Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 18
18
MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
Greinargerð með skattafrumvarpi:
Tillögur um breytingar á
grundvelli umræðna inn-
an þings og utan á sl. ári
HÉR FER á eftír í heild
mngangur greinargerdar
frumvarps ríkisstjórnar-
innar um tekjuskatt og
eignaskatt:
Inngangur
Frumvarp til laga um tekjuskatt
og eignarskatt, sem hér er lagt fyrir
Alþingi, var boöaö í stefnuræðu
forsætisráöherra og framsögu fjár-
málaráðherra fyrir fjárlagafrum-
varpi í upphafi þings. Samhliða
frumvarpi þessu er lagt fram
frumvarp til laga um staðgreiðslu
opinberra gjalda og hefur það
frumvarp nokkur áhrif á efni
frumvarps þess er hér liggur fyrir.
Frumyarp þetta er hvað efnisskipan
snertir byggt á frumvarpi til laga
um tekjuskatt og eignarskatt sem
flutt var á síðasta þingi en varð þá
eigi útrætt. Eru mörg efnisatriði
frumvarps þessa tekin nær óbreytt
úr fyrrgreindu frumvarpi en tillög-
ur eru gerðar um breytingar á
öðrum atriðum á grundvelli þeirra
umræðna sem urðu um þessi mál,
bæði innan þings og utan, á fyrri
hluta síðastliðins árs. Frumvarp
þetta er liður í heildarendurskoðun
á tekjuöflun ríkisins og á sér langan
aðdraganda. Um þessi atriði verður
ekki fjölyrt hér en vísast til
inngangs að almennum athuga-
semdum með tekjuskattsfrumvarpi
því sem flutt var á síðasta þingi.
Frumvarpi þessu er ætlað að
öðlast gildi 1. janúar 1979 og koma
til framkvæmda við álagningu á
tekjur og eignir þess árs á árinu
1980. Þykir ekki við hæfi að
breyttar reglur um skattlagningu
hafi afturvirk áhrif, einkanlega að
því leyti sem hin ráðgerða breyting
kann í einstökum tilvikum að verða
til aukningar skattbyrði. Ákvæði
frumvarpsins hefðu því ekki áhrif á
tekjur ríkissjóðs 1978.
Helstu stefnubreytingar frá gild-
andi tekjuskattslögum, sem í frum-
varpinu felast, eru þessar:
1. Frádráttarliðum frá tekjum
manna utan atvinnurekstrar er
fækkað verulega og skattaðilum
heimilað að eigin vali að nota
fastan frádrátt, sem er ákveðinn
hundraðshluti af launatekjum, í
stað frádráttar vegna iðgjalda af
lífeyri, iðgjalda til stéttarfélaga,
vaxtagjalda og gjafa til menn-
ingarmála. Að þessu leyti er
frumvarp þetta því verulega
frábrugðið frumvarpinu í fyrra
en þar var lagt til að flestir
frádráttarliðir væru felldir niður
með öllu eða þeim breytt í afslátt
frá skatti.
2. Aðferð við skattlagningu hjóna
er breytt. Tekin er upp takmörk-
uð sérsköttun hjóna með heimild
til millifærslu, þess hluta
persónuafsláttar sem öðru hjóna
nýtist ekki yfir til hins hjóna.
Sérstakur frádrráttur gildandi
laga vegna launatekna giftrar
konu er felldur niður. Skattstigi
og persónuafsláttur er hinn sami
fyrir alia menn án tillits til
hjúskaparstöðu þeirra. Barna-
bótum er skipt til helminga milli
hjóna.
3. Skattmeðferð einstaklinga, sem
fást við atvinnurekstur, er breytt
verulega. Rekstrarútgjöld at-
vinnurekstrar og þar með tap af
slíkum rekstri yrði samkvæmt
frumvarpinu ekki frádráttarbært
frá öðrum tekjum mannsins.
