Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 27

Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 27 — Stefnt að út- flutnmgsbanni Framhald af bls. 48 teldu sig óbundna og myndu áfram skoða sín mál. Ólafur kvað vinnu- veitendur ekki búna að fá tíma- setningu á fundi með ríkisstjórn- inni, en hann bjóst við að fundur- inn yrði eftir helgina. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær, mun 10-manna nefnd ASÍ hafa ákveðið á fundi í gær að stefnt skyldi að algjöru útflutningsbanni, sem boðað yrði með viku fyrirvara. Endanleg ákvörðun um þetta hefur þó ekki verið tekin, þar sem það er ekki á valdi ASI sjálfs að ákveða slíkt. Ráðgert mun að halda fund í Verkamannasam- bandi íslands eftir helgi og tekur sambandið endanlega ákvörðun, treysti það sér í slíka aðgerð. Morgunblaðið ræddi í gær við Guðmund J. Guðmundsson og varðist hann allra frétta um útflutningsbannið og kvað enga endanlega ákvörðun hafa verið tekna um aðgerðir. Guðmundur sagði hins vegar um viðræðurnar við vinnuveitendur, að þegar í upphafi hefðu þeir talið greiðslu verðlagsbóta á laun ólöglega og brot á lögum ríkisstjórnarinnar, en hins vegar hefðu þeir viljað ræða málin. Fyrstu tvo fundina kvað Guðmundur hafa verið karp og að hans mati hafðu þeir orðið tilgangslitlir. Þá varð samkomulag um að fækka í viðræðuhópum og skipta þeim í fámennari viðræðu- nefndir. Á fyrri fundinum vildu fulltrúar ASÍ fá svör við því, hvort aðilar gætu farið og rætt málin við ríkisvaldið með því fororði að fengjust einhverjar lagfæringar yrði ASI að fá tryggingu fyrir því að eitthvað kæmi í hlut launþega. Rætt var um vaxtabreytingar á afurðalánum, tollabreytingar og breytingar á launaskatti. Ekki kvað Guðmundur vinnuveitendur hafa viljað ábyrgjast að allar lagfæringarnar kæmu launþegum til góða til þess að kjör launafólks héldust óskert. Vildu vinnuveit- endur ekki binda sig við það. Töldu þá fulltrúar ASI að þeir ættu lítið erindi með þeim á fund stjórn- valda. Fundurinn í gærmorgun var stuttur — sagði Guðmundur, þar sem vinnuveitendur sögðust ekki vera tilbúnir, enda kannski ekki óeðlilegt, þar sem páskarnir komu inn milli funda. Ef eitthvað kæmi út úr fundunum með ríkisstjórn- inni, myndu þeir biðja um annan fund. Fundunum er alls ekki slitið og sögðumst við reiðubúnir til að mæta á nýjum fundi — sagði Guðmundur J. Guðmundsson. „Ég tel að þetta hafi verið öllu meiri gestaleikur en samningur", sagði Guðmundur og bætti við, að þessum skilyrðum tilskildum, sem vinnuveitendur vildu ekki lofa, ef eitthvað yrði gert, sem létti á atvinnurekstri, töldu vinnuveit- endur jafnframt, að þeir væru ekki vissir um að það væri í samræmi við vilja ríkisstjórnar eða ráðu- nauta hennar í efnahagsmálum, að kaupmáttur í landinu yrði aukinn eins og ástandið væri“. — Heimildamynd Framhald af bls. 48 aftur á móti á undirbúninsstigi, að sögn Jóns Þórs Hannessonar, en gert er ráð fyrir að vinna við hana verði hafin að fullum krafti í sumar. Þar mun Eiður Guðnason sjónvarpsmaður vinna með þeim Jóni og Snorra að gerð myndarinnar, sem á að vera 2 x 30 mínútna heimilda- mynd um Geysisslysið — fyrri hlutinn fjallar um sjálft slysið er Loftleiðaflugvélin Geysir varð að nauðlenda á Vatnajökli eftir að hafa lent í villum og hins vegar um björgun „Gerðu Það sjálfur“ „Do it yourself“ Nýborg h/f hefur á boðstólum margar vörur fyrir bá sem vilja raða saman skemmtilegum innréttingum á hagkvnman hátt. Porsa-kerfiö er til í mörgum ólíkum prófílum sem gefa ótal möguleika Fyrir heimili: Hillur, borö, kollar, hjólaborö, rúm og fieira. Fyrir fyrirtæki og verslanir: Innréttingar, afgreiösluborö. sjálfsaf- greiösluhillur, hjólaborö, hillur og ótal marga fleiri hugsanlega hluti, sem setja má saman. Stanley og system plus festingarjárnin sém saman standa af L járni, Y járni og T járni. Meö 16 og 19 mm spónarplötum, sem viö eigum niöursagaöar, getiö þér raöaö saman alls konar skápum og hillum. Louvre rimlahurðir úr furu og mahony, f m rgum stæröum. Tilvaldar fyrir svefnherbergisskápa. eldhússkápa g í forstofuna. Einnig fyrirliggjandi í venjulegri huröarstærö. Spónlagt hilluefni fura, eik og mahony, 16 mm þykkt, breidd 30 cm. 40 cm, 60 cm. Mosaik Parkett úr haröviöi frá Vigers í Englandi. Auövelt aö leggja — náttúrulegt efni. Vara á góöu veröi, sem alis staöar gengur vel. ViðarÞiljur í stæröum 122x244x0.4 1m a ótrúlega hagkvæmu veröi. c$d Nýborgf O Ármúla 23 — Sími 86755 björgunarflugvélarinnar af Vatnajökli er varð til þess að nokkru leyti að koma fótum undir Loftleiðir. Jón sagði, að þeir þremenn- ingar hefðu fengið aðgang að öllu mynda- og filmusafni Loft- leiða um þetta mál, en þar væri að finna ótrúlegan fjölda af kvikmyndabútum og þá allflesta í litum, en þarna bæri þó hæst kvikmynd Eðvarðs Sigurgeirs- sonar um björgunarleiðangur- inn upp norðanverðan Vatna- jökul. Jón sagði ennframur, að stefnt væri að því að láta leika einhver atriði frá þessum sögu- legu atburðum en að verulegu leyti yrði hún byggð upp á viðtölum, því að allir sem í Geysi voru á sínum tíma væru enn á lífi, þótt raunar siglinga- fræðingur vélarinnar hefði flutzt til Kaliforníu í kjölfar slyssins. Sagði Jón að þó væri ætlunin að reyna að ná tali af honum með einhverjum ráðum. Þeir Jón Þór Hannesson og Snorri Þórisson unnu báðir með Hrafni Gunnlaugssyni að gerð Lilju, sem frumsýnd var fyrir skömmu, og fleiri kvikmynda- áform hafa þeir félagar á prjónunum. — BSRB... Framhald af bls. 48 ur fyrir að hægt væri að verða við kröfum BSRB. Annar fundur hefur ekki verið boðaður með aðilum. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá báðum aðilum um þetta mál. Fréttatilkynning BSRB er svohljóðandi: „Eins og áður hefur komið fram í fréttum, hefur BSRB lagt fram kröfur um endurskoðun á kaupliðum kjara- samnings vegna skerðingar á vísitöluuppbótum. Fyrsti viðræðu- fundur samningsaðila var haldinn 31. marz. Á þessum fundi afhenti fjármálaráðherra skriflegt svar, þar sem kröfu BSRB er hafnað að svo stöddu. Annar viðræðufundur hefur ekki verið ákveðinn.