Morgunblaðið - 01.04.1978, Side 25

Morgunblaðið - 01.04.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 25 Tillaga til þingsályktunar: _____ Veiðiheim- ildum Færeyinga sagt upp nú þegar Jón Ármann Héðinsson (A) hefur laiít fram á Alþingi tillögu til þinssályktunar um tafarlausa uppsögn fiskveiðiheimilda Færey- inga innan fiskveiðilandhelgi íslands. Skv. tillögunni skal ríkisstjórnin segja upp „nú þegar með umsömdum sex mánaða fyrirvara heimildum Færeyinga til fiskveiða með línu- og togveið- arfærum innan fiskveiðilandhelgi íslands, samkvæmt niðurstöðu Karvel Pálmason um RARIK-málið: Vestfírðingar taka eft- ir ástæðum uppsagna ALLMIKLAR umræöur urðu utan dagskrár í Alpingi síðastliðinn fimmtudag um fjárhagscandræöi Rafmagnsveitna ríkisins og pá ákvörðun priggja stjórnarmanna Rarik aö segja af sér vegna ákvörðunar iðnaðarráðherra að panta efni í svokallaöa vesturlínu. í sambandi við frásögn af ræðu Karvels Pálmasonar hefur hann óskað pess aö Morgunblaðið birti nokkuð itarlegri frásögn af henni. Birtist hér stuttur kafli úr henni. Karvel Pálmason sagði: „Mig langar aðeins til þess að vekja athygli á því, að líklega er sú ástæöan mest fyrir því að þetta mál kemur nú svo snögglega og almennt upp í umræð- ur bæöi hér á Alþingi og ekki síöur í fjölmiðlum undanfarna daga, að þrír af stjórnarmönnum í stjórn Raf- magnsveitna ríkisins sögöu af sér, þar á meöal formaður stjórnarinnar. Það vekur að minnsta kosti athygli mína og ég hygg að þaö mun vekja athygli Vestfiröinga almennt, hverja þessir menn telja höfuöástæöuna fyrir því, aö þeir telja sig knúna til að segja af sér störfum í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins. Það liggur fyrir samkvæmt yfirlýsingum þeirra þar um, að þá fyrst hafi mælirinn veriö fullur, aö þeirra áliti aö því er þetta mál varöar, þegar taka átti ákvörðun um það að hefja fram- kvæmdir við svokallaöa vesturlínu til Vestfjarða og mér skilst að stjórn Rafmagnsveitna' ríkisins hafi neitað að verða við þeirri beiöni hæstvirts iönaðarráðherra aö panta efni til þessara framkvæmda. Það vekur a.m.k. mína athygll, að fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórn Raf- magnsveitna ríkisins, skuli telja sig knúinn til þess að segja af. sér störfum, þegar að því kom, að það átti að ákvarða framkvæmdir á Vestfjörðum. Það vekur líka athygli mína og ég hygg Vestfiröinga almennt, að fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins skuli telja sig til þess knúinn að segja af sér störfum þar, þegar að því kom, að ákvarða framkvæmdir á Vestfjöröum. Og það vekur líka athygli mína og Vestfirðinga almennt aö ég hygg, aö fulltrúi Alþýöuflokks- Framhald á bls. 26. viðra'ðna. sem undirrituð var hinn 20. marz 1976 og staðíest með samþykkt Alþingis hinn 18. maí 1976“. I greinargerð segir þingmaður- inn: „Eins og alþjóð er kunnugt um var sett á með reglugerð þorsk- veiðibann dagana 21. mars til 28. mars miðað við hádegi báða daga. Þetta er algert einsdæmi í fisk- veiðisögu íslensku þjóðarinnar. Afstaða manna til þessa fyrsta algera þorskveiðibanns var þegar á heildina er litið mjög jákvæð og bannið vel virt. Þetta staðfestir það, er vel var vitað, að allir hugsandi menn gera sér fulla grein fyrir hversu alvarlegt ástand er með þorskstofninn við landið. Eirinig er það öllum vel kunnugt, er um fiskveiðar hugsa og fjalla, að sóknargeta veiðiflota lands- manna er miklu meiri en svo, að Framhald á hls. 26. Syipmynd frá Alþingi. Miklar annir verða á Alþingi íslendinga næstu vikur, ef að iíkum lætur, enda stefnt að því að ljúka þingi í góðan tíma, m.a. með hliðsjón af tvennum kosningum á komanda vori og sumri. Hér sjást tveir alþingismenn á skrafi í einni af vistarverum þinghússins. Guðmundur II. