Morgunblaðið - 18.04.1978, Síða 45
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
25
Þorvarður Guðmundsson var mikill ógnvaldur Uaukavarnarinnar í byrjun leiksins og skoraði 4 íyrstu KR-mörkin í leiknum.
HAUKAR ÚR LEIK
KRGÆTISLOPP-
IÐ VIÐ AUKALEIK
HAUKARNIR misstu endanlega af möguleikanum á íslandsmeist-
aratign í handknattleik er lið þeirra tapaði 17.18 fyrir KR á
sunnudagskvöld. Það eru því aðeins Víkingur og Valur, sem eiga
möguleika á gullinu úr því sem komið er, en frammistaða
Haukaliðsins í vetur hefur verið hetjuleg og betri en nokkur bjóst
við í upphafi mótsins. Með þessum sigri eiga KR-ingar möguleika
á að ná 12 stigum og gæti því farið svo að fleiri en eitt lið endaði
á þeirri stigatölu og því þurfi að fara fram aukakeppni um hvaða
lið leikur gegn HK um sæti í 1. deildinni næsta vetur.
Eins og áður sagði hafa Haukarn-
ir komið mjög á óvart í 1. deildinni
í vetur. Liðið missti þrjá sterka
leikmenn, þá Jón Hauksson til
Akureyrar, Ólaf Ólafsson vegna
fótbrots og Hörð Sigmarsson yfir í
Leikni. Það munar um minna en
slíka leikmenn og því var Haukalið-
inu spáð litlum frama í mótinu í
vetur. En í Haukum var enginn
uppgjafartónn og ungir leikmenn
tóku upp merkið, sem aðrir höfðu
áður borið. Menn eins og Andrés
Kristjánsson og Ólafur Jóhannesson
hafa blómstrað í vetur og lífgað upp
á handknattleikinn. Nú hafa Hauk-
arnir misst af lestinni í keppninni
um guilið, en þeir eiga enn mögu-
leika á silfri og eru öruggir með
þriðja sætið í Islandsmótinu.
Þjálfari Haukaliðsins er Þorgeir
Haraldsson og var hann að vonum
óhress með úrslitin í ieiknum við KR
er við spjölluðum stuttlega við hann
að leiknum loknum. Þorgeir sagðist
þó ekki geta annað en verið ánægður
með veturinn í heild. — Burtséð frá
KR-leiknum þá er útkoman góð hjá
okkur, betri en við áttum jafnvel
sjálfir von á, sagði Þorgeir. — En
það er óneitanlega leiðinlegt að vera
svona nálægt toppnurp, en komast
ekki alla leið. Mín spá er sú að Valur
vinni Víking í leik liðanna á
miðvikudaginn, en ég er hins vegar
ekki búinn að sjá Val vinna Fram,
sagði Þorgeir á sunnudag, en leikur
Vals og Fram var í gærkvöldi.
Aðspurður um það hvort Haukar
hefðu náð Islandsmeistaratitlinum í
ár ef Hörður Sigmarsson hefði leikið
með liðinu, sagði Þorgeir að hann
héldi að það hefði ekki breytt miklu.
— Hörður var að vísu sá leikmaður,
sem batt endi á flestar sóknarlotur
okkar og var alltaf markahæstur og
við höfum saknað góðrar vinstri-
handarskyttu í vetur, sagði Þorgeir.
— En ef litið er á stöðuna í deildinni
sést að við höfum ekld skorað færri
mörk í ár, þarinig að aðrir hafa tekið
við af Herði og mörkin hafa dreifst
á alla leikmenn liðsins, sagði
Þorgeir.
MUNURINN HEFÐI
GETAÐ VERIÐ MEIRI
KR-ingar hafa oft í vetur mátt
bíta í það súra epli að tapa leikjum
mjög naumlega — með einu eða
tveimur mörkum. Það var því
kominn tími til að þeir ynnu með
slíkum mun eins og gerðist í
leiknum við Hauka. Það verður þó
að segjast að KR-liðið hefði átt að
geta unnið þennan leik með yfir-
burðum því staðan var 17:12 þegar
10 mínútur voru eftir og leikurinn
því örugglega unninn að því er
virtist.'En leikmenn KR þoldu ekki
spennuna undir lokin, fóru illa að
ráði sínu hyað eftir annað og þegar
upp var staðið máttu þeir þakka
fyrir að ná báðum stigunum.
