Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 29 JU W VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 'FRÁ MÁNUDEGI Q^Ajrvov-'aa'o n Fyrsta flugið „I sjónvarpi 4. febr. sl. þar sem menntaskólakennarar og nemendur sátu fyrir svörum gekk greiðlega að fá svar við nær öllum spurningum nema þeirri hvenær fyrsta flugvélin flaug yfir Atlants- hafið til Islands. Það er leitt til þess að vita þegar' heimsfrægur atburður líkt og sá, er gerðist á Hornafirði árið 1924, fellur í gleymsku meðal almenn- ings. Benda má á, að í fjölþættri bók, „Brautryðjendur á Höfn í Hornafirði", er kafli um fyrsta flugið til íslands yfir Atlantshafið og birt er mynd af þessari flugvél, lítilli úthafsflugvél, og mun það vera eina myndin sem til er af henni þegar hún er nýlent eftir háskalega ferð. Anna Þórhalls- dóttir, sem þá var stöðvarstjóri landssímastöðvarinnar á Höfn, er ritari þessarar bókar og átti þátt í að taka á móti amerísku flugmönnunum. Þá er í sömu bók athyglisverður kafli um loðnuveiðar hér við land og má þar sjá fyrstu viðbrögð sjómanna og annarra atháfna- manna á staðnum til að nýta loðnu fyrir beitu. Er því að finna í bókinni ýmiss konar fróðleik er hollt væri mörgum að kynna sér. Lesandi.“ Þessir hringdu . . . • Vantar nafn Kona að norðam — Nú er nýbúið að úthluta listamannalaunum og leitaði ég eftir einu nafni, sem ég hefi lengi leitað að þar á meðal, en það er nafn Siguröar Róbertssonar. Plutt hafa verið eftir hann leikrit hjá Þjóðleikhúsinu, í útvarpi, hjá leikfélögum á Sauðárkróki og á Akureyri og var leikfélaginu á Sauðárkróki boðið að sýna verkið í Iðnó, en af því gat ekki orðið vegna veikinda. Sigurði hefur verið veitt viðurkenning af hálfu útvarpsins og er það ekki gert nema af því hann reynist þeirrar viðurkenningar verðugur. Finnst mér að vel megi hafa þetta i huga við næstu úthlutun, því ég er viss um að þetta er vegna meðfæddrar hógværðar Sigurðar. • Fleiri vínbúðir? Örn Asmundssoni — Mér finnst tilfinnanlega vanta vínbúðir hér í Reykjavík og ekki vera nógu góð þjónusta hjá ÁTVR að þær skuli ekki geta verið fleiri. Helzt myndi vanta slíka búð hérna í Múlahverfið, því það hafa ekki allir tækifæri til að þeytast á föstudögum um allan bæ eftir þessum dýru drykkjum og standa þar í biðröðum í kannski í marga klukkutíma. Einnig væri alveg SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Um helgina fór fram í Reykjavík skákkeppni framhaldsskólanna. Þessi staöa kom upp í undanrásum í skák þeirra Sverris Gestssonar (MH C-sveit), sem hafði hvítt og átti leik, og Guðmundar Halldórssonar (MS): óhætt að fá vínbúð í vesturbæinn. Um leið vil ég minna á bjórinn. Hjá frændum vorum Færeyingum er þetta eins og hér að öðru leyti en því, að þeir fá að hafa bjórinn og finnst mér að leyfa ætti sölu hans hér á landi, en ekki vera með sífelldan feluleik með hann. • Hlutdrægni? Jónas Lúðvíkssoni — Ég get ekki orða bundizt yfir hlutdrægni þeirra er mér fannst koma fram hjá stjórnanda spurningakeppni menntaskólanna í síðasta þætti, hinn 11. marz. í HOGNI HREKKVÍSI - 1978 McNangbt Syad., Ine. Mig langar að sauma Högna kápu, — en mig vantar réttar útlínur! Með boltanum