Morgunblaðið - 01.04.1978, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
Nírœð:
Guðrún Guðmundsdótt-
ir frá Sveinungseyri
Ef að litið er yfir farveg
aldaBna sem liðnar eru má ailtaf
sjá nöfn persónuleika sem skarað
hafa fram úr hvað atgervi og risn
snertir meðal samtíðar sinnar.
Ekki verður um það deilt að
aðalkjarni þjóðar vorrar er sprott-
inn upp úr dreifbýlinu. Þar hafa
fæðst og alist upp þeir menn og
konur sem hvað mestan svip hafa
sett á mótun og þróun þjóðlífs
vors, barist við ofurefli en gengið
með sigur af hólmi í hverri raun.
Eitt nafnið sem skráð verður
með letri minninganna á bókfell
aidanna er nafn Guðrúnar
Guðmundsdóttur frá Sveinungs-
eyri í Gufudalssveit. Það veit ég
fyrir víst að enginn efar sem
hlotnast hefur að kynnast henni.
Ekki bara að sjá hana sem
snöggvast, heldur kynnast lífs-
starfi hennar, þrotlausri baráttu
erfiðra tíma í afskekktri sveit með
lítið annað veganesti en takmarka-
lausan viljastyrk og trú á jörðina
sem hún byggði.
Guðrún er fædd 1. apríl 1888 í
Arnkötludal í Tungusveit í
Strandasýslu. Foreldrar hennar
voru Guðmundur Sæmundsson frá
Gautshamri bóndi þar og seinni
kona hans Guðbjörg Magnús-
dóttir frá Vonarholti í sömu sveit
Sakaríassonar. Guðbjörg var syst-
ir Jóhönnu fyrri konu Guðmundar.
Guðmundur bjó í Arnkötludal
1874 — 1900, en fluttist þá vestur í
Gufudalssveit að Sveinungseyri.
Guðmundur var fæddur 1843
dáinn 1926. Hann var sonur
Sæmundar bónda á Gautshamri er
var fæddur 1801, Björnssonar
prests í Tröllatungu fæddur 1769
Hjálmarssonar prests í Trölla-
tungu 1742 Þorsteins sonar. Séra
Hjálmar var á sínum stúdentsár-
um í þjónustu Eggerts skálds
Olafssonar. Þessir langfeðgar voru
á orði fyrir söngmennt og hag-
mælsku og þeir feðgar sr. Hjálmar
og sr. Björn stunduðu einnig
lækningar með góðum árangri.
Móðir Guðmundar í Arnkötludal
föður Guðrúnar var Guðrún Jóns-
dóttir frá Kirkjubóli í Tungusveit
Þórðarsonar systir Kristínar fyrri
konu Sæmundar á Gautshamri.
Kona séra Björns í Tröllatungu og
móðir Sæmundar var Valgerður
Björnsdóttir frá Þursstöðum í
Mýrasýslu fæddur um 1730,
Runólfssonar á Mófellsstöðum í
Skorradal Guðmundssonar
Magnús í Vonarholti, faðir
Guðbjargar í Arnkötludal og afi
Guðrúnar var fæddur 1825. Hann
var sonur Sakaríasar á Heydalsá,
er var fæddur 1801 Jóhannssonar
prests á Brjánslæk Bergsveins-
sonar prests á Stað í Grunnavík
Hafliðasonar. Kona sr. Bergsveins
var Halldóra Snæbjarnardóttir
Mála-Snæbjarnar lögréttumanns
á Sæbóli á Ingjaldssandi Pálsson-
ar sýslumanns í ísafjarðarsýslu,
Torfasonar prests á Kirkjubóli í
Langadal vestra, dáinn 1668,
Snæbjarnarsonar prests þar
Torfasonar sýslumanns þar Jóns-
sonar. Kona sr. Snæbjarnar Torfa-
sonar og móðir sr. Torfa á
Kirkjubóli var Þóra dáin 1652,
Jónsdóttir sýslumanns á Holta-
stöðum í Langadal og Grund í
Eyjafirði, fæddur 1538, dáinn 1613
Björnssonar prests á Melstað er
höggvinn var 7. nóvember 1550 í
Skálholti með föður sínum Jóni
biskupi Arasyni. Systir Magnúsar
í Vonarholti afa Guðrúnar var
Guðlaug Sakaríasdóttir kona
Torfa Bjarnasonar skólastjóra í
Ólafsdal.
