Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 12

Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 Jónas H. Haralz bankastjóri: EinS og tekið var fram í inngangi að fyrri hluta meðfylgjandi erindis, var 'það flutt á ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands í janúar síðastliðnum. Að lokinni þessari umfjöllun hinna neikvæðu sjónarmiða, vil ég aftur snúa mér að því, sem ég tel vera stórum markverðara og áhugaverðara. Hvers vegna þarf á hagvexti að halda og hvernig er unnt að ná honum? I upphafi er þá rétt að benda á, að ekki er unnt að líta á hagvöxtinn sem markmið í sjálfu sér. í öllum umræðum um markmið og tæki í _ hagfræðinni kemur það ævinlega fram að flest öll markmið eru í raun og veru tæki. Það horfir hins vegar til einföldunar að líta á tæki, sem er eins konar lykili að öðrum tækjum og markmiðum, sem eins konar markmið. Við ásælumst ekki hagvöxt sjálfs hans vegna. Að baki hans er eitthvað annað, hin raunverulegu markmið og þau geta verið margs konar. Þar getur verið um efnahagslega farsæld að ræða, það getur líka verið, að við viljum t.d. sækjast eftir jafnari skiptingu tekna, og að við sjáum fram á, að ekki sé unnt að ná jafnari tekjum nema með því að allar tekjur hækki. Hagvöxtur er því í raun tæki til að ná fjölda annarra markmiða, sem hafa meiri grundvallarþýðingu en hann. Samt sem áður er full ástæða til þess að tala um hagvöxt sem markmið vegna þess að hann opnar leiðir að svo mörgum öðrum markmiðum. Eg vil nefna fjö'gur atriði sem rök fyrir þvík að hagvöxtur hafi nú sízt minni þýðingu heldur en áður. Fyrst er að nefna fulla atvinnu. Það getur ekki farið á milli mála, og á það var lögð mikil áhersla af hálfu Gylfa Þ. Gíslason- ar í gærkvöldi, að full atvinna sé mikilsvert markmið, ekki sízt nú eftir að heimurinn hefur aftur reynt verulegt atvinnuleysi um alllangt skeið. Það er útilokað að ná aftur fullri atvinnu eða halda fullri atvinnu án hagvaxtar. Framleiðniaukning á vinnandi mann í iðnaðarþjóðfélögum er á bilinu 2—3% á ári. Það er ekki unnt að stöðva þá aukningu, þótt menn vildu. Hún er m.a. árangur af tækniþróun, skipulagsbreyting- um, menntum og mörgu öðru af því tagi, sem gengur sinn gang að verulegu leyti hvað sem tautar og raular. En ef 2—3% færri menn þarf á ári hverju til þess að framleiða sama magn og áður, þá þarf verulegan hagvöxt til að halda fullri atvinnu og ennþá meiri hagvöxt til þess að eyða því atvinnuleysi, sem myndast hefur. Eigi iðnaðarlöndin að gera sér vonir um að ná fullri atvinnu, verða þau að ná um 5% árlegum hagvexti næsta áratuginn. Þetta því frekar, sem fjölgun á vinnu- markaði verður ekki aðeins vegna fjölgunar fólks á vinnufærum aldri, heldur líka vegna þess, að fólk sem lítinn þátt hefur tekið í vinnumarkaðinum sækir nú þangað inn, og þá ekki sízt konurnar. I öðru lagi. Hagvöxtur er forsenda þess, að unnt sé að fullnægja margvíslegum óskum um bætt lífskjör, jafnari tekjur, bætt umhverfi, aukið öryggi, betri menntun og betri heilsugæzlu. Eigi þessar óskir, og raunar margar aðrar, að verða að veru- leika, þarf verulegur hagvöxtur að koma til sögunnar. Þá er unnt að bæta við án þess að draga úr öðru um leið. Þar með er ekki sagt, að ekki væri í mörgum tilvikum æskilegt að draga úr útgjöldum og neyzlu í vissum greinum, enda gerist þetta, aö því leyti sem markaðskerfið fær að ráða ferðinni. En það er eigi að síður mun auðveldara en ella að sækjast eftir nýjum markmiðum, ef unnt er að treysta á áframhaldandi hagvöxt. Hagvöxturinn og þróunarlöndin Mig langar til þess að nefna sérstakt dæmi um þetta, en það er jöfnun lífskjara þjóða á