Morgunblaðið - 01.04.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.04.1978, Qupperneq 26
26 Fundur um andófsmenn í Tékkóslóvakíu STÚDENTARÁÐ Háskólans genfjst fyrir fundi um andófsmenn í Tékkóslóvakíu í Félagsheimili stúdenta í dag klukkan 14. Þeir Árni Björnsson, þjóöhátta- fræðingur, og Árni Bergmann, blaðamaður, flytja inngangserindi um þessi mál. Einnig verða sýndar skuggamyndir frá Tékkóslóvakíu á fundinum. Steinþór sýnir á Egilsstöðum Steinþór Eiríksson opnaði í gær sýningu á 10 olíumálverkum í heilsugæzlustöðinni og sjúkrahús- inu á Egilsstöðum. Steinþór sýnir þarna 10 olíumálverk, og eru þau flest máluð á þessu ári. — Karvel um RARIK-málið Framhald af hls. 25 ins, aö því er ég bezt veit, skuli einnig telja sig knúinn til þess að segja af sér störfum í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins, þegar að því kom að ákvarða framkvæmdir í raforkumál- um á Vestfjörðum viö hina svoköll- uðu vesturlínu. Þegar hæstvirtur iðnaöarráðherra tók að framkvæma þá skyldu sína og ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi hafði lagt á herðar henni með afgreiðslu fjárlaga og lánsfjár- áætlunar fyrir 1978, þá töldu þessir einstaklingar, sem fulltrúar þessara pólitísku flokka sig knúna til þess aö láta af störfum í stjórn Rafmagns- veitna ríkisins." Síðar sagði Karvel Pálmason: „Það má hæstvirtur iðnaöarráðherra eiga að hann á mínar þakkir fyrir það, að taka af skarið í þessum efnum. En ég hygg, að enginn Vestfirðingur muni segja hið sama um þá fulltrúa hinna þriggja pólitísku flokka í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins, sem töldu þetta ástæðu til þess, að segja af sér störfum vegna þess að þetta var gert.“ _______ ______ — Veiðiheimild- um sagt upp Framhald af bls. 25 núverandi þorskstofn þoli fulla og eðlilega sókn. Þegar svo er komið má öllum vera það ljóst, að ekki er lengur nein forsenda þess að veita öðrum þjóðum réttindi til þorskveiða hér við land. Þótt hér sé aðeins rætt um heimild, er Færeyingar njóta nú, mun hið sama gilda gagnvart öllum öðrum þjóðum hvað varðar veiðimögu- leika á bolfiski innan fiskveiði- landhelgi Islands. Við getum einfaldlega alls ekki veitt okkur þann munað að hafa opnar heim- ildir fyrir útlendinga til veiða á þorski hér við land um ófyrir- sjáanlegan tíma. Takist hins vegar vel til með skipulegar friðunarað- gerðir og fáist fullvissa um örugga stofnstærð hrygningarfisks mun- um við í framtíðinni geta boðið frændum vorum Færeyingum veiðimöguleika innan fiskveiðilög- sögunnar. Oþarfi er að rekja með tölum öfugþróun á aflamagni þorsks hér við land. Það er alþjóð svo vel kunnugt um.“ — Sadat Framhald af bls. 1. ísraelska útvarpið sagði að her- stjórnin hefði lagt til að meiri háttar árás yrði gerð, en ríkis- stjórnin hefði hafnað þeim hug- myndum algerlega, enda gæti slík atför haft neikvæð áhrif á fund þeirra Begins og Carters sem þá var í þann veginn að hefjast. Þó var gefið í skyn að tveimur vikum áður en Palestínuskæruliðar réð- ust til landgöngu skammt frá Tel Aviv hafi ísraelskir hermenn látið til sín taka varðandi stöðvar Palestínuskæruliða en ekkert var nánar farið úf í hvernig að því hefði verið staðið. