Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 22

Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Stjómarandstaðan hefur engin úrræði Iþeim umræðum, sem fram hafa farið undanfarna daga um stöðu efnahagsmála og nauð- syn aðgerða í þeim efnum hefur berlega komið í ljðs, að stjórnar- andstaðan hefur engin úrræði fram að færa til iausnar þeim vanda, sem við biasir. Hann er fyrst og fremst tvíþættur. Annars vegar hallarekstur undirstöðuat- vinnuvega og hins vegar horfur á' vaxandi verðbólgu. Þær aðgerðir, sem ríkisstjórning hefur nú í undirbúningi miða að þvf að tak- ast á við þennan tvíþætta vanda. Alþýðuflokkurinn hefur f raun og veru ekkert fram að færa um vanda atvinnuveganna og efna- hagslffsins. Það kom berlega f Ijós f umræðum formanna stjórn- málaflokkanna f sjónvarpinu á dögunum. Alþýðubandalagið hef- ur gert sérstaka ályktun um nið- urfærsluleiðina. I þeirri ályktun vaða mótsagnir uppi eins og rakið var f forystugrein Morgunblaðs- ins f gær. Og athyglisvert er, að á sama tfma og miðstjórn Alþýðu- bandalagsins lýsir þvf yfir að lækka eigi vexti á atvinnurekstri skrifar einn helzti forystumaður Alþýðubandalagsins um árabil, Magnús Kjartansson, efsti maður á framboðslista Alþýðubanda- lagsins f Reykjavfk f síðustu kosningum, blaðagrein, þar sem hann lýsir yfir stuðningi við stefnu rfkisstjórnarinnar f vaxta- málum. Annars er hringsnúningur Al- þýðubandalagsins f vaxtamálum kapftli út af fyrir sig. Magnús Kjartansson styður vaxtastefnu rfkisst jórnarinnar. Lúðvfk Jósepsson vill lækka vexti. Mið- stjórn Atþýðubandalagsins vill lækka vexti á atvinnurekstri, sem bendir til þess, að hún hafi engar áhyggjur af háum vaxtagreiðsl- um launþega. En haldi menn, að þetta sé vfsbending um, að Al- þýðubandalagið beri hag atvinnu- veganna sérstaklega fyrír brjósti er það misskilningur. 1 næsta orði er hvatt til nýrrar stórfelldrar skattheimtu af atvinnufyrirtækj- um, sem rekin eru með stórfelld- um halla og þessi skattheimta á að vera brúttóskattur á tekjur! Kveðja Alþýðubandalagsins til verzlunarinnar er svo sú, að lækka beri álagningu hennar enda þótt hún sé nú talsvert lægri en Lúðvfk Jósepsson taldi fært f viðskiptaráðherratfð sinni. Þann- ig er allur málflutningur stjórn- arandstöðunnar mótsagnakennd- ur. Vafalaust mun engin ánægja rfkja með aðgerðir rfkisstjórnar- innar, þegar þar að kemur. En hitt er almenningi orðið alveg ljóst, að rfkisstjórnin hefur stefnu, sem hún er reiðubúin til að fylgja fram en stjórnarand- staðan er gersamlega úrræðalaus. Greinargerð þing- fararkaupsnefndar ingfararkaupsnefnd hef- ur sent frá sér greinargerð um launamál alþingismanna, sem mjög hafa verið gagnrýnd að und- anförnu. Þessa viðleitni þingfar- arkaupsnefndar til þess að gera fólki grein fyrir viðhorfum í launamálum þingmanna ber að virða. Kjarninn f gagnrýni Morg- unblaðsins á launakjör þing- manna hefur ekki verið sá, að þingmenn hafi of há laun, heldur að laun þingmanna hafa á síðustu 12 mánuðum hækkað f samræmi við hækkun þeirra launþegahópa, sem mest hafa fengið á þessu tfmabili. Morgunblaðið telur það fyrir neðan virðingu þingmanna að taka við launahækkunum, sem eru langt umfram það, sem meg- inþorri launþega hefur fengið. Þingfararkaupsnefnd viðurkenn- ir réttmæti þessarar gagnrýni, þegar hún segir f greinargerð sinni: ..þá er það að vísu rétt, að enginn nefndarmanna mun hafa athugað þá óþægilegu stað- reynd, að hækkun launa þing- manna milli ára væri þar með orðin ein hin mesta.