Morgunblaðið - 18.04.1978, Side 26

Morgunblaðið - 18.04.1978, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 Lárus Jónsson alþingismaður: Útflutningsverðmætí lag- metis tvöfölduð 1977 Samtals flutt út fyrir 1200 m. kr. - en framundan eru tímabundin markadsátök Á MEÐAN landhelgisdeilan stóð yfir og bókun 6 í viðskiptasamningi við EBE tók ekki gildi, fóru innflutn- ingstollar viðkomandi ríkja í 30% gagnvart íslenzku lagmeti, j).á m. grásleppukavíar. Þá tók fyrir sölu á þennan markað. Á miðju ári 1977 féllu þessir tollar niður. Þar með sköpuðust þessum matvælaiðnaði okkar nýir möguleikar. í Bandaríkjunum er og verið að byggja upp sölustarf, sem miklar vonir eru bundnar við. Verðmæti útflutts lagmetis tvöfaldaðist á liðnu ári. En nauðsynlegt er að fjármagna sérstök tímabundin markaðsátök. Þetta kom fram í máli Lárusar Jónssonar (S), er hann mælti fyrir nefndaráliti um frv. til laga um breytingu á lögum um Sölustofnun lagmetis, um 3% fullvinnslugjald. Fullvinnslugjald Lárus sagði að þingnefnd hefði fallist á að 'h hluti Rjalds, sem lajít yrði á fírásleppuhrognafram- leiðendur yrði þeim fjreitt, en þeir hefðu, einir hrojínaframleiðenda, Kreitt 67? útflutninfrsfdald í 5 ár til Þróunarsjóðs laftmetisiðnaðar, án j>ess að njóta fríðinda úr s^óðúm sjávarútvefts. Með þessari laKabr. myndu þessir framleiðend- ur einunfjis Kreiða 3% fullvinnslu- fíjald en ekki önnur útflutninfjs- fíjöld en önnur framleiðsla sjávar- útvefís fjreiðir 6% útflutningsftjöld í sjóði sjávarútvegsins. Hugm.vndin um fullvinnslugjald er rökstudd þannig, að álagninfí þess geri íslenzkt hráefni dýrara fyrir erlenda framleiðendur en íslenzka. Séu tekjur af gjaldinu notaðar til þess að örva sölu á fuilunnum íslenzkum vörum úr hliðstæðu hráefni, þá stuðlar þetta gjald á tvennan hátt að meiri fullvinnslu innlendra hráefna í landinu. Nefnd, sem skipuð var af iðnað- arráðherra, setti fram þessa full- vinnslugjaldshufímynd í mjög ítar- legu nefndaráliti. I þessari nefnd voru Árni Þ. Árnason form. frá iðnaðarráðuneytinu, Jón B. Jónas- son frá sjávarútvegsráðuneytinu og Gylfi Þór Magnússon framkv.stj. Sölustofnunar lagmet- isiðnaðarins. Iðnaðarnefnd þessarar háttvirtu deildar fellst á að fullvinnslugjald sé hentugt stjórntæki til þess að hvetja á tvennan hátt til aukinnar fullvinnslu íslenzkra hráefna í landinu. Hún hefur einnig kynnt ‘Sér þá miklu þörf, sem er á því að hvetja til stóraukins útflutnings á íslenzku lagmeti og því leggur nefndin til að frv. verði samþykkt með fvrrgreindum breytingum. Sölustofnún lagmetis var sett á laggir með lögum frá 16. maí 1972. Með þeim lögum var einnig komið á fót Þróunarsjóði lagmetisiðnað- arins. Samkv. lögum þessum skyldi S.l. hljóta 25 m.kr. ríkis- styrk í 5 ár og jafnframt voru þ.l. tryggðar tekjur m.a. með 67? útflutningsgjaldi á grásleppu- hrogn. Stjórn S.l. telur, að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika eigi að'stefna að því að almenn dagleg sölustarf- semi S.l. verði að standa undir sér fjárhagslega með eðlilegum um- boðslaunatekjum. Þess vegna hef- ur ekki verið farið fram á áfram- haldandi fjárstyrk úr ríkissjóði. Þessi stefna kann að reynast erfið í framkvæmd, einkum vegna þess að umboðslaunatékjurnar stafa eins og er að miklu leyti af fáum stórum sölusamningum. Á þetta verður þó að reyna á næstunni. Á hinn bóginn verður ekki lögð of rík áherzla á mikla þörf þess að tryggja Þróunarsjóði lagmetisiðn- aðarins hliðstæðar tekjur og áður. Þetta er ætlunin að gera með álagningu umrædds fullvinnslu- gjalds og 1% útflutningsgjalds á lagmeti, en það er veruleg íþyng- ing fyrir íslenzka