Morgunblaðið - 18.04.1978, Side 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
Af hálfu Skipaútgerðar ríkisins
er nú rekinn mikill áróður fyrir
því á Alþingi og fyrir ríkisstjórn
að Skipaútgerðinni verði heimilað
að fjárfesta í nýjum skipum og
vöruskemmu, sem samtals eiga að
kosta kr. 1.886.000.000. Forstjóri
Skipaútgerðarinnar hefur haldið
því fram í blaðaviðtölum, að með
því að endurnýja skipin og táekja-
útbúnað Skipaútgerðarinnar, jafn-
framt því að byggja nýja vöru-
skemmu hér í Reykjavík, þá megi
koma í veg fyrir rekstrarhalla á
Skipaútgerðinni sem er um 240
millj. króna í ár. Heildarflutnings-
magn Skipaútgerðarinnar er nú og
hefur verið um árabil 40.000 tonn
á ári, en hugmynd forstjóra
Ríkisskips er sú, að eftir endur-
skipulagningu fyrirtækisins muni
flutningsmagnið verða 150.000
tonn á ári og að af þessum 110.000
tonna flutningsauka komi 50.000
tonn sem nú eru flutt með
bifreiðum um landið.
Hver eiga ríkisaf-
skipti að vera?
I allri þeirri umræðu, sem fram
hefur farið um hallann á rekstri
Skipaútgerðar ríkisins, þá hefur
ávallt gleymst að ræða það veiga-
mikla atriði hver sé tilgangurinn
með Skipaútgerð ríkisins. Svarið
við þeirri spurningu er nátengt því
spursmáli hver ríkisafskipti eigi
að vera almennt. Það er almenn
skoðun meginþorra landsmanna,
að ríkið eigi að tryggja sem
jafnasta velferð þegnanna í land-
inu með því að sjá um heilbrigðis
og félagsþjónustu, menntun lands-
manna og stór samfélagsverkefni
svo sem vegalagningu. Jafnframt
því á ríkið að sjá svo um að
landsmönnum sé kleift að reka
atvinnugreinar sínar hvort heldur
þær eru á samvinnugrundvelli eða
á grundvelli einkarekstrar án of
mikilla ríkisafskipta, en vera
reiðubúið aö grípa inn í ef á bjátar
og rétta fram örvandi hjálpar-
hönd, en ekki að fara út í beina
samkeppni við framkvæmdahvöt
þegnanna.
Það er ljóst, að landsmenn sitja
ekki allir við jafnt borð að því er
varðar samgöngur. Samgöngur á
landi til margra byggðarlaga eru
oft ekki kleifar mánuðum sáman
og þá einungis um að ræða
samgöngur á sjó eða í lofti.
F'lugvellir eru fáir í slíkum héruð-
um og veður oft válynd og henta
eigi til flugferða. Eina lausnin er
sú að nota sjóleiðina. Þegar þannig
stendur á er eðlilegt að ríkið
aðstoði þessi b.vggðalög og tryggi
þeim nauðsynlegar samgöngur en
það mun hafa verið upphaflega
markmiðið með stofnun Skipaút-
gerðar ríkisins og með styrkveit-
ingum til flóabáta. Því miður
virðist raunin hins vegar vera
orðin sú, að þetta markmið Skipa-
útgerðarinnar hefur gleymst og ef
marka má nýjustu fregnir frá
Skipaútgerð ríkisins, þá er í ráði
að fækka ferðum til smærri og
afskekktra staða að mun, en auka
þær til hinna stærri staða svo sem
til Akureyrar. Jafnframt þessu á
Skipaútgerðin að ná til sín meira
flutningsmagni með því að taka
það frá þeim aðilum, er nú
fullnægja algjörlega þörfinni.
Getur ríkið
styrkt hallalaust?
Ef menn eru sammála um það,
að ríkið eigi að styrkja strandsigl-
ingar svo sem með því að reka
skipaútgerð er þá jafnframt hægt
að gera þá kröfu að slíkt eigi sér
stað með því að rekstur strandsigl-
inganna sé hallalaus? Er ekki
raunhæft að hugsa sér markmiðið
með endurskipulagningu Skipaút-
gerðarinnar það, að samgöngur
hvort heldur eru í lofti á láði eða
á legi verði sem jafnastar til ailra
hluta landsins eftir endurskipu-
lagninguna. Þannig verði Skipaút-
gerðinni ætlað að veita fyrst og
fremst þeim stöðum þjónustu, sem
ekki njóta eðlilegra samgangna í
lofti eða á láði.
