Morgunblaðið - 04.05.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 04.05.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 45 „Það er svo margs að minnast. En hann bað mig oft að syngja fyrir sig sálma er hann hafði sérstakt dálæti á, bæði eftir hann sjálfan og aðra. Og það er á vissan h£tt honum að þakka, eða kenna, að ég fór að safna þessum úrklippum sem þú hefur áhuga á: Afi minn gaf mér nefnilega afmælisgöf eitt sinn er ég var barn. Það var blað sem uppáhalds- skáld mitt í þá daga, H.C. Andersen, hafði áritað og gefið afa mínum er leiðir þeirra lágu saman af tilviljun: Afi var viðstaddur minningarathöfn um tón- skáldið Hartmann, og þar sátu þeir saman afi og H.C. Andersen. Andersen hafði ort minn ingarljoð um tón- skáldið sem var prentað og dreift á meðal þeirra er athöfnina sóttu. Andersen var með blað þetta í höndun- um og skrifaði nokkrar línur á það til afa. Blaðið, eða afmælisgjöfina, varðveitti ég eins og sjáaldur auga míns, og má kannski segja, að það hafi verið fyrsti vísir að safni því er ég hefi verið að draga að mér alla ævi. Nú á ég úrklippusafn um bók- menntir, ritdóma, tónlist, málaralist, og yfirleitt allt annað er ég hefi áhuga á. Sumt af þessu er í kössum, sem ég þarf að fara í gegnum fyrr en síðar, og ganga frá.“ BLM: En hver er tilgangurinn? „Þetta er bara tómstunda- iðja. Kannski hefur einhver gaman af þessu seinna meir.“ BLM: Er eitthvað gert opinberlega í þessa veru? „Mér er alveg ókunnugt um það, og raunar ókunnugt hvað verður um safnið þegar þar að kemur. Kannski kærir sig enginn um þetta!?“ Þessa mynd af Jórunni Viðar tónskáldi fann ég í erlendu tónlistartímariti. segir Guðrún. Hún segist ekki halda að Jórunn hafi hugmynd um að mynd þessi hafi verið birt, og bað blm. að koma Jórunni á óvart. méð þakklæti fyrir allt gamalt og gott! Jórunn er þarna ásamt samnemendum sínum við Julliard-skólann í New York. Mynd þessi úr safni Guðrúnar á sennilega eftir að verða söguleg í meira lagi. Hún sýnir, að sögn fyrstu spor Þorgerðar Ingólfsdóttur á söngkennslubraut» og það í eiginlegri merkingu, því þetta mun vera fyrsta kennslustund Þorgcrðar er hún var kennaranemi í Söngkennaradeild Tónlistarskólans. Ilér er söguleg mynd af Hljóðfærasveit Menntaskólans á Akureyri. Aftaná myndina hefur Guðmundur Matthíasson skrifað eftirfar- andi línur til Guðrúnar. „Hér kemur hljóðfærasveit M.A. Sá er við trumbuna situr er sonur Júlíusar sýslumanns Hafsteins, sá hinn Ijóshærði sem á gígjunni heldur er líka sonur hans. Dirigcntinn Guðmund þekkir þú.“ Guðrún segir enn fremur að „spil þeirra félaga hafi sett svo mikið fútt í mannskapinn á þessum árum, að það hafi orðið til þess m.a. að M.A. kvartettinn var stofnaður.“ Aðgöngumiða þennan fann Guðrún í dóti uppá háalofti sem einn leigj- andi hcnnar hafði ekki hirt um að hafa með sér. Þetta mun vera aðgöngumiði að fyrstu tónleikum íslenska stúdentakórsins í Dan- mörku. Guðrún telur ekki ósennilegt að þeir muni einnig vera fyrstu tónleikar íslensks kórs erlendis. i i t Odd-Fellow Palæets raindre Sal. Sremn i<,o«—>903 Islandske-Studenterkor Iioncert. 1 Kr. Billetsalg : Wllhelm Hansen* Mutikhendel. Reiðskóli Fáks Ný námskeið eru að hefjast fyrir börn á aldrinum 8—14 ára. Innritun verður í dag og næstu daga frá kl. 1—5. Sími 33679 og 30178. Hestamannafélagið Fákur. 25 ára Gagnfræðingar frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1953 Afmælishóf veröur haldiö föstudaginn 12. maí kl. 8 í Bláa sal Hótel Sögu. Þátttaka tilkynnist fyrir 10. maí til: Thelmu Gímsdóttur sími 23391 Sigrúnar Steingrímsdóttur sími 51350 Gunnars Jóhannessonar sími 72865 Sumarbúðir KFUK í Vindáshlíð Innritun fer fram á aöalskrifstofu K.F.U.M. og K. aö Amtmannsstíg 2 b. Upplýsingar í síma 17536. Stjórnin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Hafn- arfirði, Garðakaupstað, á Seltjarnarnesi og í Kjósarsýslu vegna sveitarstjórnar- kosninga 1978. Kosið verður á þeim stöðum og á þeim tímum, sem hér segir: Hafnarfjörður og Garðakaupstadur: Á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfiröi, kl. 8.45—20.00 alla virka daga, á laugardögum kl. 10.00—20.00 og á helgidögum kl. 13.00—19.00. Seltjarnarnes: Á skrifstofu embættisins í gamla Mýrarhúsaskóla, Seltjarnarnesi alla virka daga, laugardaga og helgidaga kl. 17.00—20.00. Kjósarsýsla: Kosið verður hjá hreppstjórum. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garöakaupstaö og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Karatefélag Reykjavíkur Seiwa Kai Innritun í nýtt byrjendanámskeiö í Karate fyrir karla og konur 15 ára og eldri veröur sem hér segir: Föstudaginn 5. maí kl. 19—22, og laugardaginn 6. maí kl. 13.30 — 16.30. Innritunin fer fram á skrifstofu félagsins að Ármúla 28 á ofangreindum tímum. Nánari upplýsingar veittar í síma 35025. Aö venju er kennt eftir reglum FAJKO (Federation af All Japan Karate-Do Organizations) Goju Kai og Seiwa Kai. Ahersla er lögð á góöar líkamsæfingar ásamt karatekennslunni. Aöalkennari námskeiösins veröur Kenichi Takefusa 3. dan í Goju Ryu Karate-Do. Einnig veröur innritaö í flokk unglinga 12—15 ára, ef næg þátttaka fæst. Karatefélag Reykjavíkur Seiwa Kai. Félagi í Federation of All Japan Karate-Do Organisations — Goju Kai og Seiwa Kai.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.