Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1978 49 því að Höfðabakkinn á að koma á brú yfir Elliðaárnar. Hvenær þörf verður á framleng- ingu Höfðabakka þarna á milli hverfanna er alls óráðið og þessi framkvæmd er ekki á dagskrá að sinni. Það er ljóst að borgin leggur ekki í slíkar stofnbrautar- eða hraðbrautarframkvæmdir nema brýn þörf sé á. Ég get ekki svarað þessu öðru vísi á þessu stigi. Ég hygg að menn geti verið tiltölulega rólegir að minnsta kosti um nokkurra ára bil, en framtíðin, umferðarmagnið og umferðarálag- ið að öðru leyti verða að skera úr um það hvort þörf sé á þessari götu eða ekki.“ Göngustígagerð verður allmikil á næsta ári Walter Hjaltested spurði, hve- nær íbúar í Breiðholti I mættu vegna íbúa sunnan þess sem þyrftu að sækja skóla og verzlun. Sagði María mikla moldarhauga á milli blokkanna og væri þar illfært fótgangandi í vætutíð og erfitt að komast um með barnavagna. „Þetta er að sjálfsögðu það vanda- mál sem ný hverfi þurfa að búa við meðan allt er í uppbyggingu. Það er erfitt að ganga frá göngustígum meðan svo er. Borgin hefur yfirleitt ekki framkvæmt slíkt fyrr en nokkur ró er komin á fram- kvæmdir, ef svo má segja, vegna þess að slíkir stígar vilja eyði- leggjast ef stór tæki þurfa að fara um. Ég býst því við að menn í þessu hverfi verði nokkurn tíma enn að búa við þetta, en hins vegar er þó gert ráð fyrir að reyna að flýta göngustígagerð í hverfinu eins og mögulegt er, því að skipulag sjálfs hverfisins byggist mjög á því að göngustígarnir komi. Það er ekki fyrirhugað á þessu hindra útsýn ökumanna svo að slysahætta er af. Einnig spurði Frank hvenær gengið yrði frá svæði við Seljabraut og hvenær þar kæmi gangstétt. „Ég skal kanna það sérstaklega hvort ekki er hægt að fjarlægja þennan skúr og slétta grjóthrúguna," sagði borgarstjóri. „Það er gert ráð fyrir því að halda áfram framkvæmdum við ræktun meðfram Seljabraut, en hins vegar er ekki gert ráð fyrir á þessu ári að leggja gangstíg meðfram götunni, en ég reikna með að gangstígagerð verði all- mikil í þessu hverfi á árinu 1979.“ Jón Ilanncsson. Haukshólum 3. spurði, hvort búið væri að tíma- setja brúargerð yfir Elliðaárnar og tengingu Höfðabakka. Sigfús Johnsen spurði, hvenær mætti vænta þess að lokið yrði tengi- braut milli Breiðholts og Árbæjar- hverfis og „hvar tengist hún Birgisbraut"? „Við gerum ráð fyrir því að ráð fyrir því að í Suður-Mjóddinni verði íþrótta- og félagsaðstaða. Það er gert ráð fyrir þeim möguleika að næst Breiðholts- brautinni gætu komið lóðir undir einhvers konar félagsstarfsemi, félagsheimili eða þess háttar, ef einhver félagasamtök í hverfinu myndu óska eftir því. Að öðru leyti er ætlunin að eftir því sem sunnar dregur verði fyrst og fremst um íþróttamannvirki að ræða, hugsanleg sundlaug, íþróttahús, vellir og annað sem tilheyrir, þannig að ég reikna ekki með því að íbúar 'í Skógahverfi fái ekki mikið byggingamagn, alla vega ekki háar byggingar þarna fyrir framan sig.