Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 14

Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 ,,Milton Friedman færir rök gegn ríkisafskiptum í blönduðu hagkerfi. Hann stefnir að hreinu markaðskerfi í fullkomnu jafnvægi — frá verðbólgu og ríkisafskiptum." Nútimaleg endurskoðun á frjálshyggju Milton Friedman, nóbelsverðlaunahafi í hag- fræði 1976, er ekki hugmyndafræðingur her foringjastjórna, heldur rökfærslumaður fyrir markaðskerfið (kapítalismann), hagkerfi frelsis og framtaks. eins og ég sagði í grein minni sl laugardag Ólafur Björnsson prófessor reit grein í nýútkomið 19 hefti Hagmála, tímarit viðskiptanema, og dr Þráinn Eggertsson lektor í Vísi sl mánudag Það er ekki seinna vænna, að umræður hefjist með íslendingum — verð- bólgumethöfum Norðurálfu — um lausnir Friedmans á vanda Vesturlandabúa, sífelldri aukningu ríkisafskipta og verðbólgu Fróðlegt er að bera viðfangsefni Friedmans saman við viðfangsefni annars nóbelsverðlaunahafa í hagfræði og skoðanabróður Friedmans, Fried- richs von Hayeks Hayek samdi fræga bók árið 1944, Leiðina til ánauðar (The Road to Serfdom), sem olli reyndar nokkrum blaðadeil- um á íslandi árið 1946, en útdráttur úr henni var gefinn út á íslenzku Hayek færði rök gegn stefu vestrænna róttæklinga að hreinu mið- stjórnarkerfi (eins og þvi sem reynt var í Ráðstjórnarríkjunum), taldi kúgun óhjákvæmi- lega í slíku hagkerfi Reynslan hefur staðfest rök Hayeks, svo að um munar, enginn umtals- verður vestrænn stjórnmálaflokkur stefnir lengur að hreinu miðstjórnarkerfi Friedman tekur undir með Hayek í flestu eða öllu í bók sinni, Frelsi og framtaki (Capitalism and Free- dom), en færir einkum rök gegn stefnu vest- rænna róttæklinga („stjórnlyndra umróts- manna” eins og Jón Þorláksson forsætisráð- herra nefndi þá) að blönduðu hagkerfi Rök- semdir hans taka flestar til vestræna lýðræðis- ríkisins. en röksemdir Hayeks tóku til austræna alræðisríkisins Stjórnmálaskoðun Friedmans er því i vissum skilningi nútímaleg endurskoð- un frjálshyggju Hayeks Rökin gegn rikisafskiptum Almenn rök Friedmans gegn rikisafskiptum eru hin sígildu rök fyrir frjálshyggjunni: (1) Frelsi einstaklingsins (sem er frelsi hans frá afskiptum valdhafa) er meira i markaðskerfinu en í miðstjórnarkerfinu. Frelsi i atvinnumálum er jafnmikils virði og frelsi í öðrum málum. (2) Frelsi i atvinnumálum er auk þess forsenda skoðanafrelsis Það er nauðsynlegt af hagnýt- um ástæðum Flver á að fjármagna stjórnar- andstöðuna, ef stjórnin ræður öllu fjármagn- inu? (3) Markaðskerfið er hagkvæmara en miðstjórnarkerfið. nýting framleiðslutækjanna . d_r ffu íkki l [fbídi rins o* l-4 b-ikkoton t- , i fvl - kónK.löl^ b ” ,kk, ond.n •» l»»<lsm"" „llOn»l“ »e»k“m ' UnVkr. h».lí'r*'""ta' s,x Mars Srl* |r„n,„*orinn t- . ,„»ki "“l'1 „ "o frkklor. .