Morgunblaðið - 01.04.1978, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
Sigurrós Sigurðar-
dóttir - Minningarorð
Minning:
Kristín Guðmunds-
dóttírfrá Eskiholtí
Fædd 26. átfúst 1894
Dáin 4. janúar 1978
Það hefir legið á mér sem ljúf
skyfda að minnast móðursystur
minnar með nokkrum orðum, þó
að aðrir hafi þegar gert það, og
liðnir séu rúmir tveir mánuðir frá
burtför hennar.
Þegar nánir ættingjar og vinir
hverfa manni sýnum, hópast að
minningar um ótal smáatvik, sem
eru manni dýrmæt. Ég var á leið
til Reykjavíkur, er ég heyrði lát
hennar, og fékk því ekki í þetta
sinn að sjá glaða brosið og heyra
gömlu, hlýju kveðjuna, sem svo oft
áður. I stað þess stóð ég við börur
hennar, því stríði hennar var lokið
hér. Hvíld og friður skein af
ásjónu hennar.
Ég get ekki, svo vel sé, gert
æviþáttum hennar skil, til þess
skortir mig minni, enda er það
ekki tilgangurinn. Það er sá
þátturinn, sem tengdi mig og
systur mínar henni svo sterkt, sem
ég vildi þakka.
Rósa frænka, en svo nefndum
við hana ætíð, var fædd að
Bjarnastöðum í Kolbeinsdal í
Skagafirði hinn 26. ágúst 1894.
Foreldrar hennar voru Jóhanna
Pétursdóttir og Sigurður Stefáns-
son. Þau fluttust síðan að Bráð-
ræði á Skagaströnd og ólst hún
þar upp með foreldrum sínum. Tvö
systkini átti hún, þau Gunnhildi
og Jón. Seinna fluttist Rósa með
foreldrum sínum til Blönduóss.
Þar giftist hún fyrri manni sínum,
Sigurbirni Jónssyni. Þau eignuð-
ust þrjú börn: Huldu, gifta
Jóhanni Pálssyni á Akureyri,
Skúla, kvæntan Ingibjörgu Berg-
mann í Reykjavík, og Élínu, er þau
misstu mjög unga.
Þau hjón slitu samvistum eftir
nokkur ár. Fluttist Rósa þá til
Skagafjarðar ásamt börnum sín-
um tveim og foreldrum og dvaldist
að mestu á bæjum í Hjaltadal þar
til árið 1925, er hún fluttist til
Sauðárkróks. Þar tókst henni og
öldruðum foreldrum hennar að
koma sér upp húsi. Sýnir það
atorku og kjark, því að á þeim
árum var lífsbaráttan hörð og ekki
slíkt peninga- og allsnægtaflóð
sem í dag.
Sem svo margir aðrir á þeim
árum, sótti hún til Siglufjarðar á
sumrum í atvinnuleit. Síldin gat
oft brugðist til beggja vona og
voru þá erfiðir dagar hjá síldar-
fólkinu, ef ekki veiddist. Sagði hún
mér frá einu dæmi slíku, sem hún
aldrei gleymdi. Þá var hún að-
þrengd og allslaus, vissi engin ráð,
en þá kom faðir minn, mágur
hennar, óvænt inn úr 'dyrunum.
Átti hann þá leið til Siglufjarðar
í viðskiptaerindum og hafði með-
ferðis andvirði þess, sem hann
hafði nýverið selt, og gat lánað
henni í bili. Þetta var fyrir hana
hjálp frá Guði.
Á Siglufirði kynntist hún seinni
manni sínum, Ágústi Hreggviðs-
syni, mesta myndar- og atorku-
manni. Starfaði hann um árabil
sem verkstjóri hjá Vita- og
hafnarmálastjórninni. Þau giftust
1. febrúar 1941. Einn son eignuð-
ust þau, Sigurð, kvæntan Láru
Jóhannesdóttur í Reykjavík.
Ágúst átti tvö börn frá fyrra
hjónabandi, þau Jónu og Hreggvið.
Hreggviður kvæntist Jakobínu
Björnsdóttur, yndislegri, ungri
konu frá Vestmannaeyjum og
eignuðust þau tvö börn, dreng og
stúlku.
