Morgunblaðið - 18.04.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
Heldur þykir okkur ólíklegt,
að knötturinn hafi verið við
barkarkýlið f þeim hvít-
klædda.
Köppen í úrslitum einliðaleiks-
ins hjá kvenfólkinu. Fyrstu
lotuna vann Köjjpen 11:4, en
tapaði síðan 9:11. í oddaleiknum
var ekki spurning hver væri
sterkari, Köppen vann 11:0. í 2.
lotunni komst Webster í 10:1, en
Köppen minnkaði þann mun í|
10:9 áður en Webster gerði út1
um leikinn.
Englendingarnir Mike
Tredgett og Ray Stevens endur-
heimtu meistaratitilinn í tví-
liðaleik karla er þeir unnu
Svíana Hiklström og Frömann
15:6 og 15:5. Tredgett lék síðan
með Noru Perry í tvenndarleik
og þau unnu Köppen og Steen
Skovgaard 15:9 og 15:10. í
úrslitum tvíliðaleiks kvenna
voru fjórar enskar stúlkur. Nora
Perry og Ann Statt unnu Jane
Webster og Barböru Sutton 15:7
og 15:7.
liðu heilar tíu mínútur áður en
það tókst að draga hann sprikl-
andi af leikvelli. En hann var
mættur á ný skömmu síðar og
var nú vopnaður tvíhleypu sem
hann skaut á dómarann með og
hljóp síðan á brott. Var nú
dómarinn borinn illa farinn út
í bifreið við vallarhliðið, en áður
en hún komst af stað, snaraðist
Biteler inn og var nú vopnaður
búrhníf. Bætti hann nú nokkr-
um vænum sárum við þau sem
fyrir voru og hljóp síðan burt á
nýjan leik. Var nú ekið hið
bráðasta með dómarann á
sjúkrahús, áður en Biteler kæmi
aftur með ný vopn.
Nýlega léku saman Racing
Cruz og Estoril Mendoza í villta
vestrinu í Argentínu og þar eins
og víðar var óánægja með
dómgæsluna. Kúreki nokkur í
stæðinu fylltist slíkri gremju, að
hann snaraði dómarann og batt
hann svo kyrfilega, að það tók
lögreglumenn 15 mínútur að
losa kappann.
Tvö nýjustu atvikin, er þjónn
var myrtur af þrem „stórstjörn-
um“ og línuvörður var höfuð-
kúpubrotinn, er hálft lið sótti að
honum, án þess að nokkur gerði
tilraun til þess að koma í veg
fyrir ódæðið, hafa orðið til þess,
að þarlend yfirvöld hafa loks
rumskað og skipað nefnd til að
pexa um vandamálið. Líklega er
nefnd þessi enn að störfum, en
skyldi hún komast að einhverri
niðurstöðu og fari svo, hver
verður hún? Varla, að
Suður-Ameríkumenn séu blóð-
heitari en aðrir, þvi að þó að
menn hristi höfuðið og segi, Já,
þeir eru svo helvíti blóðheitir
þarna suður frá“ þá er það löngu
staðfest, að Argentínumenn eru
ekkert blóðheitari en t.d. íslend-
ingar og ekki myrðum við
dómara okkar hér á Fróni. Er
ekki liklegra, að margir leik-
menn þarna niður frá líti býsna
stórt á sig, vegna þess hve
fótboltinn er mikil ástríða
meðal sauðsvarts almúgans? Og
þeir geti leyft sér hvað sem er?
Varla kemst nefndin að nokk-
urri raunhæfri niðurstöðu, en
varúðarráðstafanir getur hún
gert. Þangað til verður haldið
áfram að slátra dómurum og
fleirum á knattspyrnuvöllunum
og menn geta aðeins lifað í
voninni um það að þessi skugga-
hlið knattspyrnunnar setji ekki
mark sitt á HM í sumar.
-88
m—mmmmmmmmmmm
þeir teldu að aðferðir slagsmála-
kappans væru liðinu til góða.