milli, þ.e.a.s. á milli þróunarlanda og iðnaðarlanda. Þróunarlöndin hafa að sjálfsögðu aldrei hlustað á talið um stöðvun hagvaxtar. Það tal er fráleitt í þeirra eyrum. Eina leiðin til þess að þau geti rifið sig upp úr fátæktinni, eymdinni, volæðinu, sjúkdómunum, öllum þeim skelf- ingum, sem fátæktinni fylgja, er hagvöxtur. Stöðvist hagvöxtur í iðnaðarlöndunum, hvaða áhrif hefur það þá á þróunarlöndin? Enginn vafi er á því, að einn helzti hvati hagvaxtar í þróunarlöndun- um er einmitt viðskiptin við iðnaðarlöndin. Því meiri viðskipti, sem þróunarlöndin geta haft við iðnaðarlöndin, bæði með því að selja þeim hráefni og einfaldar gerðir iðnaðarvöru, því meiri verður þeirra eigin hagvöxtur. Við sjáum hins vegar hvað gerist, þegar slaknar á hagvextinum í iðnaðarlöndunum. Þá dregur úr kaupum þeirra á hráefnum og skorður eru reistar gegn inn- flutningi iðnaðarvöru frá þróunar- löndunum, eins og t.d. vefnaðar- vöru. Þriðja atriðið, sem ég vil nefna, sem rök fyrir nauðsyn hagvaxtar, snertir einmitt alþjóðaviðskipti. Ég tel alþjóðaviðskipti ekki aðeins mikilvæg sem hvata að hagvexti. Arðbær og vaxandi alþjóða- Jónas H. Haralz bankastjóri viðskipti hafa sjálfstætt gildi. Þau draga úr spennu þjóða á milli, þau gera heiminn friðsamlegri og betri en hann annars myndi vera. A hinn bóginn er útilokað að unnt reynist að halda uppi þeim miklu alþjóðaviðskiptum, sem verið hafa, hvað þá að auka þau, ef hagvöxtur er ekki verulegur. Ástandið í viðskiptamálum heimsins er nú mjög alvarlegt. Við siglum hraðbyri inn í tíma ný- merkantilisma og nýrrar tegundar af höftum. Ef ekki næst verulegur hagvöxtur á næstu árum verður torvelt að snúa við á þeirri braut. Síðari hluti Við erum á svipaðri leið nú eins og á árunum upp úr 1930, og þessi þróun getur gengið ört og örar heldur en við höfum gert okkur í hugarlund. Fjórða röksemdin, og sú, sem ekki skiptir minnstu máli, er sú, að frjálst, opið, lýðræðislegt samfélag getur vart staðist og haldið áfram að þróast nema á grundvelli verulegs hagvaxtar. Stöðnuðu efnahagslífi fylgir skömmtun og pólitísk ofstjórn, lögregluríki fyrir stafni. Öll saga veraldarinnar, allt sem við vitum um manninn og þjóðfélagið benda í þess átt. Þetta er veigamesta röksemdin, sem ég þekki fyrir því, að áherslu beri að leggja á hagvöxt nú eins og hingað til. Hvernig eru þá horfurnar á því, að unnt sé að ná verulegum hagvexti? Vera má, að þetta sé ekki hluti þess efnis, sem mér var ætlað til umræðu. Það skiptir þó svo miklu máli fyrir þær um- ræður, sem hér munu fara fram, að ég ætla að gera því nokkur skil. Skoðun mín er sú, að það verði mun erfiðara að ná verulegum hagvexti í iðnaðarlöndunum á næsta áratug, en fyrstu 25 árin eftir styrjöldina. Eg vil nefna þrjú atriði í þessu sambandi, sem öll eru þó samtvinnuð. Fyrst er það verðbólgan. Það hefur að vísu dregið mjög úr þeirri miklu verðbólgu, sem geisað hefur þenn- an áratug. Eigi að síður gætir enn .undiröldu þessarar verðbólgu og ótta við nýja verðbólguöldu, og þetta hlýtur að hafa rík áhrif á næstu árum og jafnvel áratugum. Þetta hlýtur að torvelda hagvöxt. Vegna óttans við verðbólguna verður kippt í taumana í stjórn fjármála og peningamála fyrr en menn gerðu áður. I viðbót kemur sú óvissa, sem verðbólgan hefur valdið og sem hefur víðtæk áhrif á ákvarðanir þeirra, sem fyrir- tækjum stjórna. Þær ákvarðanir snerta ekki sízt fjárfestingu og þar með hagvöxtinn í framtíðinni. Blandað hagkerfi Annað atriðið, sem Gylfi Þ. Gíslason ræddi allítarlega í gær- kvöldi, er blandaða hagkefið. Gylfi lýsti því eftirsóknarverða, þar sem frjáls markaður er ríkjandi í aðalatriðum, en