Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 32

Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 Minning: Katrín María Magnúsdóttir frá Böðvarsdal Þann 17. þ.m. andaðist í Borgar- spítalanum í Reykjavík Katrín María Magnúsdóttir frá Böðvars- dal í Vopnafirði, rúmlega áttatíu og tveggja ára að aldri. Hún var ein af þeim kyrrlátu í landinu, sem skilað hafa þjóð sinni miklu og farsælu ævistarfi, unnu af kærleiksrikri hollustu og trú- mennsku, sem er undirstaða far- sældar og hamingju hvers þjóðfé- lags. Hún var heilsteyptur og gull- traustur persónuleiki, sem mikill- ávinningur var að kynnast og gott er og ljúft að minnast við leiðar- lok. Katrín María var fædd þ. 13. október 1895 í Böðvarsdal, dóttir hjónanna Magnúsar Hannessonar, Magnússonar Hannessonar, bónda þar og konu hans Elísabetar Ólsen frá Klakksvík i Færeyjum. Foreldrar hennar fluttu frá Böðvarsdal til kauptúnsins í Vopnafirði og naut hún kennslu í skólanum þar á barns- og unglingsárum. Sóknarprestur hennar var sr. Sigurður P. Sívert- sen, síðar prófessor við guðfræði- deild Háskóla Islands. Minnist hún uppfræðslu hans með mikilli virðingu og aðdáun. Þann 14. september 1913 giftist hún Ingólfi Kristjánssyni, Sigurðssonar bónda á Grímsstöð- um á Hólsfjöllum. Þeir Gríms- staðamenn eiga ættir að rekja til sterkra stofna í Suður-Þingeyjar- sýslu þ.á m. Skútustaðaættar. Búskap sinn byrjuðu þau á Gríms- stöðum og bjuggu þar samtals í 13 ár, en á Víðirhóli, kirkjustað Hólsfjalla, samtals í 24 ár, alls 37 ár þar í sveit. Landskunn er gestrisni og fyrir- greiðsla þeirra Grímsstaðamanna við gest og ganganda. Byggðin þar var og er eins konar vin í eyðimörk, milli Norður- og Austurlands. Sr. Páll Þorleifsson prestur á Skinnastað lýsir þessari háfjallab.vggð vel í ágætri grein í Árbók Þingeyinga 1965, er ber heitið „Grímsstaðir á Fjöllum". Mér er það í barnsminni hvað við í lágsveitum Norðursýslu litum upp til Fjöllunga. Þótt vetrarveðr- in væru þar hörðust og frost- hörkurnar mestar á byggðu bóli í landinu, var þar búsæld, féð vænt, vetrarbeit góð og kjarnmikil. Eh það þurfti þrek og dugmikla karlmennsku og árvekni að halda fé til beitar á þessum slóðum. Á fyrstu búskaparárum þeirra Katrínar og Ingólfs kom hvert harðindaárið af öðru, 1914, 1916, 1918, frosta- og ísaveturinn mikli, og 1920. Þetta voru erfið ár, eins og allar aðstæður voru þá, og það geta þeir einir fyllilega skilið, sem tekið hafa þátt í þeirri baráttu og lifað því lífi, sem þjóðin mátti þá búa við. Katrín og Ingólfur eignuðust alls fimmtán börn. Þau eru hér talin í aldursröð: Kristjana Hrefna, gift Sigfúsi Pálma Jónassyni frá Helgastöðum í Reykjadal, bónda í Pálmholti, nú á Akureyri. Hörður, drukknaði 1932, sextán ára. Sigurður, bóndi á Smjörhóli í Öxarfirði, dáinn 1954, kvæntur Svövu Óladóttur. Baldur, menntaskólakennari í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Bahr frá Pommern í Þýzkalandi, dáin 1965; seinni kona hans er Kristín H. Pétursdóttir bókavörð- ur. Ragna Ásdís, gift Guðjóni Kristni Eymundssyni rafvirkja í Reykjavík. Magnús, varð úti milli Víðirhóls og Fagradals, sextán ára gamall. Stefán Arnbjörn, verkstjóri á Akureyri, kvæntur Auði Guðjóns- dóttur. Þórunn Elísabet, hjúkrunar- kona, gift