Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 34

Morgunblaðið - 04.02.1978, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 Guðjón Magnússon —Minningarorð Minning: Jón Jónsson frá V—Loftsstöðum Fæddur 19. janúar 1921. Dáinn 26. janúar 1978. í dag er Guðjón Magnússon kvaddur hinstu kveðju. Útför hans fer fram frá Hvalsneskirkju. Hann var fæddur að Klöpp i Mið- neshreppi. Foreldrar hans voru hjónin Rósa Einarsdóttir- og Magnús Sigurðsson. Guðjón ólst upp í Sandgerði. Snemma byrjaði hann að vinna fyrir sér eins og títt var í þá daga. Hann var aðeins 16 ára, þegar hann réðst sem mat- sveinn á fiskibát, og sjóferðirnar urðu margar. Árið 1941 fór hann á mótornámskeið hjá Fiskifélagi Islands. Að því loknu var hann vélstjóri á ýmsum fiskibátum, allt til ársins 1965, er hann hætti sjó- mennsku. Guðjón kvæntist árið 1942 eftir- lifandi konu sinni, Aldísi Magnús- dóttur. Þau eignuðust tvo syni, Guðna kvæntan Öldu Friðriks- dóttur, og Sigurð sem kvæntur er Sigrfði Árnadóttur. Á heimili þeirra var einnig móðursystir Aldísar, Málfríður Oddsdóttir. Fór Aldís til hennar í fóstur 10 ára gömul. Hafa þær ekki skilið síðan, þar til fyrir skömmu, að Málfríður fluttist á elliheimilið í Garðinum. Mat hún Guðjón mikils, enda reyndist hann henni sem góður sonur. Aldís og Guðjón bjuggu i Sand- gerði þar til þau byggðu sér hús í Garðahreppi og fluttust þangað. Ber húsið og garðurinn þvi fagurt vitni hversu áhugasöm og sam- hent þau hljón voru. Oft hefur verið gestkvæmt á heimili þeirra enda fiuldist eng- um gestrisni þeirra og reisn í hví- vetna. Trúlega hefur þó verið þyngst á metunum hjartahlýjan og greiðasemin við hvern þann, er til þeirra leitaði. Guðjón var svo gæfusamur að njóta samvista við þrjú efnileg barnabörn sín, sem veittu afa sín- um ómældar gleðistundir, enda kunni hann vei að umgangast börn. Síðustu árin vann Guðjón við vélgæslu hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar sem ann- ars staðar naut hann virðingar og trausts samstarfsmanna sinna. Hann var að eðlisfari dulur og fáskiptinn en prúðmennska hans og drenglyndi duldist engum sem kynntust honum. Þegar ég fluttist til Sandgerðis barn að aldri urðum við Guðjón nágrannar. Við eignuðumst brátt mörg sameinginleg áhugamál. Þessi kynni urðu upphaf að ævi- langri vináttu okkar sem aldrei hefur borið neinn skugga á. Nú er Guðjón látinn langt fyrir aldur fram. Á slíkum stundum eru orð lítils megnug. Við hjónin biðjum honum og ástvinum hans blessunar. S. F. Aldrei finnur maður eins til vanmáttar síns og aldrei verður eins erfitt að gera sér grein fyrir lögmáli lífssins eins og þegar menn sem maður telur að eigi enn mikið dagsverk eftir, eru skyndi- lega kallaðir burtu. Þá koma upp í hugann spurningar sem maður veit að engin svör fást við. Það eina sem unnt er að gera, er að lúta höfði fyrir því almætti sem stjórnar lífi okkar, hversu erfitt sem það kann að vera. Þótt við vitum- að dauðinn er nær eina staðreynd lífsins, þá verður óendanlega erfitt að sætta sig við hann þegar nærri er höggvið. I dag er Guðjón Magnússon vin- ur okkar og nágranni kvaddur hinztu kveðju. Starfsfúsar hend- ur hans vinna ekki lengur að þeim verkefnum sem hann átti ólokið. Hann hefur tekið við nýju hlutverki. Upp í hugann koma margar góðar minningar um vin- samlegan og hjálpfúsan ná- granna, sem jafnan var boðinn og búinn, ef til hans var leitað. Kynni okkar hófust