Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 17 44 manns létust í fangauppreisn jduenos Aires, 4. marz, Reuter- AP ÓEIRÐIR brutust út í morgun í stærsta fangelsi Ariíentínu og létu 14 lífið áður en fangavörðum og lögreglu tókst að bæla upp- reisnina niður. Þrjátíu til viðbót- ar slösuðust alvarlega af bruna- sárum. Flestir uppreisnarmanna sitja í fangelsi fyrir fíkniefna- brot. Óeirðirnar í Villa Devoto-fang- elsinu, sem er um 15 kílómetra frá miðborg Buenos Aires, hófust upp úr klukkan átta að morgni og stóðu í um þrjár klukkustundir. íbúar í nágrenni fangelsins segja, að mestan tímann hafi skothvellir dunið við og reykur staðið til himins. Meðal hinna látnu voru bæði fangar og fangaverðir. í fyrstu reyndu fangaverðir fangelsins að bæla óeirðirnar niður, en ekkert dugði fyrr en óeirðasveitir lörreglu og þyrluvængjur komu til sögunn- ar. Allan tímann var straumur sjúkrabifreiða á nærliggjandi sjúkrahús. Uppreisnin hófst er fangar tóku vörð gíslingu. Fregnir hafa þó borizt frá Argentínu um að skotið hafi verið á verði við aðaldyr fangelsins úr bifreiðum er óku fram hjá, skömmu áður en upp- reisnin hófst innan múra fangels- isins. Grigorenko vill heim New York, 14. marz, AP PYOTR Grigorenko hers- höfðingi sem í fyrri viku var sviptur sovézkum ríkisborg- ararétti og gerður útlægur úr landinu krafðist í gær að fá að snúa til síns heima- lands og leita réttar síns fyrir opnum réttarhöldum þar. Grigorenko sagðist mótmæla þeim ásökunum sem rússnesk stjórnvöld báru á hann, er þau sviptu hann ríkisborgararétti. „Ásakanirnar um að ég hafi lítillækkað virðingu Sovétríkjanna eru falsanir, sem ég get sannað að eiga ekki stoð í raunveruleikan- um.“ Grigorenko sagði við frétta- menn, að hann teldi núverandi valdhafa Sovétríkjanna ekki hafa rétt til að fyrirmuna einstaklingi að koma til heimalands síns. Frelsuðu dreng úr höndum ræningia Charleroi, 14. marz, AP. Leigubílstjórar frelsuðu í dag fimm og hálfs árs gamlan dreng frá ræningja sínum. fáeinum klukkustundum eftir að honum var rænt. Drengurinn var sam- stundis sendur á gjörgæzludeild sjúkrahúss. þar sem honum höfðu verið gefinn inn lyf. Ekkert hefur verið látið uppi um líðan hans. Lögregia, leigubílstjórar og fjöl- skylda Jean-Pirre Lamiran, sem rænt var, unnu saman að því að hafa uppi á ræningjanum. Enn bróðir hans, sem var í einum leigubílnum, tók eftir konu í símaklefa með Jean-Pierre. Kall- aði bílstjórinn þegar á starfsfélaga sinn sem kom til aðstoðar. Yfir- huguðu þeir kontina og afhentu hana lögreglu. Jean-Pierre var á leið í skóla með bróður sínum er kona vatt sér að honum og dró hann í burtu. Skömmu síðar hringdi kona á lögreglustöð bæjarins og krafðist 200 þúsund belgískra franka í lausnargjald fyrir drenginn. Það kvisaðist út að ítali hefði einnig verið handtekinn í sam- bandi við ránið, en lögreglan hefur varist allra frétta. Greiðslu j öf nuður Breta hagstæður Lundúnum 14. marz Reuter. GREIÐSLUJÖFNUÐUR Breta víð útlönd í febrúar mánuði var hagstæður um 184 milljónir sterlings- punda, og nam útflutningur þá 3 milljörðum punda, sem er meira en nokkru sinni áður. í janúar-mánuði var greiðslujöfnuðurinn óhag- stæður