Morgunblaðið - 04.02.1978, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
Rætt við nokkra
Selfyssinga um kaupstaðarréttindi
til handa
Selfosshreppi
„Hagur allra sveita hér að þjónu
stöðin á Selfossi vaxi og sé sem öf
Aö undanRonRinni skoðanakönnun á Selfossi um það hvort Selfyssingar vildu að
Selfoss yrði kaupstaður eða hreppur áfram, samþykkti hreppsnefndin samhljóða að
biðja þingmenn Suðurlandskjördæmis um að leggja fyrir Alþingi tillögu um
kaupstaðarréttindi Selfossi til handa og hefur frumvarp þar að lútandi verið lagt
fyrir Alþingi og verður það væntanlega afgreitt fyrir þingslok og væntnalegar
bæjarstjórnarkosningar í vor. í prófkjörinu sem fram fór8. jan. s.l. greiddu athvæði
54% kjósenda en alls voru á kjörskrá 1944. Já, sögðu 751 eða 72% þeirra sem kusu,
en nei sögðu 278 eða 27%, 16 seðlar voru auðir. Fyrir nokkrum árum greiddu
Selfyssingar atkvæði um sama mál. en þá var það fellt. Með kaupstaðarréttindum fær
Slefoss ýmis réttindi kaupstaðar, en meginbreytingin er sú að samþykktir ráða-
manna byggðarinnar varð: ndi meiri háttar mál verða ekki lengur háðar samþykkt og
afgreiðslu sýslunefndar, því málefni bæjarstjörna heyra undir félagsmálaráðuneytið
ef eitthvað sérstakt kemur upp. Þá eru fulltrúar .i bæjarstjörn 9 talsins en 7 í
hreppsnefnd.
Alls eru liðlega 3000 íbúar á Selfossi, en í öðrum byggðarlögum Árnossýslu sem
telur nú 18 hreppa eru alls um 6700 íbúar. Morgunblaðið ræddi við nokkra
Selfyssinga eftir að samþykkt hreppsnefndar lá fyrir. Hér fara á eftir samtöl við tvo
sem eru meðmæltir kaupstaðarréttindunum og tvo sem eru henni andvígir, en í
almennri skoðanakönnun um málið var eins og fyrr getur mikill meirihluti með
kaupstaðarréttindum fyrir Selfoss.
„AÐ SAMVINNA SELFOSS
OG HREPPANNA MEGI
VERÐA SEM BEZT.“
Páll Jónsson hreppsnefndar-
maður kvaðst fagna því að þetta
mál væri að komast á lokastig
með samhljóða samþykkt hrepps-
nefndar eftir skoðanakönnun þar
sem 72% þeirra sem kusu vildu
kaupstaðarréttindi. Um fram-
vindu málsins sagði hann:
,,Það er mergurinn málsins að
fjölmennið hér í byggðarlaginu
kallar á að ibúar hér hafi sömu
réttarstöðu í stjórnkerfinu og
kaupstaðir hafa. Selfoss er átt-
undi stærsti þéttbýliskjarninn á
landinu utan Reykjavíkur og við
verðum að taka tillit til þess í
mati á stöðu okkar. Við höfum
verið einn af 18 hreppum í Árnes-
sýslu og höfum haft jafn mikið
vægi í sýslunefnd í atvkæða-
greiðslu og aðrir hreppar, en það
er í rauninni lítið samhengi i því
t.d. Selvogur með 21 íbúð.
Því hefur verið fleygt að Sell-
fossbúar væru að svíkjast undan
merkjum sem Árnesingar með
því að fá kaupstaðarréttindi, en
ég get ekki séð að Selfossbúar séu
neitt verri Árnesingar fremur en
til dæmis að Húsvíkingar séu
verri Þingeyingar en aðrir af því
að þeir búa i kaupstað.
í greinargerð með samþykkt
hreppsnefndar er það vilji
hreppsnefndar að sú samstaða og
samvinna sem þróast hefur milli
Selfosshrepps og annarra hreppa
sýslunnar megi verða sem bezt
áfram og að hún megi aukast frá
því sem nú er. Þá má geta þess að
það er ekki hein ný hugmynd að
gera Selfoss að sérstöku bæjar-
félagi með kaupstaðarréttindi.
Árið 1945 var fyrst samþykkt til-
laga á hreppsfundi í Sandvíkur-
hreppi að Selfoss yrði sérstakt
baejarfélag með þaijBstaðarrétt-
indi, en það var áður en Selfa^s-
hreppur varð til 1947.
Með því að SelfoSS verði kaup-
staður verður sjálfstæði bæjar-
félagsins meira og það verður
meira en verið hefur sjálfs sin
herra I framkvæmdum og
ákvörðunum sem þjóna hagsmun-
um byggðarinnar. Með kaup-
staðarréttindum mun Selfose
standa jafnfætis sýslufélögunum
en ekki þrepi neðar eins og nú er
og það er meginmálið. Ut á við er
þetta einnig kynningaratriði, því
oft er fremur tekið tillit til sjónar-
miða kaupstaða en hreppa þegar
mál koma upp .og inn á við kallar
þessi breyting á meiri ábyrgð.
„AÐ AÐSKILNAÐUR SELFOSS
FRA HREPPNUM VERÐI A
KOSTNAÐ
SAMHELDNINNAR."