* var «“ ''' l.siö »r „okkor l,»1'1'm»l,„k, kiinnol'u»1 sinlonom J■■ ^ Gainr.i'1'- sr" „,ar *ir vin l!»r'»ríí s l«,kivarkrnnan j, faí „,„sl»l>a»lrrk „„sn.al 'sl'r, ““ hrk„r om r'"»>rJa> ,llir «■" Kommunistaa o„i KnRe»*> Frieómait og Kevnes A þnssom ‘r“™ om ta„darl»k. fí rmdman. „ „ ikíeia aö vrrfta . Irmenr ‘,rí*', ,M visn k»m „rimspressonnn 5e,nl, ,i„o b'ssi lr*k* áftor h»"" pfta iv'nn" aro ctac,6o-l'a- Iro a “á, krnoari f»r sköla ,» „|6r hann kal»' árin ISIS-'S - „auar vlsrnda ktkid ollom mr'r j li jll o6 slörlom »*“m »» tnrtnslör! mtaal Irros1" "h”akk,rr;«n‘. 1 h»m ‘k"''’"“ bræfti"'* brapftr''* „Uk.sctu ára llmmsverökd1*. •* •«» kcnningar Friedn * * m^ styrr hufi a-a SVer^aun i hat>- Þ-. vku> -r u,n i : ;'Ur V*«* **r. vi«»»««W ííí: <* hyjjjj, Hð iafnvo, lrs,m svo margar allivnr mj°8 **J*"Wála- hann hafi v,.rjð , h«pi andstea,,, ' "ftnn&r að lanna ,, k«mi„„. Ííveri.l ftjJ" mflr um lanfi h onum. Sem seop m ■ 1 B»n‘lar,jtj. ^ ma. oð searfHi Frjciirjks '“'"'olvverðl,unilhalans I ........knm Fnedmans í"''" "E M|H""v : .......- .... “"Ite... „efnda »„'. "'“"l h'"' fyrr- ’ sem mér Dr Priton lrk‘"r- f i!Í- f r„d |t,l'nl1’" | siöbrtsverli- man.»,"'h,*“„„i írll, '«7‘ I I '»“" ' írt?nar "a'a m'°‘ Vi"“r *l"»m ‘“"l 1 tai„l »Pl»‘“m le|Ja k."" \ ‘ Frledman »e ógnarst)drn- 1 ábjre’n h p riedman !«■ l r:;.cí ^m *•*•,,r,r ,e,lralerl> »»■» llesiir l práinn . -fræftinR»r I borR»r®|eR“’ kenninRum l i uki morRU varUf> or I ' ^isrökilor ver. 1 1 hópi 1 Ó/afi Björns 'ur I so nl ■conia 'lnMinn";,' "‘i"U h"ík" 'rtflTrir” ' •n Allamshafsband, '* "•,n' henni Mcn rra »cu f baiMJalam kvæmilegar af einhverjum ástæðum, þá á ríkið að vinna með öllum ráðum gegn þeim, setja til dæmis lög gegn „auðhringum" og „einokun" (eins og stórfyrirtæki og einkasölur heita á máli tilfinningamanna) Umhverfisáhrif eru þau áhrif, sem viðskipti einhverra hafa á umhverfi eða afkomu annarra, og óhægt er eða óeðlilegt að bæta þeim Til dæmis má taka mengun af völdum verksmiðjuframleiðslu Ríkið verður auðvitað að hafa afskipti af slikum viðskiptum, það er raunhæft úrlausnarefni, hvað því beri að gera. Forvitnilegra en þetta er þó í rauninni það, hvað Friedman telur ekki hlutverk rikis- ins: Það á ekki að skipta sér af samningum á vinnumarkaðnum (og ekki heldur að kosta afleiðingar slíkra samninga. það á með öðrum orðum ekki að tryggja fulla atvinnu, ef verka- lýðsfélögin hafa samið hana af verkalýðnum með of miklum kauphækkunum Það á ekki að skipta sér af tekjuskiptingunni Það á ekki að reka tryggingarstofnanir Það á að láta ein- staklinga um að reka sjúkrahús og skóla. ef það er hægt Það á ekki að takmarka aðgang manna að atvinnugreinum Þannig má lengi telja fórnarlömb hins egghvassa skurðhnífs Friedmans, og þykir mörgum nóg um slátrun- ina. Lausn Friedmans á fátæktarvandanum Margir góðviljaðir umbótamenn spyrja vafa- laust hneykslaðir, þegar þeir lesa um skoðanir og kenningar Friedmans: „Vill maðurinn láta fátæklinga deyja drottni sínum á götum úti? Vill hann sætta sig við eymdaraðstöðu barna og unglinga í fátækrahverfum stórborganna? Og