Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 51 Ætlaði að hætta á Spáni Hefur þú ekki skemmt erlendis? „Jú, einu sinni, á Spáni. Mér var mjög vel tekið þar, en áhorfendur voru af mörgu þjóðerni, Islending-" ar, Spánverjar, Vestur-Þjóðverjar o.s.frv. Sýningin var mjög góð, svo góð að ég var að velta fyrir mér að hætta og lifa á minningunni um góða kvöldið á Spáni. Eitt sinn var mér boðið að koma fram nokkrum sinnum í Kaup- mannahöfn, en ég afþakkaði pen- inganna vegna. Eg átti aðeins að fá greitt flugfarið fram og til baka, og svo bjór-peninga. Þá er ég einnig í Norðurlanda- samtökum töframanna og hitt- umst við einu sinni á ári og sýnum þá hver öðrum töfrabrögð. Kjörorð samtakanna er „Atvinnusvindlar- ar og töframenn eru heiðarlegustu menn í heimi." Nú, auðvitað hefur maður einnig skemmt úti á landi, og ég hef, að ég held, tvisvar sinnum farið hringferð um landið. Nú auðvitað hefur maður einnig skemmt úti á landi, og ég hef, að ég held, tvisvar sinnum farið hringferð um landið. Það er erfiðara að plata sveitafólk- ið en borgarbúana, því að það hugsar yfirleitt meira um galdr- ana og reynir að komast að því hvernig þeir eru gerðir. En það er alltaf sama sagan, fólk ímyndar sér alltaf að galdrarnir séu flóknari en þeir eru. Það þarf að komast niður á jörðina til að finna lausnina á töfrabrögðum. Venju- lega eru þeir nefnilega sáraein- faldir, og byggjast aðallega á handalipurð og sálfræði. Ég tala ekki neitt meðan ég geri galdra mína, og því þarf ég alltaf að reyna að draga athygli fólks frá galdrinum með því að horfa á eitthvað annað, t.d. aðra höndina á mér, meðan ég geri eitthvað með hinni. Kompaníið varð að mjólk Hvaðan fá töframenn hugmynd- irnar að göldrum sínum? „Margt af göldrunum hafa þeir hver frá öðrum, en sumt er líka heimatilbúið. Þar sem ég er eini starfandi töframaðurinn á Islandi, leiðir þaö af sjálfu sér að ég verð að fara utan til að læra ný brögð, og það hef ég oft gert. En gallinn er bara sá að þo töfrabrögð gangi vel úti, getur verið að þau fari fyrir ofan garð og neðan hér á Fróni." Eitthvert skiptið var ég búinn að verja miklum tíma í töfrabragð, sem ég hafði lært erlendis, en hérna heima var ekki einu sinni klappað fyrir því. Galdurinn var Vatni hellt í Morgunblaðið. Dúfunni komið fyrir í galdra- kassanum. sá að ég hellti kampavíni í sívalning sem opinn var í báða enda. Þá tók ég sívalninginn upp, og sýndi að ekkert lak úr honum. Næst tók ég mér servíettu í hönd og setti sívalninginn upp á aðra hönd mína, og ýtti honum alveg upp að olnboga. Þegar ég losaði servíettuna kom í ljós mjólkur- glas. Ég tók aðra servíettu og vafði henni utan um mjólkurglasið og hellti mjólkinni í venjulegt vatns- glas og þá var mjólkin orðin að vatni og í vatninu syntu tveir gullfiskar. Þetta bragð hefur sennilega verið of flókið fyrir almenning, og hann ekki náð að fylgjast almenni- lega með atburðarásinni. Það er segin saga að ef töfrabrögð eiga að ná vinsældum á íslandi, verða þau að vera sáraeinföld. Sjáiði, ekkert iekur úr blaðinu. Ég man eftir öðru töfrabragði sem heldur ekki gekk hér á landi. A þessum tíma var ég með aðstoðarstúlku, léttklædda og skrautlega búna. Bragðið var þannig að ég setti kassa á höfuð hennar. Síðan tók ég mér 14 ál-sverð í hönd, og stakk þeim í gegnum kassann, frá öllum hlið- um. Þegar því var lokið, opnaði ég kassann að framan og sást þá hvergi höfuð stúlkunnar, en sverð- in sáust hins vegar greinilega. Ég veit ekki af hverju þessi galdur gekk hér ekki, kannski hefur áhorfendum þótt hann of ótrúlegur. Hefur þú aldrei séð töfrabrögð, sem þú skildir ekki? Baldur hugsar sig um dálitla stund, en segir svo: „Nei, ég hef alltaf getað gizkað á hvernig galdurinn væri gerður, þó að ég hafi ekki endilega verið fullviss um það. En oft hafa mér verið sagðar sögur af töframönnum úti sem gerðu ótrúlegustu hluti. Það getur verið erfitt að meta þannig sögur, því að þær hafa oft gengið milli manna og magnast eftir því sem þær eru sagðar fleirum. Eina sögu heyrði ég þó um daginn frá manni sem skrapp til Spánar, og í hreinskilni sagt er ég alveg gáttaður á því töfrabragði. Töframaðurinn stendur á sviðinu með sígarettukveikjara og er að reyna að kveikja í sígarettu. Eitthvað gengur honuni það erfið- lega og ekki kviknar í sígarettunni hvernig sem hann reynir. En allt í einu er kveikjarinn horfinn og töframaðurinn stendur með prím- us í hendinni og kveikir í sígarett- unni. Ég hef ekki hugmynd um hvernig hann hefur farið að þessu. Tækniþróaðir