má redda því? 53? SlGeA V/öGA fi ‘UVEfcAU mv \ móLQM Wu fiO Norsk sópran- söngkona í Norræna húsinu Miðvikudagskvöldið 15. marz kl. 20.30 syngur norska sópran- söngkonan Rannveig Eckhoff í Norræna húsinu. en hún er 29 ára gömul og hefur þegar skipað sér á bekk meðal beztu óperusöng- kvenna Norðmanna segir í frétt frá Norræna húsinu. Hún söng m.a. hlutverk Kátu ekkjunnar í Stokkhólmi árið 1974 en sýningar urðu alls 275, en nú starfar hún við óperuna í Mann- heim í Vestur-Þýzkalandi. Á tón- leikunum í Norræna húsinu mun hún syngja nörsk verk og franska söngva. Undirleikari er Guðrún Kristinsdóttir. — Staða fisk- vinnslunnar.. Framhald af bls. 10 hjá viðskiptabönkunum munu í dag vera 25%, en geta í raun orðið um 30%, þar sem einnig þar eru reiknaðir vextir af hæsta toppi í tiltekinn tíma. Er hér þrátt fyrir það um mjög mikinn vaxtamismun að ræða og mun enginn banki ótilneyddur notfæra yfirdráttar- heimild á viðskiptareikningi hjá Seðlabankanum, þar sem þar er um baneitraða peninga að ræða, sem tæra myndi upp hverja einustu bankastofnun, sem til langframa neyddist til að notfæra sér þessi viðskipti. Það er þetta, sem bankastjórar Útvegsbankans og Landsbankans kannski að einhverju leyti hafa átt við að glíma á undanförnum árum og verið þeirra höfuðverkur í sambandi við rekstrarfjármögnun útgerðar og fiskvinnslu., Strangt aðhald í útlánum, ekki síst á verðbólgutímumn er að mínum dómi alveg sjálfsagt. Hitt nær engri átt og er útilokað fyrir útgerð og fiskvinnslu að búa við útlánakerfi, þar sem viðskipta- bankarnir telja sig neydda til, þó aðeins sé um tímabundna erfið- leika að ræða, að stöðva rekstur vel rekinna fyrirtækja, sem eigna- lega eru vel stæð og eiga í framleiddum afurðunt, að afurða- lánum frádregnum, hærri upphæð en nemur skuld þeirra við við- skiptabankann, eins og átti sér stað með vinnslustöðvarnar í Eyjum nú fyrir nokkru. Guðl. Gíslason. hléinu var staðan þannig að Akureyringar höfðu 10 stig á móti 3 stigum Reykvíkinga. Lýsti þá stjórnandinn því yfir að vonandi ætti þetta eftir að breytast og þegar Reykvíkingar fóru að síga á í seinni hlutanum þá tilkynnti stjórnandinn það hátíðlega, að okkur fannst, en hjá mér var bæði fólk héðan að sunnan og norðan umrætt kvöld og fannst öllum sem þarna gætti hlutdrægni. Stjórn- andi svona þáttar á ekki að láta nein orð falla um hvað sér finnist um stöðuna, hann á að vera alveg hlutlaus. Þetta vildi ég aðeins fá að benda á. Morgunblaóió óskar eftir blaóburóarfólki MIÐBÆR VESTURBÆR Sörlaskjól Lynghagi AUSTURBÆR Ingólfsstræti, Lindargata, Hverfisgata 63—1 25, -Hverfisgata 4-—62 Upplýsingar í síma 35408 ÞORSKANET IWfcrrmmN GRÁSLEPPUNET \i;pTi\is my Tryggvagötu 2 Sími: 21380 20. Bxe6! Rxe5 (Eina vonin. 20. . . . Dxe6 heföi veriö svaraö meö 21. Rf5+) 21. Rxe5 — Dxe6, 22. Rf5+ og svartur gafst upp. A sveit Mennta- skólans við Hamrahlíð varö sigur- vegari á mótinu, vann Menntaskól- ann við Sund í úrslitum. í þriöja sæti varð Menntaskólínn í Reykjavík og í fjóröa Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti. 11 sveitir tóku þátt í mótinu, þar af þrjár frá MH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.