er frelsi manna til að fullnægja þörfum sínum ekki komið undir kaupgetu þeirra?" Friedman á svör við þessum spurningum í fyrsta lagi telur hann eins og flestir aðrir nútimamenn, að ríkinu beri að framfæra þá. sem geta það ekki sjálfir Hann leggur það til, að þeim, sem hafi tekjur undir tilteknu lág- marki, sé greitt i reiðufé uppað þessu lágmarki (og hefur sú aðferð hlotið nafnið „neikvæður tekjuskattur"). Við þessa aðferð, sem er rökrétt lausn markaðarins á afkomuvanda fátæklinga, eru tveir kostir: einn er sá, að tryggingarbákn, sem kostar sitt, er ekki nauðsynlegt. þvi að tryggingin er framkvæmd i skattakerfinu, ann- ar, að tryggingarnar eru einungis greiddar til þeirra, sem þurfa þeirra, en ekki til allra (til dæmis ekki til aldraðra auðmanna, sem ella fengju ellistyrk, eða barnmargra bjargálna manna) í öðru lagi er það kenning Friedmans, að fiestar eða allar tilraunir góðviljaðra um- bótamanna til að nota rikisvaldið (eða verka- FRELSI OG FRAMTAK betri vegna arðsemisaðhalds í frjálsri sam- keppni Einkarekstur er hagkvæmari en ríkis- rekstur, því að menn fara betur með eigið fé en annarra. En rök Friedmans gegn þeim afskiptum lýðræðisrikisins af atvinnulifinu, sem víða eru talin sjálfsögð, eru einkum þau, að ríkisstjórnin ráði ekki yfir neinum mælikvarða á „réttar" þarfir og „rétta" hagsmuni einstaklinganna, þótt hún sé kosin lýðræðislega. Einstaklingarn- ir eru sjálfir dómbærastir um þarfir sínar, þess vegna eiga þeir að fullnægja þeim sjálfir, en ekki ríkisstjórnin Með þvi að engir „réttir" hagsmunir almennings eru til (aðrir en þeir, að allir einstaklingar fái að gæta hagsmuna sinna sjálfir án afskipta ríkisins), gæta ráðamenn ríkisins alltaf einhverra einkahagsmuna, hvort sem þeir vita af þvi eða ekki Sumir (vonandi margir) stjórnmálamenn hafa hugsjónir. en þær eru nátengdar hagsmunum þeirra Hvers virði eru hugsjónir stjórnmálamannsins, ef hann nær ekki (endur)kosningu? Kosning hans hlýtur því að vera hugsjón hans í vissum skilningi — hún er tæki. en einnig tilgangur Allir íslendingar kannast við dæmið, sem Friedman tekur um ákvörðunartöku í lýðræðis- ríki: Kröfum fámennra hópa, sem finna mjög til hagsmuna sinna, er að öllu jöfnu sinnt fremur af stjórnmálamönnunum en kröfum eða þörfum fjölmennra hópa, sem fínna ekki til hagsmuna sinna, þvi að þeir dreifast á mjög marga (eða næstum þvi alla) Skattborgarar og neytendur eru fjölmennir og afskiptir hags- munahópar á íslandi vegna allra rikisafskipt- anna Ríkið eða hið opinbera sinnir kröfum margra fámennra hagsmunahópa á kostnað fjöldans vegna kosningahagsmuna stjórnmála manna Það breytir óskalistum nafngreindra hópa í reikninga, sem sendir eru nafnlausum fjöldanum — í skattseðla eða verðlitla pen- ingaseðla Að lokum verður það gjaldþrota (eins og borgin New York), og „óðaverðbólga" sumra rikja er einungis annað nafn á rikisgjald- þroti, því að peningar eru kröfur einstaklinga á ríkið, þegar allt kemur