er þó undir almennri yfirsýn og stjórn ríkis- valdsins og þar sem stefnt er að vissum farsældarmarkmiðum, sem ekki nást af sjálfu sér á markaðn- um, eins og t.d. öryggi um atvinnu og lágmarkstekjur. Raunar má segja, að þetta sé lýsing, e.t.v. nokkuð fegruð, á því efnahags- kerfi, sem ríkjandi var í flestum iðnaðarlöndum á því tímabili, sem við hér höfum verið að tala um, þ.e. fyrstu 25 árunum eftir styrjöldina, en þó fyrst og fremst á árunum 1950—1970. Það er sannfæring mín, að grundvallarbreyting hafi orðið á þessu hagkerfi. Þessi breyting hafði að sjálfsögðu verið alllengi að búa um sig, en kom greinilega í dagsljósið í kringum 1970. Sænskur kollegi minn setur fingurinn á árið 1968. Það gerðist eitthvað árið 1968, og það má einmitt nefna það ár af ýmsum ástæðum. En þetta var að sjálf- sögðu niðurstaða þróunar, sem átti sér langan aðdraganda. Blandan í þessu blandaða hagkerfi breyttist. Hún fór yfir eitthvert kritískt stig. Það er þekkt í efnafræðinni, að unnt er að blanda saman efnum, og lítið gerist fyrr en hlutfallið á milli þeirra hefur náð ákveðnu stigi. Þá allt í einu gerist eitthvað snögglega. Ég tel með öðrum orðum, að það blandaða hagkerfi, sem við búum við nú, sé óstöðugt í mörgu tilliti. Ein af afleiðingum þess er svo aftur á móti, að erfiðara er að ná hagvexti innan þessa kerfis heldur en áður var. Þarna kemur ekki síst til greina, að mjög hefur verið gengið á markaðskerfið. Markaðurinn hefur verið tekinn úr sambandi í fleiri og fleiri greinum. Byggð hefur verið upp veigamikil starf- semi, sem ekki hlýtir lögmálum markaðsins. Ríkisvaldið, stjórn- málamenn, skipta sér af ákvörðun- um innan markaðskerfisins í miklu ríkara mæli en áður. Áhrif verkalýðshreyfingarinnar fara vaxandi, sömuleiðis bein og óbein áhrif starfsmanna á stjórn fyrirtækja. Allt gerir þetta það að verkum, að miklu erfiðara verður að taka ákvarðanir en áður og hæpnara að ákvarðanir byggist á sjónarmiðum, sem leiða til hag- vaxtar. Um þetta mál hefi ég fjallað áður í öðru samhengi og ætla ekki að rekja það nánar, en ég tel það afar mikilsvert. I þriðja og síðasta lagi má nefna stækkun ríkisgeirans, eflingu margvíslegrar opinberrar starf- semi, sem ekki lýtur lögmálum markaðsins. Ég er sannfærður um, að þetta atriði hefur í raun mikil áhrif á hagvöxtinn, þótt það komi ekki að sama skapi fram í þeim hagvexti, sem við mælum. Þarna koma gallar mælitækisins í ljós, því að ávöxtur opinberrar starf- semi er mældur með launum þeirra starfsmanna, sem þau vinna. Hagvöxtur getur því aukist með því einu að fjölga starfsmönn- um og borga þeim hærri laun. Þetta er ófullkominn mælikvarði, en á fullkomnari mælikvarða er ég viss um, að útkoman yrði heldur slök. Um þetta getum við sjálfum okkur kennt. Það er unnt að skipuleggja opinbera starfsemi á annan hátt. Það er unnt að nota sams konar aðferðir í þessum greinum eins og fyrirtæki nota almennt, sams konar aðferðir eins og gilda í markaðsbúskapnum. Raunar er unnt að flytja mikið af þessari starfsemi yfir í markaðs- kerfið með einu eða öðru móti. En þessu hefur lítið verið sinnt, og meðan það er ekki gert, þá torveldar aukning opinberrar starfsemi hagvöxt, hvað sem öllum mælingum líður. Tvenns konar vandamál Að lokum megum við ekki gleyma, að það er ekki aðeins hagvöxturinn sem við verðum að fjalla um. Það skiptir ekki minna máli, hvernig við ráðstöfum þeim ávöxtum, sem hagvöxturinn skilar okkur. Ég held, að þetta sé einnig miklu vandasamara nú en áður, beinlínis vegna þess, að þróunin er lengra á veg komin. Það er búið að fullnægja mörgum þörfum og eftir því sem frumþörfunum er fullnægt, því