Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 7 Kaupgildi krónunnar Samkvæmt útrcikningi Þjóóhagsstofnunar. sem fram kemur í áliti Verð- bóigunefndar, hefði vísi- tala framfærslukostnað- ar orðið 40% hærri að meðaltali 1978 en 1977, ef ekki hefði verið gripið til þegar gerðra efnahags- ráðstafana. Um þetta efni segir í áliti Verð- bólguncfndar, bls. 114« „Séu forsendur um breytingu einstakra kostnaðarþátta dregnar saman verður niðurstað- an sú að vísitala fram- færslukostnaðar hækkar um 36% á árinu 1978 og verður að meðaltali 40% hærri en árið 1977. Sam- kvæmt spánni fer árs- hækkun vísitölunnar, þ.e. hækkunin frá sama tíma og árið áður, vaxandi fram yfir mitt ár og verður mest um 45% í ágúst...“ Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar höfðu þríþættan tilgangt 1) að koma í veg fyrir annars fyrirsjáaniega rekstrar- stöðvun útflutnings- greina þjóðarbúskapar ins, sér í lagi fiskvinnsl- unnar. 2) að koma í veg fyrir víðtækt atvinnu- leysi, sem fylgt hefði í kjölfar slíkrar rekstrar stöðvunar og 3) að hægja á verðbólguhraðanum, sem nálgazt hefði ís- iandsmetið frá 1974, án sérstakra aðgerða, sbr. tilvitnaða útreikninga Þjóðhagsstofnunar hér að framan. Þegar tönnlazt er á kjaraskerðingu vegna helmingunar verðbóta- ákvæða, gleymist að taka með í reikningsdæmið hve miklu meira vcrð- bólgan hefði skert kaup- mátt krónunnar án þess- ara ráðstafana ríkis- stjórnarinnar í heild. En þrátt fyrir þcssar höml- unaraðgerðir er reiknað með um 30% verðbólgu- vexti á líðandi ári. sem flestum finnst ærið nóg. Atvinnuöryggið og launajöfnuður Hægari verðbólguvöxt- ur treystir atvinnuörygg- ið. sem teflt hafði verið á tæpasta vað og má raun- ar ekki veikara vera. Fyrir hinn almenna laun- þega er í raun ekkert mikiivægara en að at- vinnuöryggið sé tryggt. Atvinnuleysið er í dag stærsta og erfiðasta vandamál flestra þeirra þjóða. sem aðild eiga að OECD, en það eru bróð- urparturinn af ríkjum V-Evrópu. Bandaríkin, Kanada og Japan. Þar búa milljónir á milljónir ofan við atvinnuleysi, sem harðast hefur bitnað á ungu fólki, jafnt sér menntuðu sem öðru. í ársskýrslu OECD-ríkja kcmur fram, að efna- hagshorfur í heiminum á líðandi ári eru sízt góðar. Þessi ríki telja það góðan árangur, skv. skýrslunni, ef hægt verður að tryggja á þessu ári sama kaupmátt launa og var á sl. ári og draga eitthvað úr atvinnuleysinu, sem þó eru ekki miklar likur á að takist, því miður. Hvert mannsbarn get- ur sagt sér það sjálft, hvað hefði gerzt á ís- lenzkum vinnumarkaði ef undirstöðuatvinnu- grein þjóðarbúsins, fisk- vinnslan, hefði stöðvaztt með afleiðingum, sem innan skamms hefðu sagt til sin í öllum þáttum atvinnuiífs okkar. Sjáv- arútvegurinn er nú einu sinni nær eina eða a.m.k. langsamlega stærsta verðmæta- og gjaldeyris- lind þjóðarinnar. Éngín ríkisstjórn gat horft að- gerðalaus fram á þvíum- líka krepputíma í þjóðfé- laginu, framleiðslusam- drátt og atvinnuleysi, sem troðið höfðu öðrum fæti milli starfs og hurð- ar á íslenzkum vinnu- markaði. Það var megintilgang- ur efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar að tryggja atvinnuöryggi í landinu. áframhaldandi verðmætasköpun í þjóð- arbúinu, jafnhliða því sem stefnt er það því að tryggja sama kaupmátt launa og 1977 og hamla gegn verðbólgu. Vcrðbólgan er mein- vættur. sem kemur harð- ast niður á hinum lægst launuðu. Skv. útreikn; ingum hagfraóings ASÍ myndi maður, sem hefur 300 þús. kr. mánaðar laun. hagnast um 444 þús. kr., ef verðbóta- ákvæði kjarasamninga tækju gildi aftur. Maður með 106 þús. kr. mánað- arlaun hins vegar um 114 þús. kr., eða u.