Morgunblaðið - 18.04.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
5
Búlgarski þjóðdansaflokkurinn sem skemmtir á búlgörsku vikunni
að Hótel Loftleiðum.
Þau munu kynna þjóðdansa og þjóðsöngva frá heimalandi sínu á
búlgörsku vikunni að Hótel Loftleiðum.
Búlgörsk kynningarvika
í GÆR hófst í Víkingasal
Hótels Loftleiða svokölluð
búlgörsk vika. Að þessari viku
standa eftirtaldir aðilar: Búlg-
arska ferðaskrifstofan
Balkantours, flugfélagið
Balkanair, Ferðaskrifstofa
Kjartans Helgasonar, sem
selur ferðir til Búlgaríu, Flug-
leiðir og Hótel Loftleiðir.
Tilgangur vikunnar er að auka
tengsl milli íslendinga og
Búlgara að því er fram kom í
ræðu sendiherra Búlgara á
blaðamannafundi á Hótel
Loftleiðum í gær.
I tilefni þessarar viku eru
staddir hér nokkrir Búlgarar
sem m.a. munu matreiða ýmsa
búlgarska rétti, sýna þjóð-
dansa og syngja þjóðlög.
I ræðu sendiherrans kom
einnig fram, að á undanförn-
um árum hefur orðið mikil
aukning á ferðum útlendinga
til Búlgaríu. Hann sagði að
mikil rækt hefði verið lögð við
ferðamannaiðnað landsins síð-
ustu ár.
Sendiherrann, sem hefur
aðsetur í Ósló, sagði að ferða-
menn til Búlgaríu þyrftu nú
ekki vegabréfsáritun.
Ferðaskrifstofa Kjartans
Helgasonar er aðili að kynn-
ingarvikunni, en ferðaskrif-
stofan mun í sumar bjóða upp
á 20 ferðir til Búlgaríu.
Kjartan sagði á blaðamanna-
fundinum að hann reiknaði
með að um 800 íslendingar
heimsæktu Búlgariu í sumar,
en um páskana dvöldust 56
manns á vegum ferðaskrif-
stofunnar á búlgörskum bað-
ströndum við Svartahaf.
Framsóknarmenn
á Selfossi:
Ingvi Eben-
hardsson í
fyrsta sæti
INGVI Ebenhardsson varð efstur
í skoðanakönnun framsóknar-
manna á Selfossi um helgina.
Hann hlaut samtals 157 atkvæði,
þar af 82 í fyrsta sæti, en atkvæði
greiddu 166. Tveir seðlar voru
ógildir. Kosið var í sex sæti, en
frambjóðendur voru 9.
í öðru sæti varð Hafsteinn Þor-
valdsson með 142 atkvæði, þar af 91
í fyrstu tvö sætin. 3. Gunnar
Kristmundsson 133 atkvæði, þar af
83 í fyrstu þrjú sætin. 4. Guðmundur
Kr. Jónsson 122 atkvæði, þar af 81
í fyrstu fjögur sætin. 5. Sigríður
Hermannsdóttir 122 atkvæði, þar af
103 í fyrstu fimm sætin. 6. Sigurdór
Karlsson 102 atkvæði. 7. Guðmundur
Eiríksson 85 atkvæði. 8. Magnús
Sveinbjörnsson 68 atkvæði. 9. Sig-
urður Ingimundarson 34 atkvæði.
Framsóknarmenn hafa nú tvo
menn í hreppsnefnd Selfoss, Haf-
stein Þorvaldsson og Eggert Jó-
hannsson, en sá síðarnefndi gaf ekki
kost á sér í skoðanakönnuninni.
Athugasemd
frá Jóni
Helgasyni
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
yfirlýsing frá Jóni Helgasyni, for-
manni Einingar á Akureyri, sem er
svohljóðandí:
„Vegna skrifa Morgunblaðsins
síöastliöinn föstudag, þar sem vitnað
er í ummæli mín á fundi verkalýðs-
félaganna á Hótel Loftleiöum daginn
áöur, kemst ég ekki hjá því aö gera
smá athugasemd, þar sem töluvert
brengl hefur orðiö á hjá sögumanni
(því aö ekki átti neinn blaöamaöur aö
vera þar) og sannleikanum hagrætt á
miður geöfelldan hátt, trúlega til aö
skapa óvild milli mín og þeirra
atvinnurekenda, sem mættu okkur í
þeim viöræöum og öörum atvinnu-
rekendum á svæöinu.
