Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
19
félaginu. Er miðað við að maður
skuli telja sér til tekna eigi lægra
endurgjald fyrir starf sitt e'n hefði
hann innt starfið af hendi fyrir
óskyldan aðila, hvort sem hann
vinnur við eigin atvinnurekstur eða
sjálfstæða starfsemi eða þá hjá
félagi sem honum er tengt. Endur-
gjald þetta yrði frádráttarbært sem
kostnaður í atvinnurekstrinum en
ekki frádráttarbært frá öðrum
tekjum. Við ákvörðun endurgjalds-
ins yrði tekið tillit til aðstöðu aðila,
aldurs, heilsufars og annarra atriða
sem máli skipta. Með þessu móti
reiknar maður sér tekjur af at-
vinnurekstrinum óháð sveiflum á
afkomu rekstrarins frá einu ári til
annars.
Fyrningar
og sölu-
hagnaður
í gildandi lögum fer um fyrningar
skv. 15. gr. en þær teljast til
rekstrarkostnaðar skv. A-lið 11. gr.
I A-lið 15. gr. laganna er fyrnanleg-
um eignum skipt í fimm flokka ög
í 1. mgr. C-liðs sömu greinar er
fyrning ákveðin sem fastur árlegur
hundraðshluti af heildarfyrningar-
verði eigna, sem þar eru upp taldar,
og innan vissra marka að því er
fyrningarhlutfall varðar.
í aðalatriðum er árlegt fyrning-
arhlutfall iausafjár 8—15%, bygg-
inga og annarra mannvirkja en
íbúðarhúsnæðis 1—10% eftir gerð
og byggingarefni, en keypts eignar-
réttar að verðmætum hugverkum
og auðkennum svo og sérstaks
stofnkostnaðar 5—20%. Þá eru
ýmis önnur ákvæði um fyrningu,
þar á meðal þess efnis að yfirleitt
skuli standa eftir niðurlagsverð
eignanna 10% af heildarfyrningar-
verði þeirra.
Auk þeirra föstu fyrninga, sem
hér hafa verið taidar eru í lögunum
ákvæði um tvenns konar heimildar-
fyrningar til viðbótar. Annars
vegar er heimild í D-lið 15. gr. til
að fyrna lausafé og mannvirki,
önnur en íbúðar- og skrifstofuhús-
næði, með sérstakri fyrningu er
nemi 30% af heildarfyrningarverði.
Þessi sérstaka fyrning má ekki
mynda rekstrarhalla eða notast til
að fresta yfirfærslu tapa frá fyrri
árum.
I 6. mgr. C-liðs 15. gr. er veitt
heimild til svonefndrar „stuðuls-
fyrningar" af eignum öðrum en
íbúðarhúsnæði. Miðast verðhækk-
unarstuðullinn við almennar verð-
breytingar á árinu og hefur hann
reiknast af fyrningu ársins en ekki
fyrningargrunni.
í stað þeirra fyrninga, sem hér
hefur verið lýst, er í frumvarpinu
gert ráð fyrir einni árlegri fyrn-
ingu. Ekkert árlegt lágmarkshlut-
fall fyrningar er tiltekið en hins
vegar árlegt hámarkshlutfall.
Gert er ráð fyrir að fyrningar
verði reiknaðar af endurmatsverði
með lægri hundraðshlutum heldur
en samkvæmt gildandi lögum.
Endurmatið miðast við breytingar á
vísitölu byggingarkostnaðar. I árs-
lok á hverju ári skal ríkisskattstjóri
birta verðbreytingarstuðul er mið-
ist við þá hækkun sem orðið hefur
á meðaltali gildandi byggingarvísi-
tölu frá árinu á undan og skal þessi
stuðull gilda fyrir allar eignir.
Fengnar fyrningar skulu hækkaðar
á sama hátt. Þá er í ákvæði til
bráðabirgða gert ráð fyrir endur-
mati á þeim eignum sem skattaðili
hefur eignast fyrir gildi^töku lag-
anna. Gert er ráð fyrir skerðingu
frádráttar vegna fyrninga þegar
fyrnanlegar eignir eru að einhverju
eða öllu leyti fjármagnaðar með
lánsfé.
