Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 25 Frumvörp um Þjóðleikhús, kvikmynda- saf n og kvik- myndasjóð Fiskimálaráð lagt af Stjórnarfrumvarp þess efnis, að lög nr. 35/1968 um Fiski- málaráð skuli felld úr gildi, var nýlega lagt fram á Alþingi. í greinargerð kemur fram að framkvæmdanefnd Fiskimála- ráðs hafi farið fram á könnun á heildarstjórn sjávarútvegs- mála. Nefnd var sett í málið undir forystu Jóns L. Arnalds, ráðun.stjóra. Þá segir i greinargerð — orð- rétt: ,,I nefndarálitinu var lagt til, að Fiskimálaráð yrði sameinað Fiskifélagi íslands, en að skipu- lagi Fiskifélagsins yrði breytt á þann veg, að hagsmunasamtök, er áður áttu aðild að Fiskimála- ráði, fengju eftir breytinguna I>ingf ararkaup — f iskimálaráð — karf aleit Frumvarp til laga um Þjððleikhús Stjórnarfrumvarp til laga um Þjóðleikhús hefur verið lagt fram — i fjórða sinn — nokkuð breytt. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi að rekstri leikhússins stjórni þjóðleikhússstjóri og 5 manna þjóðleikhússráð, valin á sama hátt og mælt er fyrir um í gildandi lögum. Felld eru niður ákvæði um leiklistar-, sönglist- ar- og listdansskóla en komið hefur verið á fót Leiklistar- skóla -tslands með serstökum lögum. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðnir verði nokkr- ir nýir starfsmenn: leiklistar- rððuneutur, tónlistarráðunaut- ur og listdansstjóri — í fullu starfi. Ennfremur fram- kvæmdastjóri (produktions- leiter), sem hafi yfirumsjón með niðurröðun og skipulagi æfinga, nýtingu starfskrafta, skipulagningu leikferða og inn- kaupum. Heimild er i frumv. um ráðningu höfunda um ákveðinn tíma. I frumvarpinu er ennfremur gert ráð fyrir að Þjóðleikhúsið standi fyrir óperustarfsemi og listdanssýningum. Vert er að vekja athygli á, að í frum varpinu er gerð krafa til leikhússins um að þjóna lands- byggðinni í ieiklistarefnum. Kvikmyndasafn íslands og kvikmyndasjóður Stjórnarfrumvarp um Kvik- myndasafn Islands og Kvik- myndasjóð var lagt fram á Al- þingi í fyrradag. Frumvarpið gerir ráð fyrir kvikmyndasafni er hafi aðsetur í Fræðslu- myndasafni ríkisins og starfi í tengslum við það undir stjórn menntamálaráðuneytis. Safnið skal safna íslenzkum kvik- myndum og kvikmyndum um islenzkt efni, gömlum og nýj- um, og varðveita þær. Safnið fái fjárveitingar á fjárlögum. Ráðinn skal sérhæfur starfs- maður að safninu. Fyrsta fram- lag skal vera 5 m.kr. árið 1979. Safnið gangist fyrir sýningum safnmynda fyrir áhugafólk. Menntamálaráðherra skipar 5 manna stjórn þess. Kvikmyndasjóð skal stofna með 30 m.kr. stofnframlagi 1979. Ríkissjóður reiði fram ár- legt framlag eftir því sem fjár- lög ákveða hverju sinni. Til- •gangur sjóðs: að styrkja ís- lenzka kvikmyndagerð með beinum fjárframlögum eða lán- um til kvikmyndagerðarmanna. Menntamálaráðherra skipar 3 manna stjórn sjóðsins. Formað- ur skal vera formaður stjórnar kvikmyndasafns. Menntamála- ráðherra setur og reglugerð um starfsemi sjóðsins. Þingfararkaup alþingismanna Gylfi Þ. Glslason (A) og Ell- ert B. Schram (S) flytja frum- varp til laga um þingfararkaup alþingismanna. Meginefni þess er að launakjör alþingismanna skulu ákveðin af Kjaradómi. í launakjörum er innifalið hús- næðiskostnaður, ferðakostnað- ur o.