í Brasilíu skaut maður nokkur
konu sína vegna þess að hún lék
með kvennaliði í fótbolta og
hann þoldi ekki að Pétur og Páll
sæi hana berlæraða i stuttbux-
um sínum. Karlinn var að
sjálfsögðu gripinn, og var síðar
sendur á hæli. Þá voru þrír
skotnir til bana og fjórir sárir,
er þrælvopnaður náungi reyndi
að koma í veg fyrir að víta-
spyrna yrði framkvæmd í borg-
inni Goiania, meðal þeirra er
létust var borgarstjórinn. En
það eru oftar dómararnir sem
líða hvað mest og í suðurhluta
Brasilíu hefur liðið Onze Amig-
os verið dæmt frá allri keppni
fyrir að berja dómara til dauða,
þess má geta að Onze Amigos
þýðir: Ellefu vinir! Þá lauk
öðrum leik á sorglegan hátt í
borginni Santo Angelo, en þar
áttust við heimaliðið og gestirn-
ir Menegusso. Menegusso vann
1—0 og var markið skorað úr
vítaspyrnu. Er dómarinn, Senor
Busco, kom að bifreið sinni
nokkru eftir leikinn, sat maður
nokkur, áhangandi heimaliðs-
ins, í framsætinu og skaut Busco
formálalaust. Síðar kom í ljós,
að Busco átti sjálfur byssuna
sem þrjóturinn notaði. Hafði
hann hana til vonar og vara,
skyldi hann verða fyrir tilræði.
Þá skulum við að lokum
skreppa til Argentínu, en það er
landið sem er undir smásjánni
þessa dagana. í Bahaia Blanca
var lítil vinátta i vináttuleik
nokkrum er dómarinn, Senor
Lopez, ákvaö að reka Juan
nokkurn Biteler af leikvelli.
Biteler stofnaði til áfloga og það
HEIMSMEISTARARNIR
Lena Köppen og Flemm-
ing Delfs bœttu Evrópu-
Lena Köppen
meistaratitli í safn sitt, er
þau unnu einliðaleikinn á
Evrópumeistaramótinu,
sem lauk í Preston í
Englandi um helgina. í
tvíliðaleik og tvenndar-
keppni var hins vegar um
enska sigra að ræða í
greinunum þremur. Mikl-
ar hræringar eru nú meðal
bezta badmintonfólksins,
sem vill að peningaverð-
laun verði aukin í íþrótt-
inni og fallist Alþjóða
badmintonsambandið ekki
á slíkt má reikna með að
beztu íþróttamennirnir
segi sig úr lögum við
sambönd sín og komi á
slíkum mótum upp á eigið
eindæmi. Hafa badminton-
menn í huga velgengni
tennisíþróttarinnar. Þá er
einnig unnið að þvf að
badminton verði gerð að
Ólympíuíþrótt og eru tald-
ar nokkrar líkur á að slíkt
verði þegar í Moskvu 1980.
I úrslitum einliðaleiks karla
vann Flenjming Delfs sigur á
Thomas Kihlström frá Svíþjóð
10:15, 15:6 og 15:12. í oddaleikn-
um var mikil barátta og Kihl-
ström var yfir 12:11, en Delfs
var sá sterki í lokin og vann
15:12. Jane Webster tókst að
vinna eina lotu gegn Lenu
HM
í
K
N
A
T
T
S
P
Y
R
N
U
EINS og bent hefur verið á hundrað sinnum og hver krakki hlýtur nú að vita, verður
lokakeppni HM í knattspyrnu haldin i Argentínu í júní næstkomandi. Allt frá því
að vettvangurinn var valinn, hafa verið uppi raddir, misjafnlega háværar, sem draga
það í efa, að þjóðin sé starfi sínu vaxin. Vissulega voru Argentínumenn seinir að hefja
undirbúning sinn og eins og oft vill verða með slík rosafyrirtæki, þá ruku allar
fjárhagsáætlanir út í veður og vind. Þessir þættir hafa hins vegar blessast, en það
voru alls ekki þeir, sem raddirnar fyrrnefndu óttuðust, heldur illt skapferli bæði
leikmanna og áhorfenda í SuðurAmeríku, ekki síst í Argentínu.
