Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 30

Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 4" i Sonur okkar BRAGI HAUKUR KRISTJANSSON, andáöist 16. apríl á heimili sínu Mýrargötu Fyrir hönd daetra, vina og ættingja, 14, Reykjavík. Guórún Bjarnadóttir, Kristján J. Sveinbjörnsson. Móöir okkar. t JÓNÍNA GUÐLAUG ERLENDSDÓTTIR, frá Fáskrúðsfiröi, lézt í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir mín, ELÍSABET M. JÓNASDOTTIR, lézt aö Hrafnistu 15. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Jónas A. Aðalsteinsson. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR SVANHÓLM JÚLÍUSSON, Hjallabakka 30, andaöist aöfararnótt 16. apríl. Jarðarförin auglýst síöar. Rósa Kolbeinsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttír, Ásgeir Sigurðsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Birna Gunnarsdóttir og barnabörn. Maöurinn minn, t faöir og sonur, EINAR ÞORSTEINSSON, rakarameistari, lézt 14. apríl. Henný Dagný Sigurjónadóttir, Páll Heimir Einarsson, Arnfríður Einarsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson. Maöurinn minn, t GEORG SIGURJÓNSSON, válvirki, er látinn. Ásta Bjarnadóttir. t Útför systur minnar, LILJU STURLAUGSDÓTTUR, Hraunteigi 15, sem andaöist í Landspítalanum 12. apríl s.l., fer fram frá Laugarneskirkju miövikudaginn 19. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna Ágúst Sturlaugsson. t Útför eiginkonu minnar og móöur okkar, BRYNDÍSAR BALDVINSDÓTTUR, sem andaöist 12. apríl, veröur gerð frá Fossvogskirkju miövikudaginn 19. apríl kl. 3. Ragnar H. Guðbjörnsson og börn. t Kveöjuathöfn vegna andláts SNORRA SIGFÚSSONAR fyrrum námsstjóra fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 21. þ.m. kl. 10.30. Snorri veröur jarösunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 22. þ.m. kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast Snorra er vinsamlega bent á minningarsjóð Snorra Sigfússonar og Þórarins Eldjárn, Fóstbræörasjóö, sem er í vörslu Sparisjóðs Svarfdæla. Fóstbræðrasjóður hefur gírónúmer 61120-4. Fyrir hönd aðstandenda Bjarnveig Bjarnadóttir. Ragnar Halldórs- son — Minning Fæddur 27. júní 1910. Dáinn 9. apríl 1978. Kurteisin kom að innan — sú kurteisin sanna — sið-dekri öllu æðri, aí (iðrum sem iærist. Með þessum vísuorðum skálds- ins langar mig til að kveðja Ragnar, eftir kynni sem ná til fyrstu minninga á æskuslóðum okkar við Breiðafjörð. Um hann sögð eru þau sönn. Píanóstrengurinn er brostinn. Enn hljóma þó með mér þau ljóðrænu stef, sem hann lék af fingrum fram, stundum glöð, en oftar þó með þeim ljúfsára trega, sem minnir á nóttina og dauðann. I vor fer ég vestur í Stykkishólm og þar fyllir Ragnar í huga mér hóp gömlu vinanna, sem flestir eru dánir. Astvini hans bið ég svo sra Matthías að hugga: ð. sólarfaðir, si^ndu nú hvcrt auira. en sér í lajji þau. sem tárin lauga. ok sýndu miskunn öllu því. sem andar. en einkum því. sem biil og voði nrandar. Bergur Pálsson. Foreldrar hans voru Sæmundur Halldórsson ættaður úr Staðar- sveit, en móðir hans var af hinni kunnu Geiteyjarætt. Frú Magða- lena móðir Ragnars var fædd Hjaltalín. Móðir hennar var Kristín dóttir Sveinbjarnar Egils- sonar rektors. Eru þetta allt kunnar ættir. Sæmundur stundaði verslunar- störf í Stykkishólmi, fyrst