Morgunblaðið - 04.02.1978, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
37
fclk í
fréttum
Liza
og Lorna
+ Dætur Jud.v Garland
þær Liza Minelli og
Lorna Luft hittust ný-
lega í New York til að
halda upp á 25 ára af-
mæli Lornu. Liza sem er
31 árs dóttir Vincente
Minelli en Lorna er dótt-
ir þriðja eiginmanns
Judy Garland, Sid Luft.
+ Ef kvenfólkið hefur
áhuga á að klæðast sam-
kvæmt Parísartískunni í
sumar og vor, þá er bara að
taka stúlkuna á myndinni
sér til fyrirmyndar.
+ Dúkkuhús eru mjög vinsæl leikföng, bæði meðal barna og
fullorðinna. Abi Murray, en það heitir maðurinn á myndinni,
gerði það að gamni sfnu að smfða dúkkuhús handa Iftilli frænku
sinni. En málningin var varla orðin þurr á húsinu, þegar pantanir
tóku að berast frá vinum og kunningjum. Og nú hefur hann það
að atvinnu að smíða dúkkuhús. Húsin eru mjög vönduð og engin
fjöldaframleiðslusmfði. Ekkert er til sparað, eldstæði og reykháf-
ar eru úr ekta múrsteini og gólfin úr parketi eða teppalögð, allt
eftir óskum kaupandans. Eiginkona Murra.vs sér síðan um
gluggatjöld og fleira. En þetta eru nokkuð dýr leikföng, þvf
verðið er á bilinu frá 500 til 8000 dollarar.
+ Charles bretaprins
skemmti sér konunglega
þegar hann opnaði svn-
ingu á konunglegum
skopteikningum í Blaða-
mannaklúbbnum í
London. Þar voru út-
stilltar myndir af kon-
unglegum persónum sem
uppi hafa verið síðustu
25 ár og prinsinum líkaði
greinilega best teikning-
ar af honurn sjálfum eft-
ir teiknarann Barry
Fantoni.
Morgunblaðið óskar
eftir blaðburðarfólki
VESTURBÆR
Ægissíða
AUSTURBÆR
Sóleyjargata
Ingólfsstræti,
Lir.dargata,
Hverfisgata 63— 1 25
Upplýsingar í síma 35408.
HÁSKÓLA-
Háskólatónleikar verða í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, laugar-
daginn 4. febrúar kl. 1 7. Camilla Söderberg, blokkflautuleikari og
Snorri Orn Snorrason, gítar- og lútuleikari flytja renaissancedansa eftir
ýmis tónskáld verk eftir Telémann, Britten og Hans Martin Linde.
Aðgöngumiðar kosta 600 kr og fást við innganginn
Tónleikanefnd Háskólans.
TÓNLEIKAR
Prófkjör sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi
4. og 5. feb. 1978
Eiríkur Aloxandersson,
bæjarstjóri i Grindavik.
Þátttakendur eru minntir á fram-
boð
Eiriks Alexanderssonar
Stuðningsmannasímar:
Keflavik 92 3022
Grindavík 92-8165
Stuöningsmenn.
til afgreiðslu strax:
40 hestafla á kr. 880 000 —
65 hestafla á kr. 1.1 70 000 —
85 hestafla á kr. 2 370 000 —
Nú er rétti tíminn til að kaupa
Sundaborg, sfmi 86655 - 86680