Eins og sjá má af framanskráðu
liggja sterkir stofnar að ætt og
uppruna Guðrúnar. Enda hygg ég
að hún hafi erft alla bestu
eiginleika sinnar stóru ættar. Gott
mannorð er betri en mikill auður,
vinsæld er betri en silfur og gull.
Svo segir í Orðskviðum Salómons.
Eg held að Guðrún hafi þegar á
unga aldri tileinkað sér þessi orð
og haft þau að leiðarljósi. Enda
vann hún sér óskoraða hylli allra
sem hún umgekkst.
Systkini Guðrúnar voru mörg og
því úr litlu að spila hjá foreldrum
hennar og dóu mörg systkinanna
á unga aldri. Guðjón sem var
verkstjóri hjá Reykjavíkurborg
mun hafa verið þéirra elstur. Næst
honum kom Sigrún, sem talin er
vera söguhetja Hagalíns Kristrún
í Hamravík, Elísabet sem varð
bóndakona á Hyrningsstöðum,
Sigríður lengst af búsett í Reykja-
vík, Karl Óðalsbóndi á Valshamri
í Geiradal. Sæmundur drukknaði
24 ára, Ragnheiður dó 19 ára,
Halldór átti lengst af heima á
Kollabúðum. Hann fékk á unga
aldri bæði kíghósta og barnaveiki
og gekk því aldrei heill til skógar
upp frá því. Guðrún var aðeins sjö
ára þegar hún missti móður sína.
Svo snemma nísti mótlætið hana
holundarsári sem ekkert getur
læknað nema minningin um góða
og göfuga móður.
A þeim árum sem Guðrún er
ung stúlka átti hún ekki margra
kosta völ hvað snerti að afla sér
menntunar. Þá trónuðu ekki skól-
ar um byggðir landsins eins og
gerist í dag. Þegar hún var 17 ára
fór hún fyrst að heiman þá að
Klúku í sömu sveit og var þar þar
til hún var 21 árs, en þá flutti hún
alfarin úr Strandasýslu. Næsti
verustaður hennar var í Bæ í
Króksfirði í Reykhólasveit hjá
heiðurshjónunum Ingimundi
Magnússyni og Sigríði konu hans,
hinu mesta fyrirmyndarheimili )
eins og þau gerðust best í þann tíð.'
Þar mun hún hafa dvalið í tvö ár.
Þá flytur hún að Hyrningsstöðum
til Bjarna Eggertssonar og Elísa-
betar systur sinnar sem var gift
Bjarna og hún þar a.m.k. næstu
þrjú árin. Arið 1912 giftist hún
manni sínum Óskari Arinbjörns-
syni frá Munaðstungu og munu
þau hafa hafið sína fyrstu
búskapartíð þar. Þaðan flytja þau
að Miðjanesi í sömu sveit og eru
þar til ársins'1919 að þau flytja að
Sveinungseyri í Gufudalssveit,
sem þau bjuggu eftir það alla sína
búskapartíð sem mun hafa verið
um þrjátíu ára skeið, en þá tók
Sæmundur sonur þeirra við
jörðinni.
Það þætti smár bústofn í dag
sem þau byrjuðu með.- Ein kýr, og
rúmar þrjátíu kindur og tveir
hestar og hafa fyrir stórum
barnahóp að sjá á harðbýlli jörð
eins og Sveinungseyri var þá.
Næsti verslunarstaður mun hafa
verið Flatey á Breiðafirði og
illfært eða ófært á milli lands og
eyja vetrarlangt. í Flatey var
einnig næsta læknis að vænta, það
var ekki hægt að grípa símann og
hringja í þá daga ef einhver varð
lasinn og kom þá fyrst og fremst
til kasta húsfreyjunnar að hjúkra
og annast þá er sjúkir voru þótt
ærinn starfi væri fyrir hendi við
daglegt brauðstrit.
Er þau komu að Sveinungseyri
var tún bæði lítið og kragaþýft,
grýtt og slægjur í úthaga bæði
erfiðar og rýrar. Túninu breyttu
þau á næstu árum, bæði sléttuðu
það og stækkuðu og munu seint
vera talin handtök húsfreyjunnar
við það verk meðan börnin voru
lí.til, en hvert handtak blessaðist
og bar góðan ávöxt í lífi þeirra og
starfi. Þau eignuðust sjö börn sem
komust á legg en eitt misstu þau
í fæðingu. Þau sem upp komust
eru þessi: Steinunn, fædd 2. júlí
1913, dáin 21. júní 1969; Arnór,
fæddur 27. júlí 1914, verslunar-
maður í Reykjavík; Sæmundur,
fæddur 6. des. 1915, bóndi á
Sveinungseyri; Kristinn, fæddur
30. júlí 1918, lögregluþjónn í
Reykjavík; Guðbjörg, fædd 26.
mars 1920, húsfreyja í Kópavogi;
Guðmundur, fæddur 30. ág. 1926,
lögregluvarðstjóri í Kópavogi;
Guðrún, fædd 17. apríl 1928,
fangagæsla í Reykjavík.
