Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 Minning: Júlíus Rósinkrans- son fyrrv. fulltrúi F. 5 júlí 1892 D. 4. marz 1978 Júlíus Rósinkransson lézt aö heimili sínu að kvöldi 4. marz s.l. Æviöðrull hans var að vísu Kenginn í vesturátt, en ekki kom mér til hugar, er ég átti tal við hann síðast, giaðan og hressan, að svo örstutt væri til sólarlags. Júiíus fæddist að Tröð í Önundarfirði 5. júlí 1892. Foreldr- ar hans voru Guðrún Guðmunds- dóttir Jónssonar,, bónda að Grafargili í Valþjófsdal í Önundarfirði og Rósinkrans A. Rósinkransson, bóndi í Tröð. Systkini hans voru: Anna, gift Jens Hólmgeirssyni, fulltrúa. Hún lézt í blóma lífsins. Guðlaugur, fyrrv. þjóðleikhússtjóri, er lézt s.l. haust, og Jón, er andaðist á æskuskeiði. I Tröð ólst Júlíus upp í foreldrahúsum og vann þar öll venjuleg búskaparstörf, en stund- aði jafnframt nokkuð sjósókn, svo sem algengt var um unga menn vestra á þeim tímum. Tvo vetur var Júlíus við nám í unglingaskólanum að Núpi í Dýra- firði, en veturinn 1918—1919 var hann í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Skömmu síðar varð hann starfsmaður hjá Kaupfélagi Önfirðinga á F'lateyri. Var hann þar í nær sjö ár og um tíma framkvæmdastjóri félagsins. 1926 gerðist Júlíus bókari hjá Kaup- félagi Stykkishólms og var það til 1946, er þann varð starfsmaður á Vegamálaskrifstofunni í Reykja- vík og var fulltrúi þar til 1962, er hann lét af störfum að mestu, fyrir aldurs sakir. Árið 1926 kvæntist Júlíus Sigríði Jónatansdóttur frá Hóli í Önundarfirði, ágætri konu, og voru þau búin að vera í 52 ár í ástríku hjónabandi, er yfir lauk. Þau hjónin eignuðust tvö börn: Jón, fyrrv. yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík, ,nú framkvæmdastjóra hjá Flugleið- um. Jón er kvæntur Signýju Sen, lögfræðingi, og Önnu, sem gift er þeim, er þetta ritar. Eg kynntist Júlíusi fyrst, er hann var orðinn roskinn maður, rúmlega sextugur. Það var í raun og veru ekki neitt áhlaupaverk að kynnast Júlíusi náið, því að hann var mjög dulur og hlédrægur, þrátt fyrir mikla hlýju og elskulegt viðmót, en hann var allra. manna tryggastur og ættræknastur. Júlíus var bráðvel- gefinn maður, með afbrigðum minnugur og ættfróður svo af bar og hélt sálargáfum sínum til hinztu stundar. Skapgerðin var óvenjulega heilsteypt, hann var samvizkusamur og nákvæmur, og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, en svo sannar- lega hafði hann sínar ákveðnu skoðanir á málefnum, og það var ekki heiglum hent að hrófla við þeim, því að hann gat verið einbeittur, maður, ef þörf var á, þótt hann flíkaði því ekki að óþörfu. Prúðmennska Júlíusar og grandvör framkoma var einstök. Þær eru ekki fáar ferðirnar, sem við höfum farið og notið íslenzkrar náttúru, mér til mikillar ánægju, og ég þori að segja, honum til ánægju líka, og þær eru margar og ógleymanlegar stundir, sem við höfum átt saman á heimilum okkar, og það var einstaklega ljúft að vera í návist hans. Júlíus var gæfumaður: Hann hlaut ágæta eiginleika í vöggugjöf, gott uppeldi, sem hefur átt mikinn Jón Ásgeirsson raf- stöðvarstjóri - Kveðja þátt í að þroska persónuleika hans, hann eignaðist ágæta konu, sem var honum samtaka í að skapa yndislegt og friðsælt heimili, hann var fundvís á þau gæði, sem mölur og ryð fá ei grandað og hélt áhugamálum sínum til hinztu stundar. Hann naut góðrar heilsu til elliára og hafði virðingu og traust allra, sem honum kynntust. Um hann á ég einungis góðar minningar. Löngu og