I frumvarpinu er ekki gert ráð
fyrir að íbúðarhúsnæði verði fyrn-
anlegt. Fasteignir, sem heimilt er
að fyrna, verða samkvæmt frum-
varpinu fyrndar af framreiknuðu
kostnaðarverði (stofnverði) að há-
marki 10% á ári, en fjármálaráð-
herra getur með reglugerð ákveðið
þetta hámark hærra fyrir einstaka
flokka mannvirkja eftir notkun,
gerð og byggingarefni. Heimilt er
að færa að fullu til gjalda eignir
sem kosta minna en tiltekna
fjárhæð.
Andstætt því sem er í gildandi
lögum er engin lágmarksfyrning
tiltekin og heimilt er að nota árlega
fyrningu til fulls á kaupári en enga
á söluári eignar. Gert er ráð fyrir
10% niðurlagsverði lausafjár og
mannvirkja eins og verið hefur.
Töp yrði heimilt að færa milli ára
án tímatakmörkunar.
Samkvæmt gildandi lögum má
flytja tap á atvinnurekstri milli ára
um fimm áramót, en þann hluta
rekstrartapa sem myndast hefur
vegna fyrninga, annarra en flýti-
fyrninga, má flytja milli ára uns
hann er að fullu jafnaður.
í frumvarpinu eru ýmis önnur
ákvæði um fyrningar,' bæði til
skýringar á hugtökum, hvað teljast
fyrnanlegar eignir, um upphaf og
lok fyrningartíma, fyrningargrunn
o.fl. Ennfremur um makaskipti,
arftöku, eignir sem eru einungis að
hluta til nýttar til öflunar tekna,
um niðurlag rekstrar, skyldu til að
halda skrá ýfir eignir og um
heimild ríkisskattstjóra til að víkja
frá reglum um fyrningarhlutfall.
Söluhagnaður af þeim eignum í
atvinnurekstri, sem heimilt yrði að
fyrna, verður að fullu skattskyldur
á söluári, óháð eignarhaldstíma.
Samkvæmt gildandi lögum er skatt-
skyldan hins vegar bundin eignar-
haldstíma, en mismunandi er eftir
tegundum eigna hvenær hann leysir
aðila undan skattskyldu að ein-
hverju eða öllu leyti, sbr. E-lið 7. gr.
laga um tekjuskatt og eignarskatt.
Hagnaður af sölu fyrnanlegra
eigna verður samkvæmt ákvæðum
frumvarpsins þannig að fullu skatt-
skyldur án tillits til eignarhalds-
tíma. Hagnaðurinn telst mismunur
á söluverði annars vegar og stofn-
verði (kostnaðarverði) þeirra að
frádregnum áður fengnum fyrning-
um, framreiknuðu með verðbreyt-
ingarstuðli, hins vegar. Sá munur,
sem þá stendur eftir sem sölu-
hagnaður, ætti að svara til hagnað-
ar sem myndast hefur, t.d. vegna
þjóðfélagslegra aðgerða eða breyt-
inga, svo sem vegna fenginna
fyrninga umfram slit eignar við
öflun tekna. Heimild er til að því er
fasteignamat varðar að nota gild-
andi fasteignamat í ársbyrjun 1978
i stað stofnverðs, hafi aðilar eignast
hið selda fyrir þann tíma. Heimild
er til frestunar skattgreiðslu enda
sé söluhagnaðurinn notaður til
fyrningar annarra fyrnanlegra
eigna. Með þessu ákvæði, er leitast
við að hafa flutning eigna milli
atvinnugreina sem greiðastan, t.d.
milli fiskveiða og fiskvinnslu, eða úr
útgerð í vefjariðnað, ef svo ber
undir. Þá felur ákvæði 2. mgr. 45.
gr. í sér nokkurs konar óbeina
skattalagningu söluhagnaðar, en
samkvæmt því skal tekjufæra
mismun mótreiknings fyrninga og
samanlagðra eftirstöðva fyrningar-
verðs allra fyrnanlegra eigna á því
ári sem eftirstöðvar fyrningarverðs
verða lægri en mótreikningurinn.
Svipað ákvæði gildir um sölu-
hagnað af ófyrnanlegum fasteign-
um, þ.m.t. lönd, lóðir og ófyrnanleg
náttúruauðæfi, og um söluhagnað
af fyrnanlegum fasteignum. Þó er
skattaðila jafnan heimilt að telja
helming söluverðs ófyrnanlegrar
fasteignar til tekna sem söluhagn-
að, enda getur viðmiðun við fast-
eignamat 1979 eða framreikningur
á gömlu stofnverði reynst erfiður í
sumum tilvikum. Þetta þýðir í
reynd að heildarskattur af sölu-
hagnaðinum yrði rúm 25% hið
mesta (í stað skattfrelsis eftir sex
ára eða lengri eignarhaldstíma).