í lokin röðuðu Haukarnir mörk-
unum, Sigurgeir skoraði tvívegis
með fallegum langskotum, Andrés
skoraði úr víti og af línu og þegar
43 sekúndur voru eftir skoraði
Þorgeir fyrirliði og þjálfari Hauk-
anna. En Björn Pétursson hafði lætt
einu marki inn á milli Haukamark-
anna og munurinn var því eitt mark,
18:17 og KR-ingarnir með knöttinn.
Haukarnir komu fram á völlinn,
léku maður á mann og Sigurður Páll
missti knöttinn þegar 28 sekúndur
voru eftir. Haukarnir hófu sókn, en
fóru sér alltof hægt og er 6 sekúndur
voru eftir reyndi Þorgeir skot úr
horni úr næsta vonlausu færi.
Skotið var varið og KR-ingar náðu
því sigri í leiknum. Sigri sem hékk
á bláþræði í lokin, en hefði átt að
vera miklu auðveldari hefðu leik-
taugar KR-inga ekki brostið í lokin.
Þá var það aðeins Björn Pétursson,,
sem „hélt haus“.
Fyrri hálfleikur þessa leiks var
rnjög jafn, liðin samsíða á öllum
tölum upp í 4:4 og hafði Þorvarður
Guðmundsson skorað 4 fyrstu mörk
KR. Þá komust Haukarnir yfir 6:4
og 7:5, en KR-ingum tókst að jafna
7:7 og þeir komust yfir 9:7.1 leikhléi
var staðan 10:9. Haukar jöfnuðu
11:11, en KR-ingar léku mjög vel
næstu mínúturnar og komust í 15:11.
Síðan varð fimm markámunur 17:12,
en 5 mörk Hauka gegn 1 KR-marki
í lokin gerðu síðustu sekúndur þessa
leiks mjög spennandi og skemmti-
legan.
Sigur KR-inga í leiknum var
verðskuldaður, liðið lék betur en
Hafnfiröingarnir, sem voru alltof
bráðir í sóknaraðgerðum sínum. Þau
voru að vísu falleg mörk liðsins úr
hraðaupphlaupum, en það er betra
að fara sér hægar á stundum og
spila upp á markið í stað þess að
glutra niður knettinum í óðagoti.
Tveir leikmenn KR náðu stigun-
um í þessum leik öðrum fremur.
Emil Karlsson stóð sig frábærlega
vel í markinu og hefur ekki varið
annað eins í vetur. Björn Pétursson
var drýgstur við skorunina að þessu
sinni og gerði t.d. 3 síðustu mörk KR
í leiknum og 4 þau síðustu í fyrri
hálfleiknum. Björn hefur tekið
lífinu með ró í undanförnum leikj-
um, en þarna var hann sannarlega
í essinu sínu. Jóhannes Stefánsson
og Þorvarður Guðmundsson stóðu
sig báðir vel og gerði Þorvarður 4
fvrstu mörk KR í leiknum, en eftir
það var gengið vel út á móti honum.
Haukarnir brugðu á það ráð að
taka Hauk Ottesen úr umferð þegar
staðan var orðin 17:12. Riðlaðist þá
sóknarleikur KR-inga og e.t.v. hefði
það dugað Haukum til sigurs hefðu
þeir gripið til þessa ráðs fyrr í
leiknum. Beztu menn Haukanna
voru þeir Ingimar Haraldsson og
Andrés Kristjánsson, en í heildina
gerði Haukaliðið of margar vitleys-
ur í þessum leik og það kostaði liðið
trúlega sigurinn að þessu sinni.
Góðir dómarar þessa leiks voru
Gunnar Kjartansson og Óli Olsen.
Mörk KRi Björn Pétursson 8 (4v),
Þorvarður Guðmundsson 4, Sigurð-
ur Páll Óskarsson 2, Haukur Otte-
sen 2, Símon Unndórsson 1, Ævar
Sigurðsson 1.
Mörk Ilaukai Andrés Kristjáns-
son 6 (3v), Ingimar Haraldsson 2.
Elías Jónasson 2, Þorgeir Haralds-
son 2, Sigurgeir Marteinsson 2,
Þórir Gíslason 1.
