Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
19
kring. Hins vegar er fólkið á Sel-
fossi svo margt úr sveitunum f
kring og á þar rætur og tengsl að
það er ómögulegt að sjónarmið
Selfossbúa gagnvart sveitunum
geti breytzt á nokkurn hátt við
þessa eðlilegu formbreytingu,
enda er það hagur allra sveita hér
að þjónustumiðstöðin á Selfossi
vaxi og sé sem öflugust."
„Tel þetta órofa
heild eins og þetta er“
„Rök mín á móti kaupstaðar-
réttindum eru aðallega þau að hér
á Selfossi eru flest þau atriði sem
þessir nýju kaupstaðir, sem voru
hreppar, eru að sækjast eftir,“
sagði Ingvi Ebenhardsson sýslu-
nefndarmaður og hreppstjóri,
“svo sem sýsluskrifstofa, lög-
regla, almannatryggingar og
sjúkrasamlag, sem sagt öll alhliða
þjónusta.
Miklar framkvæmdir hj á
Strætisvögnum Reykja-
víkur á þessu ári
TÖLUVERT miklar framkvæmd-
ir eru nú í gangi á vegum Strætis-
vagna Reykjavfkur bæði er mikil
endurnýjun á biðskýlum og svo
er verið að vinna við uppbygg-
ingu stórrar áningarstöðvar á
Hlemmi. Af þessu tilefni ræddi
Morgunblaðið svið Svein Björns-
son formann stjórnar Strætis-
vagnanna um það, sem helzt er á
döfinni hjá þeim.
„Okkar stærsta verkefni þessa
stundina er bygging mikillar
áningarstöðvar við Hlemm, þar
sem er okkar stærsta skiptistöð og
vonumst við til þess að hún verði
tekin I notkun f aprfl næst-
komandi. Þar munum við verða
með margvfslega þjónustu fyrir
farþega, svo sem veitingasölu,
blaðasölu, sælgætissölu og
inn allan mun auðveldari, t.d. ef
vagn bilar tekur það mun
skemmri tíma að senda annan á
staðinn svo að óþægindi farþeg-
anna verða til muna minni en
ella. — Þá vil ég nefna hin nýjnu
forréttindi sem strætisvagnar fá
væntanlega 1. apríl n.k., þ.e.a.s.
réttinn til að aka út í umferðina
þannig að öll umferð víki. Þetta
mun mjög flýta ferðum vagnanna
því að miklar tafir verða oft þegar
vagnarnir þurfa að bfða eftir því
að komast út i umferðina. Þá
hefur sú ánægjulega þróun orðið
undanfarin ár að meðalhraði
vagnanna hefur stóraukist og er
nú um 16—18 kílómetrar á
klukkustund. Þetta er mjög mikil-
vægt þjónustuatriði fyrir farþega,
þó er rétt að hafa það i huga að
mjög æskilegt væri að þessi
Sveinn Björnsson formaður
stjórnar Strætisvagna Reykjavfk-
ur.
meðalhraði ykist enn. Lítið dæmi
um þetta er, að fyrir nokkrum
árum voru vagnarnir allt að 15
mínútur að aka niður Lauga-
veginn en í dag heyrir það til
undantekninga ef þeir eru lengur
en 7—8 mfnútur.
Um fjárhagslegan grundvöll
rekstursins er það að segja, að
bara launahækkanir einar á s.l.
ári þýddu um 70 milljóna króna
útgjaldaaukningu hjá okkur, en
alls ekki hefur verið haégt að
hækka fargjöldin einhliða sam-
fara verðbólgu. 1 reglugerð um
Strætisvagna Reykjavíkur segir
að fargjöld eigi að standa undir
öllum rekstri utan afskrifta og
vaxta, en borgarsjóður skal hins
vegar standa undir öllum fjárfest-
ingum. Þessum ákvæðum hefur
alls ekki tekist að framfylgja, far-
gjaldatekjur nema aðeins 75% af
rekstrargjöldum fyrirtækisins. I
þessu sambandi er rétt að geta
þess að fargjöld Strætisvagna
Reykjavikur eru til muna lægri
en í nágrannalöndum okkar t.d.
aðeins þriðjungur, af því sem er í
Noregi. Þá er ríkið okkur tölu-
verður fjötur um fót, þangað
verðum við að greiða árlega háar
upphæðir í þungaskatt fyrir að fá
að aka á götum Reykjavíkur, sem
er eigandi fyrirtækisins. A siðasta
ári nam þessi tala 25 milljónum
króna. A Islandi verður að greiða
35% tolla af tilbúnum strætis-
vögnum en í flestum löndum
Evrópu er tollur enginn þar sem
litið er á þjónustu strætisvagna
sem svo mikilvæga aó eigi þykir
rétt að skattleggja hana.