Flutningur söluhagnaðar til
lækkunar stofnverðs annarra eigna
er einungis heimilaður vegna sölu á
landi bújarða og er sú heimild
bundin allströngum skilyrðum.
Hagnaður af sölu ófyrnanlegs
lausafjár, svo sem einkabíla telst að
fullu skattskyldur án tillits til
eignarhaldstíma en við ákvörðun
söluhagnaðar skal hækka (eða
lækka) stofnverð lausafjársins með
tilliti til verðbreytinga frá kaupári.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
ekki verði heimilt að fyrna íbúðar-
húsnæði, hvorki í eigu lögaðila né
manna. Hagnaður af sölu íbúðar-
húsnæðis telst að fullu til skatt-
skyldra tekna á söluári, hafi maður
átt það skemur en fimm ár, en sá
skattfrjáls eftir fimm ára eða lengri
eignarhaldstíma. Um söluhagnað af
íbúðarhúsnæði i eigu lögaðila svo og
þeirra raanna, sem eiga íbúðir yfir
tilteknum stærðarmörkum, fer eins
og um söluhagnað af öðrum
ófyrnanlegum mannvirkjum. Þá eru
í frumvarpinu ákvæði um flutning
söluhagnaðar af seldu íbúðarhús-
næði á það, sem aflað er í staðinn.
Samkvæmt gildandi lögum telst
ágóði af sölu hlutabréfa og eignar-
hluta í sameignarfélögum og sam-
lögum að fullu til skattskyldra
tekna á söluári hafi aðili átt hið
selda skemur en tvö ár, að hálfu
eftir tveggja ára eignarhaldstíma
en skemur en fjögur ár en eftir
fjögur ár telst ágóðinn ekki til
skattskyldra tekna. Samkvæmt
frumvarpinu er full skattskylda
söluhagnaður af þessum eignum án
tillits til eignarhaldstíma.
Ýmis ákvæði önnur eru í frum-
varpinu um söluhagnað, svo sem af
eignum sem einungis eru notaðar að
hluta í atvinnurekstri, um altjón og
eignarnám, arftöku, tap af sölu,
makaskipti, um sölu fasteignar sem
er seld í heild eða að hluta og sala
hennar fellur undir mismunandi
ákvæði, um ákvörðun verðbreyt-
ingarstuðuls við ákvörðun sölu-
hagnaðar o.fl.
Önnur
atriði
varðandi
atvinnu-
rekstur
Ýmsum öðrum atriðum varðandi
skattalagningu atvinnurekstrar er
ætlað að breyta með frumvarpi
þessu. Má þar nefna frádráttar-
bærni arðs og opinberra gjalda á
því ári sem þau varða og yfirfærslu
rekstrartapa án timatakmörkunar.
Nýtt ákvæði er í frumvarpinu um
heimild til sérstakrar 5% niður-
færslu á útistandandi kröfum í lok
reikningsárs. Þá er gert ráð fyrir
því að skylt sé að nota varasjóð til
að mæta yfirfæranlegu rekstrartapi
og lögboðið að mæta skuli tapi áður
en fé er lagt í varasjóð.
III Framkvæmd,
úrskurðir og eftirlit
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
álagning skv. framtölum manna
fari fram fyrir maílok á grundvelli
lítt endurskoðaðra framtalna og
frekari endurskoðun þeirra yerði
látin bíða þar til eftir álagningu.
Framtöl lögaðila verði hins vegar
fullskoðuð áður en skattur er á þá
lagður og álagningin birt þeim
jafnharðan og henni lýkur. Skatt-
skráin mun ekki koma út fyrr en í
árslok þegar skattstjórar hafa
úrskurðað flestar kærur.
í stað gildandi ákvæðis um skipan
ríkisskattanefndar skal hún sam-
kvæmt frumvarpinu skipuð þremur
mönnum sem hafa setu í nefndinni
að aðalstarfi. Þá eru í frumvarpinu
víðtækari ákvæði en í gildandi
lögum um skatteftirlit og rannsókn-
ir og verkefni skattrannsóknar-
stjóra í því sambandi.