Brottvísanir af leikvellii Andrés
Kristjánsson og Þorvarður Guð-
mundsson í 2 mínútur hvor.
Misheppnuð vítakösti Gunnar
Einarsson varði frá Hauki Ottesen
í fyrri hálfleik.
- áij.
— Það var fyrst og fremst sterk
liðsheild og góður andi í hópnum
sem skapaði þennan góða árangur,
sem vissulega var vonum framar,
sagði Jóhann Ingi Gunnarsson
þjálfari liðsins í samtali við
Morgunblaðið. Jóhann sagði þessi
úrslit gera kröfu til HSI um að
vinna meira að unglingastarfi en
gert hefði verið, nú ætti að halda
vel utan um þennan hóp og gera
honum kleift að keppa á heims-
meistarakeppni unglinga 21 árs og
yngri eftir tvö ár. — Við höfum
ekki efni á að láta svona sterka
heild sundrast sagði Jóhann.
ísland — Svíþjóð
14-26 (6-11)
Fyrsti leikur liðsins í keppninni
var á föstudagskvöld á móti
Svíum. ísland byrjaði leikinn vel,
Sigurður Gunnarsson skoraði
fyrsta mark leiksins með hörku-
skoti, og Stefán Halldórsson bætti
strax öðru marki við úr vel
útfærðu hraðaupphlaupi, mikil
áhersla hafði verið lögð á hraða-
upphlaup á æfingum og gekk vel
í mótinu að útfæra þau. Eftir 10
mín. var staðan jöfn 3—3, en þá
fóru Svíar að sigla fram úr og
skoruðu hvert markið á fætur öðru
þar sem sóknir íslenska liðsins
voru alltof stuttar og skotið of
fljótt úr slæmum færum. Staðan í
leikhléi var 11—6 Svíum í vil.
Ekki gekk betur í síðari hálfleik
og yfirburðasigur Svía var stað-
reynd 24—14 og var það sanngjarn
sigur eftir gangi leiksins. Svíarnir
voru allir mjög hávaxnir og
þrekvaxnir og léku grófan hand-
knattleik. Leikur þessi var sérlega
lærdómsríkur fyrir hina óreyndu
íslensku leikmenn en enginn
þeirra hafði leikið í Norðurlanda-
móti fyrr. Besti leikmaður íslands
var Sigurður Sveinsson og skoraði
hann 6 mörk í leiknum, flest með
þrumuskotum. Var Sigurður tek-
inn úr umferð í öllum leikjunum
eftir þessa góðu frammistöðu, þá
Framliðið lék sinn bezta leik í
vetur á móti Val og stundum stóð
ekki steinn yfir steini í Valsvörn-
inni í leiknum á sunnudaginn.
Einkum var það línuspil Fram,
sem var árangursríkt í þessum
leik, en einnig hraðaupphlaup
liðsins. Sést þetta bezt á þvf að lið
Fram skorar aðeins 5 mörk af 21
úr langskotum, 8 koma úr vítum
og 8 af línu eða úr hraðaupphlaup-
um. Auk þess að leika til úrslita
í 1. deildinni mætast Fram og FH
einnig í úrslitum bikarsins.
Óþarft er að hafamörg orð um
þennan leik, Fram hafði algjöra
yfirburði. Staðan í hálfleik var
12:5 og munurinn jókst í byrjun
seinni hálfleiksins. Undir lokin
fengu varamenn Framliðsins að
spreyta sig og bilið á milli liðanna
jókst ekki meir en orðið var.
Erfitt er að gera upp á milli
leikmanna Fram að þessu sinni, en
þær Sigrún og Jóhanna áttu báðar
mjög góðan leik. Oddný og Guðríð-
Ovæntir yfirburðir
Framstúlkna gegn Val
FRAM vann mikinn yfirburðasigur á Val í 1. deild kvenna á sunnudagskvöldið. Úrslitin urðu 21i9 og
það verða því Framstúlkurnar, sem leika til úrslita við FH um íslandsmcistaratitilinn. Það er langt
síðan svo mikill munur hefur verið á liðum í 1. deild kvenna og fróðir menn mundu jafnvel ekki eftir
svo stórum sigri í deildinni er þeir hugleiddu málið í llöllinni á sunnudagskvöldið. Reyndar vann Valur
1 ram 20i9 fyrir réttum 10 árum, en siðan hafa þessi lið marga hildi háð og oftast verið mjótt á mununum,
en veldi Vals í kvennahandknattleiknum, er greinilega orðið smátt í sniðum.
ur voru einnig drjúgar, en í heild
átti Fram góðan dag.
