Morgunblaðið - 18.04.1978, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
Ný sovézk
hætta í
Afríku
Ný hætta hlasir við í Afríku
nú þegar Rússar og Kúbu-
menn ættu að hefja brottflutn-
ing frá Eþíópíu og hún felst
í því að þeir komi rhódesísk-
um skæruliðum til hjálpar í
stað þess að fara heim. Hvern-
ig bregðast Vesturveldin við
þcssu? Hótanir þeirra höfðu
engin áhrif í þá átt að koma
þeim í burtu frá Eþíópíu. I>að
var ekki fyrr en ögrunin, sem
varð til þess að þeir fóru
þangað, hvarf og eftir óskipu-
lagt undanhald sómalska
hersins, sem hafði ráðizt inn
í Eþíópíu, að horfur á brott-
flutningi Rússa og Kúbu-
manna urðu raunverulegar.
Ef Vesturveldin draga ekki af
þessu réttan lærdóm verður
það þeim sjálfum fyrir verstu.
Sómalía var árásaraðilinn í
Eþíóþíu og Vesturveldin lentu
röngum megin. Þar með fengu
Kremlverjar tækifæri til að
senda leiðangursher sinn til
Eþíópíu með samþykki flestra
afrískra leiðtoga. Nú virðist
svipuð atburðarás hafin í
Rhódesíu.
Skæruliðaleiðtogar og ríkis-
stjórnir flestra blökkumanna-
ríkja í Afríku Hafna hinu nýja
samkomulagi, sem Ian Smith
og þrír blökkumannaleiðtogar
hafa gert í Rhódesíu. Vestur-
veldin lentu aftur röngum
megin ef þau styddu þetta
samkomulag, af því þessi
„innri lausn" er gagnsæ tilraun
til að tryggja að rauriverulegt
ákvörðunarvald í Rhódesíu
verði sem fyrr í höndum hvítra
manna.
Þetta er það sem útvarpið í
Moskvu hefur verið að segja
Afríkumönnum og það er ekki
auðvelt að mótmæla þessari
skilgreiningu. Það hefur einnig
sagt að þetta nýja ástand valdi
„alvarlegri ógnun við friðinn"
er gæti orðið ástæða til þess að
kúbanskur og sovézkur liðsafli
yrði sendur á vettvang. „Leið-
togar Föðurlandsfylkingarinn-
ar,“ segir Moskvuútvarpið,
„hafa lýst því yfir að þeir muni
Mengistu ofursti, leiðtogi eþfópísku stjórnarinnar og einn
dyggasti stuðningsmaður Rússa í Afríku.
Eftir
Victor
Zorza
herða vopnabaráttuna gegn
ólöglegri stjórn Smiths og
leppum hennar og berjast til
sigurs. „Þarna liggur ein hætt-
an, sem friði er búin.
Hin hættan, sem er raun-
verulega andstæð hinni fyrri,
felst í því að rhódesískar
öryggissveitir reyni að fyrir-
byggja harðnandi árásir
skæruliða Föðurlandsfylk-
ingarinnar, sem hafa bæki-
stöðvar í grannlöndum
Mozambique og Zambíu. Til
þess að gera slíkar árásir verða
rhódesískar liðssveitir að
sækja yfir alþjóðleg landa-
mæri eins og þær hafa hvað
eftir annað gert á liðnum árum
og þar með fengju Zambía og
Moazambique ástæðu til að
biðja Rússa og Kúbumenn um
hernaðaraðstoð.
Kremlverjar gætu þá ennþá
einu sinni sagt, eins oog þeir
gerðu í Eþíópíu, að leiðangurs-
her kommúnista hefði farið til
Afríku að beiðni lögmætra
ríkisstjórna til þess að hjálpa
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri,
Seltjarnarnesi:
Hugleidingar
um atvinnumál
Sveinn Valfells verkfræðingur:
Hvers vegna
auðlindaskatt?
Hvar stöndum við?