“ Valdimar Pétursson spurði um framhaldsframkvæmdir við Öldu- selsskóla. „Það er ekki búið að tímasetja áframhaldandi fram- kvæmdir við Ölduselsskóla," svar- aði borgarstjóri. „Næsta stórátak frammi við dyr og í gangi Hvert sæti var skipað á Breiðholtsfundinum og fólk stóð eiga von á fullnaðarfrágangi á jarðvegi svo og girðingu umhverfis sparkvöllinn við Arnarbakka. Minnti Walter á að í átta ár hefðu ekki verið efnd loforð um þessar framkvæmdir. Borgarstjóri sagði, að reyndar hefði verið lagt lag af grús á aðalvöllinn við Breiðholts- kjör á síðasta ári og hefði sú framkvæmd kostað á aðra milljón króna. „Hins vegar er það nokkur spurning um girðingu umhverfis völlinn, og hef ég orðið var við það að það er nokkuð umdeilt atriði, hvort eigi að girða völlinn eða ekki. Mér er kunnugt um að þeir, sem standa þarna fyrir íþróttaiðk- unum, telja girðingu æskilega vegna þess að fólk gengur yfir völlinn, jafnvel meðan kappleikir fara fram, en hinsvegar þykist ég vita að aðrir séu ekkert hrifnir af því að fá girðingu þarna á þessum slóðum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að setja vírnetsgirðingu að minnsta kosti á þeim stöðum þar sem mesta ásóknin er inn á völlinn. Sú framkvæmd er þó ekki sérstakiega tilgreind á áætlun þessa árs.“ Jóhannes Long spurði, hvernig skipulagi yrði háttað á opna svæðinu milli frágenginna svæða við Hólabrekkuskóla, Suðurhóla 2—8 og fjölbýlishúsa við Vestur- berg númer 138—48. Borgarstjóri sagði að þetta væri opið svæði sem ekki hefur verið skipulagt að öðru leyti. „Þetta er eitt af þeim svæðum sem ófrágengin eru og borgin þarf að ganga frá á þessum slóðum." María Óladóttir spurði hvenær „langþráður gæzluvöllur við Tindasel" væri væntanlegur. „Sá völlur er á áætlun á þessu ári, eins og ég gat um í minni upphafs- ræðu,“ svaraði borgarstjóri. María spurði einnig hvort sett yrðu gangbrautarljós við Skógasel ári að minnsta kosti að setja upp gangbrautarljós sunnan við Skógasel." Böðvar Einarsson spurði: „Styður borgarstjóri tillögu Al- freðs Þorsteinssonar um niðurfell- ingu húsaleigu í íþróttahúsum til íþróttafélaganna?" „Ég er ekki meðmæltur því að leiga á íþrótta- sölum til íþróttafélaganna verði felld niður,“ svaraði borgarstjóri. „Reyndar er ofmælt að tala um leigu vegna þess að hér er aðeins um að ræða hluta af útlögðum kostnaði vegna þessarar starfsemi; kaup varðar, ljós, hita og ræst- ingu, en það er talið að hver íþróttatími kosti um 2.475 krónur á þessum grundvelli og þá er viðhaldskostnaður ekki reiknaður með. Gjaldið fyrir hvern tíma var samþykkt 2400 krónur fyrir síðast- liðinn vetur. Jafnframt var sam- þykkt í borgarráði að hækka styrkveitingu til ÍBR um 10,9 milljónir króna til að greiða leiguna niður, sem þýðir að í raun greiða íþróttafélögin fyrir sal um 1200 krónur. Einnig er rétt að vekja athygli á að íþróttafélögin greiða ekki kostnaðinn jafnharðan og hann fellur til heldur ári síðar og það er að sjálfsögðu einnig þeim í hag. Ég hef reyndar talið, og það er rétt að það komi fram, að það hefur verið nokkur samstaða um þetta mál milli borgarinnar og íþróttahreyf- ingarinnar, en það er Iþrótta- bandalag Reykjavíkur sem er formlegur leigjandi þessara sala eftir að skólatíma lýkur, og leigir þá svo aftur félögunum. Þannig held ég að það sé ekki í andstöðu við almennan vilja íþróttahreyf- ingarinnar að þetta gjald er tekið." Frank Úlfar Michelsen spurði hvort ekki væri hægt að fjarlægja skúr og malarhrúgu, sem eru á horni Seljaskóga og Miðskóga og næsta stórframkvæmd í stofn- brautum, en skilgreiningin á þessu er stofnbraut, verði þessi braut á milli Árbæjarhverfis og Breið- holtshverfanna, en síðasta fram- kvæmd á þessu sviði var lagning Sætúnsins frá Skúlatorgi að Kleppsvegi," svaraði borgarstjóri. „Það er áhugi á því að þetta verk verði á fjárhagsáætlun ársins 1979 og væntanlega verður um að ræða tveggja ára framkvæmd." 