Mörk FRAMi Guðríður 10 (8v),
Sigrún 4,. Jóhanna 3, Oddný,
Steinunn, Helga og Þórlaug 1 hver.
Mörk VALSi Harpa 4, Halldóra 2,
Oddný 1, Hrefna 1. _ $ij
kom Sigurður Björgvinsson vel frá
varnarleiknum.
Mörk íslands. Sigurður Sveins-
son 6, Sigurður Gunnarsson 2,
Árni Hermannsson 2, Stefán
Halldórsson 2, Atli Hilmarsson 1,
Kristinn Ólafsson 1.
ísland — Noregur
18-15 (9-7)__________________
Á laugardagsmorgni var leikið
gegn Noregi, og þá komu piltarnir
mjög ákveðnir til leiks, og léku
mjög vel. Leikurinn var jafn
framan af en rétt fyrir lok fyrri
hálfleiks seig ísland fram úr og
staðan var 9—7 í leikhléi. Mark-
varsla Sverris Kristjánssonar
hafði verið mjög góð og batnaði
enn þegar á leikinn leið. Varði
Sverrir 15 skot í leiknum, þar á
meðal tvö vítaskot og var þessi
frábæra markavarsla þung á
metunum og átti stærstan þátt í
að tveggja marka sigur vannst á
Norðmönnum 17—15. Þá var varn-
arleikurinn frábær, góð hreyfing
og mikið barist. Tóku íslendingar
bestu skyttu Norðmanna úr um-
ferð allan leikinn og tókst það vel.
Mörk Islands. Sigurður Gunn-
arsson 4, Sigurður Sveinsson 3,
Árni Hermannsson 4, Atli Hilm-
arsson 3, Sigurður Björgvinsson 1,
Kristinn Olafsson 1, Magnús
Guðfinnsson 1.
ísland — Finnland
22-20 (14-7)
Á sunnudag lék ísland tvo leiki
og sá fyrri var á móti Finnum um
morguninn. Finnska liðið var
áberandi slakasta lið mótsins og
Vörn Vals var oft víðs fjarri þega
Framstúlkurnar komust í færi f
leiknum á sunnudag, eins og
reyndar sést á þessari mynd er
Steinunn fer inn úr horni.
FH og Fram leika til úrslita í 1. deild kvenna
GULLVERÐLAUNUM
ÍSLENSKA unglingalandsliðið í handknattleik sem þátt tók í Norðurlandameistaramót-
inu í Skien í Noregi um helgina stóð sig með mikilli prýði og tókst að næla ser í
silfurverðlaunin í mótinu. Voru ísl. unglingarnir jafnir Svíum að stigum, báðar þjóðirnar
hlutu 6 stig en Svíar höfðu betra markahlutfall og sigruðu þar af leiðandi í mótinu.
Frammistaða unglingalandsliðsins er sérlega ánægjuleg eftir slaka frammistöðu
karlalandsliðsins í heimsmeistarakeppninni, og ætti að verða fslenskum handknattleik
mikil lyftistöng.
ísland, Danir skora svo 18—17 og
allt er komið á suðupunkt, en það
er seigla í íslensku piltunum og
þegar mest reynir á standast þeir
pressuna og tekst að sigra í
leiknum 21—19.
Sigurður Gunnarsson var tví-
mælalaust besti maður liðsins í
þessum leik skoraði hann
þýðingarmikil mörk og var virkur
í spili liðsins. Þá áttu þeir
Sigurður Björgvinsson og Einar
Vilhjálmsson góðan leik í vörninni
og voru þar sem klettar. Árni
Hermannsson átti þarna sinn
besta leik í mótinu bæði í vörn og
sókn. Var þessi sigur mjög kær-
kominn og gleði piltanna mikil í
leikslok.
Mörk Islandsi Sigurður
Gunnarsson 7 í 10 skottilraunum,
Árni Hermannsson 5, Sigurður
Sveinsson 2, Þráinn Ásmundsson
2, Einar Vilhjálmsson 1, Atli
Hilmarsson 2, Stefán Halldórsson
2.