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, og Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. Frumvarp til heilbrigðislaga: Embætti aðstoðar- landlæknis stofnað Ný lög um manneldisráð: Ráðið komi á samstarfi neytenda og framleiðenda RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram ó Alpingi frumvarp til laga um mann- eldisráð. Gerir frumvarpið ráó fyrir pví að ríkið starfræki stofnun, sem beri paö nafn og skal vera undir stjórn heilbrigöisráðherra, vinna að samræmingu rannsókna og fræðslu á sviði manneldisfræða, nánara samstarfi milli framleiöenda og neytenda og vera heilbrigðisyfir- völdum til ráðuneytis um mann- eldismál. Frumvarpið gerir ennfremur ráð fyrir að manneldisráö geti annast ráðgjöf til annarra aðila samkvæmt sérstakri gjaldskrá, sem ráðherra staöfesti. í manneldisráði eiga sæti 5 menn, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn og 5 til vara. Til setu i ráðinu skal skipa menn með sérþekkingu á manneldismálum. Ráðið getur að fenginni heimild ráðherra sett á fót samstarfshópa um mikilvæg málefni, jafnframt því sem það getur kallað sérfræðinga sér til ráðuneytis. Manneldisráð getur kall- að saman manneldisþing eftir því sem tilefni gefst til. Þá segir í frumvarpinu að mann- eldisráð geri árlega áætlun um ráðstöfun þess fjár, sem til þess sé veitt á fjárlögum eða það fær til ráðstöfunar á annan hátt. Sendi ráðið ráðherra í lok hvers árs skýrslu um störf ráðsins, en ráðherra setji ráðinu starfsreglur. Þá segir í lögun- um, að um leið og frumvarpið verði að lögum, falli úr gildi eldri lög frá 1945 um manneldisráö. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alpingi frumvarp til laga um heil- brigðispjónustu, en heilbrigðisráð- herra skipaði nefnd í október 1975 til Þess að endurskoða lögin, sem gilt hafa um petta efni frá 1973 með tilliti til beirrar reynslu, sem af peim væri fengin. Var nefndinni einkum falið að taka til athugunar bau ákvæöi laganna, sem enn hafa ekki tekið gildí, en gætu tekið gildi sem fyrst. Ennfremur var nefndinni falið aö kanna pær tillögur, sem fram hafa komið á Albingi um breytingar á lögunum og hefur veriö vísað til ríkisstjórnarinnar. Hið nýja frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu gerir ráð fyrir stofnun aöstoöariandlæknisembætt- is, en aöstoöarlandlæknir skal vera staðgengill og aðstoðarmaður land- læknis. Skulu gilda sömu menntunar- kröfur um báöar stöðurnar. Þá eru ákvæði um að heilbrigðismálaráð íslands skuli fá fjárveitingu til þess aö geta sinnt stafl sínu, en þaö er taliö óstarfhæft nú vegna fjárskorts. Þá er breyting gerð á héraðaskiptingu landsins í læknisumdæmi og er hún látin fylgja núverandi kjördæmaskip- an og skipan í fræðsluumdæmi samkvæmt grunnskólalögunum. Þá er sú breyting gerð, að í stað þess að skipa sérstakan héraðs- iækni, þá er gert ráð fyrir því að ráðherra skipi einn af starfandi læknum við heilsugæzlustöð í hérað- inu sem héraðslækni til fjögurra ára í senn. Er ekki gerð krafa um menntun héraðslækna eins og áður var. Þá er gert ráð fyrir að í hverju héraði verði skipuð heilbrigðismála- ráð, sem kosin er af sveitarstjórnum, þannig að þar séu valdir fulltrúar úr stjórnum heilsugæzlustöðva og sjúkrahúsa í héraðinu og að héraðs- læknir sé formaður ráðsins. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög greiði að jöfnu viðhalds- og endurnýjunarkostnað fasteigna, en áður giltu engin ótvíræð ákvæöi um þetta Er hægt að minnka raforku- notkun heimila um 25% ? Þingmenn ræða um orkusparnað — og sitt hvað fleira í leiðinni Vextir af inn- og útlánum: r Akvöróunarvald frá Seðlabanka til ríkisstjórnar —skv. frv. þriggja þingmanna Fram- sóknarflokksins ÞRÍR þingmenn Framsóknar- ílokksins, Páll Pétursson, Þór- arinn Þórarinsson og Þúrarinn Sigurjónsson, hafa lagt fram á Alþingi frv. til laga um breyt- ingu á lögum um Seðlabanka íslands, þess efnis, að ákvörð- unarvald um vexti skuli fært frá Seðlahankanum og til ríkis- stjórnarinnar „þó að sjálfsögðu verði Seðlahankinn ríkisstjórn til ráðuneytis“. cins og segir í greinargerð. Frumvarpsgreinin hljóðar svo: 13. gr. laganna orðist svo: Ríkisstjórnin ákveður að fengn- um tillögum Seðlabanka ís- lands hámark og lágmark vaxta sem inntánsstofnanir, sem um getur í 10. gr., mega reikna af innlánum og útlánum, svo og vexti af rekstrar- og afurðalán- um atvinnuveganna. Nær þetta vald einnig til þess að ákveða hámarksvexti skv. lögum nr. 58/1960. Vaxtaákvarðanir skulu birtar í Lögbirtingarblaðinu. Ákv.vald þetta nær einnig til þóknunar sem jafngildir vöxtum að áliti Seðlabankans. — Lög þessi öðlast þegar gildi. I greinargerð segir m.a.: „Breyting