Hann gæti þannig t.d. ekki nýtt
fyrningar í atvinnurekstri sínum
til að firra sig skattgreiðslu af
launatekjum sem hann kann að
hafa.
Að auki gerir frumvarpið ráð
fyrir þeirri breytingu frá gild-
andi lögum að maður, sem
stundar atvinnurekstur í eigin
nafni eða sjálfstæða starfsemi,
verði án tillits til afkomu rekstr-
arins skattlagður eins og honum
væru greidd frá öðrum. Er með
þessum hætti stigið skref til
aðgreiningar á atvinnurekstrin-
um sjálfum og þeim sem hann
rekur.
4. Veruleg breyting er ráðgerð á
fyrningarreglum og reglum um
skattlagningu söluhagnaðar.
Að því er varðar fyrningar
munar mest um þá ráðgerðu
breytingu að reikna fyrningar af
endurmatsverði með lægri
hundraðshlutum en samkvæmt
gildandi lögum. Endurmatið er
byggt á breytingum á vísitölu
byggingarkostnaðar og reiknast
eins fyrir allar eignir. Fyrningar-
ákvæðum frumvarpsins er ætlað
að koma í stað fjölmargra
fyrningarákvæða gildandi laga,
þ. á m. verðstuðulsfyrninga. Þá
eru í frumvarpinu ákvæði um
skerðingu fyrninga þegar fjár-
mögnun fyrnanlegra eigna bygg-
ist að nokkru eða öllu á lánsfé.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
söluhagnaður verði alltaf skatt-
skyldur án tillits til eignarhalds-
tíma, en við ákvörðun söluhagn-
aðar er upphaflegt kaup- eða
kostnaðarverð framreiknað til
söluárs eftir verðbreytingar-
stuðli. Hafenaður af sölu íbúðar-
húsnæðis verður þó áfram skat-
frjáls eftir ákveðinn eignarhalds-
tíma. Söluhagnaður samkvæmt
gildandi lögum er yfirleitt skatt-
frjáls eftir tiltekinn eignarhalds-
tíma.
Breytingum á fyrninga- og
söluhagnaðarreglum er m.a. ætl-
að að koma í veg fyrir að unnt
sé að skapa nýjan fyrningar-
grunn með kaupum og skatt-
frjálsri sölu eigna eftir tiltekinn
tíma með málamyndagerningum
milli aðila.
5. í þeim köflum laganna sem fjalla
um framkvæmd skattlagningar
og viðurlög eru gerðar nokkrar
veigamiklar breytingar. Fram-
lagningu skattskrár er seinkað
þar til meginhluti úrskurða
skattstjóra um kærur hefur farið
fram, þannig að skattskrá verði
réttari en sú frumskattskrá sem
lögð er fram samkvæmt gildandi
lögum.
Ríkisskattanefnd er breytt
samkvæmt frumvarpinu í fastan
úrskurðaraðila, eins konar
skattadómstól þriggja manna
sem ætlað er að hafa setu í
nefndinni að aðalstarfi.
Loks eru viðurlög við skatt-
svikum samkvæmt frumvarpinu
verulega þyngd, t.d. ákveðin há
sektamörk. Veigamesta stefnu-
breytingin í þessu efni er þó að
heimilað er, við ítrekuð brot eða
miklar sakir, að dæma auk
sektar varðhald eða fangelsi allt
að 6 árum eins og nú gildir um
þjófnað, fjárdrátt og önnur
auðgunarbrot samkvæmt al-
mennum hegningarlögum.
Hér á eftir fara nánari lýsingar
á breytingum sem í frumvarpi
þessu felast, skipt í eftirfarandi
meginþætti:
I Breyting á reglum um skatt-
lagningu einstaklinga.
II Breyting á reglum um skatt-
lagningu atvinnurekstrar.
III Breytingar á reglum um fram-
kvæmd, úrskurði og eftirlit.
IV Breyting á viðurlagaákvæðum.
