Morgunblaðið - 04.05.1978, Síða 7

Morgunblaðið - 04.05.1978, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 39 Þórður Jónsson, Látrum: bórður Júnsson. Veturinn horfinn með sínum löngu og dimmu nóttum frosti og fjúki, en sól og sumar tekið við. Veturinn hér á vestur horni landsins má telja góðan, en þó óstilltur til sjávarins og sér einkenni hans þau helst að segja má að aldrei hafi slegið niður austnorðan roki á Vestfjarðamið- um norðanverðum, en oft suðlæg- ari áttir mátt sín meira á sunnan- verðum Vestfjörðum. Veður til sjósóknar og flugs, hefir því oft verið óhagstætt, svo sóknin hefir verið hörð, eins og oftast er hér á Vestfjörðum. En nú er þetta afstaðið í bili og sumarkoman brosir við okkur sínu besta í dag, og leysir það frostband sem tengdi saman sumar og vetur síðastliðna nótt, með sól og blíðlátri Hafrænu, sem á að vita á gott sumar, um það er eftir farandi staka í hinni Alþíðleguveðurfræði sem út var gefin 1919 eftir Sigurð Þórólfsson: Frjósi sumars fyrstu nótt fargi engin á né kú. Gródakonum gerist rótt, gott mun verða undir bú. Samgöngur> Mjög illa gekk oft með flug á liðnum vetri, en flugið er aðal- þátturinn í samgöngunum að vetrinum við fjarlæga staði, og mér virtist oft flogið við slæm skilyrði, einkum á litlu vélunum, svo að ég ætla að stundum hafi ekki mátt miklu muna eða mikið út af bera. Snjóþungt var líka um tíma, og þá oft lokað, en oft, sennilega oftast, miklu verra. En það er sama sagan, ár eftir ár, það eru sömu smáspottarnir, 50—100 metrar, sem loka veginum, og sem oft er mjög auðvelt að laga með nútíma tækni og þarf oft ekki til nema jarðýtu nokkrar klukku- stundir, svo þar væri snjólaust flesta vetur, í stað þess að þar lokast í hverjum skaflbyl. Með því að líta meira til þessara smáu en fjölmörgu galla á vegakerfi dreif- býlisins mætti spara stórfé í snjómokstri og veita mun betri og öruggari þjónustu. En hvers vegna er það ekki gert Búfé og fóðuri Nýafstaðin er hér hin hefð- bundna skoðun á búfé og fóður- birgðum, það eru tveir valinkunnir menn sem framkvæma það verk í hverri sveit, vor og haust, og gefa um það skýrslur til hins opinbera, einnig líta þeir til heilbrigðs búfjár, svo að þetta er ábyrgðar- mikið starf. Fóðurbirgðir voru hér nægar og fénaður í góðu standi, en umhriða og umgengni sjálfsagt þokkaleg. Skoðunarmenn gefa einkunnir í því sem fóðrun og annarri umhirðu. Veiðiskapur« Hrognkelsaveiði er nú um það bil að hefjast hér í sveit, en litlir fyrirborðar um að sú gráa sé komin á miðin að nokkru ráði. Veiðimenn hér virðast sammála um, að ekki ætti að hefja hér veiðar fyrr en 5.—10. maí, til þess að grásleppan geti gengið í friði á sín hefðbundnu hrygningarsvæði. Engin veiði mundi tapast við það, en meira öryggi fyrir viðhald stofnsins á hverjum stað. Og einnig það, að eftir 10. maí er hreinn viðburður að fá æðarfugl í netin, því þá er hann yfirleitt sestur upp, en sé byrjað mánuði fyrr, þá er það nokkurt magn sem ferst í netunum. Vafasamt er hvort nokkuð verð- ur um selveiði hér á þessu vori vegna verðfall.s á skinnunum, nema úr rætist með sölumögu- leika. Þjóðmált Óvenjumikið finnst mér fylgst með því sem er að gerast í þjóðmálunum, og finnst flestum nóg um, og svo fram af fólki gengið að það deilir ekki lengur um þessi mál, því það virðist ekki um neitt að deila. Vandræðin virðast alls staðar vaða uppi en fæst þeirra verða leyst nema með samstöðu þjóðarinnar allrar, en samstöðuna vantar, úrræðin verða því fálmkennd og festulaus. Háttvirt Alingi virðist bara vera hópur fólks sem hefur það gott án þess að gera kröfur eða fara í verkfall, en þannig er það ekki með alla hópana. Hver þrýsi- hópurinn eftir annan tekur valdið í sínar heldur og setur sín eigin lög, eða ólög, setur hina rétt kjörnu og sterku ríkisstjórn upp við vegg og setur henni valkosti, allt virðist leyfilegt. Afleitt ástand í stjórnarháttum smáþjóðar. „Allir eru að gera það gott nema ég“ Flestir vilja fá meiri peninga til að geta lifað eins og þeir á toppnum, við það er míðað, og þeir á toppnum telja sig þurfa verulega meir en þeir á sléttunni, jafnvel 5—10 falt meira, til þess að geta staðið nokkrum þrepum ofar í lífsgæðastiganum sem tilsvarar stöðunni. Allir kveina og kvarta, þó læðist að manni grunur um, að allir hafi ekki ástæðu til að kvarta, þegar litið er til þeirra lífskjara sem fólk getur veitt sér um land allt til sjávar og sveita. Öllum almennum kjaradeilum, sem ég man til, hefir verið hrunið af stað í þeim góða og göfunga tilgangi að fá hækkuð laun hinna lægst launuðu. En upp úr því að deilunni lauk og aðilar höfðu tekist bros- andi í hendur yfir góðum, eða Framhald á bls. 55 VERÐ: 20“ kr. 288.000— 22“ kr. 332.000— 26“ kr. 375.000— 26“ m/ljarst. kr. 427.000— * " ©Ð ÐO In-Line myndlampi (RCA), Kalt Eini Snertirásaskipting, Spennuskynjari, Möguleikar fyrir Plötu og myndsegul ■ • Sölustaður: TH. GARÐARSSON HF. Vatnagörðum 6. Sími: 86511 (2 línur) ' Viðgerðaþjonusta: Radio og Sjónvarpsverkstæðið Laugavegi 147. Sími: 23311 UTVARPSVIRKJA MEISTARI Hugleiðing við sumarkomu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.