Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 35 Jóhann Snœfeld Pálsson - Minning Fæddur 16. febrúar 1919. Dáinn 17. desember 1977. Þokubakkar hvfla lágt yfir Húnaflóanum. Við erum þrír á handfæraveiðum norður af Kaldr- ananesi á mildum góðviðrisdegi. í skutnum stendur skipstjórinn, búinn að draga að borði 200 punda þverhúkkaða spröku, sem berst um við borðstokkinn. Hann kallar til okkar hásetanna tveggja, 13 ára strákpolla, að koma afturí með ifæruna og reyna að koma henni í fiskinn. Ég stend stjarfur af hræðslu um stund, en byrja svo að fikra mig aftur eftir bakborðsmegin með ífæruna í skjálfandi hendi. Allt i einu tekur sprakan ógurlegan kipp, slítur sig af króknum og hverfúr i djúpið. „Ansans klaufa- skapur," segir hann, „að missa hana svona.“ Þá sé ég að í öðrum handlegg hans standa á kafi tvær þríkrækjur af færi hans, án þess hann gæfi því sérstakan gaum. Þannig var Jóhann Pálsson Snæ- feld að dagfari, æðrulaus, hug- prúður og djarfur en yfirvegaður í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Ég hefi oft hugsað síðan, hvað hefði getað skeð, þennan dag, ef lúðan stóra hefði ekki slitnað af neðsta króknum þar sem maðurinn var jafn fastur i færinu og stóð þar að auki í næl- onlínunni, en þetta var einmitt fyrsta sumar nælonfæranna við Húnaflóa og ekki búið að finna upp færarúlluna. Ég kynntist Snæa fyrst 7 ára gamall, er ég kom fyrst í Hamars- bæli með móður minni að heim- sækja æskustöðvar hennar. Næstu sumur var ég nágranni hans, þar sem ég var f sveit hjá fósturforeldrum mömmu, önnu og Jóni Atla Guðmundssyni. Allt frá fyrstu kynnum, bar ég sérstaka lotningu fyrir þessum gjörvilega manni og Höllu hans dásamlegu konu. Vorið, sem ég fermdist, bauð hann mér háseta- pláss á Lofti S.T.19, sem ég þáði, ekki aðeins með þökkum, heldur með gleði þess manns, sem finnur sig mikils metinn, að bjóðast skip- rúm hjá jafn dugmikium skip- stjóra. Það sumar lærði ég meira um lífið og gæði þess en margra ára skólamenntun gæti nokkurn tíma frætt mig um. Heimilið var einstakt reglu og myndarheimili. Þar féll t.d. styggðaryrði um menn eða málefni aldrei af vör- um. Ahersla var lögð á að allir töluðu hreint og fagurt islenskt mál og aldrei var slegið erlendri slettu. Á sjónum lærði ég að fást við veiðarfæri, vinna fisk og stjórna báti. Þar varð hvert handtak að lærast, Snæi vildi ekkert nema vandaða vinnu, þá kröfu gerði hann til okkar Hilmars, kröfur um álag og vinnuafköst gerði hann aftur á móti aðeins til sjálfs sín. Hann var hafsjór af fróðleik og var hver sjóferð kennslustund í náttúrufræði. Hann kenndi okk- ur nöfn og hegðun dýra, fugla og fiska. Fegurð fjallanna við Húna- flóann var undirstrikuð með þekkingu á örnefnum og fiskimið- um. Þótt ég hafi haft marga góða kennara í skóla, þá þekki ég eng- an sem jafnast á við þennan sanna prófessor í skóla lífsins að atgervi og þekkingu á sinum fræðum. Snæi byrjaði ungur sjó- mennsku við flóann. Hann var afburða skytta og dró marga björg í bú með byssunni, bæði seli og fugla. Úr sjó dró hann hákarla og stórspökur, engu síður en þorsk og ýsu. Nú síðari árin var hann á rækjuveiðum á nýjum og stórum báti, ef miðað er við gamla Loft, sem var um 3 lestir að stærð. A þeim báti hvarf hann í djúpið ásamt háseta sinum, Lofti Ingi- mundarsyni frá Hafnarhólmi i til- tölulega skaplegu veðri rétt fyrir jólin. En svona er lífið, eftir ára- tuga farsæla sjósókn og marga hildi við Ægi konung í öllum veðrum á litlum opnum báti lengst af er hann skyndilega horf- inn. Eftir stöndum við agndofa og hljóð. Island hefur misst eina af sínum sterkustu mannlífsstoðum. Eigi má sköpum renna, lífið held- ur áfram, ný kynslóð tekur við, mannvænleg börn þeirra Höllu og Snæa munu hefja á loft drifhvít- an gunnfánann og halda honum hátt á lofti í minningu þess manns sem í hverju verki var hinn sanni íslendingur, fulltrúi manndóms og sjálfstæðis