Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
vlí«
M0RÖJN/- V
KAfp/no *
(!| ____________________________
'^xzyOtm
GRANI göslari
Ég hélt að þú værir svo ánægður með störfin sem
vörugæða-eítirlitsmaður?
Notkun öryggisbelta
Maður að nafni Örn Ásmunds-
son hefur sent pistla um ýmis mál,
sem hann vill fá að drepa á hér í
Velvakanda. Verða raktir helztu
kaflar úr bréfi hans og byrjar
hann á spjalli um:
• Öryggisbelti
„Það ætti að hefja meiri
áróður í sambandi við notkun
öryggisbelta á þjóðvegum, en þó
ekki með boðum og bönnum.
Notkun þeirra á að vera frjáls
hverjum og einum. Þau eru
vissulega nauðsyn á þjóðvegum og
er t.d. i Þýzkalandi áberandi
hversu margir nota öryggisbelti í
akstri sínum á hraðbrautum, enda
þykir varla annað til greina koma.
Og úr því verið er að ræða
umferðarmálefni langar mig í
leiðinni að fá að minnast á að
olíumöl verði sett á kaflann á
Suðurlandsvegi austur frá Þjórs-
árbrú og helzt alla leið austur að
Markarfljóti. Þetta er mjög mikil
umferðarleið, t.d. á sumrin er allir
streyma í Þórsmörk og víðar og
það er tekið það mikið af okkur
bíleigendum í gjöld að við verðum
að sjá árangursríka notkun þeirra
fjármuna."
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í varnaræfingu vikunnar opnar
suður í fyrstu hendi á einum
spaða. Norður segir tvö hjörtu og
suður tvo spaða, sem verður
lokasögnin. Útspil vesturs er
tígulás en hendur blinds og
austurs eru þessar:
Norður
S. 54
H. ÁK875
T. D1076
L G2 '
Austur
S. G3
H. DG62
T. 84
L. K10876
í tígulásinn látum við áttuna.
Vestur tekur á tígulkóng og spilar
síðan tvistinum. Við trompum en
sagnhafi lætur gosann. Hvað nú?
Mörgum kann að detta í hug að
spila spaða til að hindra lauf-
trompanir í borði. En snögg
talning sýnir okkur að það er
tilgangslaust. Suður á minnst 5
spaða, hefur sýnt 3 tígla og af
þeim 5, sem eftir eru fara 2 í
hjartaás-kóng og eitt í tígul-
drottningu. Hann þarf því ekki að
trompa lauf.
Ekki er framtíð í hjartanu og
því aðeins laufið eftir. Eigum við
að spila sjöinu, fjórða hæsta?
Tígultvistinn má skilja sem Lavin-
tahl, beiðni um lægri litinn og þá
á makker ásinn. Hann verður þá
innkoman hans til að spila tígli og
eyðileggja niðurkastið í drottning-
una. Þar að auki pínir spaðagosinn
hátt spil frá sagnhafa og tían,
ásamt tveim smáspilum, á hendi
makkers yrði slagur.
En bíðum við! Suður þyrfti ekki
að taka spaðagosann. Gæti látið
lauf frá hugsanlegu tvíspili.
Öruggur tapslagur hvort sem er.
Við tökum því á laufkónginn í
fjórða slag, síðan lauf á ás vesturs
og tigull frá honum býr til
sigurslaginn á spaðatíuna. En
hana varð makker að eiga enda
voru hinar hendurnar þannig.
Vestur
S. 1092
H. 43
T. ÁK32
L. Á954 J
Suður
S. ÁKD876
H. 109
T. G95
L. D3
©PIB
COPINM&IN
Sjáið um að forstjórinn fái annan sjúss!
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaya eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaói
23
izt að hann hefur hringt og
látið vita en það gerði hann
ekki í morgun.
— Var hann í verzluninni í
gær?