Segja má, að sorgin hafi ekki
gengið fram hjá þessari fjölskyldu,
frekar en svo mörgum öðrum. Veit
ég, að Rósu frænku minni þótti
mjög vænt um þau öll, ekki síður
en föðurnum og var þetta mikið
áfall. Þó var enn þyngra högg
framundan, því árið 1951 fórst
Hreggviður í flugslysi milli
Reykjavíkur og Vestmannaeyja.
Var hann þá aftur nýlega búinn að
stofna heimili í Neskaupsstað og
búinn að eignast tvo litla syni. I
þessum raunum öllum var Orð
Guðs styrkur Ágústs og Rósu.
Einkar kært var með Jónu,
dóttur Ágústs, og frænku minni,
og reyndist hún stjúpmóður sinni
afburða vel. Hún var sú, sem ég
oftast hitti í heimsókn hjá frænku,
er ég leit þar inn, og síðastliðið
sumar, er ég var á ferð og
heimsótti Rósu á elliheimilið
Grund, var Jóna sínum vana trú
þar. Synirnir og tengdadæturnar
reyndu eftir megni að líta til með
henni og hjálpa á ýmsa vegu, eftir
að kraftar hennar tóku að þverra
og sjónin að daprast. Ótaldar eru
ferðir Huldu, dóttur hennar, suður
að heimsækja móður sína og var
þá óspart tekið til höndunum að
lagfæra móðurinni til hægðar-
auka.
Mínar fyrstu minningar um
móðursystur mína er ljúfsárar.
Það var, þegar móðir okkar systra
dó, haustið 1929. Viðbrögð hennar,
orð hennar, hvernig hún reyndi að
hugga. Barnshugurinn er opinn og
viðkvæmur og við slík atvik
gleymist ekki fyrsta skjólið, sem
maður fær. Hún tók okkur heim til
að byrja með og ég man, hvað allt
var „fínt“ hjá frænku. Þá voru
ekki teppi á gólfum sem nú, en
gólfin hvítskúruð og lampa-
skermurinn í stofunni með perlu-
kögrinu og rafmagnsljósið... —
þetta var allt svo hrífandi.
Nú skildust leiðir okkar systr-
anna þriggja, þó við yrðum allar
í sama bæ þrem árum seinna. Man
ég marga stund, er við hittumst,
að ein sagði: „Eigum við að
skreppa til Rósu frænku?" Það var
alltaf samþykkt á stundinni, og
þegar drepið var á dyr, lauk hún
upp hurðinni og vafði okkur að sér.
Ég sé hana fyrir mér, man
hljóminn í orðunum: „Nei, eruð
það þið, elsku litlu frænkurnar
mínar". Síðan var sett fram mjólk
Framhald á bls. 26.
F. 19. nóvember 1899.
D. 24. marz 1978.
Síminn hringir, kunnugleg rödd
frænku minnar er í símanum.
Mamma er dáin, hún dó í gær-
kvöldi. Svarið var: Ég óska henni
til hamingju með hvíldina og að
þjáningum hennar er lokið. Um
hvern er verið að tala? Kristínu
frá Eskiholti. Hún var búin að
vera sjúklingur langan tíma og
öllum sem þekktu hana hlaut að
þykja vænt um þessa fregn.
Hún var fædd að Vatnshömrum
í Andakíl og var tvíburi, hitt var
stúlka, Vilborg, d. 8. des. 1899. Í
Andakíl bjuggu þá foreldrar henn-
ar, er síðar bjuggu og gerðu
garðinn frægan að Skálpastöðum í
Lundarreykjadal, Guðmundur
Auðunsson og kona hans Guðbjörg
Aradóttir frá Syðstufossum. Þar
ólst Kristín upp í systkinahópi, en
nú er aðeins einn eftir af þeim,
Þorsteinn hreppsstj. á Skálpastöð-
um, hin voru Ari verkstjóri í
Borgarnesi, er fórst af slysförum
löngu fyrir aldur fram, og Guðrún
saumakona í Rvík, sem einnig dó
fyrir aldur fram.
Ung að árum var hún vetur á
unglingaskóla í Hjarðarholti í
Dölum. 1928 giftist hún Bjarna
Sveinssyni, úrvalsmanni frá Kolls-
stöðum í Dölum. Látinn fyrir um
tveimur árum. Þau bjuggu í
Eskiholti við rausn og myndar-
skap meðan heilsan leyfði. Þau
áttu 4 börn: Guðmund og Svein,
bændur á Brennistöðum í Borgar-
hreppi, Helgu Sólveigu, húsmóður
á Steinsstöðum við Akranes, og
Eystein bónda í Eskiholti.