Einn piltanna, Sigurður Björg-
vinsson frá Keflavík, var kjörinn
besti varnarleikmaður mótsins og
þótti hann standa sig með af-
brigðum vel. Besti leikmaður
íslenska liðisins var kjörinn
Sigurður Gunnarsson, Víkingi, var
hann jafnframt þriðji markhæsti
leikmaur mótsins.
— þr.
Úrslit leikja í mótinu.
Noregur — Danmörk 15-15
ísland — Svíþjóð 14-24
ísland — Noregur 18-15
Finnland — Svíþjóð 10-28
Danmörk — Finnland 32-23
Noregur — Svíþjóð 13-22
Finnland — ísland 20-22
Svíþjóð — Danmörk 9-13
Noregur — Finnland 22-17
Danmörk — ísland 19-21
Lokastaðan
Svíþjóð 4 3 0 1 83,50 6 stig
ísland 4 3 0 1 75,78 6 stig
Danmörk 4 2 1 1 79,68 5 stig
Noregur 4 1 1 2 65i72 3 stig
Finnland 4 0 0 4 70.104 0 stig
átti Ísland ekki erfitt með að sigra
þá örugglega. Var um tíma 10
marka munur í leiknum en þá fór
að gæta kæruleysis hjá liðinu og
Finnum tókst að minnka muninn
niður í eitt mark er tvær mín. voru
eftir. Þá skoraði ísland og lokatöl-
ur urðu 22—20.
Mörkin skoruðu: Atli Hilmars-
son 8, Sigurður Sveinsson2, Sig-
urður Gunnarsson 3, Árni Her-
mannsson 4, Jón Hróbjartsson 1,
Kristinn Ólafsson 2, Magnús
Guðfinnsson 1.
ísland — Danmörk
21-19 (10-13)
Seinni hluta sunnudagsins var
leikið á móti erkifjendum vorum í
handknattleik, Dönum. Leikur
þessi hafði úrslitaþýðingu fyrir
Island, sigur þýddi silfurverðlaun,
en tap þriðja sæti í mótinu svo það
var að duga eða drepast. Danir
höfðu sigrað Svía 13—9 og virtust
vera ákveðnir í að fara ekki að
tapa fyrir Islandi, léku þeir allan
leikinn hraðan og góðan hand-
knattleik og höfðu forystuna
lengst af í leiknum.
I fyrri hálfleik hafði íslenska
liðið leikið flata vörn og ekki
komið nægilega út á móti dönsku
skyttunum, Varnaraðferðinni var
breytt í leikhléi og í-síðari hálfleik
var farið betur út á móti skyttum
en áður. Þessi varnaraðferð gafst
vel og á 14. mín. síðari hálfleiks
jafnar ísland 14—14. Þá tekst
Islandi að ná forystu, Sigurður
Gunnarsson skorar þrjú mörk í
röð og staðan verður 17—15.
Sigurður Sveinsson var tekinn úr
umferð en tókst að losna nægilega
lengi til að skora 18—16 fyrir
Haukarætla að
halda sæti sínu
*
Armannskonur dæmdar í 2. deild
HAUKAR unnu Víking í aukakeppni á botni 1. deildar kvenna á
sunnudagskvöldið og með þessum sigri má reikna með að
Hafnarfjarðarliðið hafi tryggt sér áframhaldandi veru í 1. deildinni.
Haukastúlkurnar unnu Ármann örugglega í keppni þessara liða í
siðustu viku og eftir sigurinn á sunnudagskvöldið verður að reikna
með að liðið vinni einnig er Haukar og Víkingur leika seinni leik sinn
1 Hafnarfirði.
Úrslitin á sunnudaginn urðu
11:9 fyrir Hauka, 5:2 í leikhléi. í
byrjun seinni hálfleiksins lék
Víkingsliðið vel og komst yfir 6:5
og síðan var jafnt 7:7 og 8:8. 1 lok
leiksins sigu Haukarnir fram úr og
unnu verðskuldað 11:9. Margrét
Theódórsdóttir skoraði flest mörk
Hauka, 6 talsins, Sjöfn skoraði
tvívegis, en þær Kolbrún, Guðrún
og Halldóra gerðu 1 mark hver.