raunar með því að ungur sonur okkar fór að venja komu sína til hans, fljótlega eftir að Guðjón kom í nágrennið. Börn eru furðufljót að skynja þel manna og finna þegar þeim er sýnd vinátta og hlýhugur, og í gegnum þessi fyrstu kynni skap- aðist síðan vinátta. Þess var heldur ekki lengi að bíða að Guðjón rétti fram hönd sína til hjálpar, ef einhvers þurfti með. Jafnan boðinn og búinn og hugarfarið og hlýján sem að baki bjó, leyndi sér ekki. Merki hag- leiks handa hans mátti víða sjá, ekki sízt á heimili hans og í hinum fallega garði hans, þar sem unnið var af sömu alúð og einkenndi öll hans verk. Það voru skemmtileg- ar stundir þegar Guðjón labbaði yfir götuna á sumarsíðukvöldum og spjallað var um ýmsi áhuga- mál, sem verið var að vinna að og oft fylgdi sú spurning hjá Guðjóni hvort það væri ekki eitthvað sem hann gæti hjálpað okkur við. Það var gott að kynnast manni sem Guðjóni Magnússyni. Það fór ef til vill ekki mikið fyrir honum i hinu daglega lífi. Hans aðal var að Framhald á bls. 25. + Þökkum inmlega fyrir auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og útför, ÞÓRARINS INGVARSSONAR, frá ísafirSL Fyrir hönd systkina og vanda- manna, Inga Ingvarsdóttir F. 7. marz 1894. D. 27. janúar 1978. Bóndi, hestamaður, sjómaður, organisti, þetta er í stuttu máli ævisaga frænda míns Jóns Jóns- sonar frá V-Loftsstöðum, sem í dag er til moldar borinn frá Gaul- verjarbæjarkirkju. Að stunda þessi störf samhliða, hefði ekki verið á allra færi, og að því kom, að annaðhvort þurfti hann fleiri stundir í sólarhring- inn, eða fá sér aðstoð við búskap- inn. Það var einmitt það sem hann gerði, og varð til þess að fyrir 27 árum fluttu foreldrar mínir ásamt okkur systrunum að Loftsstöðum, og stunduðu með honum búskap þar í 8 ár. Hann rak stórbú með kýr og hesta, en af þeim hafði hann mikið yndi, og ræktaði sitt eigið hestakyn, sem margir gæðingar eru komnir út af. Á þessum tíma reri hann til fiskjar frá Loftsstaðarsandi á opnum árabát, og oft var glatt á hjalla við kvöldverðarborðið, er hann og hásetar hans komu þreyttir af sjónum, þvf þeir sem reru með honum þurftu oft að taka á við áralagið, er hann stýrði inn Loftsstaðarsund, en þá leið rataði hann einn, og verður hún því sennilega ekki oftar farin. Organisti og söngstjóri var hann í mörg ár, við Gaulverjabæj- arkirkju, og oft var lagið tekið í góðum hópi við hans undirleik. Er við lítum til baka, til æsku- daganna, koma margar dýrmætar minningar fram i hugann, og skipar hann þar stóran sess. Bróð- I dimmasta mánuði ársins leggur bátur úr höfn. Tveir menn, vinir og félagar, búast til að sækja gull í greipar þeirra höfuðskepnu sem gjöfulust en um leið grimmust hefur verið okkar fámennu þjóð. Oft áður hafa þeir haldið á djúpið og komið aftur til lands færandi hendi, en í þetta sinn heimtar hafið sína fórn. Stjarnan, sem leiftrað hefur, slokknar og sést ekki meir. Skilningsvana augu vina og frænda stara í spurn: hvers vegna? Hvers vegna þeir? En hvert sem litið er fæst ekkert svar. I dag minnumst við þeirra og margt leitar á hugann. Loftur Ingimundarson var fæddur 12. 6. 