Þetta er ramminn og stiklað á
stóru. Eftir er hvað skilur hún svo
eftir hjá okkur sem stöndum á
strönd hafsins og komum síðar.
Minningar um gestrisni og góð-
vilja, minningar um þegar maður
varð þreyttur á Reykjavík og því
sem unnið var að. Þá var að fara
upp að Eskiholti og hvíla sig hjá
frænku og ekki spillti Bjarni
maður hennar fyrir, þarna voru
tvær samvaldar sálir á ferð og
síðustu árin voru aðeins bið hjá
henni eftir að þau mættu aftur
vera saman þar sem ekkert
skyggir á gleði, þar sem elífðin
blasir við og aðeins er heilsast en
aldrei kvaðst framar.
Það bar ekki mikið á Kristínu út
á við, heimilið var henni allt,
börnin og maðurinn var það eins
sem skipti máli fyrir hana, þjón-
ustan og starfið. Hún naut þeirrar
gleði að sjá börn sin vaxa úr grasi,
verða nýtir þegnar þessa þjóð-
félags. Hún naut þess að sjá
barnabörn sín vaxa og stækka og
þau sakna nú vinar í stað og það
að vonum, þá er að vera minningar
hennar verðug. Ég þakka frænku
fyrir allt sem liðið er ég óska
henni til hamingju mað að vera
laus við sjúkrahúsveru og veikindi.
Flyt börnum hennar og barna-
börnum þakkir fyrir það sem þau
voru henni þessi síðustu ár.
Ari Gislason.
Fá störf munu vera kröfu-
harðari en störf húsmóður í sveit.
Sé bærinn í þjóðbraut þarf ekki
einungis að sinna daglegum önn-
um og sínum nánustu heldur
fjölda gesta sem oft gera ekki boð
á undan sér. Þá reynir á jafnlyndi
og lipurð, gestrisnina sem við
íslendingar stærum okkur svo oft
af og aðrar þjóðir undrast í fari
okkar.
Bærinn Eskiholt í Borgarhreppi
í Mýrasýslu stendur skammt frá
þjóðveginum vestur og norður.
Þaðan gefur víða sýn og þar hefur
löngum verið gestkvæmt. Margir
eiga þaðan ljúfar minningar.
Þau hjónin Bjarni Sveinsson og
Kristín Guðmundsdóttir hófu
búskap í Eskiholti árið 1928.
Bjarni lést 24. september 1976,
Kristín 24. mars sl. á föstudaginn
langa. I veikindum Bjarna hjúkr-
aði Kristín honum af nærfærni,
vék naumast frá honum, enda
hafði samband þeirra verið slíkt
alla tíð að þau máttu ekki hvort af
öðru sjá. Hún var honum í senn
eiginkona og móðir og ekki síst
vinur. Það vill stundum gleymast
að í hjónabandi er gagnkvæm
vinátta nauðsynleg. Bjarni Sveins-
son var góður bóndi sem ræktaði
jörð sína og hagleiksmaður eins og
hann átti kyn til. En segja má að
Kristín Guðmundsdóttir hafi ekki
síður verið áhugasöm um land-
búnaðarstörf og henni auðnaðist
að sjá árangur vinnu þeirra hjóna
og dugmikilla afkomenda þeirra.
Tengdadóttir hennar lét svo um-
mælt í mín eyru að Kristín hefði
verið mikil búkona, fyrirhyggju-
söm og dugleg og gladdist yfir öllu
sem gert var búinu til hagsældar
þótt hún væri sjálf hætt búskap.
Kristín hafði yndi af skepnum og
var mikið fyrir hesta eins og
systkini hennar. Sjálfur varð ég
vitni að umhyggju hennar fyrir
búinu í Eskiholti. Öll voru ráð
hennar gefin af góðum hug og
mótuð af viðhorfum kynslóðar sem
er starfið allt.
Kristín var einstaklega hýr og
glaðleg kona og gat látið fjúka
glettnar athugasemdir sem vitn-
uðu um góða greind, orðheppni
þess sem segir fátt, en ekkert
merkingarlaust.
Hún leiddi mig og konu mína
einu sinnu upp á loft til að sýna
okkur viðarnýra sem hún hafði
tekið með sér að heiman þegar hún
var gefin Bjarna Sveinssyni. Það
var gömul trú að sá bær brynni
ekki þar sem fyrir væri viðarnýra.
