Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 35 leikrit aftur í Textum 3 ef enn frekara framhald verður á þessu útgáfustarfi. Þorvarður skrifar smásögur, skáldsögur og leikrit jöfnum höndum, t.d. hafa komið út tvær skáldsögur eftir hann — Eftirleit og Nýlendusaga — „og ég held raunar að ég sé núna tilbúinn með þriðju skáld- söguna,“ segir hann. En finnst honum jafngaman að fást við öll þessi bókmenntaform? „Jafn- gaman?“ segir hann hikandi, „það fer nú aðallega eftir því hvernig þessi verk ber að, því að maður ræður ekki svo ýkja miklu um það sjálfur hvort viðfangsefni birtist manni sem leikrit eða saga.“ En hvað um nýju skáld- nærri gagni” söguna? „Ef lýsa á henni í stuttu máli er hún eins konar hugmyndafræðileg harmsaga getum við kallað það — saga um vonbrigði sem kynslóðirnar hafa orðið fyrir ein eftir aðra eftir að hafa veðjað á einhverja póli- tíska hugsjón, hugsjón sem menn gera næstum því að trúarbrögðum sem síðan bregð- ast. Um leið er þetta líka saga af viðskiptum manns á mínum aldri við ’ ungu kynslóðina í þessu efni, eiginlega frásögn af því sem getur gerzt og hefur verið að gerast með fólki allt frá stríðslokum fram til þessa dags. Ég hef stundum verið ásakaður fyrir að skrifa mikið um Is- lendinga erlendis en þessi saga gerist öll á Islandi nema 2—3 stuttir kaflar." Það læðist að manni sá grunur eftir því sem líður á samtalið að Þorvarður sé svart- sýnismaður, og hann er því spurður hvort hann sé svart- sýnn á tilveruna. „Það er erfitt að svara því,“ segir hann. „Maður getur einhvern veginn átt von á öllu en eftir því sem maður hefur séð á þeirri lífsleið, sem ég á að baki, þá er eins og það þurfi að þjarma æði mikið að manneskjunni svo hún bregðist við og taka öðru vísi á málum. Þannig þykist ég sjá að ef það er einhver viðhorfsbreyt- ing sem þarf til að bjarga heiminum, þá þurfum við að komast býsna nærri katastróf- unni til að hún komi að gagni og Þorvarður Helgason valdi þessari hugarfarsbreyt- ingu, er ég hræddur um. Við sjáum dæmi um þetta bara í daglegri pólitík á íslandi. Ein- hver opinber persóna segir í dag að ekki þýði að auka við fiskiskipaflotann, því að þá verði bara fleiri skip um að veiða færri fiska. Önnur opinber persóna heldur síðan sigurræðu daginn eftir til að fagna komu nýs togara — væntanlega til að fækka þessum alltof fáu fiskum enn meir. Og allt er þett gert með bros á vör.“ Og Þorvarður glottir. „Æ, já,“ segir hann svo, „mér finnst þetta allt afskaplega broslegt. Það skynsamlegasta sem ég hef þó'heyrt úr röðum pólitíkusanna síðustu dagana er þó tillaga Lúðvíks Jósepssonar um skipu- lagða dreifingu aflans milli vinnslustöðvanna í landi, svo að framvegis verði það ekki togari X-firðinga sem veiðir aðeins fyrir X-firðinga og enga aðra. En samt hef ég þá trú að þorskinum þurfi að fækka ískyggilega mikið enn til að menn skilji hvað er í húfi.“ Talið berst af kynnum Þor- varðs af sjónvarpi, sem hann hefur lítillega fengizt við að skrifa fyrir, og af kvikmvndum. „Mér finnst þetta hvort tveggja afskaplega spennandi miðlar, enda myndi ég ekki vera að því að skrifa fyrir þá ef mér fyndist ekki gaman að því. Því miður er ég orðinn of gamall til að gera mér neinar verulegar vonir um náin kynni af kvikmyndinni, og þegar ég var að byrja að skrifa var ekki um mikla möguleika að ræða á því sviði. Hins vegar er ég sannfærður um að skynsam- leg kvikmyndapólitík gæti verið afskaplega jákvæð fyrir okkur og frá mínum sjónarhóli liggja bókstaflega kvikmyndaefnin hér á götunni, menn þurfa aðeins að teygja sig eftir þeim. Þá á ég ekki við að vera að seilast eftir hæpnum eftiröpunum á skáld- sögu Mobergs — taki þeir til sín sem eiga.