Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 50. tbl. 65. árg. FOSTUDAGUR 10. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Samstaða Banda- ríkjamanna og Breta um Rhódesíu London. 9. marz. Reuter. AP. OWEN utanríkisráðherra Breta kom til London í dag eítir örstutta ferð til Bandaríkjanna þar sem hann át'ti viðræður við Vance utanríkisráðherra og Cart- er forseta um Rhódesíumálið. Við heimkomuna lýsti Owen því yfir að Bandaríkih og Bretland væru nákvæmlega sama sinnis um hvernig meðhöndla ætti málið og leita varanlegs friðar í landinu. en um tíma leit svo út að yfirlýsing Young sendiherra Bandaríkjanna hjá S.Þ. hefði valdið ágreiningi milli landanna. Stórþingið fellst á sam- komulagið um Barentshaf Ösló, 9. marz. Reuter. NORSKA Stórþingið sam- þykkti í dag með 65 atkvæðum gegn 61 samkomulag sem ríkis- stjórnin. hafði gert við Sovét- ríkin um fiskveiðar í Barents- hafi. íhaldsflokkurinn, Mið- flokkurinn og Kristilegi þjóðar- flokkurinn voru andvígir sam- komlaginu, en Verkamanna- flokkurinn, Frjálslyndi. flokk- urinn og sósíalistar hlynntir því. Andstæðingar samkomu- lagsins töldu að það léti Sovét- mönnum of mikið eftir og mundi spilla fyrir Norðmönn- um þegar landgrunninu á þessu svæði verður endanlega skipt. Þeir sem studdu samkomulagið töldu það nauðsynlegt til að koma á skipulegri stjórn fisk- veiða á Barentshafi og koma í veg fyrir árekstra og væringar á miðunum. Young sakaði Breta um að vilja hlaupa frá Rhódesfudeilunni. en hann dró þessi ummæli sfn síðar til baka að skipan Carters og Vance. Owen sagði að Bretar og Banda- ríkjamenn hefðu sameiginlega stefnu í málinu og að hann gleddist yfir því að Young hefði dregið ummæli sín til baka. Young er mjóg andvígur samkomulagi því sem Smith forsætisráðherra Rhódesíu hefur gert við þrjá leiðtoga blökkumanna í landinu og telur að varanleg lausn verði ekki fundin án samkomulags við skæruliðaleiðtogana Nkomo og Mugabe. Owen sjálfur hefur hvorki viljað verja samkomulag Smiths og leiðtoganna þriggja né hafna því. Stjórnarandstaðan í Bretlandi hefur tekið mjög harða afstöðu Framhald á bls. 18 Símamynd AP Franski forsætisráðherrann. Raymond Barre. heilsar ungum stúlkum 1 þjóðhúningum Elsass-héraðs á kosningaferðalagi í borginni Mulhouse. Kosningabaráttan í Frakklandi er nú í hámarki og aðeins tveir dagar til fyrri umferðar þingkosninganna. Skoðanakannanir benda enn til sigurs vinstri flokkanna. en Barre sagði enn í blaðaviðtali í dag. að' efnahagsstefna þeirra mundi koma franska ríkinu á vonarvöl eftir örfá ár. Sómalir hörfa með allt sitt lið frá Ogaden Mogadishu. Washinifton. 9. marz. Reuter AP. STJÓRN Sómalíu tilkynnti í dag að hún myndi kalla til baka allt herlið sitt frá Ogaden-eyðimörk- inni í' þvf skyni að koma á friði á svæðinu og vegna áskorana víða að úr heiminum. Segir Sómalíu- stjórn að hún vænti þess nú að Sovétmenn og Kúbanir geri slíkt hið sama. Jafnframt segir Sómalíustjórn að hún krefjist þess enn að aðilar að ófriðnum í Ogaden fallist á rétt þeirra sem þar búa til að ákveða sjálfir um framtíð sína. Tilkynning stjórnar Sómalíu kom mjög á óvart, en með henni hafa Sómalir í fyrsta sinn viður- kennt opinberlega að herlið þeirra sé í Ogaden-auðninni. Áður hafa þeir alltaf haldið því fram að frelsishreyfing heimamanna, en þeir eru af sama kynstofni og Sómalar, berðist ein við Eþíópíu- Brottflutningur herliðs Sóníala frá Ogaden hrindir úr vegi helzta skilyrði Eþíópíumanna fyrir því að Karamanlis og Ecevit hittast í dag í Sviss Montreux. Sviss. 