þ.b. Vt hins hærra launaða. Er það virkilcga baráttumál „forystu" ASÍ að fá slík „mismunarákvæði" í gildi á ný, þrátt fyrir efnahagsaðstaeður í þjóð- arbúskapnum? Eða eiga raunverulegir hagsmun- ir hinna lægst launuðu, atvinnuöryggi og hömlun gegn verðbólgu, að ráða ferð? Réttur tími reyfarakaupa! ☆ GRÁFELDUR HE ÞINGHOLTSSTRÆTI2 GRÁFELDS VORSALAN er nii oröin árvias liöur i innkaupum þeirra sem fylgjast meö. Hér skal engan furöa því kjörin eru einstök. Viö bjóöum heimsþekkt vörumerki s.s. Louis Londnn, Heinzelmann, pierre cardin o.m.fl. auk hinnar viöurkenndu og sívinsœlu íslensku skinnavöru okkar. HÁ TÍSKUFA TNAÐUR s.s. kjólar, peysur, blússur, buxur og pils - einnig leöurjakkar, regnkápur, húfur og lúffur, jafnt sem skór og feröatöskur seljast meö allt að 50% afslœtti. MOKKAFA TNAfíUR frá okkur selst með mikhtm afslætti og rúmum afborgunarskilmálum auk þess sem hœgt er aö panta hann og fá hann framleiddan á vorsöluveröi. Stjómunarfélag íslands ▲ Standast gæðin í f ramleiðslunni? Gæðastýring Dagana 16. og 17. marz nk. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiði í Gæðastýringu. Leiðbeinandi verður Halldór Friðgeirsson verkfræðingur. Á námskeiðinu verður farið í hugtakið gæði og merk- ingu þess.markmiðið með gæðastýringu, gildi gæða og kostnað við gæðaeftirlit. bá verður fjallað um hönnunar- gæði, framleiðslugöeði, sölu- og þjónustugæði, 2gæðaeftirlit méð tölfræðilegum aðferðum, úrtak og óvissu, dæmi um tölfræðileg- ar aðferðir við gæðaeftirlit, að- gerðarannsóknir og gæðastýr- ing. Tilgangur námskeiðsins er að beina athyglinni að gæðum framleiðslunnar, en gæðin hafa oft verið veikur hlekkur hjá isl. fyrirtækjum. Námskeiðið er ætlað þeim, sem skipuleggja framleiðsluna og þeim, sem stýra og bera ábyrgð á framleiðslunni hjá iðnfyrirtækj- um. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu Stjórnunarfélags ís- lands að Skipholti 37. s. — ... 82930. otjórnunarfélag Islands. FRÖNSK HÁTÍД Súlnasal Hótel Sögu, sunnudag 12. marz n.k Kl. 19.00 Húsiðopnað J Kl. 19.30 * HátlSin hefst stundvíslega i Franskur veizlumatur — Gigot d'agneau a'la Bretonne 1 Franski matreiðslusnillingurinn Francouis Fons stjórnar matseldinni. Verð aðeins kr. 2.850,00 •jf Ferðaásetlun liggur frammi ' '' k Myndasýning Forstjóri Útsýnar sýnir myndir frá wi&k , i ja sólarlondum sýning — Módelsamtókin sýna nýjustu tizkuna frá Kamabæ. Bonaparte og Garbo ^ k Fegurðarsamkeppni — /®4p|lSi ■Ul'9,fú UTSYN 1978' — Forkeppni Ferðaverðlaun að upphaeðkr. 1.000.000,— [Hf 1K k Skemmtiatriði: B H Michael Blount SHiÉF H leikur og syngur * Ferðabingó Spilað verður um 3 sólarlandaferðir með Útsýn fyrir tvo. ★ Oans — Hm vinsæfa hljóm- sveit Ragnars Bjamasonar og buríður leika og syngja Ath. Ma4ar9estir fá ókeypis kynningar- vörur frá hinu heimsþekkta fyrirtaeki Mary Quant *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.