Stella gerði þrjú af mörkum
Víkings, Sigurborg, Ingunn, Agn-
es, Ingunn, Sigrún og Sólveig 1
mark hver.
Lið Ármanns mætti ekki full-
skipað til leiks gegn Haukum í
Hafnarfirði í síðustu viku og á
föstudagskvöldið mættu aðeins 4
Ármannsstúlkur til leiksins við
Víking. Varð þvi að flauta leikinn
af og dæma Víkingi stigin. Eftir
því sem Morgunblaðið hefur fregn-
að hefur Ármannsliðið nú verið
dæmt frá frekari keppni í 1. deild
og fellur því beint niður í 2. deild.
Það lið, sem vinnur einvígi Víkings
og Hauka, heldur sæti sínu í 1.
deildinni, en hitt liðið, væntanlega
Víkingur, leikur 2 leiki við IBK um
sæti í 1. deildinni næsta vetur.
Ekki verður annað sagt, en að
uppskera Ármenninga hafi verið
rýr á handknattleikssviðinu í
vetur. Karlarnir féllu beint niður
í 2. deild, en þaðan komu þeir fyrir
ári. Kvennaliðið er nú farið sömu
leið og mikil upplausn meðal
leikmanna liðsins, svo mikil að
hæpið er að Ármann eigi í lið
næsta vetur.
- áij.
Ævar Sigurðsson lck að nýju með KR gegn Haukum í fyrrakvöld og
stóð vel fyrir sínu. Hann skoraði eitt mark í leiknum og er þessi mynd
tekin sekúndubroti áður en hann sveif inn f vitateiginn og skoraði.
Úrslitaleikir
yngri flokkanna
um næstu helgi
ÚRSLITALEIKIRNIR í íslandsmótum yngri flokkanna í handknatt-
leik fara fram um næstu helgi og verður leikið á Akureyri og í
Hafnarfirði. Á Akureyri leika 3. og 5. flokkur pilta, en 2. og 3. flokkur
kvenna. 1. og 4. flokkur karla í Hafnarfirði. Úrslitaleikjunum í 2.
flokki karla hefur verið frestað, en úrslit eru þegar ljós í 1. flokki
kvenna. Þar báru Valsstúlkurnar sigur úr býtum.
Ekki er enn ljóst hvaða lið leika
til úrslita í öllum flokkunum, en þó
er vitað að í 1. flokki karla leika
Valur og Víkingur til úrslita líkt
og í 1. deildinni. í 2. flokki karla
eru Þróttur, FH og Þór í úrslitum.
FH, Víkingur og KA berjast í 3.
flokki, KR, KA og Þróttur í 4.
flokki og í 5. flokki pilta eru það
lið Vals, Fram og Þórs sem eru í
úrslitum.
Hjá kvenfólkinu eru Haukar og
Þór í úrslitum í 3. flokki og Fram
og Völsungur í 2. flokki kvenna. I
síðastnefnda flokknum var lið
Víkings svo gott sem búið að
tryggja sér sæti í úrslitunum., en
vegna mistaka þjálfara mætti lið
Víkings of seint til leiks við KR.
Dómarar flautuðu leikinn því af og
dómstóll dæmdi leikinn síðan
tapaðan fyrir Víking. Það fylgir
sögunni að Víkingsliðið mætti 2
mínútum eftir að leikurinn hafði
verið dæmdur þeim tapaður.
- áij
KRi Ilaukur Ottesen 2, Símon Unndórsson 2, Ólafur Lárusson 2, Ingi |
Steinn Björgvinsson 1, Kristinn Ingason 2, Sigurður Páll Óskarsson-
2, Ævar Sigurðsson 2, Björn Pétursson 4, Þorvarður Guðmundsson
3. Jóhannes Stefánsson 3, Emil Karlsson 4, Örn Guðmundsson 1.
IIAUKARi Þorlákur Kjartansson 2, Ingimar Ilaraldsson 3, Þorgeir
Haraldsson 2. Ólafur Jóhannesson 2, Sigurður Aðalsteinsson 1, Stefán
Jónsson 2. Guðmundur Haraldsson 1. Sigurgeir Marteinsson 2, Elías
Jónasson 2, Andrés Kristjánsson 3, Gunnar Einarsson 2, Þórir
Gíslason 1.
UNGLINGARNIR
AÐEINS FETI FRÁ