Þá var Sveinn Björnsson
spurður um þá gagnrýni sem
fram hefði komið nýlega í leiðara
dagblaðsins Timans, þar sem seg-
ir að starfsemin sé í algjörum
ólestri. — „Það er nú bæði gamalt
og nýtt að Tíminn sé að reka
hornin í starfsemi þessa fyrir-
tækis. Sennilega stafar það að
þessu sinni af glímuskjálfta
vegna komandi borgarstjórnar-
kosninga. Timinn telur m.a. að
ferðir séu strjálar, langar leiðir
að viðkomustöðum og að fargjöld-
in séu of há. — Ég tel að ekkert
þessara atriða fái staðist og er
mér algerlega óljóst hvað við-
miðun leiðarahöfundar Tímans
hafa í þessum skrifum sinum, því
að ef við berum okkur saman við
nágrannalöndin standa strætis-
vagnarnir sig sízt verr hvað þess-
um atriðum viðkemur. — Far-
gjöld eru með því lægsta sem ger-
ist í Evrópu, allt að þrisvar sinn-
um lægri en víða þar í álfu. —
Meðalaldur vagnanna sjálfra er
mun lægri en gengur og gerist
annars staðar, hér er hann í
kringum 4 ár en víðast hvar er
hann 7—9 ár. — Hér eru fjar-
lægðir mun minni en gengur og
gerist erlendis og þegar ferðir
voru skipulagðar var einkum haft
1 huga hið rysjótta veðurfar hér á
landi. Ferðafjöldi er alls ekki
lítill hérlendis miðað við svipaðar
aðstæður erlendis og stenst fylli-
lega samanburð.
Það sem hefur gert okkur hvað
erfiðast um vik er að farþega-
fjöldinn hefur farið hlutfallslega
lækkandi allt frá árinu 1962, eða
um þriðjung. Skýringin á þessu er
eflaust sú að einkabílaeign hefur
stórlega aukist á þessum árum.
Að lokum vildi ég þó segja það,
að dómur þeirra sem þessa þjón-
ustu nota er yfirleitt alltaf á þá
leið að þjónustan sé með ágætum.
Með miklum fjáraustri væri ef-
laust hægt að auka þjónustuna
eitthvað en ég efast stórlega um
að það svaraði kostnaði. Þar sem
þarfir borgaranna eru mjög marg-
vislegar er 1 þessu reynt að þræða
hinn gullna meðalveg, þannig að
borgurunum sé veitt fullnægj-
andi þjónusta á hóflegu verði og
þetta tel ég að hafi tekizt mjög vel
með rekstri Strætisvagna Reykja-
víkur.
Framkvæmdir við hina nýju áningarstöð á Hlemmi.
Eitt hinna 20 nýju biðskýla sem sett hafa verið upp að undanförnu vfðs
vegar um borgina.
Kosturinn við breytinguna er
fyrst og fremst fjölmennið, en ég
óttast að breytingin geti haft
slæm áhrif á sýslusamfélagið, en
þó þarf það ekki að vera. Ég tel
vera nokkuð sérstæða stöðu í
þessu sýslufélagi. Sýslufélagið á
hér nokkuð af eignum og sýslufé-
lagið er þátttakandi í sjúkrahús-
inu, iðnskólanum og fleiri þjón-
ustustofnunum, styrkir tónlistar-
félagið og fleira. Við vitum ekki
hvort þetta myndi breytast við
kaupstaðarréttindi fyrir Selfoss,
en ef til vill myndi sýslunefnd
staðsetja ákveðna þjónustu ann-
ars staðar. Kaupstaðarréttindi
breyta þó ekki félagslegum rétti
íbúanna. Hns vegar geta félagsleg
réttindi fólks breytzt ef tengsl
rofna á milli Selfosshrepps og
sveitanna, en ég tel þetta órofa
heild eins og það er. Allir dreif-
býlishrepparnir f Arnessýslu
skila hráefni í landbúnaðarafurð-
um til Selfoss, fiskur kemur frá
Þorlákshöfn og þá er aðeins eftir
Eyrarbakki, Stokkseyri og Hvera-
gerði."
upplýsingaþjónustu svo eitthvað
sé nefnt. Þá má geta þess að á
næstu dögum munum við birta
auglýsingar þar sem við óskum
eftir væntanlegum leigjendum f
þessarí miðstöð sem vilja taka að
sér hina ýmsu þjónustustarf-
semi.“
Þá höfum við tryggt okkur að-
stöðu i nýbyggingunni við
Lækjartorg, sem nú er verið að
byrja á, þar sem við ætlum að
koma upp svipaðri áningarað-
stöðu með margvíslegri þjónustu-
starfsemi fyrir farþegana.
Hvað varðar fleiri nýjungar, er
vert að geta þess, að á s.l. ári var
komið fyrir 20 nýjum biðskýlum,
sem hönnuð og smiðuð voru hér-
lendis og við ætlum, að þau séu
mun betur fallin til að skýla fólki
en gömlu skýlin. Það er þó ekki
búið að fullhanna þau hvað
varðar útlit og sæti. — Allt fjar-
skiptakerfi stofnunarinnar hefur
verið stórum bætt, komið var
fyrir á s.l. ári talstöðvum i alla
vagnana, sem eru 63 talsins. Þetta
nýja fjarskiptakerfi gerir rekstur-
Meðalaldur strætisvagnanna er 4 ár og getur hér að lita einn þeirra nyjustu.