Arnari Jónssyni mat- reiðslumanni Reykjavík. Jóhanna Kristveig Johannessen, gift Matthíasi Jóhannessen rit- stjóra og skáldi. Kristján Hörður, tannlæknir í Reykjavík, kvæntur Þorbjörgu Jónsdóttur frá Akureyri. Hanna Sæfríður, gift Braga Axelssyni bónda í Ási Kelduhverfi, nú á Akureyri. Karolína Guðný, gift Steingrími Sigvaldasyni vélstjóra í Reykjavík. Birna Svava, gift Aðalsteini Vestmann málarameistara á Akureyri. Páll, starfsmaður Orkustofnun- ar, kvæntur Guðrúnu Margréti Sveinsdóttur kennara frá Akra- nesi. Hún dáin 1971. Magnús, deildarstjóri í Sam- vinnubankanum á Egilsstöðum (Samvinnutryggingar), kvæntur Helgu Maríu Aðalsteinsdóttur. Barnabörn Katrínar og Ingólfs eru nú 53, og barnabarnabörnin eru orðin mörg. Þessi stóri, glæsilegi hópur frá Víðirhóli ber foreldrum og heimili sínu fagurt vitni um manndóm, gáfur og mannkosti alla. Árið 1950 fiuttu Katrín og Ingólfur frá Víðirhóli að Kaup- angsbakka í Eyjafirði. Ingólfur andaðist 9. janúar 1954, á sex- tugasta og fimmta aldursári. Vorið 1954 flutti Katrín til Akureyrar. Þrjú yngstu börnin voru þá á aldrinum 13—16 ára. Á Akureyri áttu þau heima til 1962 að yngstu synir hennar, Páll og Magnús, höfðu lokið stúdentsprófi frá menntaskólanum þar. Fluttu þau þá til Reykjavíkur og hélt hún heimili fyrir þessa syni sína, þar til þeir stofnuðu sín eigin heimili. Eftir það hélt hún heimili fyrir sig, síðustu árin í Heiðargerði 72. Þangað var gott að koma, þar mætti vinum og vandamönnum mikil gestrisni og látlaus alúð, þar ríkti kyrrð og friður. Framundir áttrætt vann Katrín fullan starfs- dag á saumastofu og segja má að henni hafi vart fallið starf úr höndum ævina út. í desember sl. kenndi hún sjúkleika og var um hálfs mán- aðartíma á Borgarspítalanum. Náði sér þó furðu vel. Þann 17. febrúar varð hún aftur að fara á Borgarspítalann og lézt þar þann 17. marz. Þar lauk langri og verkmikilli starfsævi merkrar og þrekmikillar heiðurskonu. sem hélt reisn sinni og sjálfsvirðingu til hinztu stund- ar. Katrín var ágætu atgervi búin, prýðilega greind og skaphöfn hennar vel gerð, traust og hóf- stillt. Hún var fríð sýnum og yfir persónu hennar og framkomu var látlaus reisn. Hluti af ríkri sjálfsvirðingu hennar var að vera sjálfbjarga, vera fremur veitandi en þiggjandi. En ástúð og umhyggja barna hennar, tengdabarna, barnabarna, frænda og vina var henni kærkom- in og dýrmæt á sama hátt og sólskinið er öllu lífi. Eftir að Páll sonur hennar missti konu sína 1971 frá ungri dóttur, studdu móðir og sonur hvort annað og átti litla sonardóttirin hlýtt og ástúð- legt athvarf hjá ömmu sinni, þegar þess þurfti með, þeim báðum til yndis. Hún var ekki orðmörg um sig og sína, viðhafði ekki hégómlegt né marklaust tal. Það fannst giöggt á að hún var traustur vinur vina sinna og hafði sínar skoðanir á mönnum og þeim málefnum, sem hún lét sig varða. Kynni okkar hófust er sonur hennar, Magnús, kvæntist dóttur ókkar hjónanna, Helgu Maríu. Sameiginleg ást til litilla barna- barna gerðu þessi kynni hugljúf og einlæg. Katrín María Magnúsdóttir var mikil hamingjukona og bar þar margt til. Að henni stóð frænd- garður mikill óg góðum kostum búinn, þar sem var Böðvarsdals- fólk og varla mun hlutur móður- ættar