þ.h. 1 greinargerð segir að launa- mál þingmanna hafi verið í sviðsljósi undanfarið. Margvís- legur misskilningur hafi skotið upp kolli í þvl efni. Þessar um- ræður hafi sýnt fram á nauðsyn þess, að lagaákvæði hér um valdi ekki ruglingi og þing- menn eyði þeirri tortryggni sem ríkjandi virðist um kjör þeirra. Leit að nýjum karfamiðum Sverrir Hermannsson (S) og Pétur Sigurðsson (S) flytja til- lögu til þingsályktunar um að AIMHCI Hafrannsóknastofnun hefji hið fyrsta leit að nýjum karfamið- um með eigin skipi eða öðru hentugu togskipi, sem tekið yrði á leigu. I gfeinargerð er fjallað um tvær karfategundir, úthafskarfa (Sabates Mentella) og hins vegar karfa (S. marinus), sem er uppistað- an í veiði togaranna á íslenzka og austurgrænlenzka land- grunninu og „hefur ekki fund- izt í úthafinu ennþá“. Áherzla er lögð á aukna vitneskju og þekkingu á þessum karfastofn- um með íslenzka framtíðar- og veiðihgasmuni í huga. Telja flutningsmenn mjög mikilvægt að mál þetta sé kannað til hlitar hið allra fyrsta í þágu sjávarút- vegs og fiskvinnslu. aðila að Fiskifélagi íslands. Að baki tillögunni að sameiningu Fiskifélags og Fiskimálaráðs, lá hugmynd um gleggri verka- skiptingu sjávarútvegsráðu- neytisins og Fiskifélags. Grund- vallarmunur yrði gerður á þess- um tveimur stofnunum með til- liti til ábyrgðar og með hliðsjón af hagkvæmni við einföldun á stjórnkerfi i sjávarútvegi í heild. Tillögur nefndarinnar voru að öðru leyti mjög efnis- miklar og ýtarlegar og er of langt mál að rekja þær. Segja má, að á þeim tíma, sem iiðið hafi síðan tillögur nefndarinnar lágu fyrir, hafi verið leitast við að hrinda þeim í framkvæmd og séu þær nú að mestu orðnar staðreynd. Grundvallarbreyting var gerð á lögum Fiskifélags Islands í desember 1972. Þáfengu helstu áhuga- og hagsmunasamtök i sjávarútvegi beina aðild að Fiskiþingi og Fiskifélagsstjórn, þannig að úr því varð Fiskifél- agið fyllilega málsvari ekki að- eins fiskideilda og fjórðungs- sambanda heldur og hagsmuna- samtaka sjávarútvegsins. Einn- ig var gerð skipulagsbreyting varðandi starfsemi félgsins og deildarskiptingu. Hið fyrsta Fiskiþing samkvæmt hinu nýja skipulagi kom saman i nóvem- ber 1973. Eftir breytinguna hefur Fiskifélag Islands orðið öflugri ráðgjafaraðili en það var fyrir, og þjónustustarfsemi félagsins hefur eflst og störf þess orðið fjölþættari. Síðan sjávarútvegsráðuneyt- ið var stofnað sem sjálfstætt ráðuneyti veturinn 1970 hefur það verið í uppbyggingu og mótun. Meginverkefni ráðu- neytisins eru nú yfirstjórn og eftirlit með þeim stofnunum, er undir það heyra, auk alls undir- búnings og ákvarðanatöku í sjávarútvegsmálum, sem er í höndum ráðherra. Hér koma til fiskfriðungar- mál, fiskirannsóknir, mál er varða fiskveiðiréttindi, þ.á m. landhelgismál, fiskirækt og mengunarmál, svo og þáttur f að móta og fylgja eftir stefnu Islendinga á alþjóðavettvangi i þessum málum. Fjármál, skipu- lags- og starfsmannamál, fram- leiðslumál, ráðstafanir í sjávar- útvegi, efnahgsmál, skýrslu- söfnun auk fjölmargra fleiri atriða, er of langt mál yrði upp að telja. Segja má, að tekist hafi að byggja upp og endurskipu- leggja sjávarútvegsráðuneyti, þannig að viðunandi geti talist, þótt nokkuð sé ógert á þvi sviði. Allar framangréindar breyt- ingar hafa Teitt til þess, að Fiskimálaráð hefur ekki orðið eins virkt og til stóð. — Áfengislögin Framhald af bls. 32. hafa heilbrigð og skynsamleg" umferðarlög. Sama gildir um áfengi. Það eru áfengislögin sem eru sjúk, en ekki þjóðin. Áfengis- lögin ala á sjálfseyðingunni. Uppspretta áfengisbölsins eru lögin um meðferð áfengis. Þau samtök, sem hafa náð hvað mestum árangri 1 baráttunni við áfengisböl erlendis, eru ekki ginnheilög bindindisfélög sem vilja banna áfengi, heldur þau sem hafa beitt sér fyrir að skapa heilbrigða og skynsam- lega áfengislöggjöf. Kreddu- fullir öfgahópar, sem vilja banna allt og hafa vit fyrir ná- unganum eru hættulegastir í þessu samhengi. Það er marg- sönnuð staðdreynd, að