IV Viðurlög
Allmiklar breytingar eru gerðar á
viðurlagaákvæðum. Eftir sém áður
er meginreglan sú, að viðurlög eru
ekki ákveðin af dómstólum nema
sökunautur eða ríkisskattstjóri óski
þess sérstaklega. Samkvæmt gild-
andi lögum eru sektir í málum, sem
ekki fara fyrir dómstóla, úrskurðað-
ar af sérstakri skattsektanefnd.
Hér er lagt til að þetta úrskurða-
vald verði í höndum ríkisskatta-
nefndar. Ætti þessi breyting að
horfa til einföldunar enda gerir hin
breytta skipan ríkisskattanefndar
henni mögulegt að taka við auknum
verkefnum.
Þá eru refsingar við brotum á
lögunum verulega þyngdar frá því
sem er í gildandi lögum.
Prófkjör sjálístæðismanna í Siglufírði:
„Mjög viðunandi
þátttaka miðað
við fyrsta skipti”
„ÉG TEL að þátttakan í prófkjör-
inu hafi verið mjög viðunandi
miðað við það, að þetta var fyrsta
opna prófkjörið í Siglufirði,“
sagði Björn Jónasson, bankarit-
ari, sem varð efstur í prófkjöri
siglfirzkra sjálfstæðismanna um
helgina. „Það var nýtt fyrir fólki
að notfæra sér þennan rétt og ég
held að það verði mun auðveldara
með þátttöku fólks í framtíðinni,
þegar það er búið að sjá, hvernig
þetta er og að það er enginn
leikaraskapur í þessu.“
Atkvæði greiddi 161, ' en við
síðustu bæjarstjórnarkosningar í
Siglufirði hlaut listi Sjálfstæðis-
flokksins 320 atkvæði. Til að
kosning yrði bindandi þurfti þátt-
takan að verða 50% af síðasta
kjörfylgi flokksins og frambjóð-
endur að hljóta minnst 40%
greiddra atkvæða.
Björn Jónasson bankaritari
hlaut 62 atkvæði í 1. sætið og
samtals 131 atkvæði. Séra Vigfús
Árnason hlaut 47 atkvæði í 1. og
2. sætið og samtals 99 atkvæði.
Runólfur Birgisson, fulltrúi, hlaut
71 atkvæði í 1., 2. og 3. sæti og
samtals 111 atkvæði. Árni V.
Þórðarson, iðnverkamaður, hlaut
57 atkvæði í fyrstu 4 sætin og
samtals 84 atkvæði.
Frambjóðendur voru 12, en í
gærkvöldi voru nokkur vafaatriði
varðandi frekari úrslit prófkjörs-
ins óleyst.
Sjálfstæðismenn hafa nú 3
fulltrúa í bæjarstjórn Siglufjarð-
ar. Knútur Jónsson, sem skipaði
efsta sæti listans síðast, gaf ekki
kost á sér, og heldur ekki Sigurður
Fanndal, sem skipaði fjórða sætið
síðast, en hann tók við starfi
bæjarfulltrúa, er Þormóður
Runólfsson, sem skipaði þriðja
sæti listans síðast, féll frá á
síðasta ári.
„Ég er bjartsýnn á stöðu okkar
sjálfstæðismanna hér í Siglufirði,"
sagði Björn Jónasson. „Á þessu
kjörtímabili höfum við meðal
annars fengið hitaveitu, raforku-
ver okkar hefur verið stækkað og
nú viljum við leggja áherzlu á
umhverfismálin."
Finnbogi Bjömsson
hlaut flest atkvæði
„ÞESSI þátttaka í prófkjörinu
vekur vissulega góðar vonir um
framboð H-listans við næstu
hreppsnefndarkosningar. Ég er
ánægður með þátttökuna og vil
að sjálfsögðu þakka öllum sem
veittu mér og öðrum frambjóð-
endum stuðning," sagði Finnbogi
Björnsson, sem varð efstur í
prófkjöri um helgina vegna lista
sjálfstæðismanna og annarra
frjálslyndra í Garðinum.
