt frá árinu 1969.