Þ6TTA uoeu oto
Cn-xTMJ seaes,
LGtkCUKJKl. MAvj*j
^Avjvj FVteöiST
FLa6TU£írA
ssr'ösr*
Uppþot meðal áhorfenda eru
engin nýlunda í löndum þeim, né
heldur að dómarar, línuverðir,
leikmenn og áhorfendur séu
vegnir eða stórslasaðir fyrir
hinar ýmsu smávægilegu sakir.
Dómarar og llnuverðir einkum
fyrir lítilræði eins og að dæma
vítaspyrnur eða að dæma af
mðrk, leikmenn oft einungis
vegna þess að þeir skoruðu,
skoruðu ekki, eða björguðu
marki, og áhorfendur tíðum
fyrir þær sakir einar, að þeir
héldu ekki með sama liði og
þursinn með hnífinn í beltinu.
Við skulum til gamans líta á
nokkrar stuttar frásagnir, mál-
inu skyldar, en af nógu er að
taka.
Er Felix De La Torre, leik-
maður með liði nokkru í Mexíkó,
var rekinn af leikvelli fyrir gróft
brot, gat hann ekki setið á strák
sínum og klæmdist við leikmann
I liði mótherjanna. Sá hóf þegar
að sparka í hann og brátt allir
liðsfélagar þess móðgaða. Þegar
loks tókst að flæma lýðinn brott,
var Felix látinn. Annað atvik
frá Mexíkó var í bænum
Otumba. Dómarinn leyfði sér að
dæma vítaspyrnu gegn heima-
liðinu og áhorfendaskaranum
líkaði það svo illa, að hann
geystist inn á völiinn, brá snöru
um háls dómarans og hengdi
hann ofan í annarri þverslánni.
Ahorfendur börðust innbyrð-
is, er liðin Cristal Caldas og
Pereira frá Kólumbíu áttust við
í fyrstu deildinni þar í landi, og
þrír dóu, auk þess sem fjöldi
fólks slasaðist illa, er barist var
með hnífum, glerbrotum og
rörkylfum svo aö ekki sé minnst
á blessaða hnúana. Áður en við
yfirgefum Kólumbíu, skulum við
geta um örlög Libardo Zuniga,
leikmanns með Santa Rosa, sem
tók við í markinu af féiaga
sínum sem meiddist. Mót-
herjarnir hugsuðu sér nú gott til
glóðarinnar, en Zuniga var á
öðru máli og varði hvað eftir
annað stórkostlega veL Þetta fór
svo ógurlega í skapið á einum
mótherjanna, að eitt sinn, er
Zuniga hafði varið, óð sá skap-
skemmta sér með konunni og er
kom að því að borga bílinn, tjáði
hann bílstjóranum, að það værí
svo mikill heiður að fá að aka
svo frægri stjörnu milli nætur-
klúbba að hann ætlaði ekki að
borga. Er ekillinn gaf sig ekki,
móðgaðist Farías með fyrr-
nefndum afleiðingum.
Og þá bregðum við okkur til
Peru, en þar var Angel Esteban
Barzola, leikmaður með Union
Línuverðirnir sjást hér sskja að ólátabelgum, en fyrir aftan þá
staulast dómarinn á fætur eftir að hafa verið sleginn niður.
styggi að honum og sparkaði af
öllum kröftum í nárann á
Zuniga, sem lést næstum sam-
stundis. Framherjinn situr nú
bak við lás og slá, ákærður fyrir
morð.
Hér kemur svo ein stutt frá
Chile: Landsliðsmaðurinn Jaime
Farias var stungið inn í tvö ár
fyrir að berja leigubílstjóra til
óbóta. Farias var úti að
Acolla, skotinn til bana á knæpu
nokkurri, þar sem hann og
félagar hans voru aö halda upp
á mikilvægan sigur sem lið
þeirra hafði unnið og hver
annar en Barzola skoraði sigur-
markið? Og Perumenn fengu sér
karatesnilling til þess að búa
landslið þeirra undir undan-
keppni HM sem er nú lokið.
Sögðu talsmenn landsliðsins, að
KÖPPEN OG DELFS
EVRÓPUMEISTARAR
FYLGIFISKAR HM
VERÐA MORÐ OG
MISÞIRMINGAR