Nýlega var haldinn fundur hjá
Landssambandi iðnaðarmanna um
atvinnuþróun á höfuðborgar-
svæðinu. Til þess fundar var meðal
annars boðið borgarstjóranum í
Reykjavík ásamt bæjarstjórum á
höfuðborgarsvæðinu og var aðal-
mál fundarins, sú margumtalaða
skýrsla um atvinnumál í Reykja-
vík, sem gerð var í júní 1977 að ósk
borgarstjóra. í framhaldi þessa
fundar hef ég sett á blað hug-
leiðingar um atvinnumál
svæðisins.
Byggingaiðnaður
Hver er þörfin fyrir íbúðir á
höfuðborgarsvæðinu í dag og
næstu til dæmis 10 árin?
Gerum okkur grein fyrir
staðreyndum:
Ibúum höfuðborgarsvæðisins í
heild fa'kkaði um 0,1% á síðasta
ári.
Meðaltal íbúa í íbúð er í dag í
Reykjavík 3 íbúar, Seltjarnarnesi
3,77, Kópavogi 3,51, Garðabæ 4,25,
Hafnarfirði 3,72. Samkvæmt árs-
skýrslu framkvæmdastofnunar
ríkisins er meðalhúsrými á íbúa í
Re.vkjavík 107,3 rúmm. og höfuð-
borgarsvæðinu 97,2 rúmm.
Hvað er eðlilegt að fjárfesta í
„óarðbæru" íbúðarhúsnæði? Eig-
um við að setja markið á til dæmis
2,9 íbúa í íbúð, sem miðað við 10
ára tímabil þýðir að byggja þurfi
11,000 íbúðir, nýjar og til endur-
nýjunar eða höldum við okkur við
núverandi mark, sem sparar okkur
— 4.200 — íbúðir í verðlagi
dagsins ca. 35—36 þúsund milljón-
ir, ótalin gatnagerð og skólar.
Aðilar málsins það er að segja
yfirvöld bæja á höfuðborgar-
svæðinu og aðilar innan bygginga-
iðnaðarins þurfa að gefa sér tíma
til að kryfja þessi mál til mergjar
og gera síðan raunhæfar spár
fram í tímann.
Gömlu hverfin
Af hverju leggjast gömlu hverf-
in svo til í eyði? Þar kemur margt
til að mínu mati, svo sem:
a) alröng lánastefna varðandi
eldra húsnæði og ungt fólk
b) skortur á smáíbúðum í gcimlu
hverfunum fyrir þá sem vilja
smækka við sig húsnæði en þó
ekki yfirgefa hverfin
c) skortur á traustum fyrirtækj-
um sem sérhæfa sig í
viðgerðum og breytingum eldri
húsa.
Beina þarf auknum fjölda
byggingaiðnaðarmanna í viðgerðir
og endurnýjun eldri hverfa og þá
þannig að fyrirtækjum yrði gert
kleyft að kaupa gömul hús, breyta
og selja með sömu lánafyrir-
greiðslu, sem ný væru.
Fiskveiðar og vinnsla
Það kann að vera talin nokkur
bíræfni af mér að fara að ræða
vandamál fiskvinnslunnar án
teljandi þekkingar á þeirri
atvinnugrein en einn þáttur er
mér þar ofarlega í huga. Það er að
segja siglingar skipa með ferskfisk
meðan sagt er að hægt sé að
margfalda aflaverðmætið með
vinnslu i landi. Þessi leið að selja
aflann óunninn rýmar ekki beint
við tal um fiskverndun og atvinnu-
leysi í þessari aðalatvinnugrcin
okkar.
Vöruvöndun og fullvinnsla
aflans verður í auknum mæli að
bæta okkur upp minnkandi afla og
er í því sambandi fróðlegt að
fylgjast með nýjungum í geymslu
afla í veiðiskipum svo og í landi
meðan beðið er vinnslu.
Eftirtektarvert er að skip frá
vestfjörðum virðast ekki sigla með
aflann.
Ljóst er að sjávarútvegur mun
ekki næstu árin taka við þeim
mannafla sem áætlaðr að komi út
á vinnumarkaðinn, 10—12 þúsund
næsta áratug ef halda á í horfinu.
