Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 ÓSKAGJÖFIN er VASAREIKNIVEL .9100 •>. < Sl [RIFSTOF UVELAR H.F. 1 * 1 Hverfisgötu 33 Simi 20560 Fermingar- föt úr flaueli frá kr. 21.000.- ) Úr terylene >kr. 19.900.- Margir litir Austurstræti fwni: 27211 Úthlutun listamannalauna: Fimm nýir í efri flokk -15 í neðri Úthlutunarnefnd listamanna- launa lauk í sær störfum en á þessu ári hefur alls 144 lista- mönnum verið úthlutað lista- mannalaunum að upphæð sanr tals um 27 milljúnir króna. í fyrra var úthlutaú um 17 milljón- um króna. og í ár var launaupp- hæóin um 50% hærri en árið 1977. Sem fyrr segir eru það 144 listamenn er hafa fengið lista- mannalaun þar af 12 sem eru í heiðurslaunaflokki ákveðnum af Alþingi. Nema laun í þeim flokki 750 þúsund krónum. Að öðru leyti skiptist úthlutunin í tvo flokka og eru alls 68 í efri flokknum. en upphæð launa f þeim flokki er 270 þúsund krón- ur. samtals rúmlega 18 milljónir króna. I þeim flokki eru 5 ný nöfni Benedikt Gunnarsson list- málari. Oddur Björnsson leikrita- skáld. Steinþór Sigurðsson leik- tjaldamálari. Tryggvi Emilsson rithöfundur og Þorkell Sigur- bjiirnsson tónskáld. Eftir list- greinum skiptast launin þannigi 30 á bókmenntasviði. 21 á mynd- listar. 14 tónlistar og 3 leikarar. í neðri flokknum eru alls 15 ný nöfn. ok er skiptingin á þessa leiði 26 mvndlistarmenn. 22 bók- menntamenn. 10 tónlistarmenn. 5 leikarar og einn dansari. Þessir eru nýir í neðri flokknumi Auður Bjarnadóttir dansari. Björg l>or- steinsdóttir myndlistarkona. Edda Þórarinsdóttir leikari. Guð- laugur Arason rithöfundur. Guð- rún Tómasdóttir söngkona. Ilaukur Guðlaugsson tónlistar- maður. Kjartan Ragnarsson leik- ritaskáld og leikari. Kristín Magnús Guðbjartsdóttir leikari. Óskar Magnússon vefari. Ragn- heiður Jónsdóttir myndlistar kona. Ragnhildur Steingríms- dóttir leikstjóri. Rut L. Magnús- son söngkona. Steingrímur Sigurðsson listmálari. Valgeir Guðjónsson hljómlistarmaður og I>óra Jónsdóttir rithöfundur. Bonedikt Oddur Gunnarsson Bjiirnsson Steinþór Tryjocvi Si^urdsson Emilsson txirkell SÍKurbjörnsson Aður veitt af Alþingi 750 þúsund krónur hveri Ásmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Ðaníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson, María Markan, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmundsson, Valur Gíslason, Þorvaldur Skúlason, Veitt af nefndinnii 270 þúsund krónun Agnar Þórðarson, Atli Heimir Sveinsson, Ágúst Petersen, Ármann Kr. Einarsson, Árni Kristjánsson, Benedikt Gunnarsson, Björn J. Blöndal, Björn Ólafsson, Bragi Ásgeirsson, Eiríkur Smith, Eyjólfur Eyfells, Gísli Halldórsson, Guðbergur Bergsson, Guðmunda Andrésdóttir, Guð- mundur L. Friðfinnsson, Guðmundur Frímann, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðrún Á Símonar, Gunnar M. Magnúss, Halldór Stefánsson, Hallgrímur Helga- son, Hannes Pétursson, Hannes Sigfús- son, Heiðrekur Guðmundsson, Hringur Jóhannesson, Jakobína Sigurðardóttir, Jóhann Briem, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Jón Ásgeirsson, Jón Björnsson, Jón Helgason, prófessor, Jón Helgason, rit- stjóri, Jón Nordal, Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Jökull Jakobsson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpalæk, Leifur Þórarinsson, Matthías Johannessen, Oddur Björnsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Ólöf Pálsdóttir, Pétur Friðrik, Róbert Arnfinnsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Ólafsson, Stefán Hörður Grímsson, Stefán íslandi, Steinþór Sigurðsson, Svavar Guðnason, Sverrir Haraldsson, Thor Vilhjálmsson, Tryggvi Emilsson, Valtýr Pétursson, Veturliði Gunnarsson, Þorkell Sigur- björnsson, Þórsteinn frá Hamri, Þor- steinn Ö. Stephensen, Þórarinn Guð- mundsson, Þorleifur Bjarnason, Þóroddur Guðmundsson. 