I Breyting á reglum
um skattlagningu ein-
staklinga
Skatt-
lagning
hjóna
Lagt er til að í stað núgildandi
reglna um hjónasköttun verði tekin
upp takmörkuð sérsköttun hjóna.
Er hér um verulega breytingu að
ræða frá ákvæðum gildandi laga
þar sem samsköttun hjóna er
meginreglan og sömuleiðis frávik
frá ákvæðum tekjuskattsfrumvarps
þess sem flutt var á fyrra þingi þar
sem gert var ráð fyrir því að tekjur
hjóna væru lagðar saman og þeim
síðan skipt í tvo jafna hluta til
skattlagningar hjá hvoru hjóna.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
tekjum hjóna sé skipt upp í þrjá
flokka. Þær tekjur sem falla undir
A-lið 7. gr., en þar vega launatekjur
þyngst, skal hvort hjóna um sig
telja fram og frá þeim draga þá
frádráttarliði sem tengjast þessum
tekjum, þ.e. þá liði er um ræðir í A,
C og D-liðum 30. gr. Þær tekjur
hjóna sem um ræðir í C-lið 7. gr.,
en hér er fyrst og fremst um
eignatekjur að ræða, skal Ieggja
saman og telja til tekna hjá því
hjóna sem hærri hefur hreinar
launatekjur eða skyldar tekjur. Frá
þessum tekjum má draga heimilaða
frádráttarliði skv. B og E-lið 30. gr.
Loks skulu tekjur af atvinnurekstri
teljast hjá því hjóna sem stendur
fyrir rekstrinum. Hvort hjóna um
sig skal síðan skattlagt eftir sama
skattstiga og einstaklingur og
persónuAFSLÁTTUR HVORS
HJÓNA ER HINN SAMI OG
PERSÓNUAFSLÁTTUR EIN-
STAKLINGS. Sá hluti persónuaf-
sláttar sem öðru hjóna nýtist ekki
á móti reiknuðum skatti eða útsvari
færist yfir til hins hjóna og gengur
til frádráttar skatti þess meðan til
endist og siðan til frádráttar
útsvari þess. Eignir hjóna eru
lagðar saman og síðan skipt í tvo
jafna hluta sem skattlagðir eru hjá
hvoru hjóna um sig. Sá greinar-
munur sem gerður er á hjónum eftir
kyni í gildandi lögum er afnuminn
svo og heimild til 50% frádráttar af
launatekjum eiginkonu.
Með þessum reglum er gengið
eins langt til sérsköttunar hjóna og
fært er eins og nú er ástatt. Ekki
þykir mögulegt að skipta eignum
eða tekjum af þeim milli hjóna eftir
því hvort hjóna telst eigandi þeirra.
Kemur þar bæði til að í flestum
hjónaböndum er töluverður vafi á
til hjúskapareignar hvors hjóna á
að telja verulegan hluta eignaheild-
arinnar og eins hitt að alger
sérsköttun eigna og eignatekna
opnar hjónum möguleika á að
skipta þessum tekjum og eignum á
milli sín til skattlagningar á þann
hátt sem þeim væri hagkvæmastur
án þess að skattyfirvöld hefðu
möguleika til véfengingar á þeim
skiptum. Heimildin til millifærslu
ónýtts persónuafsláttar hefur þann
ótvíræða kost umfram algera sér-
sköttun að með henni er við
skattlagningu tekið tillit til þess að
tveir eiga að lifa af tekjum þess
hjóna sem vinnur utan heimilis í
þeim fjölmörgu hjónaböndum þar
sem hinn makinn aflar heimilinu
ekki utanaðkomandi tekna.