um 234 milljónir punda. Það var í fyrsta skipti síðan í ágústmánuði, sem halli varð á utanríkis- viðskiptum, og olli það mikl- um áhyggjum. Batinn nú er sérstakt ánægju- efni fyrir stjórn Callaghans, en nýjar tölur um útflutning og greiðslujöfnuð verða ekki birtar fyrr en eftir að Denis Healey fjármálaráðherra leggur fjárlaga- frumvarp fyrir þingið í aprílmán- uði. Hinn óhagstæði greiðslu- jöfnuður í janúar olli efasemdum um að í fjárlagafrumvarpinu yrðu tillögur um skattalækkanir og aðrar ívilanir, sem boðaðar hafa verið. Hagfræðingar eru almennt þeirrar skoðunar að áframhald verði á þessari hagstæðu þróun á næstunni. Spassky efstur á Bugojno-mótinu Bugojno, 14. marz, AP. BORIS Spassky, sovézki stórmeistarinn og fyrrver- andi heimsmeistari í skák, hélt forystu sinni á skákmót- inu í Bugojno er 13. umferð- inni lauk hér í gærkvöldi. Spassky hefur 8V2 vinning þegar tvær umferðir eru ótefldar. Urslit 13. umferðar urðu þau aö Júgóslavinn Ljubojevic vann Glig- oric, landa sinn, og Daninn Larsen vann Ungverjann Portisch. Jafn- tefli gerðu þeir Tal og Miles, Spassky og Húbner, Vukic og Timman, Hort og Balashov og Byrne og Karpov. Skák þeirra Bukics og Ivkov fór í bið. Þegar tvær umferðir eru eftir á mótinu hefur Spassky hlotið 8 ''/•> vinning. I 2.-4. sæti eru Ljubojev- ic, • Karpov og Timman með 8 vinninga. Tal er með 7V6 vinninga, Hort 7, Larsen, Húbher, Balashov og Miles eru með 6V> vinning, Ivkov 6 og biðskák, Portisch 6, Byrne 5, Gligoric og Vukic 4 Vi og Bukic er með 4 vinninga og biðskák. Frá fundi leiðtoga vinstrimanna í París á mánudag. Frá vinstri Georges Marchais, foringi kommúnista. Francois Mitterand, foringi jafnaðarmanna. og Robert Fabre, foringi róttækra vinstrimanna. Ábrattan að sækja fyrir vinstrimenn París, 14. marz, AP. Reuter. BANDALAG vinstrimanna í Frakklandi hóf í dag öfluga einingarbaráttu til sigurs í seinni umferð þingkosninganna, sem fram fer á sunnudag. Telja margir fréttaskýrendur að forysta vinstrimanna úr fyrri umferð sé of naum til að tryggja þeim öryggan meirihluta á þingi. Greinileg vonbrigði var að merkja á leiðtogum vinstri manna eftir að úrslitin lágu fyrir og skelltu þeir skuldinni hver á annan. Franska dómsmálaráðuneytið birti í dag nýjar og éndanlegar tölur úr kosningunum á sunnu- dag. Sýna þær að jafnaðarmenn og gaullistar fengu hæst hlut- fall, 22,6% hvor flokkur um sig. Breytir þá engu þótt gaullistar hafi í raun fengið 11,311 atkvæðum meira en flokkur Mitterands. Bandalag vinstrimanna að viðbættri atkvæðatölu róttækra vinstri manna hlaut alls 45,3% atkvæða. Vinstrisinnaðir öfga- menn fengu 3,3og var búist við aö þeir myndu ráðast undir áraburð með bandalagi vinstri- manna í seinni umferðinni, en á þann hátt hafa vinstriflokkarnir möguleika á að ná 48,6%. Stjórnarsamsteypa miðju- manna og gaullista fékk í heild 46,5% atkvæða eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, en taki vinstrimenn höndum sam- an eru fræðilegar líkur á að þeir nái þannig 2,1% meira en stjórnin. Ráðuneytið gaf ekki upp tölur fyrir ýmsa smáflokka, sem hrepptu alls 2,8% atkvæða. Búast má við að þetta fylgi muni dreifast í kosningunum á sunnu- dag