lagmetisfram- leiðendur. Það sýnir, að þeir hafa fullan skilning á nauðsyn málsins. Raunar má á það benda, að 1% gjald á fullunnið lagmeti samsvar- ar 3% gjaldi á hráefni, þar sem hráefni þrefaldast að meðaltali í verði í lagmetisiðnaði. Þróunarsjóður lagmetis____________ Hlutverk Þ.l. eins og það hefur verið skilgreint síðustu ár, er fyrst og fremst að fjármagna sérstök tímahundin markaðsátök. stuðla að vöruþróun, hönnun nýrra um- búða og hagræðingu í lagmetisiðn- aði. Fjárfrekast af þessum verk- efnum eru sérstök markaðsátök. Á þessu sviði hefur Þ.l. þegar lagt fram mikið fé, til dæmis til greiðslu á halla af rekstri sölu- skrifstofu í Bandaríkjunum, en búist er við því að hún standi ekki undir sér a.m.k. fyrstu 3 árin. Stjórn S.l. hefur gert áætlun um þörf Þ.l. fyrir fjármagn næstu ár, til þess að sinna verkefnum sem nú eru hafin og æskilegt er að geta unnið að næstu þrjú ár. Iðnaðar- ráðherra gerði grein fyrir þessari áætlun í framsögu fyrir þessu frv. Eg skal því ekki fjölyrða um hana, aðeins geta þess, að lágmark er að mati S.l. að verja þurfi 300 m.kr. i"þessu skyni. Þetta ætti að takast, ef þetta frv. verður samþykkt og er þá miðað við að tekjur af fullvinnslugjaldi hrogna nemi 40—50 m.kr. árlega; útfluttu lag- meti um 15 m.kr. en afgangurinn verði greiddur af þeim höfuðstól, sem Þ.l. á nú. Á hinn bóginn er ljóst, að rifa yrði seglin og hætta sérstökum þróunarverkefnum og markaðsátökum, ef þessar nýju tekjur kæmu ekki tiL Grásleppu- _________kavíar___________ Rétt er að taka fram, að í áðurnefndri áætlun Þ.l. er gert ráð fyrir því að verja verulega fjár- magni til þess að auka sölu á fullunnum grásleppukavíar. Lang- mikilvægustu markaðir fyrir þessa vöru eru í Efnahagsbanda- lagslöndunum. Á meðan landhelg- isdeilan stóð tók bókun 6 ekki gildi eins og kunnugt er. Tollar EBE gagnvart Islandi á lagmeti, þ.á m. grásleppukavíar fóru því í 30%. Þetta tók_ fyrir söluna að sjálfsögðu. Á miðju ári 1977 féllu þessir tollar niður. Þar sem hér er um merkjavöru að ræða, er þó mikið og fjárfrckt verkefni eftir, ef takast á að koma íslenzka merkinu á markað á nýjan leik svo um muni. Þá er einnig áætlað að verja verulegu fé úr Þ.l. til stuðnings framleiðslu og sölu á þorskhrogn- um. Eini umtalsverði markaður þessarar vöru er í Bretlandi. Þar njóta Danir, sem kaupa íslenzk þorskhrogn og sjóða niður í Danmörku, algerra tollfríðinda. Þeir greiða engan toll en íslenzku framleiðendurnir 10%. Full- vinnslugjald á þorskhrogn jafnar þarna að nokkru metin en meira þarf til að koma, ef ekki á að veita Dönum einkarétt á að fullvinna íslenzk þorskhrogn fyrir þennan markað. Tvoföldun útflutnings- verðmæta Þótt hér sé sérstaklega minnst á framangreind brýn verkefni Þ.l. næstu ár, eru þó að sjálfsögðu mörg önnur á prjónunum, sem of langt mál yrði upp að telja hér. — Það tímabil, sem S.l. l.efur starfað hefur verið mikið umbrotaskeið. í kjölfar olíukreppunnar skall á viðskiptakreppa í heiminum með tilheyrandi minnkandi eftirspurn lagmetis, sem er tiltölulega dýr matvara og því viðkvæm í sölu fyrir slíkum sveiflum. Tollar í nágrannalöndunum hafa gert ókleift árum saman að selja þessa vöru á þeim mörkuðum. Nú er á hinn bóginn að rofa til. Tollar eru nú ýmist engir eða lágir í ná- grannalöndum. I Bandaríkjunum er verið að byggja upp sölustarf sem miklar vonir eru bundnar við. Það kom áþreifanlega í ljós á s.l. ári, aðástæða er til aukinnar bjartsýni á að auka megi sölu á fullunnu íslenzku lagmeti og margfalda með því verðmæti hráefnisins. Þá rúmlega tvöfaldað- ist verðmæti útflutnings lagmetis. Það var meiri aukning útflutnings en í nokkurri