Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
29
fHtripmMíít»í§>
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Askriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakió.
Rauntekjur aukast
ekki í Noregi í 4 ár
Aðgerðir norsku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum halda
áfram að vekja athygli hér á landi og ekki að ástæðulausu.
í fyrri hluta síðustu viku tók jafnaðarmannastjórn Nordlis af
skarið í vinnudeilu, sem staðið hefur um skeið í Noregi og stefndi
í allsherjarverkfall og ákvað, að gerðardómur skyldi úrskurða
kaup og kjör til næstu tveggja ára jafnframt því, sem verkföll
voru bönnuð. Viðbrögð verkalýðssamtakanna í Noregi voru þau
að hlíta þessum ákvörðunum norskra stjórnvalda. I vikulokin
gerði norska stjórnin síðan grein fyrir frekari aðgerðum í
efnahagsmálum og er meginatriði þeirra, að gert er ráð fyrir, að
rauntekjur Norðmanna muni standa í stað og jafnvel minnka á
næstu fjórum árum.
í þessum tillögum er gert ráð fyrir, að barnafjölskyldur,
eftirlaunafólk og fólk í lægstu launaflokkum fái lítilsháttar
aukningu í rauntekjum á næstu fjórum árum, en aðrir
þjóðfélagshópar verða að sætta sig við óbreyttar rauntekjur eða
jafnvei minnkandi á þessu tímabili. Þá áformar norska stjórnin
að skera mjög niður opinber útgjöld frá því sem ráðgert hafði
verið á næstu 4 árum og er talið, að þessi niðurskurður muni koma
fram á útgjöldum til hermála, samgöngumála og til umhverfis-
verndar. Ennfremur er búizt við, að frestað verði breytingum á
almannatryggingakerfinu, sem áttu að verða mjög kostnaðarsam-
ar og m.a. byggðu á því, að launamissir í veikindum verkafólks
yrði greiddur að fullu.
Megintilgangurinn með þessum efnahagsaðgerðum norsku
stjórnarinnar er að draga úr einkaneyzlu, en jafnframt er stefnt
að því að draga úr framleiðslukostnaði á norskum framleiðsluvör-
um, þar sem útflutningsvörur Norðmanna hafa ekki verið
samkeppnishæfar í verði á alþjóðamörkuðum á undanförnum
misserum. Ennfremur er stefnt að því með þessum efnahagsað-
gerðum að draga úr neikvæðum viðskiptajöfnuði Norðmanna og
koma í veg fyrir atvinnuleysi og auka útflutning.
Norðmenn hafa fjárfest gífurlega í olíu- og gasleit í Norðursjó
og hafa safnað miklum erlendum skuldum af þeim sökum. Hins
vegar hafa tekjur þeirra af olíuvinnslu komið hægar inn en búizt
hafði verið við og munaði m.a. 25 milljörðum norskra króna á
síðasta ári frá þeim áætlunum, sem gerðar höfðu verið um
olíutekjur á því ári.
Þessi atburðarás í Noregi hefur verið rakin svo ítarlega hér í
Morgunblaðinu og um hana fjallað vegna þess, að það er ákaflega
gagnlegt fyrir okkur íslendinga að gera okkur grein fyrir því, að
við erum ekki einir á báti þeirra þjóða, sem búa á norðurhveli
jarðar, þegar um efnahagsvanda er að ræða. Sannleikurinn er sá,
að velflestar þjóðir í nágrenni við okkur eiga við mikla
efnahágserfiðleika að stríða ekki síður en við og má þar nefna
Norðmenn, Svía og Dani og Breta alveg sérstaklega. Efnahags-
vandi okkar er í meiri tengslum við þann almenna efnahagsvanda,
sem þjóðir heims eiga við að glíma, heldur en við höfum gert okkur
grein fyrir. Og þær sveiflur, sem verða í okkar efnahagsmálum,
eru í meiri tengslum við sveiflur í alþjóðlegum efnahagsmálum
en við höfum viljað viðurkenna.