meira kemur fram af margvíslegum öðrum þörfum og því erfiðara verður að velja á milli þeirra. Þetta val verður einnig því erfiðara sem það í ríkara mæli fer fram utan markaðsins. Vanda- málin eru því tvénns konar. Annars vegar, hvernig eigi að halda uppi eðlilegum hagvexti með hóflegum tilkostnaði, og hins vegar hvernig sé unnt að nýta skynsamlega þann ávöxt, sem þessi hagvöxtur færir. Það er mikils virði að einbeita sér að Er hagvaxtar- markmiðið úrelt? Máni Sigurjónsson: Athugasemd út af greinargerð frá sóknarnefnd Dómkirkjunnar Af gefnu tilefni af því, að nafn mitt bar á góma í greiðargerð sóknarnefndar Dómkirkjunnar um jppsögn Ragnars Björnssonar úr > starfi dómorganista, vil ég koma á framfæri leiðréttingu á því sem par er sagt um störf mín við að iðstoða Pál ísólfsson síðasta íratuginn sem hann starfaði við Dómkirkjuna. Þar er sagt, að á Deim tíma hafi ég lengst af öllum temendum hans aðstoðað hann. Þetta er ekki rétt. Hið sanna er, ið ég var aðstoðarmaður Páls frá jví í maímánuði 1965 og fram yfir jól 1966. Þetta hefur reyndar þegar komið fram í grein Ragnars Björnssonar í Mbl. þ. 23. mars s.l., en ég vildi mega leyfa mér að staðfesta þetta hér með. Þann tíma sem vantar upp á síðasta áratug Páls Isólfssonar í dómorg- anistastarfinu var Ragnar Björns- son aðstoðarmaður hans og með tilvísun í grein Ragnars í Mbl. 23. mars, er ekki fjarri lagi að tala um tuttugu ára starfsferil hans við Dómkirkjuna, hvað svo sem núver- andi sóknarnefnd segir. Ég var nemendi Páls á árunum frá 1952 til 1955. Það kom reyndar fyrir, að ég leysti Pál af á þeim tíma, en það var ekki oft. Því er það ekkert fjas eins og það er orðað í greinargerð sóknarnefndar Dómkirkjunnar, að Ragnar eigi tuttugu ára starfsferil að baki við kirkjuna. Frá mínum bæjardyrum séð er annars það um uppsögn Ragnars Björnssonar úr starfi dómorgan- ista að segja, að hún er eitt allsherjar hneyksli. Hún er hneykslanlegt einsdæmi þó svo að sóknarnefnd sé á öðru máli. Það kom um síðir greinargerð um málið frá sóknarnefnd Dóm- kirkjunnar. Áður var hún búin að lýsa yfir því, að mál þetta ætti ekkert erindi inn á opinbert umræðusvið. Menn getur vissulega greint á um það, hvað ræða skuli á opinberum vettvangi og hvað ekki, en hér ber að hafa það í huga, að málefni Dómkirkjunnar í Reykjavík eru engin einkamál presta hennar eða sóknarnefndar og hún er ekkert einkasamfélag þeirra. Hún er samfélag þess fólks, sem söfnuðinn myndar og hún er meira: Hún er samfélag allra þeirra, sem enn aðhyllast kirkju og kristni í landiriu og hún er líka enn meira: Hún er höfuðkirkja landsins. Það ætti ekki að þurfa að benda hálærðum kirkjunnar mönnum á þetta og það ætti því ekki að þurfa að benda þeim á það, að málefni höfuðkirkju landsins eru ekki einkamál einstakra upp-. stökkra og ráðríkra manna í hópi forráðamanna Dómkirkjunnar. Það kom sem sagt um síðir greinargerð um uppsögn Ragnars Björnssonar. Hún birtist í Morg- unblaðinu 21. mars s.l. og var fyrirferðarmikil. í henni er fjallað um samskipti sóknarnefndar við Ragnar Björnsson og þar er ýmislegt tínt til. Ég ætla ekki að fara að svara þessari löngu greinargerð. Það er mál Ragnars að svara henni og það hefur hann þegar gert. Sú grein birtist í Morgunblaðinu sem fyrr segir þ. 23. mars s.l. En það er mín skoðun, að sóknarnefndin hafi hlaupið illilega á sig með því að segja Ragnari upp. í því sambandi ber að vekja athygli á því, að Ragnar Björnsson hefur þá yfirburði yfir alla aðra íslenska organleikara, að Dómkirkjan hefur ekki efni á því að hafna starfskröftum hans og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.