Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 62 Rósa B. Blöndals: Hvalalátur við Islandsstrendur eru öll gereydd Kominn er meira en tími til að alfriða Islands hval. Síðustu hvalalátur íslands eru gjöreydd. — Stöðvið gjöreyðiníiarstefnu Is- lands í veiðimálum. Fram yfir 1940 voru svo þéttar hvalvöður í Hvalfirði, að dögum saman var ekki hægt að ferja yfir fjörðinn. Mörg sumur hefur lagt þar upp reykinn af síðustu hvalkindum Ísíands. í nokkur sumur hafa verið sóttir hvalirnir langt á haf út, sem bræddir voru í Hvalfirði. Svona gengur eyðingin hratt með veiðitækni vélaaldar. Framan af þriðja tug aldarinnar var Mjóifjörður stærsta hvalstöð íslands. Þar er nú fátt fólk eftir, flestir bæir komnir í eyði. Hesteyri var þar næst stærsta hvalveiðistöð landsins. Þar er nú mannautt. Þannig fer fyrir landi, sem stundar gjöreyðingu í veiðiskap. Alfriðun hvalanna er lífsnauð- syn. — Ekki eitt sumar enn í því voðaverki að deyða þá allra síðustu. Minnist þess, að hvalir endur- nýjast ekki eins og þorskur og síld. Nú er komin si'ðasta stund að friða Islands hval. — Skráning gerð á fossum Framhald af bls. 33. er hann þá að tala um lághita- svæðin. I skýrslunni gerir hann úttekt á ýmsum fyrirbærum jarðhita og mismunandi svæðum. Af háhita- svæðum eru talin 18 á landinu, þar af 16 leirhverasvæði, sem einkenn- ast af útfellingu brennisteins. En sérkennandi fyrir leirhverasvæðin er mikið litskrúð. Við þau bætir Sigurður svo tveimur svæðum, sem nú eru talin til háhitasvæða, þótt ekki séu þar leirhverir, en það eru Geysissvæðið í Haukadal og Hveravellir á Kili. Einkenni beggja er mikil kísilútfelling, sem myndar, auk venjulegs hverahrúð- urs, hálfglær lög ópals. Eru tillögur um verndun háhitasvæð- anna sýnd á korti. Lághitasvæðin eru talin nálægt 300 á landinu og eru þau mjög misstór, segir í skýrslunni. Leir- hverasvæðin eru talin 16. Af þeim fimm, þ.e. Reykjanes, Krísuvík, Trölladyngja, Svartsengi, Náma- fjall og Krafla verulega breytt af manna völdum. Hengilssvæðið í víðustu merkingu nokkuð breytt. Þeystareykir, Ketildyngja og Krísuvík urðu fyrir nokkrum breytingum vegna brennisteins- náms, en þess sér nú engin merki í Námafjalli og lítil á hinum svæðunum. Átta svæði: Kerlingar- fjöll, Torfajökull, Grímsvötn, Von- arskarð, Kverkfjöll, Askja, Hrút- hálsar og Brennisteinsfjöll eru ósnortin að heita má. Er í skýrslunni rætt um friðun ein- stakra svæða eða hluta þeirra. Um Kröflusvæðið og Svartsengi segir, Quelle stærsta póstverslun Evrópu er einnig á íslandi I Ul Jld kaupa QUPfU,rJlfían,t kr. v°r-sUm jJ .LB Pöntunari hest °ð Lnnaaf\a:«mt afslátt^ PUstSJróreikninp ohí' með M’í að sssS'** rostkolf 39. 2.30 A/;— * ra auglýsin J’ efþér preiðslu e oa inn á senda sendandi he‘milisfa. soeitarfék Nýi QUELLE vor og sumar- listinn býður yfir 40.000 hluti á nœrri því 1000 stórum, litprentuðum síðum. Þar af 450 síðum með nýjustu fatatýskunni á alla fjölskyldiina. I þessum glæsilega lista gefur auk þess að líta fjölbreytt úrval rafmagnstœkja og bús- áhalda, útivistar- og viðlegu- búnaðar, fallegs borðlíns og sængurlíns, dýrmætra skartgripa og úra, gjafavara í úrvali... Með öðrum orðum allt, sem hugurinn girnist og léttir lífið, án þess að það kosti ferð í kaupstaðinn. Þér getið nú pantað hjá QUEI.LE umboðinu á Islandi, á íslensku og greitt með íslenskum krónum. Hjá umboðinu getið þér fengið eitt glæsilegasta inn- kaupatilboð í Evrópu, -nýja QUELLE verðlistann. Umboðið mun, með ánægju, veita aðstoð og svara fyrirspurnum varðandi pöntun, afgreiðslu eða greiðslu á sendingu yðar frá QUELLE í síma 92-3576 milli klukkan 13-17 alla virka daga. QUELLE umboðið á Islandi. Hlein hf. P(>sthóÍf 39, 230 Njarðvík. að þau séu þegar lögð undir virkjanir og þar fyrst og fremst um að ræða að tryggja mannsæm- andi umgengni í sambandi við framkvæmdirnar. I kaflanum um goshveri, sem ekki verður farið nánar út í hér, segir m.a. um Geysissvæðið, að eðlileg framtíðarstefna virðist