9. marz. Reuter. AP. Forsætisráðherrar Grikk- lands og Tyrklands, Kon- stantin Karamanlis og Bul- ent Ecevit, komu til Mon- treux í dag, en fundur þeirra hefst þar á morgun, föstudag. Þetta verður í fyrsta sinn í langan tíma sem æðstu menn þessara nágrannaríkja hittast, en sambúð ríkjanna hefur verið afar stirð hin síðari ár. Búizt er við að á fundum ráðherranna verði einkum fjallað um þau mál sem ágreiningur er um milli landanna, þ.e. Kýpurdeil- una, yfirráð yfir landgrunni og lofthelgi Eyjahafs, sam- starfið innan NATO og fleiri mál. Karamanlis hafði upphaf- lega neitað að eiga fund með Ecevit nema hann hefði verið rækilega undirbúinn af emb- ættismönnnum áður, en féllst síðan á að hitta hann með því skilyrði að engin ákveðin umræðuefni yrðu á dagskrá viðræðnanna. Ráðherrarnir sögðu báðir í dag að ekkki mætti vænta of mikils árangurs í þessum viðræðum, sem þó vonandi yrðu gagnlegar. Ecevit sagði við komuna til Sviss að engir raunverulegir hagsmuna- árekstrar væru milli land- anna sem ekki væri hægt að leysa og að löndin tvö ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta á mörgum sviðum. Karamanlis viðhafði var- færnislegri ummæli við blaðamenn áður en hann hélt frá Aþenu. Hann sagðist halda að hægt væri að finna friðsamlega lausn á öllum deilumálum landanna ef góð- ur vilji væri fyrir hendi. Kolanámuverk- fallið í USA: Carter leitar dómsúrskurðar Washinirton. 9. marz. AP. Reuter. CARTER Bandaríkjaforseti fól í dag dómsmálaráðherra sínum að fá dómsúrskurð sem fyrir- skipaði kolanámumönnum að hefja aftur vinnu í samræmi við ákvæði Taft- Hartley-lag- anna um rétt forsetans til að binda enda á vinnustöðvanir. Forsetinn tók þessa ákvörðun eftir að hafa fengið umsögn rannsóknarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að samn- ingaviðræður deiluaðila væru komnar í algjöra sjálfheldu. Verkfall kolanámumanna hefur staðið í rúma þrjá mánuði og er nú orðinn mikill kolaskortur víða í Bandaríkjunum. Kafbátur fastur á botni íNoröursjó Leirvík, Hjaltlandi, 9. marz. AP. LITILL kafbátur sem í eru tveir menn festist í vír við olíuathug- anir í Norðursjó í dag og situr nú á hafsbotni á 100 metra dýpi og kemst ekki upp á yfirborðið. Að sögn fyrirtækisins sem gerir út bátinn eiga vistir og súrefni kafbátsins að endast í átta daga. Mennirnir tveir, sem báðir eru Bretar, eru alvanir því að vinna í kafbátum þessarar tegundar, og eru þeir sagðir bíða þess rólegir að þeim verði bjargað. Björgunarskip er á leið á staðinn og verður komið þangað á morgun, föstudag, með búnað sem notaður verður til að ná kafbátnum aftur upp á yfirborð- ið. Að svo stöddu er mónnunum tveimur því ekki talin nein hætta búin. samið verði um vopnahlé í stríðinu og setzt að samningaborði. Brott- flutningurinn opnar einnig mögu- leika á því að Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir selji Sómölum varnarvopn. Carter Bandaríkjaforseti sagði frá því.á blaðamannafundi í dag að Siad Barre forseti Sómalíu hefði tilkynnt sér í gærkvöldi að Sómal- ir áformuðu að draga lið sitt út úr Ogaden. Carter sagðist .vona að þessi ákvörðun yrði til þess að átökun- um og blóðbaðinu á þessum slóðum linnti. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins gaf í dag í skyn við fréttamenn að Bandaríkja- stjórn kynni að senda vopn til Sómalíu ef her Sómalíu hörfaði frá Ogaden, en ekkert hefur verið staðfest í þessu efni. Á vígstöðvunum í dag gerðist ____________Framhald á bls. 18 Dollarinn styrkist Londun. 9. marz. AP DOLLARINN sótti heldur í sig veðrið gagnvart evrópskum gjaldmiðlum í dag en lækkaði enn frekar gagnvart japanska yen- inu. A sama tíma lækkaði gull- verð nokkuð frá því sem verið hefur undanfarna daga. en gull- verð er nú hærra en nokkru sinni undanfarin þrjú ár. Fukuda forsætisráðherra Japans sagði í dag að Bandaríkja- menn yrðu að gera ráðstafanir til að styrkja greiðslujöfnuð sinn og ná tökum á gengi dollarans. Hann lagöi einnig áherzlu á nauðsyn þess fyrir Japan að landsmönnum tækist að minnka hinn risastóra afgang sem þeir hafa af viðskipt- um-við önnur lönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.