Atkvæði greiddu 262. Finnbogi
hlaut 144 atkvæði í fyrsta sæti og
samtals 192 atkvæði. 2. Sigurður
Ingvarsson 182 atkvæði, þar af 90
í fyrstu tvö sætin. 3. Ingimundur
Þ. Guðmundsson 160 atkvæði, þar
af 94 í fyrstu þrjú sætin. 4. Ólafur
Björgvinsson 123 atkvæði, þar af
90 í fyrstu fjögur sætin 5. Sigrún
Oddsdóttir 109 atkvæði, en kosið
var í fimm efstu sætin. Sjötti að
atkvæðamagni var Karl Njálsson
með 107 atkvæði en frambjóðend-
ur voru 14.
Einnig fór fram prófkjör vegna
framboðs H-listans til sýslunefnd-
ar og greiddu 236 atkvæði. Þor-
steinn Einarsson hlaut flest, eða
113, og séra Guðmundur Guð-
mundsson hlaut 85 atkvæði. Þriðji
frambjóðandinn, Guðbjörn
Ingvarsson, hlaut 38 atkvæði.
Við síðustu hreppsnefndarkosn-
ingar hlaut H-listinn 227 atkvæði
og fjóra menn kjörna af 5. Af
þeim, sem nú sitja í hreppsnefnd,
gaf Þorsteinn Einarsson sem
skipaði 1. dæti listans, ekki kost á
sér nú, en aðrir hreppsnefndar-
menn eru Sigrún Oddsdóttir,
Finnbogi Björnsson og Sigurður
Ingvarsson.
„Þátttakan gefur tilefni
til að líta björtum aug-
um til kosningaslagsins”
„ÉG ER mjög ánægður með
útkomuna úr þessu prófkjöri og
mér er efst í huga þakklæti til
þeirra, sem tóku þátt í því, en það
voru rösklega 84% félagsbundins
sjálfstæðisfólks á Selfossi“, sagði
Oli Þ. Guðbjartsson, sem hlaut
flest atkvæði í lokuðu prófkjöri
sjálfstæðismanna á Selfossi um
helgina. „Ég vil einnig þakka
kjörnefnd hennar hlut að því að
þetta prófkjör bar svona góðan
árangur, en þessi þátttaka gefur
tilefni til að líta björtum augum
til kosningaslagsins, sem fram-
undan er og mun snúast um það,
hvort við komum áfram fjölda
verkefna, sem enn bíða úrlausnar
í næstu framtíð og nefni ég þar
sem eitt dæmi að ljúka við
byggingu félagsheimilis,“ sagði
óli.
Af 205 flokksbundnum sjálf-
stæðismönnum greiddu 173 at-
kvæði, eða 84,8% og voru 162
atkvæðisseðlar gildir. Óli Þ. Guð-
bjartsson hlaut 119 atkvæði í 1.
sæti og samtals 151 atkvæði. Páll
Jónsson fékk 93 atkvæði í 2. sæti
og samtals 135 atkvæði, 3. Guð-
mundur Sigurðsson fékk 54 at-
kvæði í 3ja sæti og samtals 92
atkvæði. Sverrir Andrésson fékk
63 atkvæði í 4. sæti og samtals 104
atkvæði. Örn Grétarsson fékk 51
atkvæði í 5. sæti og samtals 71
atkvæði. Kosning þessara fimm
var bindandi.
í sjötta sæti fékk María Leós-
dóttir 57 atkvæði og samtals fékk
hún 76 atkvæði. Helgi Björgvins-
son fékk 61 atkvæði í sjöunda sæti,
samtals 73 atkvæði. Haukur Gísla-
son fékk 66 atkvæði, Guðjón
Gestsson 65 atkvæði, Bjarni Páls-
son 64 atkvæði, Gústaf Sigurjóns-
son 49 atkvæði, Ingveldur
Sigurðardóttir 45 atkvæði og
Þuríður Haraldsdóttir 43 atkvæði.
Auk þess sem kjósendur merktu
við frambjóðendur í þeirri röð,
sem þeir vildu setja þá á fram-
boðslistann, gátu þeir bætt þrem-
ur nöfnum við. Samkvæmt upplýs-
ingum kjörstjórnar fengu 8 ein-
staklingar atkvæði með þeim
hætti og sá þeirra, sem fékk flest
atkvæði, fékk 18 atkvæði
Sjálfstæðisflokkurinn á nú 3 af
7 hreppsnefnarmönnum á Selfossi.
í upphafi kjörtímabilsins mynd-
uðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
og fulltrúi Alþýðuflokksins meiri-
hluta, en nú er enginn formlegur
meirihluti í hreppsnefndinni.