Auk þeirra sem hér eru framan
skráð misstu þau eitt barn árið
1917. Þetta er stór hópur eða þætti
það í dag, þrátt fyrir allt það
öryggi sem nútíma þjóðfélag veitir
með öllum sínum styrkjum og
lúxus sem þykir sjálfsagður. Hvað
þá í afskekktu sveitabýli fyrir
hartnær sextíu árum. Það getur
hver maður séð aö vinnudagur
Guðrúnar á Sveinungseyri var
bæði langur og strangur sem
krafðist fyllstu útsjónarsemi og
hagsýni við hvert einsta starf sem
leysa þyrfti, hvor:. heldur var utan
húss eða innan. Hjónin voru bæði
einkar samrýnd í starfi og sam-
taka með að leysa hvern þann
vanda sem að höndum bar. Árið
1939 byggðu þau nýtt íbúðarhús á
jörðinni og skömmu síðar öll
gripahús, enda jörðin þá orðin
gjörbreytt. Tún orðin mikil og
slétt og aðstaða öll hin ákjósan-
legsta til arðsamrar búsetu. Þá var
orðið ökufært vestur sýsluna og lá
þjóðvegurinn um hlaðið á
Sveinungseyri og því afar gest-
kvæmt og öllum veitt af fágætri
rausn, enda á orði haft hjá
ferðafólki að víða væri gott að
koma en hvergi eins og að
Sveinungseyri. Slíkar voru mót-
tökurnar og hlýjan í öllu viðmóti
að þar var eins og allir væru
nánustu ættingjar að koma heim
eftir langa fjarvist. Það eru
ábyggilega margir sem bera hlýj-
an hug til Guðrúnar á Sveinungs-
eyri og minnast hennar með
þakklæti í huga.
Mann sinn missti Guðrún 25.
júní 1954. Hann drukknaði í
Breiðafirði á heimleið úr sjúkra-
húsi. Var það mikið áfall fyrir
Guðrúnu. En þá eins og svo oft
áður sýndi hún hversu mikla
hetjulund hún hafði að geyma.
Gott mannorð er betri en mikill
auður. Vinsæld er betri en silfur
og gull. Frá því ég fyrst man eftir
Guðrúnu minnist ég þess fyrst og
fremst hversu glaösinna hún var
alltaf og hlý í öllu viðmóti hvort
sem áttu hlut að máli menn eða
málleysingjar. Hún lét sér annt
um allt. Hún hafði mikið yndi af
söng og hefur ennþá eftir níu
áratuga göngu á erfiðri lífsbraut.
Óskar heitinn maður Guðrúnar
var móðurbróðir minn sem þessar
línur ritar og er mér því Guðrún
ekki ókunn, heldur mætti segja að
hún væri önnur móðir mín eins og
raunar allra þeirra fjölmörgu
barna sem hún hefur umgengist á
lífsleiðinni og huggað og glatt svo
engum getur gleymst sem hefur
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast henni.
Kringum 1960 flutti Guðrún svo
alfarin til Hafnarfjarðar og bjó
þar ein í leiguíbúð og sá að öllu
leyti um sig sjálf, sívinnandi í
höndum uns sjónin bilaði svo að
hún gat ekki lengur verið næg
sjálfri sér og flutti þá til Kristins
sonar síns að Kúrlandi 1 í
Reykjavík og nú síðasta árið hefur
hún dvalið á dvalarheimili
aldraðra sjómanna í Reykjavík.
Guðrún mín. Ég vil með þessum
fátæklegu línum flytja þér þakkir
fyrir allt gott sem ég hefi frá þér
hlotið á lífsleiðinni. Sömuleiðis
kveðju og þakkir frá móður minni
sem þreyir nú ein í þagnardjúpi
gleymskunnar sex dögum eldri en
þú ert. Sömuleiðis þakkir frá
systkinum mínum frá Hyrnings-
stöðum. Við sendum þér okkar
innilegustu árnaðaróskir á nítug-
ásta afmælisdaginn og vonum að
góður Guð varðveiti þig hverja
líðandi stund uns lokadagur lífs
þíns hverfur í móðu aldanna.