hennar standa þar að baki, svo vaskir og traustir, sem frænd- ur okkar Færeyingar eru og þá ekki sízt þeir Klakksvíkingar. Hún gafst ung vel gerðum afbragðsmanni, Ingólfi Kristjáns- syni. Þau eignuðust, eins og áður segir, fimmtán mjög vel gefin og dugleg börn, sem ávaxtað hafa trúlega ættararf sinn við hin ýmsu störf í þjóðfélaginu, því og sjálfum sér til heilla. Þau háðu sína lífsbaráttu við mikla örðugleika og kröpp kjör þeirra tíma, en báru sigur af hólmi með mikilli sæmd og skiluðu þjóð sinni óvenju glæsilegum sigur- launum þeirrar baráttu, sem felst í vel gerðum og starfhæfum þjóðfélagsþegnum, afkomendum þeirra. Þau hjónin urðu fyrir miklum og sárum harmi við missi tveggja ungra sona sinna, en fórust af slysförum með nokkurra ára millibili. Á sama ári, 1954, varð Katrín að sjá á bak ástríkum eiginmanni sínum, er andaðist 64 ára að aldri, og syni sínum Sigurði, er andaðist 37 ára, frá konu og fjórum ungum börnum. Við þá atburði var máske ekki minnst um verð sú hamingja þeirra hjónanna og síðar Katrínar að hafa það þrek, þá skaphöfn og sjálfsstjórn og það trúartraust, sem til þess þarf að bera slíkar byrgðar án þess að bugast. Við fráfall Katrínar M. Magnús- dóttur hvarflar hugurinn til bernsku- og æskustöðva þeirra hjónanna, Vopnafjarðar og Hóls- fjalla, þar sem þau háðu sína megin lífsbaráttu. Þetta eru fagr- ar og svipmiklar sveitir. Þótt veður geti þar verið válynd, þá bera þær í skauti sínu, í ríkum mæli, andstæðurnar, búsæld mikla og máttuga töfra í vetrar- og sumardýrð. Og eitt er víst, að enginn býr ósnortinn í faðmi þeirrar töfraveraldar, að hann fái ekki þar af nokkurt svipmót, heiðríkju hugans, birtu og yl, sem til hjartans nær. Á áttræðisafmæli Katrínar 13. október 1975, hédlu börn hennar og tengdabörn henni samsæti, auk þeirra mættu þar barnabörn, barnabarnabörn, frændur og vinir. I samkvæminu ávarpaði hana tengdasonur hennar, Matthías Johannessen skáld, þar sem hann minntist tengdaforeldra sinna á fagran og hófstilltan hátt. Ávarp þetta yljaði áheyrendum um hjartarætur og bar því ljóst vitni, hve hún var vel virt og elskuð af sínum nánustu. Eitt það dýrmætasta, sem lífið veitir er kynning við traust og gott samferðafólk. Við það stendur hver og einn í ómældri þakkar- skuld. Við hjónin þökkum Katrínu Maríu Magnúsdóttur heilsteypta vináttu hennar og dýrmæt kynni. Það er ósk okkar að manndómur og mannkostir Katrínar og Ingólfs megi í ríkum mæli verða ættar- fylgja niðja þeirra, þeim sjálfum til sæmdar og hamingju og ís- lenzkri þjóð til blessunar. 29/3 1978. Aðalsteinn Eiríksson. Katrín M. Magnúsdóttir var fædd og uppalin í Böðvarsdal í Vopnafirði og talaði stundum um náttúrufegurðina þar eystra. Eg sá það gladdi hana, hvað mér þótti Vopnafjörður fallegur við fyrstu sýn, enda er hann æfintýraheimur á fögrum sumardegi og blasir við af Burstarfelli eins og ójarðnesk undraveröld, sem gleymist ekki frekar en óvænt dularfull reynsla. Ugga Greipssyni þótti Smjör- vatnsheiðin að vísu engin æfin- týraheimur, þegar hann var á leið í Vesturárdalinn. En í Fjallkirkj- unni segir: „Götur stefna í ýmsar áttir, mikils væntandi, margs spyrjandi, margt vitandi." Til Vopnafjarðar áttu margir erindi, ekki sízt útlendingar. Þangað komu