þannig að bilið milli aðal- fylkinganna þrengist Tölum þeim, sem hér fara á efíir, ber að miklu leyti saman við þær, sem upp voru gefnar á mánudag, en þó eru fáeinar breytingar. Á kjörskrá voru 35,204,152. Þátt tóku ú kosningunum 29,141,979 (82,8% ) Gild atkvæði: 28,560,243 (81,1% ) Þeir, sem átu hjá: 6,062,173 (17,2% ) Atkvæði dreifðust þannig: Kommúnistar: 5,870,402 (20,6% ) Jafnaðarmenn: 6,451,151 (22,6% ) Róttækir vinstrimenn: 603,932 (2,1% ) Gaullistar: 6,462,462 (22,6% ) Flokkur Giscards: 6,128,849 (21,5% ) Aðrir miðjumenn: 684,985 (2,4% ) Ófgasinnaðir vinstrimenn: 953,088 ( 3,3% ) Umhverfisverndarmenn: 612,100 (2,1% ) Aðrir: 93,272 (2,8% ) Leiðtogi jafnaðarmanna, Francois Mitterand, leitogi kommúnista, George Marchaisi leiðtogi róttækra vinstrimanna, Robert Fabro gerðu með sér samning á mánudagskvöld um að standa saraan um frambjóð- Jarques Chirac. leiðtogi gaullista. Raymond Barre. forsa'tisráðherra. endur i seinni umferð kosning- anna, þrátt fyrir að ekki hafi tekrzt að ná samstöðu í öllum málefnalegum atriðum. Sam- taða vinstrimanna er. eins og kunnugt er, algor forsenda þess að vinstrimenn nái meirihluta á þingi. Samkvæmt frönskum kosningareglum hafa allir fram- bjóðendur, sem ná 12,5% atkvæða úr fyrri umferð, rétt á að bjóða sig fram í þeirri seinni. Venjan er hins vegar sú að keppendur falla út þannig að eftir standa einungis sigur- stranglegustu frambjóðendur stjórnar og vinstrimanna. Af samningum, sem gerður var, má marka ýmsar tilskananir af hálfu Marchais, en hann hefur fram til þessa verið alls óviljug- ur að ræða sameiginiegt fram- boð fyrr en flokkarnir hafa gert með sér sáttmála um stjórnar- stefnu og skipt upp ráðuneytum. Er talið að Mitterand hafi brýnt fyrir Marchais að vinstrimenn myndu kasta fyrir róða ein- stæðu sögulegu tækifæri létu þeir málefnasamninginn standa í vegi fyrir samstarfi. Það eru atriði eins og þjóðnýting stór- fvrirtækja og kröfur um eftir- laun í iðngreinum, sem ekki hefur náðst samstaða um. I tilkynningunni, sem gefin var út eftir fundinn, sagði: „Ekki eitt einasta atkvæði má fara for- görðum vinstra niegin. Gera verður allt til að sigra hægriöfl- in.“ Engu síður horfir síður en svo byrlega fyrir vinstrimenn á sunnudag. 1 fyrri umferðinni fengust hrein úrslit með 68 sæti af 423. Oll þessi sæti að fimm undanskildum komu í hlut stjórnarinnar, sem hefur verið við völd í 20 ár. Talsmenn vinstrimanna vildu ekkert láta uppi um horfur, en það var síður en svo djarft upplit á hlaða- manni við málgagn komm- únista, sem sagði: „Við erum þegar sigraðir." I herhúðum stjórnarinnar höfðu leiðtogi gaullista, Jacques Chirac, og forsætisráðherrann, Raymond Barre, áhyggjur af að fyigjendur hægri manna teidu kosningarnar þegar unnar. Þeir lögðu áherzlu á að ekkert væri á hreinu enn sem komið væri og hvöttu kjósendur til að koma á kjörstað á sunnudag. Einnig bar nokkuð á misklíð i stjórnarbúð- ununt milli gaullista og sam- herja þeirra, Lýðveldisflokksins, miðjumanna og róttækra, sem tekið hafa saman undir nafninu Frönsku lýðræðissamtökin (UDF). Er Chirac leiðtogi gaul- lista hauð leiðtogum hinna Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.