Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 15

Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 15 Eþíópískur hermaður sem Sómalíumenn tóku til fanga í Ogaden-stríðinu. þeim að berjast gegn innrásar- mönnum, þótt innrásar- mennirnir væru að þessu sinni hvítir. Ian Smith heldur að hann viti hvað hann er að gera. Hann heldur að vestræn ríki almennt séð og einkum og sér í lagi Bandaríkin geti ekki auðveldlega látið kommúnista komast upp með enn önnur hernaðarafskipti í Afríku. Bandaríkin reyndu að koma í veg fyrir hernaðaríhlutun kommúnista í Angola með reiðilestri og fáu öðru og þegar árangurinn varð enginn voru Kremlverjar varaðir við því að hvers konar endurtekning slíkra afskipta mundi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. En þegar Kremlverjar endurtóku afskiptin, í Sómalíu voru Bandaríkin ekki í aðstöðu til að að hafast nokkuð fyrr en það var orðið um seinan. Þá höfðu Sómalir fallizt á brott- flutning — sumpart fyrir áeggjan Washington-stjórnar- innar, en einnig vegna árása leiðangurshers kommúnista í Eþíópíu voru rúmlega 10.000 Kúbumenn og eitt þúsund Rússar, tveir sovézkir hers- höfðingjar og mikið magn sovézkra hergagna. Þróunin fór á þann veg sem flestir sérfræðingar í afskipt- um Rússa í Afríku þóttust sjá fyrir eins og stöðugt kom betur í ljós. Fyrst þreifuðu Kreml- verjar fyrir sér í Angola til að kanna jarðveginn og síðan færðu þeir sig upp á skaftið í Eþíópíu, sem síðan gat orðið stökkpallur til áhrifa í Rhódes- íu svo að sovézkur liðsafli gæti á endanum gripið til íhlutunar í Suður-Afríku þegar spreng- ing yrði í því vansæla landi. Skilmálar hinnar „innri lausnar" og viðbrögð heimsins við henni gera að verkum að erfitt myndi reynast að bægja Kremlverjum í burtu ef þeir ákvæðu að grípa aftur til íhlutunar. Þótt utanríkisráðu- neytið í London og bandaríska utanríkisráðuneytið feli sig á bak við tvírætt orðalag og hafi reynt að koma sér saman um næsta leik sýnir gagnrýni Andrew Youngs, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á samkomulagið í Salisbury að eitt er ljóst: Vesturveldin munu ekki geta stutt Ian Smith ef hann reynir að þröngva upp á rhódesíska blökkumenn lausn, sem Föður- landsfylkingin og skæruliðar hennar eiga ekki aðild að. Andrew Young hefur aðra skoðun á ævintýrum Rússa í Afríku en Zbigniew Brzezinski, ráðunautur Carters forseta í þjóðaröryggismálum. Young telur að Kremlverjum muni ekki takast að tryggja varan- leg sovézk áhrif í Afríku, að fyrr eða seinna leiði glappa- skot þeirra sjálfra og afrískt stolt til þess að endi verði bundin á sovézk áhrif eins og svo oft hefur gerzt áður. Brzezinski, sem hefur meiri áhyggjur af heildarstefnunni í heimspólitíkinni en af því sem aðeins gerist í Afríku, er stundum sakaður um að vera ósjálfrátt hræddur við Rússa og trúa öllu illu um þá, sem sé óhjákvæmilegt af því hann er af pólskum ættum. En hann ætti að geta orðið sammála Young um eitt mikil- vægt atriði. Allir þeir sem vita eins mikið og hann um pólska sögu muna að svokallðri „innri lausn“ þröngvuðu Rússar upp á Pólverja oftar en einu sinni á meira en hundrað ára her- námstímabili og mikill meiri- hluti landsmanna neitaði að samþykkja hana, jafnvel þótt Rússum tækist venjulega að finna nokkra pólska leiðtoga, sem voru reiðubúnir að vera leppar þeirra. Kannski er ekki nákvæmt að líkja Pólverjum við blökku- mannaleiðtogana, sem sam- þykktu „innri lausn“ Ian Smiths, en nógu mikið er til í því til þess að maður eins og Brzezinski staldri við. Hann vill vissulega binda enda á íhlutun Rússa í Afríku í eitt skipti fyrir öll — en verið getur að hann komist að því, að eina leiðin til þess sé sú, að Bandaríkjamenn auki stuðning sinn við þá Afríkuleiðtoga í Rhódesíu og víðar, sem sam- landar þeirra geta ekki sakað um að vera kvislingar. Ef Vesturveldin láta við- gangast að þeim verði komið í þannig aðstöðu, að þeir lendi röngum megin, styðji rangan aðila, þá munu þau einnig komast að raun um, að þau styðja þann aðila, sem tapar — og þá mun Afríkustefna Kremlverja ennþá einu sinni bera árangur. engan veginn hans hugmyndir, heldur samantekt á hugmyndum sem ýmsir hagfræðingar og aðrir hafa haldið fram. Vissulega verður að gera sér grein fyrir því, að þó að sett sé upp hagfræðilegt líkan, þá er það eins og önnur líkön í hagfræði, raunvís- indum og öðrum sviðum, byggt á forsendum sem eru nálgun við raunveruleikann, en endurspegla hann ekki í sinni óbreyttu mynd. Þó má telja, ef framkvæmanlegt væri að koma upp einhvers konar kerfi í svipaðri mynd sem hér er lýst að ofan, að það myndi virka til aukins jafnvægis í íslenzkum efnahagsmálum sem og bættra lífskjara þjóðarinnar. Vissulega er ljóst, að margir þröskuldar væru á vegi þess stjórnmálamanns sem vildi hrinda einhverju slíku í framkvæmd, því stundarhagsmunir fjölda manna á íslandi eru orðnir svo samtengdir núverandi óðaverðbólgu og óráðsíu efnahagskerfi. Allir þeir sem telja sig græða á arðráni sparifjáreig- enda, óhagkvæmum fjárfestingum og lélegum lífskjörum almennings munu taka höndum saman og berjast gegn öllum breytingum án tillits til þjóðarhags. Sveinn Valfells, verkfræðingur. Kennarafélag M.S.; Mótmælir launafrádrætti KENNARAFÉLAG Menntaskól- ans við Sund samþykkti á fundi sínum nýlega mótmæli við „þeirri valdniðslu fjármálaráðuneytisins að hýrudraga opinbera starfs- menn vegna verkfallsins 1. og 2. marz s.l. langt umfram það sem eðlilegt getur talizt“, eins og segir í ályktun fundarins. Segir jafnframt í ályktuninni að þessi launafjárdráttur hljóti að túlkast sem hefndarráðstöfun vegna mótmæla við lagasetningu ríkisstjórnarinnar. Þá er að lokum krafizt þess að fjármálaráðuneytið greiði nú þegar þá launahækkun sem kjaradómur hafi úrskurðað fyrir áramótin. höfum við loksins eignast þak yfir höfuðið. plciymobil leikföngin Jást í flestum leikfangaverzlunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.