til alls Friedman dregur ekki í efa góðvild sumra þeirra, sem reyna að nota rikisvaldið til að fullnægja þörfum eða að trY99Ía ^jör hagsmunahópa, en hann telur, að góðverk eigi menn ekki að gera á kostnað annarra Hann kemur fleygum orðum að kjarna málsins: „Ókeypis hádegisverður er ekki til" Allt kostar sitt Enn er það, sem getið var um í fyrri grein minni um skoðanir Friedmans, að eðlismunur er á almennum ákvörðunum í stjórnkerfinu, þótt að Jýðræðislegt sé, og ein- stökum ákvörðunum í hagkerfinu Akvarðanir, sem teknar eru með atkvæðagreiðslu (í þing- kosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslu). eru teknar af meiri hlutanum fyrir alla, en ákvarð- anir, sem teknar eu af einstaklingnum (við- skipti hans við aðra), eru teknar fyrir hann einan. Markaðskerfið er því í rauninni skipulag beins lýðræðis, eða fullkomins lýðræðis, en lýðræðisrikið er skipulag óbeins lýðræðis eða ófullkomins. Hlutverk ríkisins Sumar ákvarðanir verður meiri hlutinn auð- vitað að taka fyrir alla (til dæmis ákvörðun meiri hluta Alþingis íslendinga um aðildina að Atlantshafsbandalaginu), og einstaklingarnir geta ekki fullnægt öllum þörfum sínum í markaðskerfinu Af þessari nauðsyn og annarri er rikið til Að sögn Fiedmans og annarra frjálshyggjumanna er það til af illri nauðsyn. Hvers vegna illri? Vegna þess að það er eina stofnun þjóðarinnar, sem aflar fjár með valdi, og frjálshyggjumenn taka frelsi einstaklingsins fram yfir vald ríkisins, þótt þeir sætti sig við lágmarksnauðsyn þessarar ófullkomnu verald- ar (og hafni því rikinu ekki algerlega eins og stjórnleysingjar, siðaskoðun frjálshyggju- mannsins er siðaskoðun stjórnleysingjans að viðbættri hversdagslegri skynsemi) Friedman telur, að ríkið eigi að gegna hlutverki verndara, það eigi að vernda borgarana hvern gegn öðrum, setja lög til tryggingar jafnmiklu frelsi þeirra og framfylgja þeim, það eigi með öðrum orðum að gegna hlutverki sáttasemjara í óhjá- kvæmilegum ágreiningi borgaranna um hug- sjónir þeirra og hagsmuni, og eigi að koma fram fyrir þá á alþjóðavettvangi Hvaða afskipti ríkisins af atvinnulifinu eru leyfileg að mati Friedmans? Rikið á einkum að vera umgerð utan um freísi einstaklinganna til viðskipta Það á þess vegna að stjórna peningamálunum, taka ákvarðanir um seðlaprentun, myntsláttu og mörk útlána Hagstjórn rikisins felst í stjórn peningamála. kennir Friedman, og hann telur óstjórn peningamála eina verðbólguvaldinn (þó að gefa megi stjórnmálalegar skýringar á slikri óstjrórn í lýðræðisrikjunum, einkum þær, að stjórnmálamenn láti undan kröfuger_ð hags- munahópanna og að slik undanlátssemi sé tilfinnanlegust í landi mikilla rikisafskipta Þess vegna má kalla kröfugerðina „verðbólgu- hvata”). Friedman hefur klætt þá gömlu og umdeildu kenningu i nýjan búning, að pen- ingamagn, sem fari úr hófi, valdi verðbólgu (peningamagnskenninguna, mónetarismann) Hann telur ekki valið um verðbólgu eða at vinnuleysi eins