sé komið fram við fólk eins og óvita verð- ur fólk smám saman óvitar. Is- lenzka áfengislöggjöfin leiðir af sér hreinan óvitaskap í með- ferð áfengis. Kannski er stærsti og leiðinlegasti þátturinn pukr- ið; menn mega brugga í heima- húsum alls kyns ólyfjan og drekka sér til óbóta en eðlileg framleiðsla á bjór er bönnuð. Áfengismenningin er af- sprengur áfengislaganna. Það fyrsta sem þarf að gera til að skapa heilbrigt ástand í þessum efnum er að- taka mið af ráð- leggingum Halldórs Laxness 1 bók hans Sei, sei jú mikil ósköp og leyfa sölu á bjór. Bjórinn á að selja í Áfengisverzlun ríkis- ins og lúta sömu ákvæðum og annað áfengi. Ég er ekki að mæla með þvl að hann verði seldur 1 venjulegum búðum, heldur að hér komi upp eðlileg veitingahússmenning. I öllum þeim skrifum um áfengismál, sem birzt hafa upp á síðkastið, eru alls konar menn sem telja sig hafa einkaleyfi á að rangsnúa upplýsingum um ástand þessara mála i Svíþjóð. Það er þvættingur að Sviar ætli sér að banna allan bjór. Hann hefur verið seldur í áfengis- verzlunum í áratugi og svo verður gert áfram. Það eina sem hefur gerzt, er að þeir leyfðu sölu á millisterku öli (mellanöl) í matvörubúðum fyrir nokkrum árum. Þetta fyr- irkomulag reyndist illa og hafa þeir nú bannað þessa söluað- ferð, en bjór verður seldur áfram i áfengisverzlunum. Við gætum lært af þessari reynslu Svía og ættum að leyfa sölu á bjór í Áfengisverzlun ríkisins. Að lokum: Höfuðverkefni þeirra sem vilja vinna á áfeng- isbölinu eru áfengislögin sjálf." — Menntun kennara Framhald af bls. 15 ur á grunndkólastigi ófullnægj- andi. Afleiðingarnar eru m.a. þær sem ég vék að i upphafi þessa pistils. Urræði tii að bæta úr kennaraskortinum eru að minni hyggju einkum þau að bæta og jafna kjör kennara og búa kenn- aramenntúninni betri starfsskil- yrði en hún býr við nú. Vilhjálmur Hjálmarsson — Hann Sigurjón Framhald af bls. 15 demíunni. Utzon tók að sér ýmis konar verk fyrir opinbera aðila og stofnanir, teiknaði verkin, en Sigurjón sem var bráðsnjall listamaður og harðduglegur og skildi Utzon út í æsar, hjó verkin, og þannig varð hann Utzon ómissandi maður. Svo kom Utzon og leit á þetta til málamynda, skóf eitt- hvað yfir það — skyrpti á það. Og Utzon var í alls konar nefnd- um og gerði auðvitað allt sem hann gat til að halda Sigurjóni. Þannig að Sigurjón fékk alls konar fríðindi, sem jafnvei Danir fengu ekki. Svona sam- starf er hins vegar óhugsandi í myndlistardeildinni, aðeins i myndhöggi. Svo þú sérð að ekki var að undra þótt maðurinn ætti bankabók, hvað þá buddu. En Sigurjón átti enn einn hlut sem var jafnvel fágætari eign ungs listamanns en bankabók og budda. Hann átti mynd af Maríu mey. Hún hékk yfir höfðalaginu hans i Grönnegade. En þeir voru' fáir sem sáu annað en bakhliðina á þeirri mynd — og enginn þegar lengd- ist dvöl Sigurjóns i Kaupmannahöfn. Sigurjón snéri henni nefnilega alltaf við þegar hann aðhafðist hluti sem hann áleit Maríu hafavanþókn- un á, og þeir voru býsna marg- ir, svo sem títt er um unga menn. Og að þvi kom að ekki tók þvi að vera að skarka þetta með myndina, og hin heilaga jómfrú horfði nú að staðaldri gegnum vegginn I Grönnegade. En hún fékk að hanga, hin heilaga frú, það mátti Sigurjón eiga. Mitt í öllum djöfulskapn- um varðveitti hann sína barnatrú; ellegar Einar Jóns- son, kennari Sigurjóns hér heima, sem stærði sig af þvi að lesa aldrei neitt nema Ljósber- ann, hefur innrætt lærisveini sinum þessi ósköp, kannski gef- ið honum myndina í vegar- nesti.