töframenn Tæknin hefur nú haldið innreið sína hjá töframönnum sem öðrum og víst er að margslunginn tækja- búnaður getur hjálpað töframönn- um mikið við galdra þeirra. Einhvern tíma heyrði ég um danskan töframann, sem var með stórt tjald fyrir aftan sviðið. Bak við sviðið var fjöldi myndavéla með stórum og miklum linsum og tóku aðstoðarmenn töframahnsins myndir af öllu því sem áhorfendur í salnum gerðu áður en sýning töframannsins hófst. Ef t.d. ein- hver lyfti ökuskírteini sínu upp úr vasanum var tekin mynd af skírteininu. Þegar töframaðurinn kom fram byrjaði hann sýninguna á að þylja upp ýmsar upplýsingar Framhald á bls. 63. Já, það má gera fleira við Morgunblaðið en lesa það. Kassinn tekinn burtu, — og sjá. Dúfan hefur breytzt í hvíta siikihanzka. BLÖM /fmll VIKUNNAR hf\t Hsk: UMSJÓN: ÁB. © \ XJiiaí Um Bermispla (Cotoneaster) Víðsvegar hefur plöntusöfnun verið hugfangið áhugamál garð- eigenda. Hér á landi mun vera töluverður hópur fólks sem fæst við þetta gaman, en út úr því hefur m.a. komið í ljós að ótrúlegan tegundafjölda má rækta hér í görðum. Giidir þetta ekki síður um runna en fjölærar plöntur þó þær síðar- nefndu séu í miklum meiri- hluta, enda hópur þeirra stærri í gróðurríkinu. Að vísu er ekki ætíð unnt að treysta algerlega á reynslu safnara, því sumir þeirra dekra oft meira við ýmsar plöntur en almennt er háegt að búast við að þorri garðeigenda geri. En með því móti tekst oft að laða fram einhvern vöxt er síðar þarf vandlega að skýla gegn vetrar- umhleypingunum til þess að tegundin haldi lífi. F’engin reynsla áhugamanna hefur eigi að síður á margan hátt reynst dýrmæt og við værum enn illa á vegi staddir ef þeirra nyti ekki t.d. í þyrpingar eða blönduð plöntubeð, jafnvel til uppfyll- ingar á milli trjáa. Þeir eru mjög áþekkir útlits og erfitt að greina þá, en blöð þeirra eru frekar smágerð og gljáandi. Aldin þessara bermispla eru svört steinepli, en bermisplar eru rósaættar og eru skyldir eplum. Blöð þessara tegunda og margra annarra bermispla klæða sig forkunnarfögrum rauðleitum haustlitum nökkru fyrir lauffall og vekur sá hausthúningur eftirtekt allra. í limgerði sem á að klippa hentar að gróðursetja 3-4 plöntur á lengdarmetrann, allt eftir stærð og aldri þess sem á boðstólum er. í þyrpingum hentar að hafa rýmið frá 75-100 sm en þessar tegundir geta orðið 1,5-1,7 m á hæð. Önnur hávaxin tegund en tæplega eins örugg er ÍGUL- MISPILL (C. bullatus). Er hann með stórum taugaberum gljá- andi blöðum sem eru nokkuð Ilengimispill Contoneaster horizontalis. við. Sú ættkvísl skrautrunna sem öðrum fremur hefur verið að hasla sér völl í görðum víðsvegar um land á síðari árum er CONTONEASTER en hún gengur undir nafninu BERMIS- PILL. I ættkvísl þessari eru um 50 tegundir, margbreytilegar að vaxtarlagi. Sumar eru hávaxn- ar, aðrar mjög smágerðar, nær jarðlægar eða með öllu skriðul- ar. Eru heimkynni þeirra i tempruðum hlutum Evrópu, Norður-Afríku og Asíu. Kunn- ust systkina í þessum hópi eru GLANSMISPILL (C. aeutifol- ius) og GLJÁMISPILL (C. lucidus) en þeir hafa verið mikið eftirspurðir að undan- förnu og víða gróðursettir í gerði á mörkum lóða eða til afmörkunar á innri svæðum þeirra. Reynslan hefur sýnt að báðar tegundirnar eru með ágætum harðgerðar við flestar aðstæður í þéttbýli. Má því skilyrðislaust mæla með þeim í áðurnefndum tilgangi. Enn- fremur hafa þær flesta kosti til að bera og þola vel kiippingu. Báðar eru þær töluvert skugg- þolnar. Á margvíslegan hátt annan má nota þessar tegundir hrukkótt. ígulmispill þarf skjól og mikla hlýju til þess að njóta sín. Tvær aðrar vetrarþolnar tegundir eru DÚNMISPILL (C. tomentosus) og GRÁMISPILL (C. integerrimus) sem báðir eru með grágræn þétthærð blöð og stinga þannig í stúf við annan gróður. Eru tegundir þessar fágætar og vandfengnar. Sérstakir gimsteinar í þess- um hópi eru HENGIMISPILL (C. horizonalis), SKRIDMISP- ILL (C. adpressus) og VOR- MISPILL (C. praecox) en allir eru þeir mjög fíngreinóttir með sérkennilega kambskiptum og bogadregnum greinum. Blöðin eru mjög smá, þéttstæð og gljáandi.' Aldin eru hárauð. Allar eru tegundir þessar dálít- ið viðkvæmar, en á góðum stað í steinbeði eða upp viö húsvegg una þær sér oft mjög vel. Þannig staðsettur er t.d. hengi- mispill mjög gróskumikill og lífvænlegur hér í einstaka görðum. Yfirleitt fer best á því að velja bermisplum sólríkan stað og rækta í fremur þurrum og léttum jarðvegi sem er kalkríkur. Ó.V.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.