margir færeyskir sjómenn og Elísabet Olsen, móðir Katrínar, sem hafði lært bakara- iðn heima í Færeyjum, réðst í bakarí á Kolbeinstanga, eins og Vopnafjörður var þá nefndur. Hún var ættuð úr Klakksvík. í Vopna- firði kynntist hún bóndasyninum í Böðvarsdal, Magnúsi Hannessyni, og reistu þau bú í föðurgarði hans, eins og Aðalsteinn Eiríksson getur um hér að framan. Baldur Ingólfs- son, sonur Katrínar, hefur tekið saman niðjatal Böðvarsdalsættar og er það mikill bálkur. Katrín fluttist með foreldrum sínum út á Tanga, eins og hún komst að orði, en þar á Vopnafirði gerðist Magnús utanbúðarmaður, en Elísabet Olsen varð eftirsótt nærkona. Um svipað leyti hléypti Katrín heimdraganum og réðst kaupakona að Grímsstöðum. Á Hólsfjöllum kynntist hún Ingólfi Kristjánssyni, sem hún giftist síðar. Kristján faðir hans rak stórbú á Grímsstöðum og var í hópi fjárríkustu bænda landsins. Þau Aldís Einarsdóttir, fyrri kona hans, bjuggu fyrst í Víðikeri í Bárðardal og þar var Ingólfur fæddur. Síðar gat Kristján valið um góða jörð í Mývatnssveit eða j fjallajörðina Grímsstaði og valdi hann hina síðarnefndu vegna þess að hann taldi hana betri fjárjörð. Hann húsaði vel bæ sinn á Hólsfjöllum og sótti timbur í hann til Vopnafjarðar, en þangað er yfir mikla fjallvegi að fara, eíns og kunnugt er. Katrín var ung þegar hún kom fyrst í Grímsstaði. Göturnar, sem lágu frá Vopnafirði, freistuðu hennar, enda hafði hún hlotið æfintýraþrá í arf frá móður sinni. Enda þótt hún ætti eftir að ala aldur sinn að mestu í einni afskekktustu fjallasveit landsins fylgdi henni alltaf einhver and- blær þeirrar forvitni og menntun- arþrár, sem einkennir heimsborg- arann. Katrín dáðist að kjarki móður sinnar, færeyskum gerðarþokka og líknandi höndum, enda sótti hún til hennar margt það bezta í fari sínu., Elísabet var eftirsótt yfir- setukona og hjúkraði mörgum, en það féll einnig í hlut Katrínar, þegar hún var orðin eftirminnileg húsfreyja á Víðirhóli á Fjöllum. Þá hjúkraði hún mönnum og dýrum og sat oft yfir sængurkon- um eins og móðir hennar. Katrín var afar hænd að föður sínum og þau lík um margt. Hún erfði í ríkum mæli það létta skap, sem honum var gefið, en þó einkum sönggleði hans og naut sín vel í Víðirhólskirkju. Hún lærði gítarleik í Reykjavík, en þó sagði hún síðar, að hún hefði helzt af öllu viljað læra orgelleik og verða kirkjuorganisti, en í þá daga urðu menn að sníða sér stakk eftir vexti og láta sér lynda það, sem ástæður leyfðu. Katrín var viðloðandi á Gríms- stöðum, þar til hún fór til Reykjavíkur 17 ára gömul. Hún bar mikla virðingu fyrir Kristjáni bónda, sem varð síðar tengdafaðir hennar, enda var hann óvenjuleg- ur maður á margan hátt, harðdug- legur og útsjónarsamur, áræðinn og athafnasamur, en þó einkum hlýr maður í viðmóti. Fjalla-Bensi átti t.a.m. athvarf hjá honum, en Katrín mundi vel, eftir honum og gaf mér góðan efnivið í grein um hann og Aðventu og var hún birt hér í blaðinu við andlát Gunnars Gunnarssonar. En ekki var við það komandi, að hún léti nafns síns getið og lýsir það henni vel — og þeim Ingólfi báðum og börnum þeirra. I Fjallræðunni segir um þá, sem hógværir eru, að þeir muni landið erfa. Katrín dvaldist á annað ár í Reykjavík og undi vel hag