“ Svo mörg voru þau orð. Og þá vita menn hversvegna löndum Sigurjóns varð einkum hugsað til buddu hans þegar þeir áttu ekki fyrir kaffi og sigtibrauði. Það er farið að brydda á þvi meðal listamannakynslóðar Sigurjóns að hnjóðað sé i látna kollega. Það er sök sér þegar menn mæla slíkt af munni fram í viðurvist blaðamanna í önn dagsins. Þá er hægt að koma vörnum við á vettvangi blaðanna. Blaðagreinar lifa flestar hverjar aðeins einn dag. Verra er þegar rangindin, jafn- vel hreinn uppspuni um látin stórmenní — eru skráð i bækur — sem lifa kannski í hundrað ár.Ég ætla bara að vona að min kynslóð leggist aldrei svo lágt. Við dauðann er engu að bæta. Jóhannes Helgi. — Bæjarfulltrúi í40 ár Framhald af bls. 10 Hefur ekki svona umfangsmik- ið bæjarmálastúss komið niður á heimili þinu og fjölskyldu? Og varla hefur það orðið þér til fjárhaslegs ávinnings? — Nei, það hefur siður en svo orðið mér til fjárhagslegs ávinnings. Mestan hluta þessa tímabils hafa störfin verið ólaunuð, en mjög tímafrek. Aðeins siðustu árin hefur verið smávegis þóknun fyrir þessi störf. Þannig að ég ráðiegg engum að fara I þetta til að — bæta tekjur sinar. En eftir veru mína i bæjar- stjórninni í 40 ár, þar af 10 ár sem forseti bæjarstjórnar, er mér efst i huga þakklæti til allra þeirra flokksmanna og annarra, sem ég hefi haft sam- band við í bæjarstjórn og í vel- flestum nefndum innan bæjar- stjórnarinnar. Sama gildir einnig um aðra bæjarbúa, sem ég hefi kynnst á þessu tímabili. Hafi ég átt einivern hlut að þróun bæjarfélagsins og að stuðningi við einstaklinga i þeirra viðfangsefnum — i bliðu sem stríðu — þá er mér það mikið þakkarefni. Það hefur jafnan verið mér mikið gleði- efni, ef ég hefi vegna aðstæðna minna getað greitt götu ein- hverra er verið hafa virkir þátt- takendur i uppbyggingu bæjar- ins eða staðið að lausn persónu- legra viðfangsefna fyrir sig og heimili sín. Öll hafa þessi störf, sem og önnur félagsstörf, tekið mikinn tíma og komið niður á heimili minu, konu og börnum, sem ekki hefir verið unnt að sinna svo sem annars hefði orðið., En allt hefur þetta bless- ast furðanlega. — Nú eru tímar prófkjöra til bæjarstjórna og alþingis. Hefur þú í hyggju að bjóða þig fram til prófkjörs og áframhaldandi bæjarstjórnarsetu? — Eg hefi nú ekki ráðið það við mig til fulls — naumast haft tíma til að hugsa um það. Urslit sumra prófkjöra, með falli ýmissa mætra manna, sem setu hafa átt á Alþingi eða i bæjar- stjórnum, eru lítt uppörvandi fyrir fullorðinn mann, sem mjög auðveldlega geíur ályktað sem svo að flestum finnist nóg komið eftir að hafa kjörið hann 10 sinnum i bæjarstjórn. Akvörðun mín i þessu efni er ótekin. En hvað sem ofan á verður i þeim efnum, er ákvörðun min ekkert afgerandi um áframhaldandi veru í bæjarstjórn, þvi þar á við hið fornkveðna: „Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða.“ Og á þeim orðum ljúkum við þessu viðtali við sómamanninn Stefán Jónsson og óskum hon- um góðs byrjar. — E.Pá. — Minning Guðjón Framhald af bls. 34. vinna verk sin og vinna þau vel, hvort sem það var í þágu annarra eða hans sjálfs. Hann bar með sér hljóðláta gleði og innileik i fari sinu, en slíkt eru eiginleikar góðra manna. Nú söknum við vin- ar í stað og erum ekki ein um það. Allir sem urðu Guðjóni samferða í lengri eða skemmri tíma munu minnast hans sem góðs drengs. Harmur rikir nú í húsi hjá Aldísi og sonum þeirra hjóna. En minn- íngin um Guðjón er þeim vafa- laust dýrmætur fjársjóður sem mun sefa sorgina þegar lengra líður. Við þau er aðeins unnt að segja: Megi Guð styrkja ykkur i hinum mikla harmi. Steinar J. Lúðvíksson, Gullveig Sænnindsdóttir Lúðvík Örn Steinarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.