Þaö er alls ekki rétt aö ég hafi sagt
aö atvinnurekendur, sem mættu
okkur í viðræöum, sem voru aöeins
þrír, auk formanns Vinnuveitenda-
félags Akureyrar, fulltrúa Vinnuveit-
endasambands íslands og Vinnu-
málasambandsins, sem voru tveir,
vildu semja viö okkur, en gætu þaö
bara ekki, því aö þá væri bönkunum
lokaö fyrir þeim. Þaö bar aldrei á
góma í þeim viðræöum, enda höföaöi
ég ekki til þeirra. Þar kom aðeins
fram þaö, sem ég hafði áöur viöhaft
viö blaöamenn Morgunblaösins, sem
birtist 11. apríl, aö ekkert jákvætt
hefði komið út úr viöræðunum og aö
atvinnurekendur teldu sig ekki vera
til svara um þessi kröfumál laun-
þegasamtakanna, heldur ríklsstjórn-
ina. Þaö er því eölilegt og sjálfsagt
að Baröi Friðriksson segi þetta firru.
Á slíkum fundum er þögnin þeirra
helgasta vopnið og hefur dugaö þeim
vel.
Hins vegar vitnaöi ég í ýmis
ummæli fyrr og nú, sem atvinnurek-
endur á félagssvæöi mínu hafa sagt
við mig prívat, aö það vaáru ekki laun
þess verkafólks, sem ég er meö
umboö fyrir, sem væru ■ aö sliga
atvinnureksturinn. Það væru allt
aðrar og verri álögur og þar nefndi
ég vaxtaokriö og ann'aö, sem væri
miklu þyngra á metunum hjá þeim —
ennfremur aö þaö hafi komiö fram
hjá þeim í röksemdafærslum, aö
þeim yrði ekki fært að semja, þótt
þeir vildu og gætu, því aö þá yröi
bara bönkunum lokaö fyrir þeim.
Viöskipti mín viö atvinnurekendur á
félagssvæði mínu hafa veriö góö. Því
þykir mér þaö miður ef mislukkaöur
sögumaöur eða mönnum tekst aö
breyta því. Ég vona því aö svo veröi
ekki. Þarna var um lokaðan fund aö
ræða um innri mál launþega, sem
ekki átti aö berast á torg og engin
ástæöa til aö vera aö hlaupa með
ummæli mín frekar en annarra
ræöumanna, sem þarna tóku til
máls.“
Bcsia ferdaúrvalid
"Samvinnu
feróir
Austurstræti 12 simi 27077
9 LANDSYN
/ N SÓLARFERÐ TIL FIMM LANDA r ^ SUMARBÚSTAÐIR A NORÐURLONDUM r \ SEPTEMBERDAGAR Á ÍTALÍU
Þessi ferð er einstæö Feröaskrifstofur verkalýös- og samvinnu- Eftir beint þotuflug í sólarbæinn Portoroz
Hún hefst á 4ra daga dvöl i sólarbænum hreyfinganna á Noröurlöndum eiga aö reka i Jugóslaviu, sem er á frægri baöstrond, er
Portoroz á strönd Adríahafsins mörg sumarhús. svipuö og til eru hér á landi, ettir þnggia daga dvol lagt upp 115 daga ferft
Ekiö á fimmta degi noröur meö landi í en vegna tengsla við þessar skrifstofur og þær til ítaliu i loftkældum langferðavagm Okkur
loftkældum langferöavagni — því þaö er heitt. félagsmálahreyfingar sem aö þeim standa. ber hratt yfir, þvi vegir eru greiðfærir
Ekiö aö hinu fagra Bledvatni, en siöan liggur geta Landsýn og Samvinnuferðir nú boöiö is- Fyrstu dogunum er eytt i aó skoöa tvær
leiöin til Austurríkis, til Salzburgar, en þar bjó lendingum upp á dvöl í sumarhúsum á hinum frægar borgir, Bolonga og Flórenz, en báöar
hann Mozart og borgin ómar af tónlist og Norðurlondunum. eru frægar af sogu og listum, og fyrir fegurö
sögu. Veröiö fer eftir gerö húsanna og árstíma. Siglt til Elbu, sem er 5 mílur undan
Frá Salzburg okum viö til Múnchen, sem en unnt ætti aö vera að leigja mjog gott hús strondinni Eyjan er fræg fyrir aö þar var
er milljónaborg. hofuöborg Bæjaralands Þar fyrir kr 45.000 — á viku; hús sem rúmar fjóra Napoleon í haldi 1814—15
verður dvalið i þrjá daga, enda nóg aö sjá — Viö bjóöum fjölskyldufargjóld til Norður- Ekió til Rómar, hinnar eilifu borgar, og þar
og svo er þaö hinn víöfrægi bjór, sem einnig landa og þau eru mjög hagstæö Ef til vill hefur veröur dvaliö i 3 daga
hefur gert héraöiö frægt þarna opnast ódýr leið fyrir alla fjölskylduna til Ekið meö austur strondmm. viö Adriahaf
Frá Múnchen er ekiö til Sviss og viö aö dveljast í sumarbústaó á Noröurlondum Viðdvol er i Pescara, sem er borg á stærö viö
dveljum tvo daga i Zúrich. sem er héraöshöf- Vegna eftirspurnar verður aó hafa hraö- Reykjavik og til baðstrandarbæjarins Timmi
uöborg og stærsta borgin í Sviss Limmat áin ann á og panta hús Stutt viódvol i dvergrikinu San Marino.