og margir hagfræðingar, sem halda, að þeir séu lærisveinar hagfræðingsins heimsfræga, Johns Maynards Keynesar, held- ur um jafnvægi eða misvægi i atvinnumálum, ríkið geti ekki tryggt fulla atvinnu til langs tíma, heldur einstaklingarnir á markaðnum Friedman telur tvær ástæður helztar til leyfi- legra ríkisafskipta af atvinnulifinu: einkasölur og umhverfisáhrif. Athugum þær. Ef einn aðili ræður framboði (eða eftirspurn) tiltekinnar vöru, þá er valfrelsi kaupandans (eða seljand- ans) i viðskiptum ekkert, og þá eru forsendur markaðskerfisins brostnar. Stundum er einka- sala óhjákvæmileg af tæknilegum ástæðum Það er raunhæft úrlausnarefni, fer eftir efnum og ástæðum, hver eigi að reka slikar einkasöl- ur, en Friedman er þeirrr skoðunar, að einka- sala einstaklinga sé oftast ákjósanlegri en rikis- ins, því að þeir eru opnari fyrir nýjungum en embættismenn. En ef einkasölur eru ekki óhjá- lýðshreyfinguna) til að auka kaupgetu manna mistakist, framfarirnar hafi orðið þrátt fyrir rikisafskiptin, en ekki vegna þeirra, og hann styður það tölulegum staðreyndum Friedman telur, að árangursrikasta aðferðin til lifskjara- bóta sé aðferð markaðarins, rikið getur torveld- að efnahagslegar framfarir með afskiptum sin- um, en ekki auðveldað þær (með öðru en því að láta atvinnulifið afskiptalaust). Komið er að mikilvægum mun á hugsunarhætti hans og samhyggjumanna (sósíalista); Þeir kenna öðr- um mönnum um meinsemdir lifsins. en hann gefur skýringar á þeim og gerir tillögur til batnaðar Fátækt er ekki vegna illvildar ein- stakra auðmanna, vandi hennar er ekki leystur með því að skipta á illviljuðum og góðviljuðum valdsmönnum, heldur með þvi að fullnýta framtakssemi einstaklinganna. Hvers vegna halda menn, að lífskjör almennings hafi batnað svo á Vesturlöndum siðustu tvær aldirnar? Lýðræðisstjórnir tuttugustu aldarinnar eru ekki góðviljaðri en „upplýstir einvaldar" hinnar átjándu Tæknibyltingin og iðnbyltingin, sem urðu vegna afreka fáeinna einstaklinga og aukins frelsis i atvinnumálum, breyttu öllum aðstæðum, leystu brýnasta vanda fátæktarinn- ar Lifskjörin bötnuðu ekki vegna þess, að auðurinn væri tekinn af hinum riku og fenginn hinum fátæku, heldur vegna aukningar fram- leiðslu og aukningu auðs þjóðanna Ríkis- stjórnir hafa i reynd takmörkuð völd nema til ills, bilið á milli góðvildar og góðverka valds- mannanna er breitt, það er næstum því óbrú- andi að sögn Friedmans Vantrúin á valdinu er sá þráður, sem bindur skoðanir og kenningar hans saman Ég held, að brýna nauðsyn beri til að ræða þær á íslandi — þrátt fyrir það að sumar kenningar hans séu vafasamar, hann sé allt að þvi bókstafstrúar á markaðskerfið og Sumar lausnir hans séu skrifborðslausnir Vist er, að reynsla síðasta áratugar rennir stoðum undir sumar vlsindalegar kenningar hans. Og undir flestar siðferðilegar skoðanir hans taka frjálshyggjumenn heils hugar trf’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.