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 dæma virðist hafa ríkt kyrrð í Suður-Líbanon í dag og höfðu engar fréttir borizt um átök á þessu svæði nú í kvöld. Þó hafði George Habach, hinn herskái og orðhvati foringi skæruliða- hreyfingarinnar PFLP, lýst því yfir í morgun að Palestínumenn myndu ekki hopa fet frá þeim stöðum sem þeir væru á í Sgð- ur-Líbanon. Sagði hann þetta á fjöldafundi í Beirut. Þar kom einnig fram að hann hefði enga trú á því að Israelar myndu hverfa í bráð frá Suður-Líbanon og ástæða væri til að segja eftirlitssveitum Sameinuðu þjóðanna frá því að PFLP kannaðist ekki við að neitt vopnahlé væri í gildi. Habash sagði að líbanskir hægrisinnar ætluðu að nota eftirlitssveitirnar sem yfirvarp og vígbúast nú af krafti upp á nýtt. Yassir Arafat, foringi PLO, talaði einnig á þessum fundi og sagði að stöðugum og endalausum ofsóknum væri haldið uppi gegn Palestínumönnum og sæi enginn fyrir endann á því. — Hitaveita Framhald af bls. 2 Eyfirðingum heillaóskir með þetta gagnsama fyrirtæki og þakkaði öllum, sem að höfðu unnið. Síðast- ur talaði Gunnar Sverrisson hita- veitustjóri og flutti fróðlegt erindi um Hitaveitu Akureyrar. Að þessu loknu voru bornar fram veitingar og undu menn við þær góða stund. - Sv.P. — Carter kom til Nígeríu Framhald af bls. 1. um að Bandaríkin muni áfram vera andvíg því samkomulagi sem Ian Smith gerði varðandi meiri- hlutastjórn svertingja í Rhódesíu þar sem Bandaríkjastjórn telur það samkomulag langt frá full- nægjandi né heldur sé þar með réttlætið í fyrirrúmi. Obasanjo er ákafur stuðningsmaður þeirra hugmynda Breta og Bandaríkja- manna að með í dæminu verði skæruliðaleiðtogar þjóðfrelsis- fylkinganna sem hafa aðsetur í Zambiu og Mósambik. Þá er þess vænzt að Namibia verði á dagskrá þeirra eftir að Carter hefur birt tillögur frá Bandaríkjunum og fleiri vestrænum löndum um endurskoðaða afstöðu um stjórn- skipan þar. Jimmy Carter lauk heimsókn sinni í Suður-Ameríku með því að eiga árla föstudagsfund með leið- togum mannréttindasamtaka Brazilíu og haft var eftir Banda- ríkjaforseta að fundi loknum að mannréttindamál hefðu færzt í betra horf í Brazilíu. Ekki var búizt við að hinir opinberu gest- gjafar Carters myndu taka því sérlega vel vegna þeirrar ákvörð- unar Carters að hitta fulltrúa samtakanna, og var það vitað fyrirfram að þeim mislíkaði þetta tiltæki hans. En Carter sagði á blaðamannafundi sem var haldinn áður en hann ræddi við Geisel forseta að ástandið hefði batnað og sem þjóðarleiðtogi áskildi hann sér vissulega rétt til að tala við hvern þann sem honum þóknaðist. Enda þótt ekki hafi verið fullkominn einhugur með Carter og brazilískum ráðamönnum ber ráðgjöfum forsetans þó saman um að heimsóknin þangað hafi verið mjög gagnleg, jákvæð og upp- byggileg. Var það m.a. haft eftir Cyrus Vance utanríkisráðherra sem er í föruneyti Carters en hann sagði að ekki hefði verið gengið frá neinu samkomulagi um þá tækni- aðstoð á sviði kjarnorkumála sem brezilíska stjórnin