fögru lífi er lokið. Eftir stendur minningin um góðan og göfugan mann. Bergþór Smári. Þann 20. febrúar lést á heimili sínu Jón Ásgeirsson, rafstöðvar- stjóri, en hann var jarðsettur 28. febrúar. Jón var fæddur í Stykkis- hólmi 26. október 1908, sonur hjónanna Guðrúnar Stefánsdótt- ur og Ásgeirs Jónssonar renni- smiðs. Innan við fjögurra ára aldur flutti Jón með foreldrum sínum til Isafjarðar, þar sem móðir hans rak matsölu en faðir hans vann að iðn sinni. Börn Guðrúnar og Ásgeirs voru auk Jóns Steinunn og Einar sem bæði eru búsett hér í borg. Jón ólst upp á ísafirði þar til hann hóf smíðanám á vélsmíða- verkstæði í Vestmannaeyjúm árið 1926, síðar settist hann í Vélskól- ann og lauk þaðan vélstjóraprófi. Árið 1931 hóf Jón störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og starfaði þar til dauðadags eða í 47 ár og síðustu 15 árin sem stöðvar- stjóri. Jón var einlægur trúmaður, átti hann bjargfasta trúarsannfæringu sem einkenndi allt líf þessa grandvara og heiðarlega manns, veit ég að samviskusamari starfsmann hefði vert verið hægt að finna. Dramb og sjálfbyrgings- Ástríður Selfossi — Hún var fædd á Desey í Norðurárdal 14. ágúst 1895. Ung fluttist hún að Selfossi. Hún kom þangað haustið 1919 með þeim hjónum Guðmundi Guðmundssyni frá Reykholti og Kristínu Gunn- arsdóttur. Guðmundur var þá að taka við gjaldkerastörfum við hinn nýstofnaða banka þar. Á Selfossi kynntist hún Gunnari Símonar- syni og tókust með þeim ástir og giftu þau sig sumarið eftir. Þau tóku við búi foreldra Gunnars, Símonar Jónssonar og Sigríðar Sæmundsdóttur. Ástríður var lagleg kona hjarta- hlý og góð. Sást hún sjaldan skipta skapi. Til þeirra Gunnars og Ástu komu margir. Þar var oft glatt á hjalla. Þá var þorpið á Selfossi að byrja að myndast og kunnings- skapur milli fólks náinn, þar sem allir þekktu alla. Á heimili þeirra Ástu og Gunnars dvöldu langan tíma þrjár gamlar konur, sem hvergi áttu skjól. Ásta annaðist Ólafsdóttir - Minning þær með. ástúð og umhyggju, og dvöldust þessar gömlu konur á heimili Ástu, þar til yfir lauk. Ásta missti mann sinn á bezta aldri, og harmaði hún hann mjög. Þau eignuðust tvö börn. Stúlku sem dó ungbarn og son, Gunnar sem nú býr á Selfossi, en hann reyndist henni í hvívetna ástríkur og umhyggjusamur sonur. Eftir að Ásta missti mann sinn dvaldist hún hjá syni sínum og konu hans, Steinunni Eyjólfsdóttur, þar til hún missti heilsuna. Þá fór hún á sjúkrahúsið á Selfossi, þar sem hún andaðist á 83. aldursári. Eins og áður er sagt var Ásta ættuð frá Desey í Norðurárdal, systir Ólafs Ólafssonar trúboða. Þau voru tvíburar. Oft hugsaði Ásta til bróður síns með kvíða. Hann var þá að hefja trúboðsstarf í Kína. Norðurárdalur var Ástu mjög kært umræðuefni. Hugurinn leitaði til skógivaxinna hlíða dalsins og í anda sá hún Baulu, Glanna og Paradís við Norðurá. Ýmsir aðrir staðir voru henni kærir. Það er fallegt á Selfossi á blíðum vorkvöldum, þar sem Ölfusá niðar við túnfótinn. Nú er Ásta dáin, blessuð sé minning hennar. Tómas Guð- mundsson segir í einu af sínum ágætu ljóðum: PannÍK endar lífsins sólskinKsaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski 4 upprisunnar mikla morgni, við mtetumst öll í nýju götuhorni. Sæm. Símonarson. t Maðurinn minn, faöir okkar, sjúpfaöir og afi, LÚTHER HRÓBJARTSSON, fyrrum húavörður í Auaturbaajarakólanum, lést í Borgarspítalanum 14. marz s.l. Sigríöur Kjartanadóttir börn og aórir aöatandandur. t Systir mín, JÓNÍNA SIGURBRANDSDÓTTIR, Vífilagötu 16, lést í Borgarspítalanum 7. marz s.l. Jaröarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. marz kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd systra hinnar látnu Anna Sigurbrandadóttir. t Maöurinn minn, HARALDUR ÓLAFSSON, lést aö heimili sínu, Hringbraut 99. 