Af loftinu í Eskiholti sá hún fram
í dalinn sinn, Lundarreykjadal, og
þangað varð henni oft litið. Þótt
bernskuheimilið væri henni mikils
virði undi hún sér vel í Borgar-
hreppi. Þar var hennar staður og
stund. Ég setti saman dálitið ljóð
um viðarnýrað hennar Kristínar í
Eskiholti, en ekki minnist ég þess
að hún hafi drepið á það við mig.
í Eskiholti var yfirleitt talað um
annað en skáldskap. Kristín spurði
mig þó einu sinni hvernig mér
þætti Geiri, frændi sinn, og átti
við Þorgeir Sveinbjarnarson. Hún
geymdi minningu hans eins og
margir sem kynntust þeim óvenju-
lega manni og snjalla skáldi, einu
helsta stolti borgfirskrar skáld-
listar.
Á sveitaheimilum líður tíminn
við störf inni og úti. Umræður
snúast um veður og búskap. Það er
ró yfir öllu, öfundsverð kyrrð fyrir
borgarbúa sem kann ekki að vera
um kyrrt nema skamma stund, er
óðara floginn. Þannig var and-
rúmsloftiö í návist þeirra Bjarna
og Kristínar í Eskiholti, hljóðlátt
skraf þar sem mannkostir þeirra
hjóna leyndu sér ekki. Ekki held ég
að nútíminn hafi verið þeim að
skapi, en þau höfnuðu honum pkki,
enda höfðu synir þeirra tekið
tækniframfarir hans í þjónustu
sína með myndarbúskap í Eski-
holti og á Brennistöðum.
Kristín Guðmundsdóttir fæddist
19. nóvember 1899 að Vatnshömr-
um í Andakíl, en fluttist með
foreldrum sínum að Skálpastöðum
í Lundarreykjadal tveggja ára
gömul og ólst þar upp. Foreldrar
hennar voru Guðbjörg Aradóttir
ljósmóðir frá Syðstu-Fossum í
Andakíl og Guðmundur hrepp-
stjóri Auðunsson Vigfússonar á
Varmalæk. Guðmundur bjó að
Skálpastöðum í 28 ár, en konu sína
missti hann 1921. Kristín stundaði
nám í unglingaskóla í Hjarðar-
holti í Dölum og þar kynntist hún
mannsefni sínu, Bjarna Sveinssyni
+
OLAFUR ÁRNASON,
tjómaður,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 3. apríl kl. 13.30.
Petra og Pétur Auöunsaon.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
HALLFRÍÐUR ALDA EINARSDÓTTIR,
Blesugróf 24, Reykjavík,
sem andaöist á Borgarspítalanum þann 19. mars s.l. veröur jarösungin frá
Fossvogskirkju, mánudaginn 3. apríl n.k. kl. 10.30.
Siguröur Þorvaldsson
Steinpór Hilmarsson Lilja B. Tryggvadóttír
Eygló B. Einarsdóttir Rónar Hartmannsson
og barnabörn.
Faöir okkar,
JONAS BJARNASON,
Boóaslóó 5, Vestmannaeyjum,
veröur jarösunginn frá Landakrikju, laugardaginn 1. apríl, kl. 2 e.h.
Börn hins látna og aðrir vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför
FINNBOGA BJÖRNSSONAR,
Þvergötu 4, ísafirói.
Salvör Krístjánsdóttir, Björn Finnbogason,
Ólöf Finnbogadóttir, Guðmundur Olason,
Guómundur Finnbogason, Valdís Jónsdóttir,
Kristján Finnbogason, María Sonja Hjálmarsdóttir,
Arndís Finnbogadóttir, Einar Árnason,
og barnabörn.
+
Innilegustu þakkir fyrir samúö og vinarhug viö fráfall og jaröarför,
KRISTÍNAR ÞORLEIFSDÓTTUR,
frá Landamótum, Vestmannaeyjum.
Vandamenn.
+
Innilegar þakkir til allra, er sýndu samúö og vinsemd viö andlát og útför
mannsins míns og bróöur,
HARALDAR ÓLAFSSONAR,
Hringbraut 99.
Guö blessi ykkur öll.
Kristlaug PátursdótUr,
Ragnhildur Ólafsdóttir.