“ Fréttatilkynning fjármálaráðu- neytisins um sama efni er svo- hljóðandi: „Á fundi fjármálaráð- herra og samninganefndar ríkisins annars vegar og formanns og samninganefndar BSRB hins veg- ar, sem haldinn var að Hótel Esju í dag var rætt um kröfu BSRB hins vegar, sem haldinn var að Hótel Esju í dag var rætt um kröfu BSRB um endurskoðun á kauplið- um aðalkjarasamnings fjármála- ráðherra og BSRB frá 25. október s.l. Svo sem fram hefur komið í fréttum hefur BSRB gert þær kröfur að fullar verðbætur sam- kvæmt kjarasamningum eða jafn- gildi þeirra verði greiddar ríkis- starfsmönnum frá 1. mars 1978 til loka samningstímabilsins, Á fundinum á Hótel Esju í dag afhenti fjármálaráðherra BSRB svar sitt við þessari kröfu. í svari ráðherrans kom fram, að með lögum nr. 3/1978 um efnahagsráð- stafanir hafi verðbætur á laun verið takmarkaðar nokkuð, en gerðum kjarasamningum ekki raskað að öðru leyti. Þá hafi með lögunum verið gerðar hliðarráð- stafanir til að milda áhrif tak- mörkunar verðbóta á kaupmátt og lífskjör almennings og jafnframt hafi verið gerðar ráðstafanir til að stuðla að lækkun verðlags. Helstu hliðarráðstafanir eru þessar: 1. Dregið er úr skerðingu verð- bóta á lág laun með greiðslu verðbótaviðauka. 2. Tekjutrygging almanna- trygginga hækkar meira en al- menn laun. 3. Barnabætur eru hækkaðar um 5% frá ákvörðun fjárlaga. 4. Sérstakt vörugjald er lækkað úr 18% í 16%. 5. Skyldusparnaður er lagður á félög á árinu 1978. Þá hafa niðurgreiðslur verið auknar um 1.300 m.kr. á ári. Með því að draga úr víxlhækk- unum verðlags og launa er jafn- framt dregið úr verðbólgu og stuðlað að betra atvinnujafnvægi, enda hefði þaö verið mat stjórn- valda við setningu laganna um efnahagsráðstafanir, að önnur úrræði væru of seinvirk eða hefðu í för með sér hættu á atvinnuleysi. Af þessum ástæðum væri ekki grundvöllur fyrir því að hægt væri að verða við kröfum BSRB. Ráð- herra benti á að við gerð aðal- kjarasamnings í haust hefði það legið fyrir að til þess gæti komið á samningstímanum að breyta yrði með lögum ákvæðum kjara- samninga um greiðslu verðbóta á laun sbr. 12. kafla samningsins. Þá benti ráðherra og á, að þrátt fyrir þær takmarkanir sem gerðar hefðu verið á verðbótagreiðslum á laun ykist kaupmáttur iauna hjá félögum innan BSRB á árinu 1978 frá því sem var að meðaltali á árinu 1977. Að lokum gat ráðherra þess, að í samningi fjármálaráðherra og BSRB eru ákvæði sem ætlað er að tvyKRja að hlutur launþega innan þeirra samtaka verði ekki lakari en annarra fjölmennra launþega- samtaka í landinu að því er varðaði greiðslu verðbóta á laun eða jafngildi þeirra." Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, sagði í gær að lögin um kjarasamning BSRB gerðu ráð fyrir því, að unnt yrði að skjóta deilunni til sáttasemjara eftir ákveðinn tíma. Til slíks gæti þó ekki komið, fyrr en eftir hálfan mánuð og kvað Haraldur enga ákvörðun hafa verið tekna um það, hvort BSRB neytti þess réttar sins. Bíllinn f yrir island Enn einu sinni hefur Peugeot sigraö í erfiðustu þolaksturskeppni veraldar, aö þessu sinni var þaö geröin 504, sem sigraði. Þetta sannar betur en nokkuð annaö aö Peugeot er bíllinn fyrir ísland. HAFRAFELL HF. VAGNHÖFÐA7 SÍMI: 85211 UMBOÐIÐ Á AKUREYRI VÍKINGUR SF. FURUVÖLLUM 11 SÍMI: 21670 PitCIOy

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.