Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
.ir w fUÆntPí''Utt'ij
heimilið einangrast um tíma.
Sérstaklega langar mig að vekja
athygli á því að á Sólheimum er
jarðhiti og þar er útisundlaug, sem
nú er komið að því að þurfi að
lagfæra og endurbæta, en heimilið
vantar fjármagn. Mér er kunnugt
um að góðgerðarfélög hafa sýnt
Sólheimum vinsemd með góðum
gjöfum og fjárframlögum, en
betur má ef duga skal.
Með þökk fyrir birtinguna,
virðingarfyllst,
G.E.N.“
Án efa er unnið fórnfúst starf og
mikið á Sólheimum og á öðrum
heimilum fyrir þessa minnihluta-
hópa og minni máttar, sem þarf að
gefa gaum að. Það þarf að
viðhalda stöðugri umræðu um þau
heimili og félög sem sinna þessum
málaflokki og vissulega er það
nauðsynlegt að hafa vakandi auga
í því hvar hægt er að koma þeim
til hjálpar með framlögum og með
öðru móti.
• Geymsla skotvopna
Nýlega barst í bréfi mynd þar
sem bent er á hvernig gott sé að
geyma skotvopn meðan þau eru
ekki í notkun og með þeirri aðferð
er lítil hætta á að skot hlaupi úr
byssum eins og bréfritari bendir á
og gerist jafnan stöku sinnum.
Ekki gerist þörf á að lýsa þessum
búnaði neitt, það má auðveldlega
sjá á myndinni hvernig hann er, en
bréfritari segist hafa rekist á
þetta í erlendum bæklingi og vildi
koma þessari hugmynd á
framfæri.
• Gamlir hjallar?
„Það ætti að kveikja í þessum
gömlu húshjöllum í miðbænum að
mínu áliti. Það er óþrifnaður að
þeim og slysahætta og ætti
vissulega að rísa þarna nýtt
hverfi. Ég skil ekki það fólk sem
reynir og vill halda í þessar
byggingar, úreltar og fúnar.
Örn Asmundsson".
Þetta var stutt og laggott bréf,
en varla eru lesendur allir því
sammála. Svo hefur nú mikið verið
talað um húsfriðun að það er
kannski ráðlegt að gera hlé á því,
en þó skulu fúslega birt þau bréf
sem um málið fjalla, ekki sízt ef
þau hafa eitthvað nýtt fram að
færa.
Þessír hringdu . . .
• Hvaö er gert?
Aldraður>
— Mig langar aö spyrja að
því hvað sé eiginlega gert fyrir
gamla fólkið nú til dags. Hvað, er
ekkert gert? spyr þá e.t.v. einhver
á móti. Jú, mikil ósköp, mikið er
gert, en kemur það allt saman að
fullu gagni? Mjög er misjafnt
hvernig þessum ellimálum er
háttað í hinum ýmsu sveitarfélög-
um, sums staðar eru komnar
leiguíbúðir fyrir aldraða og annars
staðar stór og góð elliheimili. En
þá má líka spyrja, hvað sé gert
fyrir sjúka gamla fólkið. Fær það
inni á sjúkrahúsum, fær það þá
aðhlynningu sem þarf og fær það
hjúkrun heima eða á spítölum,
nema það sé nánast að dauða
komið?
Auðvitað er þetta of svört mynd
sem máluð er, en mér finnst allt
í lagi að varpa fram þessum
spurningum, því ég vil gjarnan
heyra það frá fólki, miðaldra fólki,
fólkinu sem er nú sem óðast að búa
sig undir prófkjör og kosningar út
um allt land, hvað þetta fólk ætlar
að gera fyrir okkur, sem erum
orðin gömul. Mér fannst það góð
athugasemd sem komu fram í
sjónvarpinu er rætt var við
Vestfiröing, sem sagði eitthvað á
þá leið að illa væri komið fyrir
þeirri þjóð, sem ekki hefði tíma til
að hugsa um börn sín eða gamal-
menni. Það á að geyma alla á
heimilum, bæði börnin og gamla
fólkið, þetta eru hálfgerðar stofn-
anir eða geymslur þar sem fólki er
hrúgað inn. Með þessu er ég þó
ekki að kasta rýrð á elliheimilin,
þau eru vissulega þörf, en það er
ekki þar með sagt að allir séu
„stikkfrí" frá því að sinna gamla
fólkinu, þó að til séu nokkur
elliheimili út um land.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Bugojno í marz kom þessi staða
upp í skák þeirra Spasskys, sem
hafði hvítt og átti leik, og Larsens.