Jafnframt því sem nauðsynlegt er, að við áttum okkur á því,
að nágrannar okkar eiga ekki síður við efnahagsvanda að etja en
við, getum við líka talsvert af þeim lært. Þegar ríkisstjórnin hér
gerir ráðstafanir, sern taldar eru skerða gildandi kjarasamninga,
eru viðbrögð verkalýðshréyfingarinnar þau að efna til ólöglegra
verkfalla, útflutningsbanns og annarra slíkra aðgerða og hafa að
öðru leyti í hótunum um stööugan ófrið á vinnumarkaðnum. Þegar
ríkisstjórnin í Noregi grípur til margfalt harkalegri ráðstafana,
ákveður að gerðardómur skuli úrskurða um kaup og kjör, bannar
verkföll og lýsir því yfir, að engin rauntekjuaukning verði á næstu
4 árum eru viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar í Noregi þau að
hlíta ákvörðunum löglega kjörinnar ríkisstjórnar. Á þessu tvennu
er mikíll munur og þarf ekki að eyða mörgum orðum að því.
Okkur íslendingum mundi farnast betur við stjórn efnahags-
mála okkar, ef heilbrigð skynsemi fengi að ráða meira ferðinni.
Nú þýðir ekki að sakast um það sem orðið er, hitt skiptir meira
máli, hvernig til tekst í framtíðinni og það ættum við a.m.k. að
hafa lært á síðustu misserum, að lítið vit er í að spenna bogann
svo hátt í kjarasamningum, að efnahagskerfið taki nýja
kollsteypu. Nú skiptir tvennt mestu máli; í fyrsta lagi að tryggja
frið á vinnumarkaðnum eins og nú er komið, og í öðru lagi, að
þeir kjarasamningar, sem framundan eru á næstu mánuðum, taki
mið af raunveruleikanum og að um raunhæfar kaupgjaldsbreyt-
ingar verði að ræða í þeim samningum. Það er hagsmunamál allra
bæði launþega og atvinnurekenda og skiptir miklu, að
forystumenn verkalýðs og vinnuveitenda hagi samningum sínum
í samræmi við það.
Frumvarp um staðgreiðslukerfi skatta:
Skattgreiðsla
áætluð í árs-
byr jun - gerð
upp um áramót
RÍKISSTJÓRNIN lagði fram
á Alþingi í gær frumvarp til
laga um staðgreiðslu opin-
berra gjalda og er miðað við
það að frumvarpið ef það
verður að lögum taki gildi
hinn 1. janúar 1979. Frum-
varpið gerir ráð fyrir að
tekjur skattþegns séu
áætlaðar í ársbyrjun og
síðan greiði hann mánaðar;
lega hina áætluðu skatta. í
lok ársins fari síðan fram
uppgjör og tekjur hans
tiundaðar. Hafi áætlunin
reynzt of lág, er hann kraf-
inn mismunar, en hafi skatt-
ar verið ofreiknaðir endur-
greiðir ríkissjóður eða sveit-
arfélag mismuninn.
Frumvarpið gildir um
tekjuskatt samkvæmt ákvæð-
um laga um tekjuskatt og
eignaskatt, álag á tekjuskatt
samkvæmt ákvæðum laga
um Húsnæðismálastofnun
ríkisins, útsvar samkvæmt
ákvæðum laga um tekju-
stofna sveitarfélaga, kirkju-
garðsgjald samkvæmt
ákvæðum laga um kirkju-
garða, sóknargjald sam-
kvæmt ákvæðum laga um
sóknargjöld, launaskatt
samkvæmt ákvæðum laga
um hann, lífeyris- og slysa-
tryggingagjöld samkvæmt
ákvæðum laga um almanna-
tryggingar, atvinnuleysis-
tryggingagjöld, iðnaðar-
gjald samkvæmt ákvæðum
laga um rannsóknir í þágu
atvinnuveganna, aðstöðu-
gjald samkvæmt ákvæðum
laga um tekjustofna sveitar-
félaga iðnlánasjóðsgjald
samkvæmt ákvæðum laga
um Iðnlánasjóð, iðnaðar-
málagjald samkvæmt ákvæð-
um laga um það, landsútsvar
samkvæmt ákvæðum laga
um tekjustofna sveitar-
félaga, orlofsfé samkvæmt
ákvæðum laga um orlof og
skyldusparnað samkvæmt
ákvæðum laga um Húsnæðis-
málastofnun ríkisins.