“ I tæp ár er nú búið að liggja hjá sjónvarpinu handrit eftir Þorvarð, sem ekki er þó ljóst enn hvað verður um. „Þetta er dálítið erfitt verkefni," segir hann, „sem ég hreinlega veit ekki hvort hægt er að gera hér almennilega — það á eftir að koma í ljós. Þetta er eiginlega sjónvarpskvikmynd fremur en leikrit — eins konar pólitískt ævintýri og á að lýsa því hversu vonlaust það er að vera lista- maður í einræðisríki." Einræðisherrar virðast því nokkuð áleitnir í verkum Þor- varðs, samanber leikrit hans Sigur í Hefti 1, sem einnig var sýnt í sjónvarpinu og lýstu síðustu valdastundum einræðis- herra. Þorvarður er spurður nánar út í þessa sálma. „Auðvitað hljóta menn af minni kynslóð að vera töluvert uppteknir af einræðinu,“ svarar hann, „menn sem sáu fasismann yfirbugaöan og bjuggust nú við að upphæfist mikil sældartíð lýðræðis og gagnkvæms skilnings, en eins og við vitum allir hefur reyndin orðið allt önnur. Og þetta sem við höfum, sem við búum við núna, verður stöðugt merkilegra að mínum dómi. Byltingin sem við njótum nú góðs af var gerð 1789. Svo njótum við auðvitað góðs af uppkomu sósíalískra flokka en byltingin sem Marx sá fyrir — hún hefur hvergi gerzt enn. Þessar sósíalísku byltingar sem við þekkjum eru af allt öðrum toga. Þannig að vandamálið er opið og brennandi ennþá.“ Er Þorvarður með þessu að segja að hann sé orðinn efins um að byltingin hans Marx gamla sjái yfirhöfuð dagsins ljós? „Ég er farinn að efast mikið um það og þótt ég vilji ekki gerast spámaður í því efni, þá þykir mér það harla ólíklegt. Ég held að við ættum heldur að reyna að rækta þetta lýðræðis- fyrirkomulag, sem við höfum, halda kapítalismanum sæmi- lega í skefjum — nú þá ætti þetta að ganga held ég. Ætli við munum ekki í framtíðinni mætast á miðri leið — austrið og vestrið, því að þaö er búið að hleypa kapítalismanum af stað í austantjaldslöndunum, þó að ekki fari mikið fyrir því og þörfin fyrir lýðræðið þar um slóðir sé ennþá brennandi." Dæmdur i ævinlangt fangelsi AlKOÍrsborK. 7. maí. Routor. SKÝRT var frá því í dag að Spánverjinn er gerði tilraun til að ráða leiðtoga að- skilnaðarhreyfingar Kanaríeyja af dögum, hefði verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir tilraunina. Spánverjinn stakk leið- togann, Antonio Cubillo, í bakið með rýtingi, en Cubillo særðist þó ekki alvarlega. Cubillo hefur sakað spánsku leyniþjón- ustuna og sósíalista á Spáni um að bera ábyrgð á tilræð- inu, en því hefur verið vísað á bug. Lítil spærl- ingsveiði síðustu daga LÍTIL sem engin spærlingsveiði hefur verið við Vestmannaeyjar síðustu daga. og virðist sem mesta veiðin sé búin að þessu sinni. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær, að veiðin hefði dottið niður um mánaðamótin og síðan hefði lítill sem enginn afli borizt á land. Einnig kvað hann brælu hafa tafið fyrir veiðum, en sjómenn teldu að spærlingurinn væri nú farinn að dreifa sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.