hefur farið fram á. vatnslaus, nema hvað vatn hefði verið í Smáíbúðahverfi, Fossvogi, Háleitis- og Hlíðahverfi og einnig í Kópavogi. Vatnsleysið olli víða óþægindum í borginni, en viðgerð lauk um kl. 17.20 og var þá byrjað að dæla vatni á aðveitukerfið á ný. Tók það nokkrun tíma og var ekki kominn fullur kraftur á vatn í húsum vestast í Reykjavík og á Seltjarnarnesi fyrir en um kl. 20. — Barre falið að mynda stjórn Framhald af bls. 1. hefur í flestu sýnt hina mestu stjórnvizku að því er stjórnmála- fréttaritarar eru sammála um. Ekki er búizt við að stjórnar- myndun vefjist að marki fyrir Barre og muni hann leggja fram nýjan ráðherralista innan fárra daga. — Dómur yfir Moro fallinn? Framhald af bls. 1. ti'ma yrðu réttir aðilar látnir taka út sína sanngjörnu refsingu. Blaðið afhenti bréfið lögregl- unni til að rannsaka hvortþað teldst ósvikið en kaf%ar úr því munu koma flaugardagsblaði Dild. Ij bréfinu sagði að Moro hefði verið rænt til að koma í veg fyrir að hann yrði kjörinn næsti forseti Italíu enda kostuðu slíkar kosning- ar ítalska alþýðu milljarða líra. Því hefði verið ákveðið að taka Moro úr „pólitískri umferð" sagði í bréfinu. — Nemendurnir voru barðir Framhald af bls. 1. ákváðu að verða um kyrrt hyggjast ganga í lið með skæru- liðum ZAPU. Skólastjóri Tegwani-trúboðs- skólans, Luke Khumalo, hneig niður ppkkrum sinnum á göng- unni og varð að styðjast við staf. Skæruliðarnir skipuðu kennur- unum og nemendunum að ganga hratt. Öðru hverju var þeim leyft að hvíla sig í tvær eða þrjár mínútur. Börnunum var ekið í flutn- ihgabifreiðum flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna að landamærunum frá lögreglu- búðum í Francistown í Norð- ur-Botswana. Yfirvöld í Bots- wana hleyptu börnunum yfir landamærin í smáhópum og þau hlupu í faðm foreldra sinna sem grétu af gleði, kysstu þau og föðmuðu að sér. — Lokið við að steypa 37... Framhald af bls. 48 gott og enginn kennt sér neins kvilla þarna í hitanum. Þá sagði hann, að hinn 16. marz s.l. hefði verið lokað fyrir allar banka- ábyrgðir í nígerískum bönkum vegna kaupa á vörum eriendis frá. Að sögn stjórnvalda hefði þetta verið gert til að koma í veg fyrir „spekúlasjónir" manna áður en ríkisstjórnin legði fram nýtt efnahagsfrumvarp sitt 1. apríl. Kvað Hafsteinn nen dúas við, að bankaábyrgðir yrðu heimilaðar að nýju á fyrstu 10 dögum apríl- mánaðar. Ef það drægist mikið lengur sagði hann, að lokunin gæti valdið Scanhouse nokkrum erfið- leikum, þar sem þeir þyrftu á alls kyns byggingarefni að halda er- lendis frá. — Vatnsleysi... Framhald af bls. 2 Ofbeldismenn Framhald af bls. 48 að loka fyrir rennsli frá aðalæð inn á 600 mm æðina, hefði spindill í loka brotnað þannig að nauðsyn- legt hefði verið að loka fyrir aðalæðina inn til borgarinnar um hádegisbilið. Við það hefði öll borgin vestan ■ - ■ ■ veittu manninum eftirför og á Hrísateig réðust þeir að honum, tóku peninga úr veski hans og börðu hann. Síðan lögðu þeir leið sína niður í miðbæ og í Pósthússtræti réðust Elliðaáa orðið þeir á ungan mann, sem var gangandi á heimleið úr vinnu. Voru piltarnir orðnir 7 þegar þarna var komið sögu. Veittu þeir manninum högg en maðurinn slapp úr klóm piltanna. Þeir veittu honum eftirför út í Lækjartorg, þar sem þeir króuðu hann af og veittu honum nokkur þung högg. Slapp maðurinn loks frá piltunum við illan leik. Næst lá leið piltanna út í Umferðarmiðstöð og fóru þeir gangandi eftir Laufásvegi og á leiðinni skemmdu þeir nokkra bíla, sem stóðu við götuna. Lögreglan hafði hendurí hári piltanna. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar. — Methalli veik- ir dollarann Framhald af bls. 1. gagnrýnd fyrir að láta sér á sama standa um stöðu dollarans. Bandaríkjamenn benda á að veikleiki dollarans geri bandarísk- ar vörur ódýrari erlendis og innflutning til Bandaríkjanna dýrari. Fræðilega séð hefði þetta átt að draga úr greiðsluhalla Bandaríkjanna. Febrúartölurnar sýna að það hefur ekki gerzt — og þess vegna hrapaði dollarinn í dag. Um leið og dollarinn lækkaði hækkaði gullverð um allt að því fjóra dollara únsan. Viðskipti voru óvenjumikil í kauphöllum í dag af föstudegi að vera og ókyrrð var líka óvenjumikil á gjaldeyrismörk- uðunum. í Frankfurt seldist dollarinn fyrir 2.0220 vestur-þýzk mörk síðdegis, lækkaði síðan í 2.0055 en var við lokun seldur á 2.0075 mörk. í Zúrich varð fréttin um hallann til þess að dollarinn lækkaði í 1.83 svissneska franka úr 1.8890 við opnun. Dollarinn stóð sig að vísu sæmilega gagnvart sterlingspund- inu, en pundið átti líka slæman dag. _ — Heimilað að veiða... Framhald af bls. 3. og 350 rúmlestir og stærri fá ekki hringnótaleyfi. 3. Bátar þeir, sem leyfi fá til humarveiða á næstu vertíð, fá ekki leyfi til hringnótaveiða. 4. Enginn bátur fær leyfi til bæði rekneta- og hringnótaveiða á sama ári. Umsóknarfrestur um leyfi til síldveiða í hringnót og reknet er til 1. maí n.k. og verða umsóknir, sem berast eftir þann tíma, eigi teknar til greina. - Vextir af inn- og útlánum... Framhald af bls. 25 bankinn ríkisstjórn til ráðu- neytis. Það er hlutverk Alþingis, og ríkisstjórnar í umboði þess, að stjórna landinu, og er Alþingi legið á hálsi þegar stjórn landsins fer úrskeiðis. Ákvörðun vaxta er mjög mikilvægur þáttur í stjórn efnahagsmála og þróun atvinnu- lífs í landinu, og þess vegna er misráðið, ef Alþingi á að stjórna íslandi á annað borð, og ríkis- stjórn í umboði þess, að fela henni ekki ákyörðunarvald í jafnmikilvægu máli, enda beri þá ríkisstjórn og stuðningsmenn hennar á Alþingi fulla ábyrgð á ákvörðunum þeim sem teknar eru. Ríkisstjórnin á og verður að hafa heildarsýn yfir efnahags- þróun í landinu og vald til þess að hafa stjórn á henni. Því er að sjálfsögðu ekki til að dreifa, ef einstökum ríkisstofnunuhi er falin sjálfstæð ákvarðanataka um mikilsverðustu þætti efna- hagsmála. Seðlabankinn hefur nú um nokkurt skeið ákvarðað vexti í landinu. Sú skoðun, að hlutur sparifjáreigenda hafi verið mjög fyrir borð borinn undanfarin ár og að rétta verði hlut þeirra, hefur ráðið ákvörðun Seðla- bankans á seinustu missirum. Það sjónarmið ber að viður- kenna, en þó einungis að vissu marki, þar sem hagsmunir sparifjáreigenda eru að