Rekstur ríkisins á skipaútgerð
er ekki markmið í sjálfu sér heldur
leið að því markmiði að jafna
aðstöðumun landsmanna með til-
liti til samgangna. Það kann því að
„Hekla“ og „Esja“ í Reykjavíkurhöfn.
Hvaða tilgang hefur
Skipaútgerð ríkisins?
vakna sú spurning hvort ekki sé
rétt að leita fleiri leiða svo sem
þeirrar að minnka athafnasemi
Skipaútgerðarinnar og einbeita
frekar starfsemi hennar að þjón-
ustu við færri staði en styrkja þess
í stað flugsamgöngur eða sam-
göngur á landi þar sem slíkt
hentar. Það kunna að vera til þeir
staðir á landinu sem Skipaútgerð-
in flytur nú vörur til í mjög litlum
mæli en þeir sömu staðir njóti nú
eðlilegra flugsamgangna og að
ástæða þess að vörurnar eru
frekar fluttar með Skipaútgerð-
inni sé sú, að fólki hrjósi hugur við
því hve dýrt er að flytja þær með
flugi. Styrkur ríkisins til slíkra
flutninga gæti e.t.v. orðið minni á
hvert tonn en með núverandi
fyrirkomulagi.
Hvaða flutningsþörf
sinnir skipaútgerð
ríkisins?
Sé reynt að gera sér grein fyrir
því hver þörfin sé á flutningum
með Skipaútgerð ríkisins, þá er
rétt að athuga hvernig flutnings-
magnið skiptist á milli landshluta.
Því miður höfum við ekki nýrri
tölur en frá 1974, en það ár
skiptust flutningar frá Reykjavík
á eftirfarandi hátt:
Vesturland 2%
Vestfirðir 23%
Norðurland 6%
Norðausturland 5%
Austuríand . 39%
Vestmannaeyjar 25%
Alls 100%
Þessar hlutfallstölur kunna að
hafa raskast nokkuð þar sem nú
hefur verið opnaður vegur um
Skeiðarársand og flutningar
Skipaútgerðarinnar til Vest-
mannaeyja hafa eflaust minnkað
með tilkomu nýju Vestmannaeyja-
ferjunnar frá Þorlákshöfn. Af
töflunni má þó sjá þá staðreynd,
að flutningarnir eru mestir til
vestfjarða og austurlands, en þar
eru einmitt þeir staðir, sem
einangrast á vetrum með tilliti til
flugs og landflutninga. Af þessum
hlutfallstölum má einnig sjá, að
flutningar til norðurlands eru
óverulegir þrátt fyrir að þar býr
mun fleira fólk en í hinum
landshiutunum. Önnur flutninga-
tæki virðast því anna flutningun-
um til norðurlands og ber þar
helst að nefna bifreiðar, flugvélar
og önnur skipafélög. Eigi Skipaút-
gerð ríkisins að auka flutninga
sína til norðurlands og þá helst til
Akureyrar, þá verður slíkt einung-
is gert í samkeppni við áðurnefnd
flutningatæki.
Sé það vilji ráðamanna að flytja
vöruflutninga af þjóðvegunum yfir
á skip, þá er það álitaefni hvort
slíkt beri að gera með eflingu
Skipaútgerðar ríkisins. Eimskipa-
félag íslands er nú með vikulegar
ferðir til Isafjarðar og Akureyrar
frá Reykjavík auk þess sem skip
félagsins og annarra skipafélaga
koma við á mörgum öðrum höfn-
um landsins. Því virðist koma
sterklega til greina, að þau skipa-
félög, sem hafa komið sér upp
vöruafgreiðslum og tækjabúnaði
hér í Reykjavík og úti á landi
annist sjóflutningana ekki til
ákveðinna staða, en að Skipaút-
gerðin sé ekki að keppa við þau
félög um sjóflutninga á þessa
sömu staði og njóti til þeirrar
starfsemi endalausra styrkja úr
ríkissjóði.