sú, sem hér er lagt til að gerð verði á lögum um Seðlabanka íslands, er í því fólgin, að ákvörðunarvald um vexti skuli fært frá Seðlabank- anum og til ríkisstjórnarinnar, þó að sjálfsögðu verði Seðla- Framhald á hls. 26. I GÆR kom til umræðu á Alpingi tillaga til pingsályktunar, pess efnis, að „fela ríkisstjórninni að láta gera úttekt á orkubúskap ís- lendinga og að hefja markvissar aögerðir í pví skyni að auka hagkvæmní í orkunotkun pjððar- innar og draga úr henni, par sem pess er kostur. Flm. eru: Benedikt Gröndal (A) og Eggert G. Þorsteins- son (A). Eldsneyti fyrir 10 milljarða í greinargerð kemur m.a. fram að íslendingar fluttu inn eldsneyti á sl. ári fyrir 10 milljarða króna. Sá innflutningur væri þátturinn í óhag- stæðum viöskiptajöfnuði þjóðarbús- ins út á við. Auk þess blasi við að olíubirgðir heimsins gangi til þurrðar á næstu áratugum. Aukin notkun innlendra orkugjafa væri því knýjandi nauðsyn — en þýði þó ekki að gjaldeyrisútgjöldum linni að sama skapi og slík nýting eykst. Orkuverin og dreifingarkerfin séu gerð úr innfluttu efni og fjárfesting að mestu fyrir erlent lánsfé. Nýtingu innlendra orkugjafa fylgi mikill erlendur kostnaður. Því sé þörf að hyggja að sparnaði og hagkvæmni notkunarorku. Húshitun og heimilishald í gr.g. segir ennfremur aö auka eigi kröfur um einangrun húsa, glugga- stærðir, sjáifvirk stjórntæki og aðra þætti, sem minnki orkueyðslu í húshitun. Byggja þurfi hús með það í huga, að orkuþörf til hitunar þeirra verði sem minnst. Bent er á nauðsyn tilrauna með notkun varmadælu til húshitunar, en slíkar vélar geta unnið allt að 60 stiga varma úr lágum umhverfisvarma og sparað raforku til hitunar um %, segir í gr.g. Þá segir að með auknum kröfum um orkunýt- ingu heimilistækja og upplýsinga- starfsemi til almennings mætti minnka orkunotkun heimila um allt að 25%. Verulegum orkusparnaði megi og koma við í atvinnurekstri. Þá er og hvatt til meiri notkunar almenningsvagna í umferð í stað einkabíla. Umræður út fyrir málefnið Fjöldi þingmanna tók til máls og voru allir sammála meginefni tillög- unnar, þ.e. úttekt á orkubúskapnum. Hins vegar snerust umræður um fjölbreytilegasta efni á þann veg, að forseti sá ástæðu til að minna á, hvert dagskráratriðið væri, sem um ætti aö fjalla. Albert Guómundsson (S) vék aö tilraunum, sem nú væru gerðar í Bandaríkjunum með rafknúna al- menningsvagna. Strætisvagnar Reykjavíkur tylgdust með þessum athyglisverðu tilraunum, sem gætu haft veruleg áhrif á framvindu mála hérlendis, með hliðsjón af orkunýt- ingu farartækja, ekki sízt strætis- vagna. Frumvarp til lyfjalaga: Ly f j asölus j óð- ur stofnaður RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alpingi frumvarp til lyfjalaga, par sem leitast er við að lögfesta reglur um allt pað, sem að lyfjum og framleiðslu peirra lýtur. Stefna Irumvarpsins er aö lögfesta megin- reglur, en veita heímildir til aö skipa ýmsum framkvæmdaatriðum með reglugerðum. Núgildandi lyfsölulög spanna mjög víötækt svið, iyfin sjálf, lyfjabúðir, starfsmenn lyfja- búða, dreifingu lyfja, verölagningu peirra, framleiðsiu og gerð. Þetta frumvarp er fyrst priggja frumvarps, sem leysa eiga af hólmi eldri lög, en hin lögin fjalla um lyfjafræðinga og lyfjabúðir. Frumvarpið er í 14 köflum. Hinn fyrsti fjallar um framkvæmd og eftirlit, annar um skilgreiningu lyfja, lyfjahugtakiö og hinn þriðji um lyfjaskrá og lyfjastaðla. Fjórði kaflinn er um flokkun lyfja, staöfestingu lyfjaforskrifta og skráningu sérlyfja, fimmti kafli um framleiðslu lyfja og sjötti kafli um ávísun lyfja, lyfseöla afgreiðslu þeirra og merkingu lyfja. Sjöundi kafli frumvarpsins fjallar um auglýsingu og kynningu lyfja, lækningaáhalda, sjúkravarnings og lyfjagagna, áttundi kafli um 1yfja- nefnd og níundi um verðlagningu lyfja og lyfjaverðlagsnefnd. Þá fjallar tíundi kafli frumvarpsins um lyfsölu- sjóð. sem á að auðvelda að lyfjabúðir geti gengið kaupum og sölum milli lyfjafræðinga, sem rekstrarleyfi hafa. Ellefti kafli fjallar um lyf jaeftirlit ríkisins, tólfti um skráningu hjáverk- ana lyfja, þrettándi um þagnarskyldu. málarekstur og refsingar og loks eru niðurlagsákvæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.