— Jó. ég bjóst við að það
vekti áhuga yðar, svo að ég tók
mér leigubíl heim til hans.
Foreldrarnir eru viðkunnan-
legasta fólk sem býr í snyrti-
legri íbúð á þriðju hæð. Móðir-
in var að strauja þegar ég kom.
— Sagðist þú vera frá lög-
reglunni?
— Nei. ég sagðist vera kunn-
ingi sonar hennar og þyrfti að
ná snarlega tali af honum ...
— Og þá sagði hún þér að
hann væri í bókabúðinni?
— Einmitt! Hún hefur ekki
hugmynd um ncitt. Ilann fór af
stað í morgun klukkan korter
yfir ótta eins og venjulega. Hún
kannaðist ekki við að hann
sækti neina fyrirlestra í lög-
fra*ði. Þau eru ekki sérlega vel
efnum búin.
— Hvað gerðir þú svo?
— Ég sagði þetta væri senni-
lega einhver annar Jorisse og
spurði hvort hún ætti mynd af
syni sínum. Hún vísaði mér á
mynd sem stóð á borðstofu-
skápnum. Hún er viðfelldin
kona og hún hefur bersýnilega
ekki grun um nokkurn skapað-
an hlut. Það eina sem hélt
áhuga hennar var að straujárn-
ið hennar ofhitnaöi ekki. Ég
var um stund og hélt henni upp
á snakki...
Maigret sagði ekkert og
sýndi engin merki þess að hann
væri ánægður með þetta. Það
var augljóst að Santoni hafði
ekki unnið lengi undir hans
stjórn. Hvorki það sem hann
sagði né tónninn sem hann
bcitti þegar hann skýrði frá
kom heim og saman við þann
anda sem Maigret og menn
hans unnu eftir.
— Þegar ég fór, tók ég
myndina án þess hún veitti þvf
eftirtekt.
— Láttu mig fá hana.
Hann hafði áttað sig á
málinu áður en Santoni skýrði
honum frá þessu. Hann horfði
á myndina, sem sýndi ungan
grannvaxjnn mann, síðhærðan
og sennilegt var að konur
hrifust af honum. Og að likind-
um vissi hann vel um töfra
sfna.
— Og þetta er ailt og sumt?
— Já, og nú er eftir að vita
hvort hann kemur heim í kvöld,
ekki satt?
Maigret andvarpaði.
— Jú, það verðum við víst að
gcra.
— Eruð þér ekki ánægðir?
— Jú, vissulega er ég það?
Til hvers var að segja nokk-
uð. Santoni myndi venjast
þessu smátt og smátt rétt eins
og hinir höfðu gert. Það var
alltaf sama sagan þegar nýr
maður úr annarri deild kom
yfir til hans.
— Ástæðan fyrir því að ég
elti ekki ungu stúlkuna er
einfaldlega sú, að nú veit ég
hvar hana er að íinna. Á
hverjum degi klukkan hálf sex
eða í síðasta lagi þegar
klukkuna vantar stundarfjórð-
ung í sex kemur hún aftur á
skrifstofuna til að gera skil á
því sem hún hefur innheimt
þann daginn og gefa skýrslu
um ferðir sfnar.
— Viljið þér að ég fari
þangað?
Maigrct hugsaði sig um. Það
lá við borð hann segði honum
að hætta að skipta sér af þessu
máli. En honum var ljóst að
slíkt væri ósanngjarnt og að
Santoni hafði sannariega gert
eins vel og hann gat.
— Farðu og athugaðu hvort
hún kemur aftur á skrifstofuna
og hvort hún fer heinustu leið
heim með lestinni.
— Kannski hún cigi stefnu-
mót við vin sinn?
— Já, það gæti hugsazt.
Hvenær cr hann vanur að koma
heim til sfn á kvöldin?
— Þau borða kvöldverð
klukkan sjö. Hann kemur
venjulega um það lcyti. Hann