“ Þingfararkaupsnefnd segir það rangt, að þingmenn ákvarði sjálf- ir laun sfn og vfsar til lagasetn- ingar f því sambandi. En hverjir setja lögin? Auðvitað þingmenn sjálfir. Það er þvf útúrsnúningur af þeirra hálfu, þegar þeir halda þvf fram, að þeir ákveði ekki launakjör sfn sjálfir. Stöðugur samanburður þingfar- arkaupsnefndar við starfsmenn rfkisins á ekki við. Tilvísun til þess, að þingmenn fái enga yfir- vinnu greidda er fáránleg. Eða ætlast þeir kannski til sérstaks vaktaálags fyrir maraþonræður? En sú yfirlýsing þingfararkaups- nefndar, að unnið sé að saman- burði á kjörum þingmanna hér og á öðrum Norðurlöndum er alvar- leg. Ætla þingmenn nú að ganga fram fyrir skjöldu og beita sam- anburði við önnur lönd til þess að réttlæta launakjör sfn? Alkunna er, að fjölmargir starfshópar hafa reynt að gera það en slíkum sam- anburði hefur jafnan verið vísað á bug. Nú virðist svo sem menn- irnir, sem kjörnir hafa verið til þess að hafa ábyrga forystu fyrir málefnum þjóðarinnar, ætli að hefja þátttöku f þessum leik. Hve- nær verður stofnað verkaiýðsfé- lag þingmanna? Viðurkenning þingfararkaups- nefndar á réttmæti þeirrar gagn- rýni, sem beint hefur verið að launaákvörðunum þingmanna, er jákvæð. Nú á þingfararkaups- nefnd næsta leik. reyndar tók sjálfur fram áður en sýning myndarinnar hófst. Og f því Ijósi verður hún að skoðast. f myndinni styðst Wenders við sakamálasögu Patriciu Highsmith, Ripley’s Game, en Hitchcock tök einnig mið af Highsmith í mynd sinni Strang- ers on a Train. Ameriski vinur- inn er heldur ekki ósvipuð að inntaki og ýmsar myndir Hitchcook, þar sem ósköp venjulegt, og hversdagslegt fólk flækist i net ófyrirleitinna glæpamanna þar sem óttinn og dauðinn bíða á næsta leiti. Þannig er um glerskerann Jónatan f Ameríska vininum. Hann lifir kyrrlátu iifi með konu og syni, og stundar vinnu sína eftir mætti, þótt hann eigi við illkynjaðan sjúkdóm að stríða. Fyrir tilviljun kemst hann í kynni við Ripley, banda- rískan bófa sem iifir á þvi að selja fölsuð listaverk á uppboði í Þýzkalandi og er viðriðinn mafiuforingja bæði vestan hafs og f Frakklandi. Ripley bendir á Jónatan þegar einn franski „vinur” hans þarf á leigumorð- ingja að halda en sá þarf að vera gæddur þeim eiginleika að enginn má hafa minnstu ástæðu til að gruna hann um ódæðisverkið. Jónatan er þann- ig tilvalinn í þetta verkefni. Með þvf að telja honum trú um að sjúkdómurinn sé að leiða hann til dauða og honum muni ekki gefast betra tækifæri til að tryggja afkomu fjölskyldu sinn- ar að honum látnum, lætur glerskerinn til leiðast. Ekki er ástæða til að rekja efnið frekar. Wenders er ekk- ert að eyða filmu f að undir- byggja átök undirheimaforingj- anna til að framvinda sögunnar komi kórrétt fyrir sjónir áhorf- andans. Hann verður fljótlega upptekinn af því að lýsa hinu einkennilega sambandi sem tekst millum þeirra Ripleys og Jónatans. Það hefur líka verið sagt að flestar myndir Wenders fjalii á einhvern hátt um vinátt- una — vináttu tveggja manna og hvernig umhverfið og að- stæður hjálpast að við að spilla þessari vináttu. Og þannig er það einnig í Ameriska vininum. f Ahorfendum er lfka frjálst að lesa margt fleira út úr mynd- inni — maður getur látið ímyndunaraflið bregða á leik. Dennis Hopper í hlutverki Ripl- eys, eirm af andófsmönnum i bandarískum kvikmynda- og skemmtiiðnaði, er hér í hlut- verki hins gjörspillta og úr- kynjaða Amerfkumarins, sem tælir Evrópumanninn til lags við undirheimaöflin en sýnir honum þó blíðuhót og veitir honum vernd sína á úrslita- stundu. Hvað er Wenders að fara? Er þetta kannski táknræn útlegging Wenders í