Hæpnar fullyrðingar
og órökstudd
talnadæmi
I áætlun Skipaútgerðarinnar um
uppbyggingu strandferðaþjónust-
unnar eru settar fram nokkrar
hæpnar fullyrðingar sem vert er
að víkja að. í fyrsta lagi er því
haldið fram að fái Skipaútgerðin
heimild til að endurnýja skipastól-
inn fái fyrirtækið um 50.000 tonn
sem nú eru flutt með bílum um
landið og 15.000 tonn, sem kæmu
með betri þjónustu. Á hvaða
forsendu er þessi fullyrðing
byggð? Forstjóri Skipaútgerðar-
innar virðist hafa þá bjargföstu
trú, að eftir breytinguna verði
flutningurinn svo miklu ódýrari og
þjónustan svo miklu betri en nú er
með bílum, að flutningskaupendur
hreinlega sláist um að koma vöru
sinni í flutning hjá Skipaútgerð-
inni. Með þessum breytingum
megi- spara flutningskaupendum
um 400 milljónir króna á ári.
Hvernig í ósköpunum forstjórinn
hefur reiknað sig í þennan sparnað
er ekki skilgreint í greininni né í
áætlunum hans, en vert er að
benda á, að flutningsgjald Skipa-
útgerðarinnar er aðeins brot af
þeim kostnaði sem það kostar að
senda vöru sjóleiðis. Það er
alkunna að í höfnum landsins eru
tekin hafnargjöld og út- og upp-
skipunargjöld og er ekki kunnugt
um að Skipaútgerð ríkisins hafi
neitt um það að segja hver þessi
gjöld eiga að vera. Gjaldtaka
Skipaútgerðarinnar er einungis
fyrir það að sigla með vöruna frá
einum hafnarbakkanum til ann-
ars.
Einhvernn veginn læðist að
manni sá grunur, sem' reyndar
hefur fengist staðfestur stundum,
að í talnadæmum sínum beri þeir
Skipaútgerðarmenn saman taxta
vöruflutningabifreiða eins og hann
er til ákveðins staðar og taxta
Skipaútgerðarinnar fyrir að sigla
með vöruna milli sömu staða, án
þess að taka tillit til út- og
uppskipunargjalda, hafnargjalda
og vörugjalda, sem flutningskaup-
andinn verður að sjálfsögðu að
greiða.
9.500 króna styrkur
á hvert tonn
Staðreyndin er sú, að ríkissjóður
á í ár skv. fjárlögum að styrkja
Skipaútgerðina um 240 milljónir
króna fyrir að flytja 40.000 tonn og
er ríkisstyrkurinn því kr. 6.000 á
hvert tonn. Samkvæmt tillögum
forstjórans á ríkið jafnframt
þessum styrk á yfirstandandi ári
að leggja til kr. 141 millj. vegna
nýrra fjárfestinga og aukist flutn-
ingsmagnið ekki verulega á þessu
ári þá bætist þarna við ríkisstyrk-
ur, sem nemur 3.500 kr. á hvert
tonn. Heildarstyrkur ríkisins
verður því kr. 9.500 á hvert tonn
sem Skipaútgerðin flytur í ár. Sú
spurning kann að vakna af hverju
ríkissjóður sé að greiða niður
hvert flutningstonn til Akureyrar
kr. 9.500 á sama tíma og öðrum
flytjendum er ekki veittur styrkur
svo sem öðrum skipafélögum og
eigendum vöruflutningabifreiða.
Þetta kann að vera sparnaður hins
einstaka flutningskaupanda, þótt
það sé ósannað, en niðurgreiðsl-
urnar eru að sjálfsögðu ekki
sparnaður þjóðarinnar í heild.
Greinargerð frá Landvara, landsfélagi
vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum
Er þá komið að öðru atriði í
málflutningi forstjórans, en það er
sú fullyrðing hans, að endurskipu-
lagning Skipaútgerðarinnar spari
ríkissjóði um 400 milljónir króna
vegna bættrar nýtingar vegafjár.