Frá ofangreindi upptalningu er
greint í fyrstu grein frumvarpsins,
en í annarri grein þess segir að
verði síðar sett lög, hvort heldur
eru tímabundin eða ótímabundin,
um gjöld, sem ákvarðast af sömu
eða svipuðum gjaldstofnum, skulu
um þau gilda ákvæði þessara laga.
Lögin ná til allra, innlendra og
erlendra aðila, sem gjaldskyldir
eru hér á landi. I 5. grein segir að
staðgreiðsla samkvæmt lögunum
sé bráðabirgðagreiðsla opinberra
gjalda, greiðsla orlofsfjár, svo og
innheimta eða greiðsla skyldu-
sparnaðar á tekjuári.
Fyrir upphaf staðgreiðsluárs
skal ríkisskattstjóri láta gera
skattkort fyrir hvern launþega,
þar sem fram koma þær upplýsing-
ar, sem nauðsynlegar teljast til að
ákvarða staðgreiðslu hans á stað-
greiðsluárinu. Skattkort þessi
skulu ‘gerð samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem fyrir hendi eru við
frumgerð þjóðskrár þann 1. desem-
ber þess árs sem næst fer á undan
staðgreiðsluári.
Strax við móttöku skattkorts ber
launþega að kanna þær upplýsing-
ar sem fram koma á því. Telji
launþegi þær ekki réttar miðað við
fjölskyldu hans í lok þess
almanaksárs sem næst fer á undan
staðgreiðsluári, eða upphaf eða lok
skyldu til skyldusparnaðar, ber
honum strax að endursenda skatt-
kort sitt til skattstjóra ásamt
skriflegum rökstuðningi fyrir
kröfu sinni um nýtt skattkort..
Telji skattstjóri beiðni launþega að
hluta til réttmæta ber honum að
láta launþeganum strax í té nýtt
skattkort ásamt rökstuðningi fyrir
synjun að hluta. Synji skattstjóri
beiðni launþega að öllu leyti ber
honum strax að endursenda laun-
þeganum skattkortið ásamt rök-
stuðningi fyrir synjun.
Við upphaf greiðsluárs á laun-
þegi að afhenda launagreiðanda
sínum skattkort sitt til vörzlu og
telst hann þá aðallaunagreiðandi
hans. Ber hann ábyrgð á vörzlu
skattkortsins á meðan launþeginn
er í þjónustu hans. Ef launagreið-
endur eru fleiri en einn, skal
aðallaunagreiðandi hafa kortið, en
telji launþegi að við það að
launagreiðendurnir séu tveir eða
fleiri, að hann greiði óeðlilega háa
staðgreiðslu og reynist krafa hans
réttmæt skal skattstjóri gefa út
aukaskattkort, sem tilgreinir
hundraðshluta, sem taka beri af
launþeganum. Ef aðeins annað
hjóna hefur tekjur getur launþegi
afhent skattkort maka síns aðal-
launagreiðanda sínum og hann
hafi því skattkort beggja.
I upphafi greiðsluárs lætur
ríkisskattstjóri gefa út skatttöflur
fyrir launagreiðendur byggðar á
ákvæðum þeirra laga sem um
ræðir eftir því sem við á. Við gerð
skatttaflna skal ávallt miðað við
hámarkshundraðshluta af útsvars-
skyldum tekjum. Greiðslutímabil
skatta ákvarðast af ákvæðum
kjarasamninga.
B-hluti frumvarpsins fjallar um
atvinnurekendur og segir þar að
allir atvinnurekendur skulu eigi
síðar en fyrir 31. október á því
almanaksári, sem næst fer á undan
staðgreiðsluári senda skattstjóra
rökstudda áætlun um gjaldstofna
þeirra skatta og gjalda á viðkom-
andi staðgreiðsluári. Þar skal
einnig koma fram rökstudd áætlun
um það endurgjald, sem atvinnu-
rekandinn ætlar að telja sjálfum
sér til tekna eða reikna maka
sínum eða barni til tekna á
greiðsluárinu. Skal skattstjóri
síðan innan 30 daga frá því er
honum barst áætlun hafa endur-
skoðað hana tilkynnt atvinnurek-
anda niðurstöðu sína um áætlun
gjaldstofna og endurgjalds, svo og
upphæð áætlaðra skatta og gjalda,
sem atvinnurekandanum ber að
greiða á staðgreiðsluárinu.
