Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 40
(Ljósm. Eðvar Ólafss.)
Alvarlegt umferðarslys varð á Vesturlandsvegi um hádegi á
sunnudag. Ökumaður fólksbíls ók þvert í veg fyrir sendibíl og varð
þar harður árekstur. Fjórir slösuðust en ökumaður fólksbílsins mest,
enda var bíllinn mikið skemmdur, eins og sjá má á þessari mynd.
Sjá frétt á bls. 3.
Matthías Á.Mathiesen í viðtali við Morgunblaðið:
Einstaklingar með 1500
þusund og hjón með um 3
millj. greiða engan tekjuskatt
— Skattleysismörk miðað við brúttótekjur hærri
Matthías Á. Mathiesen
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gærkvöldi til Matthíasar Á.
Mathiesen, fjármálaráðherra,
er skattafrumvörp ríkisstjórn-
arinnar höfðu verið lögð fram,
og beindi þeirri spurningu til
ráðherrans, hvort ætlunin væri
að afgreiða þessi frumvörp sem
lög frá Alþingi fyrir þingslit í
vor.
Fjármálaráðherra sagði, að
gert væri ráð fyrir því, að þessi
frumvörp yrðu afgreidd sem lög
frá Aiþingi á því þingi, sem nú
situr. Tekju- og eignaskatts-
frumvarp var mjög rætt á
síðasta þingi, sagði Matthías Á.
Mathiesen, og þá voru gerðar
fjölmargar athugasemdir við
það, sem teknar hafa verið til
greina og hægt hefur verið að
taka til greina vegna þess að
Framhald á bls. 30.
Aflahrota hjá Hornafjarðarbátum:
Útflutningsbannið fer
Kærði gæzlu-
varðhaldió til
Hæstaréttar
Einn Hornafjarðarbáta — Eskey
Baldvin Jónsson
auglýsingastjóri
Morgunbíadsins
BALDVIN Jónsson hefur verið
ráðinn auglýsingastjóri Morgun-
hlaðsins frá og með deginum í
dag að telja. Árni Garðar
Kristinsson lét fyrir nokkru af
starfi auglýsingastjóra. en því
hafði hann gegnt frá árinu 1945.
Baldvin Jónsson hefur starfað á
auglýsingadeild Morgunblaðsins í
12 ár. Um leið og hann er boðinn
velkominn til starfa, vill Morgun-
blaðið færa Árna Garðari
Kristinssyni þakkir fyrir störf
hans sem auglýsingastjóra.
F.INN árásarmannanna þriggja,
sem voru úrskurðaðir í gæzluvarð-
hald fyrir helgina vegna fantal^gr-
ar árásar á tvo menn í íbúð viö
Hrísateig, hefur kært gæzluvarð-
haidsúrskurðinn til Hæstaréttar
Umræddur maður fékk lengsta
varðhaldið eða til 31. mai n.k.
Ljósm. Snorri Snorrason
VERKAMANNASAMBAND íslands heíur boðið vinnuveitendum upp
á sérstakar viðræður um launakjör umbjóðenda sinna, verkamanna,
og er Guðmundur J. Guðmundsson, formaður sambandsins, var
spurður að því, hvort VMSÍ væri með þessu að skapa sér sérstöðu
innan ASÍ, svaraði hann, „Það má segja það, við erum tilbúnir að
semja sérstaklega um taxta Verkamannasambandsins.“ Sagði
Guðmundur að það lægi í hlutarins eðli að með þessu gæfist tækifæri
til þess að gera láglaunasamninga án þess að þeir gengju upp úr öllu
í launastiga ASÍ. Er þetta í fyrsta sinn frá stofnun Verkamannasam-
bandsins, að það býður upp á slíkar viðræður og samninga.
Snorri Jónsson, varaforseti ASI,
kvaðst ekki vera sammála um að
Verkamannasambandið væri að
lýsa yfir ákveðinni sérstöðu. Hann
minnti á að þegar félögin sögðu
upp samningum, þá hefðu þau
strax boðið upp á viðræður, m.a.
Dagsbrún og fleiri félög. Því kvað
hann hér ekki vera um neina
nýlundu að ræða. Kvað hann ekki
óeðlilegt að Verkamannasamband-
ið gerði þetta með tilliti til þess að
það stæði í þessum ákveðnu
aðgerðum og með tilliti til mál-
anna í heild. Morgunblaðið spurði
Framhald á bls. 31
Baldvin Jónsson
Árni Garðar Kristinsson
ttBara tók
því sem
verða
vildi...”
„KONAN vill auðvitað að ég
hætti þessu en ég veit ekki,
það er crfitt að hætta þegar
maður er rétt búinn að fá
delluna" sagði flaukur
Sigurðsson, tvítugur fjöl-
brautaskólanemi í Keflavík í
samtali við Mbl., þar sem hann
var í gær til meðferðar í
sjúkrahúsinu í Keflavík eftir
að verða fyrsti íslendingurinn
sem hlekkist á í flugdreka-
svifi. Gerðist þetta sl. sunnu-
dag um kl. 4.30 þegar Haukur
ætlaði að svífa af austurbrún
Þorbjarnarfjalls við Grinda-
vík.
„Ég var búinn að ná í hang,
eins og við köllum það og búinn
að fara nokkrar ferðir meðfram
fjallinu," sagði Haukur er Mbl.
bað hann um að lýsa atvikinu.
„Ég ætlaði að fara að lækka
flugið til að koma inn til
lendingar, átti eftir svo sem
7—10 metra niður og var
nýbúinn að rétta mig úr beygju,
Framhald á bls. 30.
að segja til sln í Eyjum
AFLAHROTA hefur verið hjá Hornafjarðarbátum síðustu vikur og mjög sæmilegur afli hefur verið hjá
Vestmannaeyjabátum nú um skeið. Heildarafli Ilornafjarðarbáta er þegar orðinn um 2 þúsund tonnum
betri en á allri vertíðinni í fyrra og horfur eru á mjög þokkalegri vertíð í Vestmannaeyjum, þótt blikur
séu á lofti af völdum útflutningsbannsins, því að þar mun nú aðeins eftir kælirými til næstu 10—15
daga en að þeim loknum verður að loka frystihúsunum ef útflutningsbannið stendur ennþá.
Vestmannaeyjabátar hafa nú um
skeið aflað mjög sæmilega en að
vísu var afli fremur tregur í gær
að sögn vigtarmanns, því að
bátarnir voru með frá 2 og upp í
9 tonn. Stefán Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn-
ar í Eyjum, sagði í samtali við
Mbl, að allt stefndi í mjög
þokkalega vertið í Vestmannaeyj-
um og mikil vinna hefði verið þar
í frystihúsunum undanfarið, unnið
til tíu flest kvöld vikunnar. Hins
vegar væri nú svo komið að í
frystihúsunum væri ekki kælirými
nema til næstu 10—15 daga en
eftir þann tíma yrði væntanlega
að loka húsunum, þar sem þau
gætu ekki losað sig við birgðir
vegna útflutningsbannsins. Þessi
aðgerð gæti því haft alvarlegar
afleiðingar hvað Vestmannaeyjar
áhrærði.
Mjög góð veiði hefur verið hjá
Hornafjarðarbátum undanfarið að
sögn Jens Mikaelssonar og aflinn
í síðustu viku sérlega góður. Þá
bárust á land þar rösklega 1200
tonn sem er með því mesta er
Framhald á bls. 30.
Sérviðræður um
lágiaunasaimiinga?
Vinnuveitendur fjalla um til-
boð Verkamannasambandsins