135 þúsund krónun Alfreð Flóki, Auður Bjarnadóttir, Árni Björnsson, Árni Tryggvason, Birgir Sigurðsson, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Eggert Guðmundsson, Einar Baldvinsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláksson, Eyþór Stefánsson, Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún), Gísli Magnússon, Gréta Sigfúsdóttir, Guðlaug- ur Arason, Guðmundur Elíasson, Guð- mundur Steinsson, Guðrún Tómasdóttir, Gunnar Dal, Hafsteinn Austmann, Hall- steinn Sigurðsson, Haraldur Guðbergs- son, Haukur Guðlaugsson, Hrólfur Sigurðsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jakob Jónasson, Jóhannes Helgi, Jón Dan, Jónas Guðmundsson, Kári Tryggvason, Kjartan Ragnarsson, Kristinn Pétursson, Kristín Magnús Guðbjartsdóttir, Magnús Á. Árnason, Magnús Bl. Jóhannsson, Magnús Tómasson, Matthea Jónsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Ólöf Jónsdóttir, Óskar Aðalsteinn, Óskar Magnússon, Ragnar KJartansson, Ragnar Þorsteins- son, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragnhildur Steingrímsdóttir, Rut L. Magnússon, Rúrik Haraldsson, Sigfús Daðason, Sigfús Halldórsson, Skúli Halldórsson, Snorri Sveinn Friðriksson, Stefán Júlíusson, Steingerður Guðmundsdóttir, Steingrím- ur Sigurðsson, Sveinn Björnsson, Tryggvi Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Vésteinn Lúðvíksson, Vilhjálmur Bergsson, Þor- björg Höskuldsdóttir, Þorsteinn Stefáns- son, Þóra Jónsdóttir, Örlygur Sigurðsson. Fjólmundur Karlsson hlaut viður- kenninguVerð- launasjóðs iðnaðarins ÚTIILUTAÐ hefur vcrió úr Vcrólaunasjóði iónaóarins í annaó sinn cn sjóóurinn var stofnaóur fvrir tvcimur árum af Kristjáni Friórikssyni ión- rókanda í Últímu. þcgar fyrir- ta'kiö var 35 ára. Aö þcssu sinni hlaut vcrólaunin. cina milljón króna. Fjólmundur Karlsson vclvirki á Hofsósi. Við athöfn í gær þegar verð- launin voru afhent sagði Kristján Friðriksson formaður sjóðs- stjórnarinnar að henni væri það mikil ánægja að veita Fjólmundi Karlssyni þá viðurkenningu sem í verðlaununum væri fólgin, að hann hefði sannarlega til þess unnið, fyrirtæki sitt hafi hann rekið með miklum dugnaði, að reglusemi, snyrtimennsku og fyrirhyggja séu einkenni fyrir fyrirtæki hans, Stuðlaberg. Fyrirtækið framleiðir einkum hljóðkúta fyrir um 100 tegundir bifreiða eða um 'A hluta þeirra gerða sem notaðir eru hérlendis og starfa hjá því milli 10 og 12 manns. Sagði Kristján ennfrem- ur að varan likaði vel, fyrirtækið væri samkeppnisfært bæði hvað varðaði gæði og verð. Þá sagði hann það merkilegasta við fyrir- tæki Fjólmundar vera, að mikill hluti vélakosts þess væri smíðað- Kristján Friðriksson afhcndir Fjólmundi Karlssyni vélvirkja á Hofsósi viöurkcnningu úr Vcrólaunasjóði iönaöarins. Ljósm. Rax. ur í fyrirtækinu sjálfu eftir fyrirsögn Fjólmundar. A síðasta ári framleiddi fyrirtækið um 7 þúsund hljóðkúta og er áætlað að hún aukist um 50% á þessu ári. Að lokum kvaðst Kristján Friðriksson vona að viðurkenn- ingin yrði til þess að vekja athygli á hinu aðdáunarverða framtaki hans, þrautseigju og verksnilli, og að þjóðin mætti læra að meta það sem hún ætti í mönnum eins og Fjólmundi Karlssyni. Fjólmundur Karlsson sagðist á þessari stundu hugsa til þeirra sem ekki síður en hann hefðu átt skilið þessa viðurkenningu og kvaðst vona að rofaði til hvað varðaði málefni iðnaðarins, en hann taldi fræðslukerfið um of hafa fjarlægst sitt raunverulega svið, að bóklegt nám hefði fjarlægst hið verklega. Kvað hann rætast nokkuð úr því með tilkomu fjölbrautaskólanna, og gat hann þess einnig að skipu- leggja þyrfti betur þann iðnað sem væri fyrir hendi, að fyrir- tækin yrðu ekki of mörg og smá er kepptu um fjármagn heldur að þau gætu starfað saman að vissu marki. Þá taldi hann það óeðli- legt að það þyrfti heilan manns- aldur til að byggja upp fyrirtæki eins og oft hefði sýnt sig. Að lokum kvað Fjólmundur Karlsson það ómetanlegt að finna styrk frá þeim er stæðu með honum að iðnaðarstörfum. Að lokum tók til máls Sigurður Kristinsson, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, og sagði hann það vekja eftirtekt hve öll aðkoma að fyrirtæki Fjólmundar væri snyrtileg, framan við húsið væri garður skreyttur listaverk- um þannig að fátt minnti á að þar væri vélsmiðja til húsa. Innan dyra ríkti sama snyrti- mennskan og mættu aðrir taka hann til fyrirmyndar um hvað- eina er snerti rekstur iðnfyrir- tækis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.