hjá öðrum, en lengst af var hann kaupmaður og rak útgerð. Auk þess stundaði hann opinber störf. Hjónin settu bú saman í Hólminum og bjuggu þar til æfiloka. Þau áttu fallegt heimili, vel búið að húsgögnum. Alla tíð eru það húsbændurnir, sem móta andrúmsloft íbúðar sinnar. Þessi heiðurshjón kunnu þá list að láta öllum líða vel í sínum ranni. Sæmundur Halldórsson var fyrir- mannlegur, hann leysti störf sín af hendi á þann hátt að það var öðrum til fyrirmyndar Frú Magða- lena var falleg kona, hógvær og prúð í framkomu. Frá forfeðrum sínum hafði hún erft tónlistargáf- ur. Hún spilaði á píanó af hjartans list. Börn hennar hlutu þennan fagra hæfileika í vöggugjöf. Ragnar Halldórsson kom í skól- ann haustið 1919 þá 9 ára gamall. Hann var góðum gáfum gæddur, prúður, kurteis, hæglátur, með afbrigðum skyldurækinn og sam- viskusamur. A þennan hátt mun hann hafa unnið öll sín störf í lífinu. Þegar börnin fóru heim að loknu námi hvern dag, kvöddu þau okkur kennarana með handabandi, hans handtak var hlýtt og þétt, sagði meir en mörg orð. Á þessum árum var ekkert framhaldsnám fyrir unglingana i Hólminum nema kvöldskóli, sem sökum húsnæðisleysis o.fl. var ekki full- nægjandi. Ungur fór Ragnar því úr foreldrahúsum og stundaði nám við Flensborgarskólann í Hafnar- firði. Að því loknu gerðist hann starfsmaður hjá H. f. Eimskipa- félagi Islands, og stundaði þau störf til hinsta æfidags. Ragnar Halldórsson skilur eftir sig ástríka eiginkonu frú Astriði Ellingsen, sem hann átti með tvær dætur auk þess sem hann gekk tveimur börnum hennar í föður- stað. Minningarnar um hjart- fólginn ástvin munu nú verma þau. I sárri sorg og trega munu þau þakka Guði, að hann gaf þeim svo góðan og heilsteyptan lífsföru- naut. Við sem þekktum þennan trygga , hugljúfa vin, allt frá bernsku hans, kveðjum hann í þeirri vissu að sál hans haldi áfram að þroskast og starfa á braut kær- leikans. Guð blessi hann og alla sem hann unni. Sesselja Konráðsdóttir. Ragnar var fæddur í Stykkis- hólmi. Foreldrar hans voru Magdalena Hjaltalín og Sæmund- ur Halldórsson kaupmaður. Þau voru bæði af góðu bergi brotin. Heimili þeirra varð þjóðfrægt fyrir gestrisni og einkenndist af sérstæðum og ágætum samruna gamalla og nýrra menningar- strauma. Að loknu námi gerðist Ragnar starfsmaður í skrifstofu Eim- skipafélags íslands hinn 25. maí 1930. Hann átti þess vegna að baki hartnær 48 ára starfsferil hjá félaginu er hann lauk þar síðasta vinnudegi sínum föstudaginn 7. apríl sl. Á þessu langa árabili gegndi Ragnar ýmsum störfum á skrif- stofunni. Hann var þar deildar- stjóri um skeið en síðast gjaldkeri. Fyrir alllöngu hafði Ragnar kennt vanheilsu en stundaði þó ótrauður störf allt til þess er yfir lauk. Að loknu hinu langa ævistarfi eigum við, samstarfsmenn Ragnars, margar hugljúfar minningar um góðan félaga. Hið hlýja og prúðmannlega viðmót hans verður ekki einungis ógleymanlegt okkur, sem nutum _ þess daglega, það verður einnig lengi geymt í endurminningum þeirra mörgu viðskiptavina Eim- skipafélags íslands, sem kynntust störfum hans. Þó að dagfar Ragnars einkenndist af einlægum vilja til þess að vera góður samstarfsmaður og leysa ■ hvern þann vanda viðskiptavinanna, sem hann gat greitt úr, þá mótaðist það ekki síður af hollustu við