Forstjórinn fullyrðir, að tilflutn-
ingur á vöruflutningi af þjóð-
vegunum yfir til skipanna minnki
það mikið álagið á vegina, að
vegaféð sparist um áðurnefndar
400 milljónir. Þessi fullyrðing er
alröng og reyndar hjákátlegt að
forstjóranum skuli detta í hug að
setja hana fram, því þótt ekki séu
greidd aðflutningsgjöld af skipum
hans og tækjum, þá verða eigend-
ur vöruflutningabifreiða að greiða
42% af nývirði bifreiðanna í
aðflutningsfjöld og skatta til
ríkissjóðs. Þannig fær ríkissjóður
nú í aðflutningsgjöld og tolla um
kr. 10 milljónir af hverri vöru-
flutningabifreið sem flutt er til
landsins. Jafnframt fær ríkissjóð-
ur kr. 25 á hvern kílómeter sem
bifreiðunum er ekið og einnig fær
hann verulegar tekjur af brennslu-
olíum bifreiðanna. Hverfi bifreið-
ar þessar af þjóðvegunum hverfa
einnig tekjur ríkissjóðs af þeim og
er því vafasamt að sparnaður
ríkissjóðs verði nokkur, e.t.v.
verður um tekjumissi að ræða.
Forstjórinn tekur fram í blaðavið-
tali, að hann byggi þessar
sparnaðarhugleiðingar á úttekt
dansks fyrirtækis á samgöngumál-
um hér á landi gerðri fyrir
nokkrum árum. Staðreyndin er sú,
að umrædd úttekt var gerð árið
1968 en síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og margvíslegar
nýjar álögur verið lagðar á eigend-
ur vöruflutningabifreiða í formi
nýrra tolla og aðflutningsgjalda og
nefna má að þungaskattur á
bifreiðarnar var á árinú 1970
hækkaður um 3—400%. Fyrr-
greind úttekt á því ekki við í dag
og er alls ekki marktæk.
Bifreiðaútgerð
ríkisins?
Áður hefur verið minnst á styrki
ríkissjóðs til strandsiglinganna, en
ætli ríkið að halda áfram á þeirri
braut að reka umfangsmiklar
strandsiglingar og yfirtaka nær
allan flutning á vörum innanlands
til þéttbýlisstaða við sjó, þá kann
að vakna sú spurning hvers þeir
staðir eigi að gjalda, sem ekki
liggja að sjó eða njóta nægilegra
hafnaskilyrða. Verður það ekki
sanngjörn krafa þessara staða, að
ríkissjóður styrki flutning á vör-
um til þeirra eða ríkisreki jafnvel
flutningana með Bifreiðaútgerð
ríkisins? Nú fara flutningar til
slíkra staða nær eingöngu fram
með bílum og hafa þeir aðilar sem
annast þessa flutninga komið upp
vöruafgreiðslum í sínum heima-
héruðum, jafnframt því að byggja
hér í Reykjavík stórar vöruaf-
greiðslur í samvinnu við þá aðila,
sem annast flutninganna til ann-
arra staða á landinu. Verði sá
draumur forstjóra Skipaútgerðar-
innar að veruleika, að færa 50.000
tonna flutning á ári af þjpðvegun-
um yfir á skipin, þá þýðir það í
raun, að um þriðjungur þeirra, er
nú stunda skipulagsbundna vöru-
flutninga með bílum um landið
verði að leggja niður starfsemi
sína. Bifreiðar þeirra eru sér-
byggðar til vöruflutninga og fáir
kaupendur að þeim leggist starf-
semin niður. Ætlar ríkissjóður að
leysa til sín um 50 vöruflutninga-
bifreiðar á um kr. 15.000.000
hverja bifreið eða samtals 750
milljónir króna? Ætlar ríkissjóður
e.t.v. einnig að leysa til sín þær
vöruafgreiðslur, sem verða verk-
efnalausar við breytinguna og
útvega þeim 3 eða 400 aðilum nýja
vinnu, sem missa atvinnu sína við
breytinguna?
Jafnvægi í
byggð landsins
Stjór n Landvara vill í lok
greinar þessarar minna á það, að
greiðar samgöngur á landi eru
undirstaða velmegunar allrar
þjóðarinnar. Alþingi og ráðamenn
hafa margoft lýst yfir nauðsyn
þess, að jafnvægi komist á í byggð
landsins. Lélegir vegir og þar af
Framhald á bls. 33.