Morgunblaðið - 10.03.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 10.03.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 3 Diskótekog leiktækja- salur við Laugaveg? SKIPULAGSNEFND Reykja- víkurborgar hefur íjallað um umsókn leiktækjafyrirtækis- ins Jóker hf. um leyfi til reksturs diskóteks að Lauga- vegi 63 í Reykjavík, en borgar ráð samþykkti fyrir sitt leyti að vísa málinu áfram til umferðarnefndar horgarinnar að fenginni umsögn skipulags- nefndar. Húsnæðið sem hér um ræðir er þar sem Alþýðubrauðgerðin var áður til húsa, en að sögn Steinþórs Ingasonar, annars forsvarsmanna Jókers, er hús- rýmið alls 600 fermetrar á tveimur hæðum. Væri ætlunin að reka þarna á sama stað stóran leiktækjasal og diskótek sem Steinþór kvað þó verða fyrst og fremst ætlað ungling- um innan lögaldurs því að ekki væru áform um að sækja um vínveitingaleyfi fyrir staðinn. Steinþór sagði, að ef umsóknin hlyti samþykki borgaryfir- valda, þá myndi taka um 2—3 mánuði að ganga frá húsnæð- inu innanstokks til að unnt væri að hefja þar starfrækslu. Jóker hf. rekur nú leiktækja- sal að Grensásvegi og einnig í Vestmannaeyjum og Akureyri. Botnsmálinu áfrýjad til Hæstaréttar SVO sem menn rekur eflaust minni til féll fyrir nokkru dómur í máli því sem höfðað var til að fá úr skorið hver ætti eignarrétt yfir botni Mývatns og féll dómur ríkinu í vil. Nú hafa bændur í Mývatnssveit áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Færeyingar eru búnir að veiða upp í kvótann FÆREYINGAR hafa nú lokið við að veiða þá loðnu. sem þeim var heimilað að veiða hér við land á þessari vertíð eða samtals 35 þúsund tonn. Síð- ustu tveir bátarnir, sem veiddu loðnu á þcssari vertíð voru Sjurdur Thollaksson og Jupiter. Loðnunni var landað í Færeyjum. Saurbæingar óhressir: Neitaaðborga afnotagjald sjónvarpsins ÍBÚAR Saurbæjarhrepps í Döl- um hafa sent innheimtudeild ríkisútvarpsins/sjónvarps und- irskriftaskjal þar sem fram kemur að þeir muni ekki greiða afnotagjald sitt vegna óánægju með sendingar sjónvarpsins á þessum slóðum. Endurvarps- stöðin er að Reykhólum en hún hefur verið meira og minna biluð, og viðgerð jafnan dugað skammt. Hafa Saurbæingar því orðið fyrir því að missa af heilu dagskránum af þessum sökum. Hófst í morgun í kjallara Iðnaðartiúsinu, Hallveigarstíg Kuldafatnaður — Vinnufatnaður — Kemputeppi — Efni — Smáhlutir Pólarúlpur fullorðinna plussfóðraðar A. m Pólar úlpur barna plussfóðraðar Vattfóðraðar stuttar No 30—36 Kr. 5.200 - Plussfóðraðar stuttar No 30—36 Kr 5.700 - Vattfóðraðar stuttar No 38—44 Kr. 6 100 No. 46—56 Kr 6 900. Sloppar stuttir/síðir Allskonar vinnujakkar, sportjakkar og hálfsíðir kuldafrakkar Samfestingar og ýmis annar vinnufatnaður □ Kemputeppi □ Kerrupokar □ Gæruúlpur (íslandsúlpur) □ Allskonar efni og bútar og margt, margt fleirra TAKIÐ VEL EFTIR: Opið á morgun, laugardag, til kl. 2 Verksmiðjuútsala aldarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.