13. marz. Kriatlaug Péturadóttir. t ANNA GUÐRÚN GUDMUNDSDÓTTIR, Njálagötu 74, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 16. marz kl. 13.30. Vandamenn. t Móöir okkar og tengdamóöir, SIGRÍÐUR DAGFINNSDÓTTIR veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 17. marz kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Halldóra Jóhannadóttir, borbjörn Eyjólfaaon, Louiae Jóhannadóttir, Gunnhildur Jóhannadóttir, Björn Mekkinóaon, Hjördfa Einaradóttir, Jóna Jónadóttir. t Maöurinn minn, faöir og tengdafaöir, HANS NIELSEN mjólkurfræóingur, Háageröi 14, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. marz kl. Hallfríóur Nielaen Alice B. Nieleen örn Steingrfmaaon Lillian B. Nielaen Steinar Halldóraaon Kriatián Friórik Nielaen Pálfna Arnaradóttir ÍÖ.30. háttur voru fjarri honum í leik og starfi enda samrýmdist það ekki lífskoðun þessa góða drengs, en hlýtt og ljúfmannlegt viðmót mótaði alla hans framkomu. Smiður var Jón góður jafnt á tré sem járn og liggja eftir hann margir góðir smíðisgripir. Tónlist- in var Jóni í blóð þorin og greip hann oft til fiðlunnar einkum áður fyrr en tónlistarnám hafði hann stundað við Tónlistarskólann. Mörg önnur áhugamál átti Jón, ótaldar eru þær stundir sem hann var við vinnu í garðinum sínum við að hlúa að blómum og öðrum gróðri en sérstaka áherslu lagði hann á ræktun matjurta, en það áhugamál sem átti hug hans allan var að vinna að útbreiðslu Guðs- ríkis, en Jón var virkur félagi í Gídeon, ^K.F.U.M. og einnig var hann safnaðarfulltrúi Árbæjar- sóknar. Jón var rólegur en mannblend- inn maður og hafði ávallt tíma til að ræða við fólk hvort heldur sem var í léttum tón eða um alvarlegri málefni en skoðanir hans á hinum ýmsu málum voru fastmótaðar og yfirvegaðar. Jón kvæntist 23. maí 1942 eftirlifandi konu sinni, Gunnþór- unni Markúsdóttur. Stofnuðu þau heimili sitt inni við Elliðaárstöð- ina og hafa búið þar allan sinn búskap. Jóni og Gunnþórunni varð þriggja barna auðið. Oll bera þau æskuheimili sínu og foreldrum gott vitni sem sýnir að á heimilinu hefur verið lögð rækt við að ala upp gott fólk, þau eru Ásgeir Markús, kvæntur Gerði Ólafs- dóttur, Sigríður, gift Pétri Sigurðssyni, og Guðrún, gift Guðmundi M. Guðmundssyni, barnabörnin eru sjö. Sakna þau nú að fara ekki með afa sínum í eftirlitsferðir upp að Elliðavatni eða niður í kjallara að smíða en barngóður var Jón með afbrigðum. Fregn um lát kemur oft óvænt og of snemma. Svo var einnig í þetta sinn en þó leiðir skilji aðeins um stund er söknuðurinn sár, einkum hjá Gunnþórunni, sem sér á bak góðum og ástríkum eigin- manni, en fullvissan um örugga heimkomu hjá föðurnum á himn- um gerir sorg hennar léttbærari. Eg kveð tengdaföður minn og þakka honum samfylgdina sem þó var alltof stutt, fullviss þess að hann fái ríkulegan ávöxt af lífi sínu og trú og að hann hafi höndlað sigursveiginn. Guð blessi minningu Jóns Ás- geirssonar. G. M.G. Að marggcfnu tilefni skal athygli vakin á því, að af- mælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Sé vitnað til Ijóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarn- ar þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.