1954 á Hafnarhólmi í Strandasýslu. Hann var 6. barn foreldra sinna, Kristinar Arna- dóttur og Ingimundar Loftssonar sem nú búa á Drangsnesi. Alls eignuðust þau hjónin 10 börn, sem öll komust á legg. Loftur var aðeins 23 ára er hann var svo miskunnarlaust hrifinn burt frá ástvinum sínum. Eiginkonunni, Stefaníu (Lóu) Jónsdóttur, sem tvítug stendur ir minn sem fæddist á Loftsstöð- um, varð hans augasteinn, og hefði eigin sonur ekki orðið hon- um kærari. Margar óskir og vonir okkar systkinanna, og eins okkar barna, gerði hann að veruleika, af sínu örlæti og góðmennsku. Nú að leiðarlokum, vil ég fyrir mína hönd, systkina minna og barna okkar, þakka honum af alhug tryggð og vináttu í okkar garð frá fyrstu samverustundum. Systkinum og öðrum vanda- mönnum, votta ég samúð mína. Ég kveð kæran vin og vona að Guð gefi honum góða landtöku í ókunnri höfn. eftir með börnin sín ung og smá, telpuna Áslaugu Báru á fjórða ári og litla drenginn Ingimund, sem ekki fékk tækifæri til að kynnast föður sínum. Harmur þeirra er sár, missir þeirra mikill. Og við, foreldrar hans og syst- kini, sem sáum hann alast upp í glöðum og stórum hópi, breytast úr ungum sveini í djarfan hraustan mann, getum aðeins huggað okkur við þá vissu, að hann lifir áfram. Hann lifir í björtu brosi litlu telpunnar sinnar, hann lifir í skærum aug- um sonar síns, hann lifir í minningum okkar allra. Við þökkum honum allt sern hann gaf okkur, minningin um góðan dreng lifir að eilífu. Hinsta kveðja frá foreldrum og systkinum. Það er sárt að kveðja og erfitt að sætta sig við orðinn hlut. Fátækleg orð megna ekki að lýsa þeim tilfinningum sem gagntaka hugann á þessum degi. Ég gleymi seint hvernig hann reyndist mér í mínum erfið- leikum. Það var alltaf hægt að tala við hann um alla hluti. Þó vegurinn væri langur sem lá á milli okkar, rofnuðu aldrei þau nánu tengsl sem okkur tengdu. Það var alltaf gott að koma heim til þeirra Lóu. Ég vona eins og flestir aðrir að leiðir okkar liggi saman á ný, eða eins og dóttir hans segir: Ég á pabba, hann er hjá Guði og bíður eftir mér. Um leið og ég kveð bróður minn dettur mér f hug þetta vers: Moðan veðrið t*r stætt berðu hofuðið hátt, og hræðst eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él, glitrar lævirkjans Ijðð upp um Ijðshvolfin björt og heið. Þð steypist í gegn þér stormur og regn, og þð byrðin sé þung sem þú berð. Þá stattu fast og vit fvrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Sálmur) + Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigmmanns mins, föður okkar, tengdaföð ur og afa MAGNUSAR GUÐFINNSSONAR, frá Seyðisfirði. til heimilisað Hátúni 10. Júliana Guðmundsdóttir, börn, tengdaborn og barnabörn. Móðir okkar. JÚLÍANA GUÐMUNDSDÓTTIR. frá Þingeyri, Nonnustíg 13, Hafnarfirði, andaðist að Hrafmstu 3 febrúar Börnin. Innilegar þakkir andlát og útför + til allra sem auðsýndu okkur vinsemd og samúð. við BJARNAFORBERG fyrrverandi bæjarsímastjóra Ágústa Forberg, Börn, tengdabörn og barnabörn + Þökkum innilega fyrir auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og útför eiginmanns mins, ÞÓRARINS SIGUROSSONAR, Efstasundi 80. Fyrir hönd barna og barnabarna Aðalheiður Magnúsdóttir. + Eiginmaður mmn MAGNÚS HELGASON, bifreiðastjóri, Hólmgarði 46, lést 1 febrúar Ása Snæbjörnsdóttir. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUNNARS WAAGE. skipstjóra. Álftamýri 48. Jón Kr. Waage. Bergljót Haraldsdóttir. Jón Waage. Edda Garðarsdóttir, Erla Waage. Kristinn A. Gústafsson, Auður Waage. Kjartan Lárusson, Baldur Waage, Drifa Garðarsdóttir, FreyrWaage, Ásdis Guðjónsdóttir og barnabörn. Esfher Jakobsdóttir. Loftur Ingimund- arson — Minning Hanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.