vera að svæðið heyri, eins og önnur náttúrufyrirbæri, sem vernduð eru, undir náttúruvernd- arráð. Það sem mest beri að varast á hverasvæðinu sjálfu segir Sigurður, sé að hrófla við Geysi. Hann eigi væntanlega eftir að lifna við í jarðskjálftum. En æskilegt væri að gera einhverjar ráðstafanir til að hverahrúðrið í Geysisskálinni traðkist ekki meira en nú er orðið. Megi leggja þar borð, sem menn eigi að ganga á, eins og gert sé á hverasvæðinu í Yellowstone. • Vatnavernd — 56 ber að friða I upphafi skýrslu sinnar um vatnakerfi Islands og verndun þeirra, segir Arnþór Garðarsson m.a.: að í henni sé gerð tilraun til þess að draga saman á einn stað þekkingarmola, sem að gagni kunni að koma við ákvarðanir um vernd vatna. Reynt sé að flokka vatnakerfi landsins frá vistfræði- legu sjónarmiði. Einnig er sett fram flokkun vatna m.t.t. verndar og bent á nokkur svæði, sem skilyrðislaust beri að friðlýsa (flokkur A). Ennfremur liggi þar fyrir skrá um vatnasvæði, sem ekki eru eins sjaldgæf (flokkur B) eða þá lítt þekkt (flokkur C). Sé lagt til að þessi svæði séu könnuð betur og síðan tekin ákvörðun um vernd þeirra. Skýrsluna beri að skoða sem frumdrög að einskonar munsturáætlun um vatnavernd. í efsta flokki, A-flokki, eru talin 56 svæði. Það gefur nokkra hugmynd um gildi þeirra, að 14 eru þegar skráð í náttúruminja- skrá 1978, en aðeins 12 hafa ekk% enn verið tekin á skrá um friðlýst svæði. Ennfremur segir hann: „Eftirtektarvert er að friðlýsing fæsra þessara svæða stangast á við verulega efnahagslega hags- muni. Þau svæði sem slíkir árekstrar eru fyrirsjáanlegir, eru Þjórsárver við Hofsjökul, en þau eru tvímælalaust verðmætasti og fjölbreyttasti hlutinn af miðhá- lendinu, og varmárnar þrjár (Reykjadalsá, Varmá í Mosfells- sveit og Varmá í Ölfusi)." Segir Arnþór að verndun Þjórsárvera sé án efa stærsta friðunarmálið, sem enn er óútkljáð hér á landi og einnig að verndun Varmánna sé mjög aðkallandi. I B-flokki eru alls 63 svæði. Aðeins 11 eru á náttúruminjaskrá að öllu leyti, 17 að nokkru og 35 óskráð. Segir Arnþór, að varla sé hægt að gera ráð fyrir að nema fá svæði í B-flokki verði friðlýst varanlega á næstu áratugum. í C-flokki eru svo 38 svæði, af þeim 28 vatnasvið, sex stöðuvötn og tvö lindasvæði. I þessari skýrslu, svo og hinum fyrrnefndu, er fjallað um hvert svæði fyrir sig. - E.Pá. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég fæ ekki skilið. hvernig við getum í senn elskað Guð og óttazt hann. Gjörið svo vel að útskýra þetta. Það er engin mótsögn i því að elsa Guð og óttast hann, ekki frekar en hjá barni, sem elskar foreldra sína, en óttast samtimis að óhlýðnast þeim. Þegar við tölum um, að við eigum að óttast Guð, eigum við ekki við, að við eigum að skjálfa frammi fyrir honum. Orðið „ótti“ í sambandi við samfélag okkar við Guð táknar lotningu, virðingu, undirgefni. Okkur er eðlilegt að óttast og virða hið óþekkta. Hafið þér nokkurn tíma séð barn, sem bíður eftir því, hvort foreldrar þess samþykkja eða banna því einhvern barnaskap? Barnið ber lotningu fyrir foreldrum sínum og óttast, að það brjóti í bága við vilja foreldranna og verði þá að taka afleiðingum óhlýðni sinnar. í raun og veru er hæpið, að barn elski foreldra sína eins og vera ber, ef það hefur ekki þessa undirgefni og ótta gagnvart foreldrum sínum. Geti barnið gert það, sem því þóknast, án þess að þvi sé bannað, er vafamál, hvort foreldrarnir elska það eins og þeim ber. Ótti og elska eru „tvœr hliðar á sama peningi“, og þar ætti ekki að vera nein mótsögn. Að óttast Guð er ekki að skelfast hann, heldur eðlilegur uggur um, að við kynnum að breyta á móti vilja hans. Það væri vel, ef við öll óttuðumst Drottinn í þessari merkingu. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Vesturbær: Granaskjól Austurbær: Hverfisgata frá 4—62 Úthverfi: Baröavogur Kópavogur: Hlíðarvegur 1—29 Upplýsingar í síma 35408 HfocgmtÞIafrtb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.