streymir gegnum borgina og fannhvít fjöllin sem er svo vinsæll ferðamannastaður aö aö-
ber viö himin gangur er takmarkaóur
Ekiö til Italíu og viö skoöum Mílanó og Feneyjar skoðaðar og siðan haldió til
Feneyjar, en aö þvi loknu er aftur haldiö til Portoroz, þar sem dvalió veröur á strondinni
Portoroz og slappaö þar af i sólinni í tæpa þrjá siðustu dagana
viku. Brottfor 31 ágúst, 3 vikur Innifaliö Hótel
Brottför 10 ágúst, 3 vikur morgunmatur og kvöldveröur og 15 daga ferö
Innifaliö: Hótel, morgunveröur og meö islenskum fararstjóra
kvöldmatur Verð 193 000— Fjöldi þátttakenda er
11 daga feröin veröur meö islenskum takmarkaöur
leiösögumanni
Verö 179 000 —
Fjöldi þátttakenda er takmarkaöur
V J v y
f _ > 1 f'" ' . . . N / N
FERÐIST OG MEGRIST ENSKUNAM A IRLANDI FERÐIST OG FRÆÐIST
Venjulega fitnar fólk í sumarleyfinu Menn Viö höfum nú ákveöið, vegna fjölda fyrir- Venjulega feröast menn til solarlanda til
geta ómögulega veriö aö kvelja sig með spurna, aö efna til enskunámskeiós á írlandi i þess aó slappa af i sólinni og safna þreki, og
megrunarkúrum í sjálfu sumarleyfinu. sumar Námsdvölin er einn mánuöur menn skemmta sér. eftir þvi sem tilefm gefast
Annaö er þó líka til, aö feröast og Dvaliö veröur á góöum, írskum heimilum En þaö er ekki ollum nóg Sumir vilja
megrast. undir eftirliti umsjónarmanna, en auk þess aó kynnast landi og þjóð. hafa jafnvel feröast þar
í Portoroz í Júgóslavíu er t.d. rekin umgangast enskumælandi fólk, veröa taltimar um í bókum og vilja nu sjá eitt og annaö meó
heimsfræg heilsubótarstöö. Hún er líka þekkt einu sinni á dag, þar sem kennarar fá nem- eigin augum.
á Islandi því margir hafa farið þangaö til aö fá endur ti* þess að tjá sig á enskri tungu Þetta Feröaskrifstofurnar bjóöa nu i samstarfi
bót viö liöagigt, asma og soreasis, og nú hefur er áhrifamikil aóferó til þess aó bæta viö sig i viö verkalýðshreyfinguna á Islandi. skipu-
stööin tekiö upp megrunarmeðferð, sem tekur enskri tungu. lagöar sjö daga ferðir um Jugóslaviu Viö
10 daga heimsækjum fyrirtæki og vinnustaöi, og viö
Hefur árangurinn þótt mjög athyglisverð- Brottför í fyrstu viku júní munum fræöast um hagi fólks, en um 20 mill-
ur, enda beitt nýjustu aöferöum læknavísind- Innifaliö: flug, gisting og fullt fæöi á jómr manns bua i Jugóslaviu, af sex ólikum
anna, þar á meöal nálarstunguaðferö. heimilunum; auk þess 20 kennslustundir í þjóðernum
Meöferöin tekur tvo tíma, daglega. og al- ensku Júgóslavar búa vió sterka stjórn, og mikla
gengt er aö menn missi 10 kg. á 10 dögum. Verð 145 000 —kr valddreifingu er varöar stjórn atvinnulifsms
Viö höfum þegar tekið á móti pöntunum Ferðast veröur um landiö i viku i loft-
frá fólki, og Ijóst er aö margir viröast vilja kældum vagni og islenskur fararstjón veröur i
megra sig í sólarlandaferöinni í ár, og vissara förinni
er því aö panta tímanlega
Samvinnuferöir og Landsýn hafa einka- - Brottfor 17 mai. 21 dagur
rétt til aö vista Islendinga á þessa Innifaliö Hótel, morgunveróur. kvold-
heilsubótarstöö. verður daglega og 7 daga skoóunarferó
meö viökomu í Bled, Zagreb. Plitvice,
Viöbótarverö fyrir Sarajevo og Split
megrunarferö:
Kr. 25 000 — Verö kr 145 000 —
L J l J L A
SKOLAVORÐUSTIG 16 SIMI28899