Gísli Bjarnason umboðsmaður
kvaðst lfta svo á að aðskilnaður
Selfoss frá öðrum hreppum yrði á
kostnað samheldninnar og gæti
spillt henni. ,,Það er hugsanlegt,“
sagði Gísli, ,,að fleiri hreppar
fylgi á eftir, fleiri þorp sem
myndu draga sig út úr og þannig
myndi sýslan bútast niður í fá
hagsmunasvæði, ef til vill 4 eða 5.
Það sýnjst mér vega þyngst á
metunum gegn kaupstaðarrétt-
indum Selfossi til handa að
Arnessýslá er ein atvinnuleg
heild, sérstaklega að því er varðar
Selfoss og nágrannasveitirnar þar
í kring, sem byggist á því að það
eru landbúnaðarafurðir búanna
sem skapa hér mesta atvinnu í
plássinu, auk verzlunar sem er
sameiginleg, bifreiðaþjónusta og
annarra vérkfæra sem hvort
tveggja eru mjög drjúgar atvjnnu-
greinar. Mér finnst því ekki stór-
mannlegt af íbúum Selfoss að
vilja nú skorast undan félagslegri
ábyrgð í sýslunni.
Bent hefur verið á að það væri
hægt að spara útgjöld fyrir Sel-
foss með kaupstaðaréttindum
varðandi greiðslu á sýslusjóðs-
gjaldi og sýsluvegjagjaldi, en
þetta hvort tveggja álít ég mjög
léttvægt vegna þess að þessir pen-
ingar koma beint og óbeint aftur
hingað til Selfoss sem tillag til
sameigjnlegra stofnana hér, svo
sem heilsuverndarstöðvar.
byggðasafns og bókasafns. Það
eru taldir kostir einnig fyrir Sel-
foá's að bæjarfélag verður óháð
ákvörðunum sýslunefnrigr í ein-
stökum málum sem upp koma
innan hreppsnefndar, en þ.ess ber
þá að geta að eftir breytinguna
myndi slík mál heyra undir fé-
lagsmáíaráðuneytið — og er það
tfrikkuð bétra?
Haustir 1973 var einnig at-
kvæðagreiðsla í byggðarlaginu
um kaupstaðarréttindi og þá var
þátttakan 88%, 406 sögðu þá já,
en 791 nei. Nú þegar atkvæða-
greiðslan var í janúar varð kjör-
sókn tæp 54% og já sögðu 751, en
278 sögðu nei. Það finnst mörgum
að undirbúningi fyrir þessa skoð-
anakönnun hafi verið áfátt í
ýmsu, seint og illa auglýst, og
ekki haldinn borgarfundur um
málið þótt slíkt hefði verið mjög
eðlilegt. Hins vegar fréttist einni
Séra Sigurður Sigurðarson
til tveímur vikum fyrir skoðana-
könnunina að fólk mætti eiga von
á hlutlausri greinargerð um þessi
mál frá Sambandi íslenzkra sveit-
arfélaga.|Sá bæklingur kom ekki í
hondur fólks fyrr en tveimur dög-
um fyrir könnunina sem var 8.
jan. s.l. og reiknaði fólk með að
atkvæðagreiðslu í * skoðanakönn-
uninni yrði frestað vegna þess. Eg
tel bæklinginn ófullri^egjandi, þvi
hann kom ekkert inn4 á sérstöðu
okkar í sýslunni í sambandi við
atvinnumál hér á Selfossi. Þá var
samþykkt í hreppsnefnd að hafa
ekki áróður frammi við skoðana-
könnunina, en þegar til kom var í
málinu fluttur mjög einhliða
áróður bæði í blöðum og sjón-
varpi áður en kjörfundi lauk, sér-
stakiega af oddvita. Þá var ekki
ákveðið fyrirfram hver hlutföll
skyldu vera til þess að skoðana-
könnunin yrði marktæk. Það er
mitt sjónarm'ið að það þurfi að
breyta á Alþingi lögunum sem
gera það fært að búta sýslur og
Gísli Bjarnason
Páll Jónsson
samfélög niður í hagsmunaeining-
ar.“
„Þarf meira svigrúm
og sjálfstæði til að
þróa samfélagið hér“
,,Eg er fylgjandi kaupstaðar-
réttindum fyrir Selfoss," sagði
séra Sigurður Sigurðarson, „Sel-
foss er orðinn það stór eining
innan sýslunnar og í því er í
sjálfu sér fólgin sérstaða sem
sýslunefnd og starfshættir sýslu-
nefndar gera ekki ráð fyrir. Við
Ingvi Ebenhardsson
eigum aðeiiis 1 fulltrúa í sýslu-
nefnd miðáð við alla aðra hreppa
og þvf er ékki alltaf hægt að ætl-
ast til að meiri hluti sýslunéfndar
skilji afstöðu stóra hlutans. Það
þarf meira svigrúm og sjálfstæði
til þess að þróa svö stórt samfélag
sem byggðin hér er orðin. Það er
ekki eðlilegt að svo stórt byggðar-
lag þurfi að sækja um leyfi sýslu-
nefndar varðandi ýmis stór hags-
munamál íbúanna hér.
Þá sparast gjöld að nokkru með
kaupstaðarréttindum þótt hins
vegar sé ljóst að Selfoss verði
áfram að taka þátt í ýmsum sam-
eiginlegum verkefnum sýslunnar
og reyndar hefur um tíma verið
samið sérstaklega við Selfoss í
þeim efnum vegna stærðar
hreppsins.
Þær mótbárur hafa verið nefnd-
ar I sambandi við væntanleg
kaupstaðarréttindi að við séum að
kljúfa okkur út úr því samfélagi
sem við byggjum allt okkar á,
samskiptum við sveitirnar hér í