Morgunblaðið - 01.04.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
5
blcxnouol
Jóhann Diego, garðhónnuöur kynnir
garðskipulag, utplöntun o.fl.
martfartstnrn § íslandi
Eeva Joenpelto. Ljósm. RAX.
Benedikt
Gunnars-
son sýnir í
Reykialimdi
Barnaskemmtun
á Seltjarnarnesi
Kór Söngskólans í Reykjavík heldur um helgina tvenna tónleika aðra
í Ilvexagerðiskirkju ok hina í Fossvogskirkju.
HÖSKULDUR Skagfjörð heldur í
dag harnaskemmtun í Félags-
heimili Seltjarnarness og hefst
hún kl. 16. Er þetta skemmtun
sem hann hefur verið með á ferð
um landið siðustu misseri og
sagði Höskuldur, að þetta væri
55. sýning á þessari dagskrá.
Á dagskrá eru tvær barnamynd-
ir, rússnesk og amerísk og leikrit,
sem Höskuldur sagði að væri
stytzta leikrit í heimi, tæki 6
mínútur í flutningi. Þá kemur
fram gestur dagsins, Ágúst ís-
fjörð, sem að sögn Höskulds er
nýlegur skemmtikraftur og „slag-
ar“ upp í Baldur og Konna, en í
fylgd með honum er málgefinn
fóstursonur hans. Munu þeir
spjalla ýmislegt saman félagarnir,
sagði Höskuldur Skagfjörð að
lokum.
Myndini Ágúst ísfjörð kemur
fram á barnaskemmtun Höskulds
Fyrirlestur
um starf rithöf-
undar i Norr-
æna húsinu
HÉR Á landi er nú stödd Eeva
Joenpclto, finnskur rithöfundur,
sem flytur á laugardag fyrirlest-
ur í Norræna húsinu um þær
kröfur sem gerðar eru til starf-
andi rithöfundar.
Eeva Joenpelto sem fædd er
1921 komst í röð fremstu rithöf-
unda í Finnlandi með fyrstu bók
sinni árið 1950, segir í frétt
Norræna hússins, en bókin heitir
Kaakerhólmskaupstaður. Hefur
hún skrifað um 20 bækur og ein
þeirra, Mærin gengur á vatninu,
hefur komið út hérlendis í þýðingu
Njarðar P. Njarðvík.
Um þessar mundir segist Eeva
Joenpelto vera að vinna að ritverki
um árið milli 1920 og 1930, og er
það þriggja binda skáldverk þar
sem sögusviöið er Suðvestur-Finn-
land. Tvö bindi henílar eru þegar
komin út og hið þriðja lýkur hún
við á árinu að því er hún sagði, en
verið að vinna að þýðingu þeirra
á önnur Norðurlandamál. Verið er
að gera kvikmynd eftir bókunum
og er ráðgert að frumsýna hana í
lok ársins.
Fyrirlestur Eevu Joenpelto hefst
kl. 16 á laugardag og verður í
samkomusal Norræna hússins.
Skagfjörðs í félagsheimili Sel-
tjarnarness kl. 16 f dag og með
honum er fóstursonur“ hans.
BENEDIKT Gunnarsson listmál-
ari opnaði fyrir nokkru mál-
verkasýningu í sölum Vinnuheim-
ilisins í Reykjalundi. Sýnir hann
þar 21 mynd sem flestar eru
málaðar á s.l. ári. Eru þær til
sölu.
Sýning þessi stendur yfir til 8.
apríl og er áformað að halda
þessari nýbreytni áfram og fá
listamenn til sýningarhalds í
salarkynnum stofnunarinnar.
Segir í frétt frá Reykjalundi að
þetta nýmæli hafi verið starfsfólki
og vistfólki til mikillar ánægju.
Tónleikar kórs
Söngskólans
KOR Söngskólans í Reykjavík
heldur tvenna tónleika nú um
helgina, í Hveragerðiskirkju laug-
ardaginn 1. apríl kl. 4 og í
Fossvogskirkju sunnudaginn 2.
apríl kl. 4. Flutt verður Messa á
stríðstíma (Missa in tempori Belli)
eftir Haydn. Stjórnandi er Garðar
Cortes og einsöngvarar nemendur
úr Söngskólanum í Reykjavík.
Vorlauka
- kynning
í dag kl. 2-6 .
Þau kynna
Sigríður Ingólfsd, garóyrkjufræðingur
kynnir vorlauka, sáningu sumarblóma
og matjurta.
Evert Ingólfsson, garóyrkjufræðingur
kynnir vorlauka, meðferð garðrósa
o.fl.
Látið fagmenn aðstoða
við val vorlauka.
Heimsækið
Gróðurhúsið í dag