19. Hd6! (En alls ekki 19. Dxc4?
Be3+) Bxd6 20. Hxd6 - Dc5 21.
Hd5! og Larsen gafst upp. Hvort
sem hann leikur 21.... Db4 eða 21.
... Dc6 eru honum allar bjargir
bannaðar eftir 22. Rb5!
HÖGNI HREKKVÍSI
Stakkstu þér nú rétt einu sinni í fuglabaðið?
— Athugasemd
Framhald af bls. 13
sínar með því að taka að sér störf
utan kirkjunnar svo sem við
kennslu í skólum. Nei, hér er verið
að skapa mönnum óréttlætanlegan
aðstöðumun til tekjuöflunar. Þetta
mál réttlætir ekki heldur brott-
rekstur Ragnars.
Það er ýmislegt í sambandi við
þetta mái, sem forráðamenn Dóm-
kirkjunnar virðast ekki sjá eða
vilja ekki sjá. Þeir virðast t.d. ekki
gera sér grein fyrir því að uppsögn
Ragnars snerti enga aðra en hann
sjálfan. Það virðist vera svo, að
þeir geri sér ekki grein fyrir því,
að með því að segja honum upp,
eru þeir líka að vanhelga minning-
una um það starf, sem Páll
Isólfsson skóp og mótaði í Dóm-
kirkjunni meðan hann var starf-
andi þar. Það er verið að vanhelga
minninguna um þá staðreynd um
hann, að hann náði það langt á
listaferli sínum, að hann var
kallaður til starfa á orgelstóli
Bachs í Tómasarkirkjunni í Leip-
zig. Ef til vill er forráðamönnum
Dómkirkjunnar þessi minning um
Pál einskis virði. Það er sorglegt,
ef svo er. En sé svo, þá ætla ég að
biðja þá að opna augun fyrir því,
að frá mínu sjónarmiði séð er það
vel viðeigandi að hafa þessa
minningu um Pál að leiðarljósi við
það að móta tónlistarstarfsemi í
Dómkirkjunni í framtíðinni. Og ég
skora enn á forráðamenn Dóm-
kirkjunnar að líta á málið í ljósi
þess, að Ragnar Björnsson hefur
þá yfirburði yfir aðra íslenska
organleikara, að hann einn er fær
um það að viðhalda þeirri reisn
yfir dómorganistastarfinu, sem
Páll Isólfsson hóf það í á sínum
tíma. Þá má ekki launa Ragnari
fyrir þessa yfirburði sína með því
að reka hann úr starfi. Það má
heldur ekki launa Ragnari fyrir
það að hafa getið sér góðan orðstír
í hljómleikahaldi heima og erlend-
is með því að reka hann úr starfi,
en það er eínmitt það, sem búið er
að gera, og það er hneykslið.
Forráðamenn Dómkirkjunnar
hafa sett smánarblett á starfsemi
höfuðkirkju landsins með því að
reka Ragnar. Ég skora á þá að
endurskoða afstöðu sína til máls-
ins. Ég skora á þá að afmá þann
smánarblett, sem þeir hafa sett á
starfsemi Dómkirkjunnar í
Reykjavík með því að reka Ragnar
Björnsson. Og þennan smánarblett
á starfsemi kirkjunnar er ekki
hægt að afmá með öðru en ráða
hann til starfa á ný.
— Mynt
Framhald af bls. 8
áður mjög vanmetnir í verði. Eg
ætla ekki hér að gerast neinn
bókagagnrýnandi heldur endur-
tek ég að bókin íslenzkar myntir
1978 er afar handhæg og góð
handbók fyrir alla myntsafnara
hvort heldur er fyrir byrjendur
eða lengra komna. Útgefandi
bókarinnar er Frímerkja-
miðstöðin á Skólavörðustíg en
bókin fæst víða um land hjá
bóksölum einnig. Það er Finnur
Kolbeinsson, sem er ritstjóri
bókarinnar, sem nú hefir verið
gefin úr 10 sinnum. Hefir
Finnur unnið mikið verk fyrir
myntsafnara á undanförnum
árum og er honum mikill sómi
að því. Er bókin kom út fyrst,
árið 1969 var hún 16 síður. Nú
er hún 52 síður og full af
myndum. Ég er viss um að það
á eftir að bæta mörgu í bókina
svo hún vex væntanlega af efni
á næstu árum sem hingaðtil.