Ákvarðan endurgjalds myndar
stofn að staðgreiðslu atvinnurek-
andans sem launþega.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að
fjármálaráðherra hafi heimild til
þess að breyta vísitölu stað-
greiðsluársins hvenær sem er á
sjálfu staðgreiðsluárinu. Taki jafn-
framt gildi ný lög sem falla innan
ramma frumvarpsins á stað-
greiðsluári, ber ríkisskattstjóra að
gefa þegar út nýjar skatttöflur
fyrir launagreiðendur og skatt-
stjórum að gera nýjar skrár yfir
áætlaða skatta og gjöld eftir því
sem við á.
Saman-
burdur
á tölum
ígild-
andi
skatta-
lögum,
hinu
nýja
frum-
varpi og
skatta-
frv. ’76
Hér fer á eftir samanburður á ýmsum tölum í núgildandi skattalögum, skattafrumvarpi því, sem ríkisstjórnin lagði
fram á þingi 1976, og í því skattafrumvarpi, sem nú hefur verið lagt fram.
Núv. frv.
250.000 hjá einstakl.
500.000 hjá hjónum
1.600 kr. á dag
260.000 kr.
185.000 kr. fyrir
hvort hjóna
10%
1- 2 millj. 18%
2— 4 millj. 26%
4 millj. og yfir 34%
250.000 þús. kr.
5% • .
Með 1. þarni 65 þús. og 90
þús. með 2. barni og fleirum.
Auk þess fá foreldrar með
börn innan skólaskyldualdurs
25 þús. til viðbótar.
Barnabætur einstæðra for-
eldra eru 40% hærri.
47%
Hjá einstakl. 8 millj.
skattfrj.
Hjá hjónum
16 millj. skattfrjáls
(Þessar tölur eru miðaðar
við álagningu
eignarskatts pr. 31.12 1977
Gildandi lög Frv. 1976
1. Hámark skattfrjáls arðs Arður ekki frádráttarbær 150.000 hjá einstakl.
í hendi móttakanda. hjá móttakanda 300.000 hjá hjónum
2. Sjómannafrádráttur 4.825 + 30.555 á mán. Var i formi afsláttar frá skatti kr. 270 á dag
3. Hámark námsfrádráttar Mishár eftir skólum og námstíma hámark 212.000 Var ekki inni í þessu formi
3.a. Kostnaður við stofnun
heimilis 272.500 kr. fyrir hjón Var ekki í formi sérstaks
samtals afsláttar eða frádráttar
4. Hlutfall fasts
launafrádráttar Hliðstætt ákvæði ekki í g.l. Var í formi afsláttar frá reiknuðum skatti 2% af launum
5. Skattþrep og skatthlutföll í Einstakl.
tekjuskattstiga einstaklinga 1 - 1.310.700 kr. 20% 1 - 900.000 kr. 20%
1.310.700 - 1.835.000 kr. 30% 900.000 kr. og
1.835.000 - og þar yfir 40% Hjón 1 - 1.835.000 kr. 20% og þar yfir 40%
1.835.000 - 2.621.500 kr. 30% 2.621.500 — og þar yfir 40%
6. Persónuafsláttur Einstakl. 206.610 kr. Einstakl. 163.000 kr.
hjón 308.850 kr. hvort hjóna 115.000 kr.
7. Skatthlutfall Hliðstætt ákv. ekki í g.l. Hliðstætt ákv. ekki í frv.
af launatekjum barna
8. Barnabætur Með 1. barhi 67 þús. kr. Með 1. barni 47.400 kr.
i ' ■S}5.ní»n oj-i um ,með tíörhum; umfram 100.500.00 með börnum umfram 71.100.00
»neoi{ ititosiI Þár við bætist barnabótaauki
9. Tekjuskattshlutfall
lögaðila 53% 53%
10. Eignarskattstigi Hjá einstakl. 8 millj. Hjá einstakl. 6 millj.
gjaldfrjáls skattfrjáls
Hjá hjónum 12 millj. Hjá hvoru hjóna
gjaldfrjáls 4.5 millj. skattfrjáls
Hvaða áhrif hefur
skattafrumvarp-
ið áskattbyrði?