annarri iðngrein. Samtals varð útflutningurinn rúmlega 1200 millj. króna. Við eigum að halda áfram á sömu braut. Við þurfum að full- vinna meira af íslenzku hráefni með hverju ári og auka þannig útflutningsverðmætin. Að þessu er stefnt með frumvarpi. Því leggur iðnaðarnefnd einróma til að það verði samþykkt með þeim breyt- ingum, sem hún hefur flutt. Ný byggingaraðferð sem sparar milljónir Einangrunarplölum komiö fyrir í miöjum mótunum, síöan er steypt utan um pær. Sturla Einarsson byggingar- meistari hefur nú hafist handa við byggingu íbúðarhúss meö all sérstæöum hætti, sem ekki hefur verið reynt áöur hérlendis. Þessi nýja aðferð mun spara mér a.m.k. 3,3 milljónir króna, auk ýmiss konar hagræöis sem pessari byggingaraðferö er fylgjandi, svo sem aukinn byggingarhraði", sagði Sturla í samtali viö Mbl. er hann var heimsóttur í bygging- una að Fellsási 6 í Mosfellssveit fyrir helgina. Að sögn Sturlu byggist þessi nýja aöferö aðallega á því aö einangrunarplastiö er steypt í miðja veggi hússins, í stað þess aö samkvæmt hinni hefðbundnu byggingaraðferð er einangrunin límd innan á veggi húsanna og síðan múrað 1 — 2 sentimetra þykkur veggur, þá kemur einangr- unin, sem fest er með sérstökum festitengjum og að lokum sjálfur burðarveggurinn sem er 14 senti- metra þykkur. En það er alger bylting frá því sem áður var að nú er burðarveggurinn að innan, sem hefur marga góða kosti. T.d. eru hús þannig smíðuö því sem næst eldföst, því hitinn kemst engan veginn í gegnum 14 sentimetra þykkan buröarvegginn, en áður þurfti aðeins aö komast í gegnum 1 — 2 sentimetra þykka múrhúð. Þá má nefna að sprungur í útveggjum hafa alltaf verið stórt vandamál húsbyggjenda, en með þessari aðferð er þaö aöeins fræðilegur möguleiki aö leki geti komist í gegnum sprungur þar sem þá þyrftu sprungur á ytri veggnum og burðarveggnum að standast alveg á, sagði Sturla ennfremur. Ef þessi byggingaraðferö er notuð skiptir engu máli hvernig Sturla Einarsson. húsin eru í laginu, þaö er hægt að teikna þau alveg eftir eigin höföi, ekki eins og nú þekkist aö allt verður að vera eftir fyrirfram ákveðinni formúlu, svo hægt sé að steypa. Það eina sem við þurfum er sérstaklega fín steypa, sem rennur vel í mótin og hana fáum við hjá Steypustöðinni BM Vallá. Við losnum alveg við að grófpússa innveggi með hinu fyrrnefnda 1—2 sentimetra þykka steypulagi. Þurf- um aðeins að fínpússa og er þaö ekki svo lítið hagræði. Hægt er að steypa alla hurða- og gluggakarma strax í um leið og veggir eru steyptir, svo og allar rafmagnsdósir. Áður þurfti aö brjóta upp á nýtt fyrir rafmagns- dósum og vandkvæöum getur verið bundiö að setja karma í eftir á, steypan utan með hefur átt þaö til að brotna hreinlega frá. Þá má nefna að mun auöveldara er að festa hina ýmsu hluti á veggina þar sem þeir eru alveg „massívir" í stað hinnar þunnu skeljar sem tíökast. Hefur nokkuð oft komiö fyrir aö skapar hafa hreinlega hrunið niður af veggjum. — Nú uppsláttarefniö viö þessa aðferð er mun ódýrara en við hina hefð- bundnu, viö notum aöeins kross- viöarplötur. Sá sem fyrstur fékk þessa hugmynd er Agnar Breiðfjörð fyrir um 12 árum síðan, en þá var ekki áhugi meðal byggingarmanna á því að reyna aðferðina. Það er síöan þegar Óttar Halldórsson verður forstjóri Rannsóknastofn- unar byggingariönaðarins, aö hann lætur gera nokkra könnun á ágæti aöferðarinnar og voru niður- stöður könnunarinnar mjög já- kvæðar. Síöan líða nokkur ár, þar til Agnar ákveður aö byggja tilraunavegg með þessari aðferð í „Portinu" hjá sér. Sú tilraun tókst Framhald á bls. 33.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.