í lýðfrjálsu landi. Elsku Halla. Engin orð fá bugað harm þinn og sórg. Sá sem átt hefur mestan lífsins fjársjóð á mest að missa. Enginn skilur hve mikið þú hefur misst. Mér er horfinn sá maður, sem ég hef hvað mest dáð allra manna. Hjá ykkur lærði ég að dá hið fagra og • góða í óblíðum heimi. Við hjónin sendum þér, börnum þínum og öðrum ástvinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Úlfar Agústsson. Um leið og við kveðjum son okkar viljum við minnast Jóhanns Snæfelds Pálssonar sem einnig fórst með Pólstjörnunni þann 17. des. 1977. Snæi, en svo var hann oftast nefndur, var nágranni okk- ar og vinur. Hann stundaði sjó og var alla tíð heppinn og farsæll sjómaður. Flestir drengjanna okkar hófu sinn sjómennskuferil undir hans stjórn. Það er litlu byggðarlagi mikill skaði er slíkir menn hverfa af vettvangi lífsins og skarðið sem myndaðist í vina- hópinn við fráfall hans verður aldrei fyllt. Við vottum eiginkonu hans, Höllu Sæmundsdóttur, og börnum þeirra dýpstu samúð okk- ar og hluttekningu. Kristln og Ingimundur. ALLT MEÐ Afmælis- og minningargreinar Aö marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að afmælis- og minningargreinar veröa að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Sé vitnað til Ijóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góóu línubili. Skíðaferðir í Skálafell Fastar áætlanaferðir verða i vetur á skíðasvæðið í Skálafelli. Sérstakar ráðstafanir eru gerðar til að veita góða þjónustu með ferðum um allt Stór-Reykjavikursvæðið í Skálafelli er gott skíðaland við allra hæfi 5 lyftur í gangi frá morgni til kvölds. Ókeypis lyftuaðstaða við félagsskála KR fyrir börn. Kennsla fyrir almenning Þjálfun fyrir keppendur FerSir laugardaga og sunnudaga. LEIÐ I Kl. 9.45 Mýrarhúsaskóli KR heimilið. 10.00 BSÍ Söbekksverzlun 10.15 Sundlaugar Sunnutorg Kron Langholtsvegi 10.30 Essostöðin Ártúnshöfða 10.45 Kaupfélagið Mosfellssveit LEIÐ II Kl. 10.00 Kaupfél. Garðabæ Silfurtún v/Arnarnes 10.15 Sparisjóður Kópavogs Vörðufell 10.30 Essostöðin Ártúnshöfða LEIÐ III Kl. 10.00 Kron efra Breiðholti Straumnes 10.15 Barnaskólinn neðra Breiðholti 10.30 Essostöðin Ártúnshöfða LEIÐ IV Kl. 13.00 BSÍ Shellstöðin Miklubraut Skeiðarvogur/ Miklabraut Essostöðin Ártúnshöfða 13.15 Kaupfélagið Mosfellssveit Verið velkomin í Skálafell Skíðadeild KR Kjósendur Reykjaneskjördæmi PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA ER í DAG OG Á MORGUN ÞETTA ERU YKKAR DAGAR — Nú ráðið Það eru 7 ár síðan þið fenguð síðast að velja — Hver veit hvenær það verður næst? th. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnes NÚ ERU ATKVÆÐI YKKAR — JÖFN ATKVÆÐUM ANNARRA LANDSMANN 1 3. feb 1 5. feb 21. feb 28. feb 7. feb 14 feb 21 feb 28.feb. Pj EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands p sem hér segir: [rj{ li ANTWERPEN: Stuðlafoss Lagarfoss __ Fjallfoss Æj Lagarfoss g ROTTERDAM rji Úðafoss U! Lagarfoss m Fjallfoss Lagarfoss rl FELIXSTOWE \ l| Dettifoss |£J; Mánafoss [S Dettifoss rr. Mánafoss y HAMBORG Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss 1 PORTSMOUTH Selfoss Bakkafoss Hofsjökull Brúarfoss Bakkafoss GAUTABORG Háifoss Laxfoss Háifoss KAUPM.HÖFN Háifoss Laxfoss Háifoss HELSINGBORG Urriðafoss 4. feb. Tungufoss 20. feb. MOSS Urriðafoss 6. feb. . . Tungufoss 21.feb jjf KRISTIANSAND ^ Urriðafoss 7. feb. Jjjjjr i 9. feb. 16. feb. 23. feb. 2. marz P f 6.feb -J 8. feb 9. feb jp 28. feb. fJ, 7. marz ÍH iF 6. feb. [17 13. feb tí, 20. feb. ll 7. feb. íp 14. feb. tT 2 1. feb. [FJ !7 i írH Tungufoss 22. feb STAVANGER Urriðafoss 8. feb Jj Tungufoss 23. feb. ÞRÁNDHEIMUR (P Urriðafoss 9. feb GDYNJA/GDANSK Irafoss VALKOM Múlafoss . Fjallfoss RIGA Skógafoss 1 3. feb 8. feb. 'fd [í > mánudaga Reykjavík til ísafjarð- IJJ ar og Akureyrar. m" Vörumóttaka i A-skála p j/j" á föstudögum. \©\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.