7. bekkur við • • Olduselsskóla næsta vetur Guðrún Jónsdóttir spurði, hvar þau börn sem ljúka námi í 8. bekk í Breiðholtsskóla fái inngöngu næsta vetur. „Það er gert ráð fyrir því að það verði í Ármúlaskóla", svaraði borgarstjóri. Ilildur Sigurðardóttir spurði í framhaldi af fyrri spurningu sinni, hvort sjöundi bekkur Öldusels- skóla yrði þá ekki veturinn 1978—79. „Jú“, svaraði borgar- stjóri. „Það er reiknað með að sjöundi bekkur bætist við í Öldu- selsskóla og verði þar næsta vetur.“ Þórir II. Óskarsson. Bláskóg- um 4. spurði hvaða framkvæmdir fleiri en íþróttasvæðið væru fyrir- hugaðar í Suður-Mjódd og þá hvort íbúar Skógahverfis mættu eiga von á að sjá þar rísa 10—12 hæða blokkir," eins og eru fyrir- hugaðar í Norður-Mjódd.“ „Ég held nú reyndar að sú eina blokk sem hefur verið úthlutað í Norð- ur-Mjódd, til samvinnufélags at- vinnubifreiðastjóra, sé átta hæðir þannig að þeir í Stekkjunum fá nú ekki 10—12 hæðir fyrir framan sig. En það er fyrst og fremst gert í skólamálum hér verður Selja- skólinn." Rakel Ragnars. Depluhóium 8. spurði hvort fyrirhugaðar væru byggingarframkvæmdir fyrir framan Depluhóla, í hlíðinni fyrir neðan að Fálkabakka. „Það er ekki gert ráð fyrir byggingarfram- kvæmdum þarna," svaraði borgar- stjóri. Sigurður Ársælsson spurði, hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri búinn að „taka salinn her í husinu á leigu. Ef svo er, má þá búast við að hunzaður verði lóðaúthlutunar- skilmálar fyrir umrætt húsnæði, en þar stendur: Ekki má starf- rækja neina þá starfsemi sem veldur hávaða eða öðrum óþrifum. Einnig vísaði Sigurður til 40. og 84. greina lögreglusamþykktar Reykjavíkur, sem hefðu verið margbrotnar á undanförnum árum,“ eins og fjölmargar lög- regluskýrslur sýna í sambandi við umrætt húsnæði". „Það er rétt sem fram kemur hér seinast í þessari fyrirspurn," sagði borgar- stjóri, „að kvartanir hafa borizt frá nágrenninu varðandi hávaða, þegar þetta húsnæði hefur verið leigt út til samkomuhalds, aðal- lega á kvöldin, dansleikjahalds og þess háttar. Mér er tjáð að nú sé búið að taka fyrir það og að ekki verði um fleiri slíkar leyfisveiting- ar að ræða, en það hefur verið lögreglustjóramál að taka ákvarðanir um slík leyfi, m.a. vínveitingaleyfi fyrir félagasam- tök og aðra aðila sem hafa tekið þetta á leigu. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að taka salinn hér í húsinu á leigu er mér ekki fullkomlega kunnugt. Ég hygg þó að það hafi komið til tals og að það verði þá gert fyrst og fremst til fundar- starfsemi en ekki fyrir neinar samkomur sem ættu að hafa hávaða eða óþrif í för með sér.“ Skóli Ásu Jónsdóttur Sigfús Johnsen spurði hvort vænta mætti, „stuðnings borgar- innar við byggingu færanlegra kennslustofa fyrir smábarnaskóla Ásu Jónsdóttur. í hvaða formi auk lóðaúthlutunar yrði sá stuðning- ur?