---------------
— Minning
Svavar
Framhald af bls. 39
mynd að, og þeim eigindum, sem
hann óskaði að væri ríkjandi í fari
hvers manns — sannleikur og
heiðarleiki.
Frá okkur samstarfsfólki hans á
skrifstofu Sementsverksmiðjunn-
ar eru sendar hinstu kveðjur og
tjáðar þakkir fyrir samveruna og
samstarfið á liðnum árum. Þakkir
fyrir Ijúfmannlega og háttvísa
framkomu í daglegri umgengni og
drengskap og holl ráð allt frá
fyrstu kynnum til hinsta fundar.
Eiginkonu Svavars, frú Sigríði,
börnum þeirra og öllum öðrum
aðstandendum, sendum við kveðj-
ur samúðar og hluttekningar.
Helgar minningar um fallinn
ástvin þeirra megi verða þeim
styrkur á ófarinni leið.
Mýki harm þeirra og sefi í þeirri
raun, sem þoluð hefur verið og
fordæmi um æðrule.vsi og hugarró.
„Aldrei deyr þótt allt
um þrotni
endurminninr þess sem var.“
Baldur Eiríksson.
Þann 14. febrúar lést á Land-
spítalanum Svavar Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Sementsverksmiðju
ríkisins. Kynni okkar Svavars
hófust fyrir nær tíu árum, stuttu
eftir að hann hóf störf sem
framkvæmdastjóri Sementsverk-
smiðjunnar. Þessi kynni urðu þó
ekki náin fyrr en þremur árum
síðar, árið 1972, er ég réðst einnig
til starfa við Sementsverksmiðj-
una. Var þá gerð breyting á
framkvæmdastjórn fyrirtækisins,
fór Svavar með viðskiptamál þess,
en ég með tæknimál.
Ymsir töldu, að þessi skipan
gæti orðið erfið, en reynslan sýndi,
að sá ótti var ástæðulaus. Sam-
starf okkar Svavars þessi ár var
með ágætum og sýndi hann í
samstarfi ætíð drengskap og
sanngirni. Því betri sem kynni
okkar urðu, því betur lærðist mér
að meta mannkosti hans og
hæfileika.
Starf sitt rækti Svavar af hinni
mestu kostgæfni. Var samvisku-
semi hans ætíð þar í fyrirrúmi og
vakti hann yfir velferð fyrirtækis-
ins líkt og það væri hans eigið.
Mörg af þeim árum sem við
störfuðum saman tók hann ekki
nema brot af því orlofi sem honum
bar.
I starfinu nýttust hæfileikar
Svav'ars mjög vel, miklar gáfur,
góð menntun sem viðskiptafræð-
ingur og endurskoðandi, svo og
löng starfsreynsla sem endurskoð-
andi og kennari við Háskóla
Islands.
Svavar Pálsson var mjög heil-
steyptur persónuleiki. Hann hafði
fastmótaðar skoðanir á málefnum
og hélt fast við sannfæringu sína.
Þetta skapaði honum virðingu
þeirra, sem skipti áttu við hann,
jafnt í starfi sem utan þess.
Svavar naut mikillar farsældar
í einkalífi sínu. Hann naut þar
ágætrar eiginkonu, Sigríðar
Stefánsdóttur, en með henni eign-
aðist hann sex mannvænleg börn.
Hann var hinn besti heimilisfaðir
og átti fjölsk.vldan mjög ríkan þátt
í huga hans, en því kynntist ég vel
í samstarfi okkar.
Mörg áhugamál átti Svavar
Pálsson. Hann starfaði mikið að
félags- og líknarmálum og ber þar
hæst hið mikla starf og framlag til
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra, sem hann var í forsvari fyrir
i mörg ár. Sérstaklega má einnig
tilgreina áhuga hans á listum,
einkum tónlist, leiklist og málara-
list.
Er r*.ér minnisstætt, að hann
lagði mikið á sig til þess að komast
á góða hljómleika eða í leikhús á
kvöldin í embættisferðum erlend-
is, oft eftir erfiðan vinnudag.
Svavars Pálssonar mun lengi
verða minnst sem mikilhæfs
stjórnanda or persónuleika. Ég vil
þakka honum gott og gifturíkt
samstarf. Við hjónin vottum eftir-
lifándi eiginkonu, börnum og
öðrum ættingjum og venslafólki
einla'ga samúð okkar vegna frá-
falls hans.
Guðmundur Guðmundsson.