Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
47
Meistaraslagur í
meistarakeppninni
MEISTARAKEPPNIN í knattspyrnu hefst í dag er íslandsmeistarar
Akraness fá bikarmeistara Vals í heimsókn. Leikurinn fer fram á Akranesi
og hefst klukkan 14. Upphaflega átti leikurinn að vera á Melavellinum, en
hann er ekki oröinn leikhæfur vegna breytinga, sem verið er að gera á
honum. Eflaust fýsir marga til að sjá pessi tvö stórlið íslenzku
knattspyrnunnar síöustu árin eigast við og margir eru peirrar skoðunar
á ÍA og Valur veröi enn í sumar tvö á toppnum í 1. deildinni.
Þrlöja liöiö í meistarakeppninni er
liö IBV og mæta Eyjamenn liöi Vals
um aöra helgi í Eyjum, en Vestmann-
eyingar urðu í þriðja sæti 1. deildar-
innar síöastliöið sumar.
Litla bikarkeppnin er fyrir nokkru
hafin, en enn hafa tvö 1. deildarliö-
anna í keppninni ekki spilaö, þ.e. ÍBK
og UBK. Úr þessu verður bætt á
morgun er Keflvíkingar fá Blikana í
heimsókn og hefst leikur liöanna kl.
14 á morgun. Nýir þjálfarar hafa tekið
viö störtum hjá báöum félögum og
mikill áhugi hefur veriö á báöum
stöðum. Stórir hópar leikmanna æfa
af krafti og samkeppni um sæti í
liöunum er mikil.
l_------------------——
Júdómót
unglinga
Á MORGUN, sunnudag 2. apríl,
verður haldið júdómót í ípróttahúsi
Kennaraháskólans par sem keppa
juniorar á aldrinum 18—20 ára og
einnig verður keppt í flokkum
drengja 11—14 ára.
í junioraflokknum verður skipt í
pyngdarflokka eftir pví sem fjöldi
keppenda gefur tilefni til. Mót ungu
piltanna er hið priðja í rööinni á
pessum vetri og er pátttaka geysi-
mikil. Keppnin hefst kl. 14.
Þá leika einnig í litlu bikarkeppn-
inni í dag Hafnarfjaröarliðin FH og
Haukar og hefst leikurinn á Kapla-
krikavelli klukkan 14. Þessi hafa
bæði leikið viö Akranes og tapað
með tveggja marka mun.
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu átti
að hefjast um helgina, en þar sem
Melavöllurinn er ekki tilbúinn, hefur
mótinu veriö frestaö um eina viku.
Leikdagar í Meistarakeppninni og
Litlu bikarkeppninni veröa sem hér
segir, allir leikimir hefjast klukkan 14.
MEISTARAKEPPNIN,
LauKard. 1. apr.
LaiiKard. 8. apr.
LauKard. 15. apr.
LauKard. 22. apr.
LauKard. 19. apr.
LauKard. 6. mai.
Ia — Valur
Í.B.V. - Valur
ÍA. - ÍB.V.
Valur — ÍA
Valur - Í.B.V.
ÍB.V. - ÍA.
LITLA BIKARKEPPNIN,
LAUGARDAGUR 1. aprfl
Haukar - FII
Keflavík — BreiAablik
LAUGARDAGUR 8. april
Akranes — Keflavík
Breidablik — Haukar
LAUGARDAGUR 15. april
Keflavík — FH
LAUGARDAGUR 22. april
FH - Breiðablik
Ilaukar — Keflavík
LAUGARDAGUR 29. aprH
Breiðablik — Akranes.
Allir leikirnir hefjast kl. 14.00.
STÚDÍNUR
SIGRUÐU ÁN
ERFIÐLEIKA
KR-STÚLKUR urðu Reykjavíkurmeisturum ÍS ekki mikil hindrun er liðin
áttust við í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ í fyrrakvöld. ÍS-stúlkurnar náðu
forystunni strax í upphafi og voru komnar með 14 stiga forystu um miðjan
fyrri hálfleikinn, 28—14. í hálfleik var staðan 32—20 peim í vil.
í seinni hálfleik hélt veisla
ÍS-stúlknanna áfram og voru þær
komnar í 52—29 þegar um 13
mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.
Síðustu mínúturnar voru heldur
fálmkenndar og var lítið skorað en
sigur ÍS var öruggur og verðskuldað-
ur. Lokatölur uröu 59—34 og því
tvöfaldur sigur stúdenta í Bikar-
keppninni, en sama saga gerðist með
KR-inga í fyrra í þessari keppni.