sínum. Hún lærði karlmannnafatasaum hjá Árna og Bjarna og hefði kosið að vera lengur í Reykjavík, enda átti margmenni vel við hana og þær götur heilluðu, sem hægt var að segja um, að væru margt vitandi. En svo fór, að allar götur, sem við Katrínu M. Magnúsdóttur blöstu, lágu norður — og heim. Á Grímsstöðum höfðu þau Ingólfur fellt hugi saman og nú skrifaði hann henni bréf, bað hana koma norður og giftast sér. Útþráin vék fyrir þeirri ást, sem átti eftir að duga báðum alla tíð og fæða af sér stóran barnahóp, þegar tímar liðu. Þegar Katrín var 18 ára, var hún komin norður á Hólsfjöll og þau Ingólfur gift. Einn þeirra eðliskosta, sem Katrín hlaut frá móður sinni, var dulræn skynjun og berdreymi ög hafa börn hennar sum erft þessa hæfileika í ríkum mæli, en þó flíkað þeim lítt. Erla skáldkona hefur skrifað athyglisverðar frá- sagnir um dulræna hæfileika Elísabetar Olsen og drög að mannlýsingu hennar. Vísa ég til þess. Nokkrum dögum áður en Stefán, bróðir Katrínar, drukknaði á Leifi heppna í Halaveðrinu dreymdi hana, að hún sæi hann í þröngum firði, sem hún þekkti ekki, og var hann girtur æðiháum, snarbrött- um og nöktum fjöllum og líktust þau einna helzt því umhverfi, sem minnti hana á frásagnir af Vest- fjörðum. I draumnum kemur Stefán upp úr sjönum, syndir að landi, gengur til Þórunnar Gísla- dóttur og drengjanna þeirra, Garðars og Geirs, kyssir þau öll, gengur síðan aftur í hafið — og hverfur. Þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Þegar Katrín var 16 ára dreymdi hana draum, sem vert er að geta. Henni þótti sem tré mikið yxi af barmi hennar og á því fimmtán greinar. Hún sagði vinnukonu draum þenna og réð hún hann svo, að Katrín ætti eftir að eignast 15 börn. Það sagði hún, að sér þætti ósennilegt, þó að hún vildi gjarna eignast nokkur börn. En allt fór þetta eftir. Þau Katrín og Ingólfur eignuðust þennan stóra barnahóp og er nú mikill skógur af þeim sterka stofni. Þau Katrín og Ingólfur misstu tvo drengi, Hörð og Magnús, af hörmulegum slysförum á Hóls- fjöllum og Efra-Fjalli, þar sem Hörður drukknaði, en Magnús varð úti í aftakaveðri. Þá voru tvær fagrar greinar af höggnar, en hin þriðja þegar Sigurður, sonur þeirra, lézt á sóttarsæng langt um aldur fram. Allir urðu þeir foreldrum sínum og systkinum mikill harmdauði og sárin eftir þá greru aldrei. Held ég, að Katrínu hafi fallið svo nær missirinn að hún hafi ekki litið fjallbláa öræfabyggðina sömu augum eftir það. Helzt kaus hún að tala ekki um harma sína. Á öræfum íslands er þögnin jafn- gildi margra orða. En hið mikla tré stóð af sér þessa sviptibylji eins og önnur áhlaup; þögult og æðrulaust svign- aði það og brotnaði ekki fyrr en í bylnum stóra síðast. Það var Katrínu ævinlega metn- aðarmál að börnin færu úr hreiðr- inu, lærðu vængtökin og gjörðu eitthvað úr sér, eins og hún komst að orði. Um þetta voru þau Ingólfur sammála, þó að hann hefði kosið að stækka búið og fá til liðs við sig ungar, óþreyttar hendur. Hann var hrekklaus mað- ur með öllu og átti svo fágæta kosti hlýju, óáreitni og góðvildar, að mér þótti hann stundum af öðrum heimi. Það er í guðspjöllunum, sem slíkur maður á rætur. Ég er þakklátur fyrir að hafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.