Frádráttar-
heimildir
Frádrætti frá tekjum einstakl-
inga er fyrir komið með hliðstæðum
hætti og í gildandi lögum nema
hvað frádráttarliðum er nokkuð
fækkað. Hins vegar er ekki gengið
eins langt í því efni og gert var í
frumvarpi því er lá fyrir síðasta
þingi. Þannig er haldið frádrætti á
lífeyrissjóðsiðgjöldum, stéttarfé-
lagsgjöldum, gjöfum til líknar- og
menningarmála og námsfrádrætti,
svo dæmi séu nefnd. Þó er í
frumvarpinu það nýmæli að mönn-
um gefst kostur á að nota fastan
frádrátt, sem er ákveðinn hundr-
aðshluti af launum, í stað frádrátt-
ar iðgjalda af lífeyri, stéttarfélags-
gjalda, vaxtagjalda og gjafa til
menningarmála. Með þessu móti
ætti framtalsgerð að geta orðið
einfaldari hjá allmörgum skattaðil-
um og einnig ætti að nást meiri
nákvæmni í staðgreiðslu opinberra
gjalda.
íbúðar-
húsnæði
Tekjur og gjöld af eigin Haúðar-
húsnæði verða tekin út bæði
tekjumegin og gjaldamegin. Er um
að ræða annars vegar eigin húsa-
leiga en hins vegar fasteignagjöld,
fyrningu og viðhaldskóstnað. Við
álagningu 1975 voru bæði tekjur og
gjöld íbúðarhúsnæðis reiknuð sem
hlutfall af fasteignamati. Við
álagningu 1976 var frádrætti breytt
með reglugerð þar sem einungis
fyrning er ákveðið hlutfall af
fasteignamati en fasteignagjöld og
viðhaldskostnaður frádráttarbær
samkvæmt reikningi. Sé litið á eigin
húsaleigu í heild annars vegar og
heildargjöld af íbúðarhúsnæði hins
vegar vógu þessir liðir nokkurn
veginn salt við álagningu 1975. Sú
tilhögun sem siðan hefur ríkt við
álagningu hefur ekki gefið eins góða
raun varðandi betra framtal við-
haldsvinnu og vonir stóðu til, auk
þess sem afar erfitt er að draga
skýr mörk milli viðhálds og endur-
bóta á íbúðarhúsnæði.
Skatt-
lagning
barna
Gert er ráð fyrir að launatekjur
barns innan 16 ára aldurs verði
skattlagðar hjá barninu sjálfu með
föstu hlutfalli sem er tiltölulega
lágt. Aðrar tekjur barns skulu
teljast með tekjum þess foreldris
sem hærri hefur launatekjur og
skyldar tekjur sbr. 1. mgr. 65. gr.
Eignir barns skulu skattlagðar með
eignum foreldra eða eignum þess
manns sem nýtur barnabóta vegna
barnsins.
Önnur
atriði
varðandi
skattlagn-
ingu ein-
staklinga
Ákvæði um tekjuskattsfrelsi
vaxtatekna eru nú miðuð við
vaxtagjöld í stað skulda samkvæmt
gildandi lögum. Arður er gerður
frádráttarbær hjá móttakanda að
vissu marki. Framtalsskylda er
útvíkkuð, t.d. á sparifé. Ýmsar
aðrar tillögur eru gerðar um
breytingu á einstökum atriðum og
vísast um þær til athugasemda við
einstakar greinar.
II Breytingar
á skattlagningu
atvinnurekstrar
Einstakl-
ingar í
atvinnu-
rekstri
í gildandi lögum um tekjuskatt og
eignarskatt eru engar heimildir til
ákvörðunar launa af eigin atvinnu-
rekstri man'ns eða sjálfstæðri starf-
semi, umfram þær sem almennt
gerist um einstaklinga. í lögunum
eru ekki sérstök ákvæði sem tak-
marka frádráttarbærni taps frá
öðrum tekjum en af rekstrinum
sjálfum. Sé reksturinn hins vegar í
félagsformi kemur tap af rekstri
ekki til frádráttar tekjum utan
rekstrarins.
I frumvarpinu er lagt til að
maður sem atvinnurekstur stundar
í eigin nafni eða sjálfstæða starf-
semi sitji við sama borð og eigandi
félags af starfslaunum sínum frá