Iðnaður
Ljóst er af framanrituðu að
allra augu mæna nú á iðnaðinn
sem síðasta haldreipi atvinnu-
öryggis. Hvað getum við gert fyrir
iðnaðinn og hvað getur sterkur
íslenzkur iðnaður gert fyrir
okkur? Ljóst er að mannaflafrekur
iðnaður verður að vera þar ofar-
lega á blaði ef halda á í horfinu
atvinnulega séð.
Forystumenn iðnaðar hafa talið
sig mæta skilningsleysi stjórn-
valda í málflutningi sínum og má
vera að svo sé.
Samstarf stjórnvalda og
iðnaðarforystu er meiri nauðsyn
nú en nokkru sinni og er þjóðar-
nauðsyn að slíkt samstarf komist
á sem allra fyrst.
MIKLAR umræður hafa verið um
auðlindaskatt, tilgang hans og
framkvæmd. Hefur það m.a. verið
á stefnuskrá F.I.I. að slíkum skatti
væri komið á. Hér verður reynt að
gera grein fyrir hvers vegna og
hvernig væri hægt að beita slíkum
skatti sem stýritækni í efnahags-
kerfinu.
Eftirfarandi áhrifum má ná með
beitingu auðlindaskatts:
1. Stýringu á arðsemi sóknar í
fiskistofna og takmörkun sóknar
sem næst hinu æskilega.
2. Stýringu arðsemi veiða á hinum
mismunandi fisktegundum, þann-
ig að arðsemi veiða hinna ýmsu
fisktegunda sé svipuð.
3. Stofna má allsherjar tekju-
jöfnunarsjóð sem hefur tekjur
sínar af auðlindaskatti eða hluta
hans. Sjóður þessi væri til að jafna
út sveiflur í þjóðartekjum vegna
sveiflna í útflutningstekjum af
sjávarafurðum. Leysti þessi sjóður
af hólmi alla verðjöfnunarsjóði
sjávarútvegsins.
Þá kemur spurningin, af hverju
auðlindaskatt og hví eru áhrif
hans æskileg?
1. Það er talið að í dag séu
veiðiafköst skipaflota okkar langt
umfram þörf. Samt heldur sóknin
áfram að aukast. Ástæðan er sú,
að arðsemi veiðanna er hærri en
arðsemi starfa í landi og sóknin
mun halda áfram að aukast þar til
framleiðni fiskveiðiflotans er sú
sama og annarra atvinnuvega
þjóðarinrtar. Sá skipastóll sem
gefur sömu framleiðni við veiðar
eins og önnur störf gefa í landi er
ekki sá sami og gefur hámarksnýt-
ingu fiskstofna. Sá skipastóll sem
gefur hámarksnýtingu fiskstofna
er mikið minni og til þess að halda
jafnvægi þyrfti, ef skipastóll væri
af þeirri stærð, að skattleggja
umframgróða þessarra skipa,
þannig að jafnvægi næðist og það
yrði ekki ábatasamt fyrir fleiri að
stunda útgerð.
2. Með því að hafa afgjald af
veiðum hinna mismunandi fiskteg-
unda misjafnt, mætti stýra arð-
semi veiða á hinum ýmsu fiskteg-
undum þannig, að hún yrði svipuð.
Væri þorskstofninn í hámarksnýt-
ingu, mætti beina veiðunum á aðra
stofna. Það yrði þá jafn ábatasamt
fyrir útgerðarmanninn að veiða
t.d. ufsa eða karfa eða einhverjar
aðrar fisktegundir sem ekki eru í
hámarksnýtingu.
3. Hluta auðlindaskattsins mætti
svo nota þegar vel áraði til að
koma upp varasjóði fyrir þjóðina
sem verkaði bæði sem gjaldeyris-
varasjóður og verðjöfnunarsjóður.
Hann myndi einnig virka sem
launajöfnunarsjóður fyrir alla
þegna þjóðarinnar, þar eð honum
yrði beitt til að minnka hagsveifl-
una. Einnig mætti nota fé úr
honum til að jafna út verðsveiflur
á hinum mismunandi fiskafurðum
til að nýta betur_ fjárfestingu í
fiskiðnaði og útgerð.
Undirritaður vill taka það fram,
að það sem hér er sett fram eru