Það skal tekið fram að Guðrún
dvelur á afmælisdaginn að Kúr-
landi 1 hjá Kristni syni sínum og
tekur á móti gestum á milli 16 til
18.
Lifðu heil.
Guðm. A. Jónsson.
Bolvíkingar
efstir á skák-
þingi UMFÍ
ÚRSLITAKEPPNI í skákþingi
UMFÍ 1977 íór fram í Reykjavík
18. og 19. mars s.l. Sex sveitir frá
aðildarsamböndum og félögum
UMFÍ voru mættar til leiks.
Skákmeistari UMFÍ 1977 varð
sveit ungmennafélags Bolungar-
víkur, hlaut 14 vinninga. Röð
hinna sveitanna og vinningar urðu
sem hér segir:
sæti vinn.
2. sv. Víkverja 11'/2
3. sv. UMSK 11
4. sv. USAH 9
5. sv. UMSE Vk
6. sv. UÍA 7
Skákþing UMFÍ hefur verið háð
árlega frá 1969 og hefur sveit
UMSK oftast hlotið sigurtitilinn á
þessum tíma eða sex sinnum alls,
HSK einu sinni og UÍA einu sinni.
Verðlaunagripurinn sem skák-
meistari UMFÍ hlýtur hverju sinni
til varðveislu er haganlega útskor-
inn skákriddari sem skorinn var á
sínum tíma af Jóhanni Björnssyni
myndskera.
Undirbúningur fyrir skákþing
UMFÍ 1978 er þegar hafinn en
úrslitakeppnin fer fram á 16.
Landsmóti UMFÍ sem fram fer á
Selfossi 21,—23. júlí í sumar.
Svíar haldi
sig vid
kjarnorku
JStokkhólmi, 29. marz. AP.
SÉRSTÖK stjórnskipuð nefnd
lagði til í dag að Svíar haldi fast
við þá stefnu að nota kjarnorku
sem sinn annan helzta orkugjafa.
Álit nefndarinnar er talið mikið
áfall fyrir Torbjörn Falldin
forsætisráðherra og Miðflokkinn.
Niðurstaða nefndarinnar gengur
þvert á stefnu flokksins, sem
valdi flesta nefndarmennina.
Aðeins þrfr nefndarmanna af
15 voru samþykkir því að Svíar
létu af allri kjarnorkuframleiðslu
fyrir lok næstu áratugar.
„Það á eftir að koma í ljós hvort
stjórnmálaflokkarnir taka sömu
afstöðu og fulltrúar þeirra í
nefndinni. Ég hef sömu skoðun og
áður í þessum málum,“ sagði
Torbjörn Fálldin í dag.
Orkunefndin var í einu og öllu
sammála um að Svíþjóð reyndi af
fremsta megni að minnka olíuþörf
sína, en veitti fé í staðinn til að
vinna orku úr eigin auðlindum er
endurnýja sig, svo sem sólarorku.
Nefndin leggur til að Svíar noti
betur afgangshita frá kjarnorku-
verum til húsahitunar til að
minnka olíuþörf sína.
Sex kjarnorkuver eru nú í
notkun í Svíþjóð og fimm eru í
smíðum. Nefndin hefur ekki enn
gert tillögur um varúðarráð-
stafanir í sambandi við kjarnorku-
ver og kjarnorkuframleiðslu, en
Fálldín sagðist telja þær tillögur
nefndarinnar mikilvægasta hlut-
verk hennar.
9tl
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Borgarfjörður
Aöalfundur Sjálfstæöiskvennafélags Borgarfjaröar veröur haldinn aö
Brúarreykjum, þriöjudaginn 4. apríl n.k. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins í
Austurlandskjördæmi
heldur fund í Félagslundi á Reyöarfiröi sunnudaginn 2. apríl kl. 2
e.h.
Fundarefni:
Framboö til alþingiskosninga.
Stlórnin.
Sjálfstæðisfélag Akureyrar
boöar til rabbfundar sunnudaginn 2. apríl n.k. kl. 14 aö
Kaupvangsstræti 4.
Fundarefni:
Almennar umræöur um skipulagsnefnd Akureyrarbæjar. Starfsreglur
og starfssviö nefndarinnar. Nefndarmennirnir Guömundur Guölaugs-
son og Haraldur Sveinbjörnsson koma á fundinn, einnig Haraldur
Haraldsson sem vinnur aö hinu marg umtalaöa miöbæjarsklpulagi.
Allt áhugafólk um þetta efni hvatt til aö koma á fundinn og taka
þátt I umræöum. Stjórnin.
Stjórnin