í FYLGISKJALI með skatlafrumvarpi ríkiastjórnarinnar er gerö grein fyrir pvt hvaða áhrif sampykkt
frumvarpsins ef pað yröi aö lögum mundi hafa á skattbyrði fólks. Hór fer á eftir í heild texti
fylgiskjalsins ásamt peim töflum, sem fylgja:
Um breytingu á
skattbyrði manna
Á grundvelli viöamikils úrtaks úr
skattframtölum ársins 1977 hefur
verið kannað hver breyting yrði á
skattbyrði manna ef frumvarp
þetta yrði að lögum. Tekjur og
eignir til skatts voru færðar til
verölags á árinu 1978 með jafnri
hlutfalislegri hækkun þannig aö
dreifing helst óbreytt frá 1977.
Gögn um eignarskattsstofninn
eru ófullkomnari en um tekju-
skattsstofninn, en samkvæmt fyr-
irliggjandi áætlun hefðu ákvæði
frumvarpsins haft í för með sér
nokkra lækkun á álögöum tekju-
skatti í heild á árinu 1978 vegna
þess aö skattskyldumörkin hækka
fyrir hjón.
Áformað er að taka upp stað-
greiöslu beinna skatta á árinu
1979 eins og kunnugt er. Af
þessum sökum þótti rétt að miöa
tillögur frumvarpsins um skattstiga
o.fl. við þessa tilhögun. Jafnframt
er þá nauösynlegt aö áætla
hækkun tekna til skatts milli
áranna 1976, 1977 og 1978 til þess
aö bera réttilega saman skatta
sem lagöir væru á og greiddir á
árinu 1978 og skatta samkvæmt
gildandi lögum sem lagóir eru á
tekjur ársins 1977. í þessu skyni
hefur verið reiknaö með 43%
meöalhækkun tekna til skatts milli
áranna 1976 og 1977 og 35% milli
áranna 1977 og 1978, og er seinni
talan vitaskuld óvissari en hin fyrri.
Á þessum forsendum er áætlaö aö
álagöur tekjuskattur að frádregn-
um barnabótum og afslætti sem
nýtist til greiöslu útsvars (hreinn
tekjuskattur) yrði um 1000 m. kr.
lægri en samkvæmt gildandi lög-
um á árinu 1977.
Hér á eftir er gerð í fjórum
töflum grein fyrir því hvernig
byrðin af hreinum tekjuskatti
breytist frá gildandi lögum meö
þessu frumvarpi fyrir einstaka
hópa skattþegna með ólíkar fjöl-
skyldu- og framfærsluaöstæóur.
I töflu 1 kemur fram heildaryfirlit
yfir breytingar á hreinum tekju-
skatti eftir fjölskylduhögum
manna. Þar kemur fram aö meöal-
breyting tekjuskatts samkvæmt
frumvarpinu er lækkun um 7% af
álögðum skatti. Skattar hjóna
lækka þó nokkru minna, eða um
tæplega 5%, en einhleypra um
meira, eða um 11%. Skattar
einstæöra foreldra lækka um 7%
samkvæmt þessari áætlun.
Sé hjónum skipt niöur eftir
barnafjölda er skattbreytingin
barnmörgum hjónum almennt í vil.
Þetta má enn sjá úr töflu 2.
Sé hjónum skipt eftir tekjuöflun
eiginkonunnar sést umtalsverð
endurdreifing á skattbyrói hjóna,
enda koma þá skýrast fram áhrifin
af hinni breyttu skattameöferö
hjóna samkvæmt frumvarpinu,
þ.e. upptöku sérsköttunar hjóna
og þar með niöurfellingu 50%
frádráttar af launatekjum eigin-
konu.
Tafla 1
Breyting á hreinum tekjuskatti manna á verölagi 1978.
í stórum dráttum má segja aö
hjón, þar sem eiginkonan aflar
engra tekna, hagnist á skattbreyt-
ingunni allt þar til eiginmaðurinn
hefur u.þ.b. 6 millj. kr. tekjur
(1978). Afli konan á hinn bóginn
tekna umfram 2 millj. kr., þá
skeröist hlutur hjónanna strax viö
u.þ.b. 2 millj. kr. tekjur hjá
eiginmanninum.