“ Gunnar Þorvaldsson spurði, hvort unnt væri að flýta fyrir byggingu skólans og Kristín Rúts- dóttir. Æsufelli 7. spurði einnig, hvaða stuðnings væri að vænta af hálfu borgaryfirvalda í sambandi við húsnæði skólans. „Skóli Ásu Jónsdóttur hefur starfað í húsinu við Keilufell, sem á sínum tíma var keypt af ríkinu og eins og með annað skólahúsnæði greiddi borg- in helming þar af,“ sagði borgar- stjóri. „Síðan hefur komið til tals, en forsvarsmenn skólans hafa á því áhuga, að fara úr því húsnæði, þar sem það sé ekki mjög hentugt, og borgin hefur því skipulagt svæði ekki langt frá Fjölbrautar- skólanum og heimilað að þar verði settar niður færanlegar kennslu- stofur. Þá er meiningin að hús- næðið við Keilufell verði selt og bvggðar tvær til þrjá færanlegar kennslustofur. I bréfi frá menntamálaráðu- neytinu kemur fram, að ráðuneyt- ið muni fara fram á það að í fjárlögum verði veitt heimild til sölu ríkissjóðs á hlut í eigninni Keilufelli lti. Þetta þarf að sam- þykkjast á fjárlögum. Það er ekki á fjárlögunt þessa árs þannig að bréf menntamálaráðuneytisins ber með sér að ráðuneytið muni sækja ‘um þetta vegna fjárlaga ársins 1979. Mér skilst því að mennta- málaráðuneytið telji sig ekki hal’a lögformaða heimild til að selja sinn hluta í húsnæðinu eins og er. Reykjavíkurborg er fyrir sitt leyti reiöubúin að selja og lóðin er tilbúin, þannig að mér er nær að halda að þarna myndi standa á þessu heimildarleysi ráðuneytisins til að selja húsnæðið. Það er því hugsanlegt að það gæti dregizt fram á haustið 79 að þetta yrði gert, en við hjá borginni erurn reiðubúnir til að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að reyna að flýta þessari fram- kvæmd." Útivistarsvæði neðan Hólanna Ragnar Gunnarsson spurði, hvort opnaður yrði í sumar barnagæzluvöllur eða opinn leik- völlur í Skógahverfi og hvenær lagður yrði gangstígur milli lóðar- marka Hléskóga að s og ég gat um í ræðu minni áðan, gæzluvöllurinn við Fífusel og í áætlun er að byggja smábarnagæzluvöll við Tindasel hér í Breiðholti II,“ sagði borgarstjóri. „Aðrir gæzluvellir samkvæmt skipulagi eru þá meðal framkvæmda á næstu árum. Varðandi gangstíginn er það að segja að hann er ekki á áætlun á þessu ári og ég treysti mér ekki til að fullyrða, hvenær hann verður á áætlun, þar sem það er fjárhags- áætlunaratriði hverju sinni, hve- nær slíkir gangstígar eru gerðir. En ég ítreka það, að ég reikna með, að það verði — og það þarf að gera stórátak í gangstígagerð innan þessa hverfis á næsta ári.“ Sigfús Johnsen spurði hvort áformað væri að setja trjáplöntur neðan Hólahverfis og ofan Elliða- ánna og þá hvenær. Jón Ilannesson spurði og hvað fyrir- hugað væri að gera með svæðið meðfram Elliðaánum, frá Elliða- árstíflunni inn að vatnsveitu- brúnni gömlu. „Þetta svæði er fyrirhugað sem hluti af Elliðaár- dalnum," sagði borgarstjóri, „og því útivistarsvæði, en hefur ekki verið endanlega skipulagt. Ég hygg að það sé mjög æskilegt að planta trjáplöntum í hlíðarnar neðan Hólahverfis og ég minni í því s^mbandi á árangursríkt samstarf við íbúa í Stekkjahverfi, þegar sett voru gróðurbelti og trjáplöntur ofanvið Stekkjabakka. Ég hugsa að við hjá borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.