sjálf- sögðu svo best tryggðir að atvinnulífinu sé ekki stefnt í voða og verðbólgu sé haldið í skefjum. Of háir vextir skapa mjög mikið misrétti milli þeirra, sem hafa stofnað heimili og komið sér upp íbúðarstærð fyrir nokkru, og þeirra, sem eru að gera það nú eða eiga það eftir, og með því er unga fólkinu gert mjög erfitt fyrir. Þá eru of háir vextir hinn mesti verðbólguvaldur, auk þess sem þeir binda atvinnulífi í landinu byrðar, sem það fær ekki risið undir.“ — Jóhannes Nordal Framhald af bls. 24 verðbólga með öllum þeim vanda, sem henni fylgir.. Annar var sá að hamla gegn eftir- spurnaraukningunni með sam- drætti fjárfestingar, ríkisút- gjalda og lánveitinga, en með því væri stefnt að því að draga úr verðbólgu og tryggja bættan viðskiptajöfnuð, enda þótt það kynni að kosta verulegan sam- drátt í atvinnu. Þriðji kosturinn var að spyrna við fótum með því að draga beint úr víxlhækkun- um launa og verðlags, jafnframt því sem lækkun gengisins yrði takmörkuð við allra brýnustu þarfir atvinnuveganna. Með því að velja þennan síðasta kost hefur verið leitazt við að finna millileið, er forðaði þjóðarbúskapnum frá sívaxandi verðbólgu annars vegar, en atvinnuleysi hins vegar. Ef ytri skilyrði þjóðarbúsins snúast ekki til hins verra á árinu, ætti þessi leið að geta tryggt allt í senn, sæmilegan jöfnuð í við- skiptum við aðrar þjóðir, næga atvinnu og grundvöll þess mikla bata í lífskjörum, sem ávannst á síðasta ári. Væri þetta óneitanlega umtalsverður árangur, ekki sízt þegar litið er til hinna Norðurlandaþjóðanna, sem allar að Norðmönnum undanskildum þurfa að sætta sig við óbreytt eða versnandi lífskjör annað árið í röð. J.N. (Úr Fjármálatíðindum) — Minning Sigurrós Framhald af bls. 38. og kökur á borð, þó að við værum ekki svangar fyrir. Þessi kveðja og sami hljómur fylgdi í gegnum allt lífið. Árin liðu, við fluttumst í burtu og sáum hana þá sjaldnar um tíma. Síðar, eftir að Ágúst og Rósa höfðu flutt til Reykjavíkur, lágu leiðir þeirra og okkar systranna þar saman aftur um árabil. Þá var oft farið í heimsókn. Rósa var mjög atorkusöm kona. Hún vann alla tíð mikið í höndum, saumaði, prjónaði og heklaði og féll aldrei verk úr hendi. Oft þakkaði hún Guði fyrir að gefa sér heilsu til að geta gert eitthvað, því að verða óvinnufær átti hún erfitt með að sætta sig við. Sjálfs- bjargarviðleitnin var svo sterk, að það var henni óbærileg tilhugsun að vera upp á aðra komin með hlutina. Þó var hún þakklát öllum, sem vildu rétta hönd, þegar hún ekki lengur gat sjálf. Mann sinn missti hún 5. nóv. 1970. Hafði hann þá lengi verið heilsutæpur og hún einnig sjúk á þeim tíma. Síðustu mánuðina dvaldi hún á Elii- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem allt var gert, sem hægt var, til að létta síðasta áfangann. Nú er hún þar sem engin sorg, tár né kvöl er til. Hún er geymd hjá Drottni sínum, sem var hennar athvarf í gegnum lífsins storma. Við „litlu frænkurnar hennar“ minnumst svo margs, sem við geymum í þakklátum hjörtum og blessum minningu hennar. Sigurlaug Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.