í töflu 3 er hjónum skipt eftir
tekjum eiginkonunnar og sýnt,
hvernig hjónin dreifast eftir um-
fangi skattbyrðisbreytingarinnar.
Eins og fram kemur í töflu 1 fá
einhleypingar heldur meiri skatta-
lækkun samkvæmt frumvarpinu en
aörir. Lækkunin dreifist nokkuð
jafnt á milli þeirra, enda þótt
nokkur frávik séu þar frá. í töflu 2
má sjá hvernig einhieypingar
skiptast eftir umfangi skattbreyt-
ingarinnar.
í heild fá einstæöir foreldrar
skattalækkun á við aðra, en á hinn
bóginn er endurdreifing í skatt-
byröi innan hópsins. Lækkun
verður veruleg hjá tekjulágum og
barnmörgum einstæðum foreldr-
um en hækkun hjá sumum hinna
í þessum hópi.
Tafla 4 sýnir að lokum hversu
mörgum framteljendum væri frem-
ur í hag aö nota fasta frádráttinn
skv. 2. mgr. 30. gr. en að
sundurliöa frádrátt sinn, miðað viö
áætlun um hækkun frádráttarliöa
frá árinu 1977.
Skv. gildandi Lækkun (-=-)
lögum
cða hækkun( + )
Mcðalbrcyting á
skattgrciðslum
Hlutfallsleg
skipting
Hjón án barna ...........
Hjón með 1 barn ..........
Hjón með 2 börn ..........
Hjón með 3 börn .........
Hjón með 4 börn eða fleiri
Hjón alls ...............
Einhleypingar ............
Einstæð foreldri .........
Framteljendur samtals
(Millj. kr.) skv. frv. (Millj. kr.) framteljcndn
3 350 -=-150 h- 4,5% 13%
3 000 + 70 + 2,3% 9%
2 150 -=- 50 -4- .2,3% 11%
800 -r-200 h- 25 % 6%
120 -=-130 h-108 % 2%
9 400 -=-450 -- 4,8% 41%
1 200 +-450 -4- 11 % 54%
-v-470 -+ 35 -4- 7 % 5%
13 100 +-950 *4— 7 % 100%
Tafla 2
Dreifing manna eftir umfangi skattbyrðisbreytingar.
Hjón án barna ............
Hjón með 1 barn ..........
Hjón með 2 börn ..........
Hjón með 3 börn ..........
Hjón með 4 börn eða fleiri
Hjón alls ................
Einhleypingar ............
Einstæð foreldri .........
Frámteljendur samtals
Lækkuu (a. m. k. Standa í stað Hækkun
1% af vergum (breyting minni (a. m. k. 1 %
tekjum) en 1% af vcrgum af vergum
tekjum) tekjum)
41% 41% 18%
32% 43% 25%
41% 39% 20%
48% 39% 13%
70% 22% 8%
41% 40% 19%
28% 67% 5%
47% 16% 37%
35% 53% 12%
Tafla 3
Dreifing hjóna, —, flokkuðum eftir tekjum eiginkonu, — eftir
umfangi skattbyrðisbreytingar.
Tekjur ciginkonu ;i vcrðlagi 1ÍJ78 Lækkun (a.m.k. 1% af vergum tekjum lieggja ) Standa í stað (breyting minni en 1 % af vérgum tekjum beggja) Hækkun (>a. m. k. 1% af vergum tekjum beggja) Hlutfallsleg skipting hjóna
o 60 %; 30% 10% 26% .
Undir 5Ö0 þús. kr. 65% 27% 8% 18%
500 til .1 000 þús. kr 44 % 42% 14% 20%
1 000 til 1 500 þús. kr. 23% 61% 16% 14%.
1 500 til 2 000 þús. kr. 12% 63% 25%, 11%
Yfir 2 000 þús. kr. 1% 31% 65% 11%,
Hjón alls 41% Tafla 40% 4 19% 100%
Hlutfallslegur fjöldi framteljenda, sem hefðu fremur hag af föstum
en sundurliðuðum frádrætti, sbr. 2. mgr. 30. gr.
Hjón ................................................ 65%
Einhleypingar ....................................... 90%
Einstæð foreldri .................................... 75%
Framteljendur alls .................................. 75%