Eimskipafélagið. Þess vegna átti hann óskorað traust yfirmanna sinna, samverkamanna og við- skiptavina. Vegna þess þakka allir honum að leiðarlokum. Ragnar bar ekki einungis í dagsins önn blæ þeirrar siðfágun- ar, sem einkenndi æskuheimili hans. Á gleðistundum í hópi samverkamanna og annarra vina gafst honum tækifæri til að endurvekja þær góðu minningar, sem enn eru geymdar þeim, sem nutu gestrisni á heimili foreldra hans í Stykkishólmi. Þá varð hann hinn veituli hrókur alls fagnaðar, settist við slaghörpuna og lék af fingrum fram af miklum listileik. Ef til vill er það engu síður hin ríka listhneigð hans og höfðings- lund en hjartahlýjan, sem veldur því hve gott er nú að geyma allar hinar góðu minningar frá sam- fylgdinni við Ragnar. Við erum þakklát fyrir þær Ijúfu endurminningar, sem þessi fallni samverkamaður eftirlætur okkur og sendum eiginkonu hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ragnars Halldórssonar. Samstarfsmenm. Unnur Gísladóttir Smith — Kveðja Hjónunum varð þriggja barna auðið. Ragnar var þeirra yngstur. Þegar ég man fyrst eftir þeim voru Gunnar og Ebba á unglingsárum en hann lítill drengur. Örlagahjól- ið snýst án afláts. Þegar ég fluttist með straumi tímans frá Norður- landi vestur á Snæfellsnes, var mér ætlað það hlutskipti að vera barnakennari. Þegar ég nú, öldruð kona, lít til baka, blessa ég mitt æfistarf. Haustið 1919 byrjaði ég kennslu við barnaskóla Stykkis- hólms, þá voru 60—70 börn þar við nám. Öll börnin, sem ég kenndi þar i 30 ár, voru og eru mér undur kær. Á þessari stundu, og reyndar oftar, koma einstaklingarnir fram úr sjóði minninga minna. „Svo mætti ég þér með enKÍlbrosið bjarta og bláu auKun full af trausti og þrá, með Kleðiljóma f hutt og elsku í' hjarta, — hin hæsta glcði, sem vort jarðlff á“. Á sólfögrum vormorgni 11. apríl s.l. var Unnur Gísladóttir Smith til moldar borin frá Garðakirkju á Álftanesi, en hún lést 2. apríl. Árið 1945 hóf hún kennslu við Miðbæjarskólann í Reykjavík og kenndi þá söng og hannyrðir. Var þar starfsvettvangur hennar í 24 ár, eða þangað til Miðbæjarskólinn var lagður niður sem barnaskóli árið 1969. Unnur reyndist frábær kennari og góður vinur allra þeirra mörgu er nutu leiðsagnar hennar. Með hógværð og lipurð hjálpaði hún og með elsku og skilningi leiðbeindi hún nemendum sínum. Margar hafa dísirnar komið að vöggu Unnar, því hún var prýði- legum kostum búin: Greind og góðlynd, listfeng og ljúf. Hún var orðvör og umtalsgóð. — Heiðurs- kona. I þessum fáu línum verður ekki æviágrip skrifað, það hefur áður verið skráð. En við, gömlu starfsfélagarnir frá Miðbæjarskólanum, minnumst Unnar með þakklæti og virðingu og geymum með okkur mynd hennar. Syni hennar þrjá og fjölskyldur þeirra biðjum við guð að blessa og styrkja. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar, lengdafööur og afa, SIGURÐAR JÓNASSONAR, skógarvaröar, Laugabrekku, Varmahlíö, fer fram frá Fossvogskirkju miövlkudaginn 19. apríl kl. 10.30. Sigrún Jóhannadóttir, Svanhíldur Siguröardóttir, Hilmar Þór Björnsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Adólf Guöjónsson, Jóhann Sigurösson, Margrét Valdimarsdóttir, Síguröur J. Sigurðsson, Ásdís Erla Kristjónsdóttir og barnabörn. Miðbæjarskólafólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.