Lið stúdenta viröist vera yfirburöa-
lið á mælikvarða íslensks kvenna-
körfuknattleiks. Hafa þær tekið alveg
ótrúlegum framförum frá því í fyrra,
en þjálfari þeirra er Dirk Dunbar. Nú
eiga ÍS-stúlkurnar aðeins eftir að
leika tvo leiki í íslandsmótinu, gegn
KR og ÍR og með sigri í þeim ieikjum
tryggja þær sér einnig íslandsmeist-
aratitilinn. Bestar í liöi ÍS gegn KR
voru Kolbrún Leifsdóttir og Guðný
Eiríksdóttir. Þá var Þórdís Kristjáns-
dóttir einnig góð á köflum og í heild
áttu ÍS-stúlkurnar ágætan dag.
KR-stúlkurnar máttu nú sjá á eftir
bikarnum til ÍS, en segjast verður
eins og er aö KR-liðið er verulega
slakara enn í fyrra. Þær hafa að vísu
aðeins tapaö einum leik í íslandsmót-
inu, gegn ÍS, en með leik eins og í
fyrrakvöld eiga þær ekki möguleika
gegn ÍS þegar liðin leika síðari leik
sinn í íslandsmótinu. Skárstar hjá KR
voru Linda Jónsdóttir og Kristjana
Hrafnkelsdóttir, en aðrar virtust varla
vita hvaö fram fór.
Stig ÍS skoruðu: Kolbrún Leifsdótt-
ir 17, Guðný Eiríksdóttir 15, Þórdís
Kristjánsdóttir 10, Hanna Birgisdóttir
6 stig, og aðrar minna.
Stigahæstar hjá KR voru: Linda
Jónsdóttir 8, Emilía Sigurðardóttir 7
stig og Kristjana Hrafnkelsdóttir 6
stig.
GG
ÞAÐ VAR MIKIÐ um að vera í
íþróttalífinu í Vestmannaeyjum um
páskana. Ekki skíðaæfingar eins og svo
víða annars staðar á landinu heldur
héldu Eyjakylíingar sitt fyrsta golfmót,
landsliðið i sundi kom í heimsókn og
handknattleiksmenn Þórs tryggðu sér
sigur í 3. deildinni í handknattleik.
Leikur lið frá Eyjum því í 2. deild næsta
vetur og í handknattleiksiþróttinni, sem
og öðrum greinum inniiþrótta, er það
starf, sem unnið hefur verið siðan
Vestmanneyingar fengu sína glæsilegu
íþróttamiðstöð, þegar farið að bera
ávöxt.
LIF I
ÍÞRÓTT-
UNUM
ÍEYJUM
Að sjálfsögðu fékk Hannes Leifsson flugferð eftir að
sigur hafði unnizt yfir Tý og sæti í 2. deild var Þórs.
Sigurvegarar Þórs í þriðju deildinni í handknattleik. Lengst til vinstri í aftari röð er Hannes Leifsson
þjálfari liðsins og einn stcrkasti leikmaður þess, en fyrir framan hann er Þórarinn Ingi ólafsson,
skipstjóri í Eyjum, áður leikmaður með Víkingi og landsliðinu. (ljósmyndir Sigurgeir).
Liðlega 40 manna hópur sundfólks úr Ægi og
þau, sem valin hafa verið til landsliðsæfinga,
æfðu í lauginni í Eyjum ásamt sundfólki þaðan.
Á sundmóti, sem haldið var, voru sett þrjú
(slandsmet. auk fjölda af persónulegum og
félagsmetum. Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi, synti
200 metra skriðsund á 2.14.0. Bjarni Björnsson,
Æ, synti 800 metra skriðsund á 8.49.6.
Stúlknasveit Ægis synti 4x100 metra skriðsund
á 4.27.7, Auk þessara setti Hugi Harðarson,
Selfossi, drengjamet og ólafur Einarsson, Ægi,
sveinamet.
Þeir Guðmundur Þ. Harðarson og Þórður
Gunnarsson stjórnuðu æfingunum í Eyjum og
gáfu þeir sundfólkinu engin grið yfir hátíðarnar.
Landsliðsfólkið synti t.d. tæplega 2400 kflómetra
samtals, 17.5 kflómetrar á mann á dag.
Golfvöllur Eyjamanna í Herjólfsdal er orðinn
brúklegur til notkunar og á páskadag var fyrsta
golfmót ársins í Eyjum. Mikil þátttaka var í
mótinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Á miðvikudag fyrir páska léku Eyjaliðin Þór
og Týr í þriðju deildinni i handknattleik og með
sigri í þeim leik tryggði Þór sér sæti í 2. deildinni
á næsta ári. Eðlilega var mikill fögnuður meðal
leikmanna Þórs og nú í vikunni fengu þeir
sigurlaunin afhent.
Kylfingar voru fljótir að afgreiða páskaeggið á páskadag og brugðu sér síðan í golfi inni i Herjólfsdal.
Ilátt á hundrað
manns voru við
sundæfingar í
hinni glæsilegu
sundlaug í Eyj-
um og sést hluti
hópsins á þess-
ari mynd ásamt
Þórði
þjálfurunum
Gunnarssyni og
Guðmundi
Harðarsyni.