utanríkis- stefnu Bandarikjanna? Minnti ekki súinahöllin hans Ripleys á Hamborg, öll í óhirðu og niður- niðslu, einhvern veginn á Hvita húsið? Ameriski vinurinn er óað- finnanlega gerð á ytra borðinu og þar hefur kvikmyndatöku- maðurinn Robby Miiller unnið sérstaklega gott verk. Sumar lausnir Wenders eru líka bráð- snjallar, eins og t.d. þegar hann lætur áhorfandann fylgjast með flótta Jónatans frá neðan- jarðarlestinni á -sjónvarps- skjánum, svo að maður fær á tilfinninguna að fylgzt sé með honum. Það kemur þó á daginn að svo er ekki heldur hefur Wenders á hagkvæman, ódýran en áhrifamikinn hátt þjappað flóttaatriðinu saman í örfáar tökur. Það eru atriði og efnis- meðferð eins og þau sem hér er lýst sem gera Ameríska vininn að Morðsögu á æðra sviði. — bvs. Morðsaga á æðra sviði K vikmyndahátíð hljóp far- sællega af stokkunum með sýn- ingu á síðustu mynd heiðusts- gestsins — Ameriska vininum eftir Win Wenders. Hann er ásamt Herzog, Fassbinder og hugsanlega Syberberg sá leik- stjóri endurreisnarskeiðs þýzkrar kvikmyndagerðar sem hvað alþjóðlegasta viðurkenn- ingu hefur hlotið og þannig góður fulltrúi fyrir það raun- verulega takmark sem forráða- menn kvikmyndahátiðarinnar hér hafa sett sér — þ.e. að hún verði beint og óbeint til að renna stoðum undir innlenda kvikmyndagerð. Það er nefni- lega ekki nema hálfur áratugur siðan ungir þýzkir kvikmynda- gerðarmenn stóðu í svipuðum sporum og íslenzkir starfsbræð- ur þeirra eða allt til þess að stjórnvöld i heimalandinu vöknuðu til vitundar um að það væri menningarleg nauðsyn að efla kvikmyndagerð innan- lands. Slik viðhorf virðast nú loks einnig vera að ná yfirhönd- inni hér heima fyrir — a.m.k. ef marka má ávörp mennta- málaráðherra og annarra fram- ámanna við opnun hátiðarinnar sl. finimtudag. V-þýzku kvikmyndagerðar- mennirnir eru flestir sprottnir úr sama jarðvegí. Þeir byrjuðu flestir á gerð stuttra tilrauna- mynda, framúrstefnumynda getum við jafnv.ei sagt og hinar viðameiri myndir þeirra — eft- ir að þeim fór að gefast tæki- færi til að fást við slíka kvik- myndagerð — bera þessum uppruna vitni. Þeir hafa einnig lagt mikla rækt við hina fag- legu eða stéttarlegu hlið kvik- myndagerðarinnar, myndað með sér samtök um gerð mynd- anna og til að annarst dreifing- una, svo að tryggt sé að höfund- arrétturinn sé allur þeirra meg- in. íslenzkir kvikmyndagerðar- menn geta þvi af fáum meira lært en Win Wanders og félög- um' hans hjá Filmverlag der Autoren, eins og þekktasta fyr- fyrirtæki þeirra nefnist. Ameríski vinurinn Hans Wenders er ekki sérlega að- gengileg mynd. Samt er hún sögð aðgengilegasta og skemmtilegasta mynd hans til þessa án þess að undirritaður geti frekar um það dæmt, þar sem hann hefur ekki frekar en flestir aðrir heimamenn átt þess kost að sjá myndir Wand- ers fyrr en nú. En það mátti heyra það á sumum sýninga- gesta að þeir voru ekki alveg með á nótunum hvað höfundur- inn væri að fara — Hvers vegna var verið að drepa alla þessa menn? spurðu sumir. J ú, rétt er að Wenders pælir ekki sérlega mikið i plott- inu, svo að notuð sé töffaramál- lýska. Hefðbundinn söguþráður er ekki aðalatriðið og Ameriski vinurinn er ekki heldur stæling hans á dæmigerðri afþreyingar- hrollvekju i anda Hitchocks, þó svo að myndin sé til heiðurs gamla hrollvekjumeistaranum f Hollywood. Hún er „athuga- sernd” Wenders við kvikmynd- ir af þessum toga, sem hann heimfærir upp á þýzkan veru- leika okkar tíma, eins og hann Bruno Ganz sem Jónatan glerskeri f Ameriska vininum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.