Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1978 Eitt dagheimili í notkun og byrjað á þremur dagvistunar- stofnunum DaKheimili í Hóiahverfi verður tekið í notkun á þessu ári og byrjað verður á framkvæmdum við skóla- dagheimili við Vöivufell, þar sem verður rými fyrir 20 börn. Einnig verður byrjað á dagvistunarstofn- unum við Iðufeil og Arnar bakka og verða það bland- aðar stofnanir* sambland af dagheimiii og leikskóia fyrir 97 börn á hvorum stað. t>etta kom fram í ræðu borgarstjóra. Gæziu- völlur við Fífusel verður tekinn í notkun um næstu mánaðamót og gæziuveilir við Tindasel og Þrastahóla síðar á árinu. Borgarstjóri rakti, að í Breiðholti væru nú tvö daghcimilit Bakkaborg fyrir 09 börn og Völvuborg fyrir 48 börn. Þá eru leikskólarnir Arnarborg með 114 rýmum. Seijaborg með 110, Fellaborg og Ilólaborg með 114 hvor og nýlega tók Reykjavíkur- borg við rekstri Leikfells við Æsufell af húsfélagi, sem þann ieikskóia rak. Fjölbrauta- skólinn stærsta verkefnið „f'jölbrautaskóiinn í Breiðholti, skipulagning hans og starfsemi, hefur verið stærsta verkefnið, sem borgin hefur staðið að á sviði skóiamála á þessu kjörtímabili og mun svo einnig verða næstu árin,“ sagði borgarstjóri í ræðu sinni. „Eftir að grunnskóiinn er tekinn að festast í sessi verður eitt helzta viðfangs- efnið að skipuleggja þá kennslu á framhaldsskóla- stigi, sem kemur til með að fara fram í skólum, sem reknir eru sameiginlega af ríki og borg. Starf Fjöi- brautaskólans í Breiðhoiti hefur verið stefnumótandi í þessum efnum, sem sjá má af stofnun fjölbrautaskóla á ýmsum stöðum á iandinu. og þær hugmyndir, sem fram hafa verið settar um löggjöf fyrir framhalds- skólastigið, eru að veru- legu ieyti mótaðar af skóla- stefnu Fjölbrautaskólans.*4 Sagði borgarstjóri að brýnt væri orðið, „að ekki dragist iengi að löggjöf verði sett um framhalds- skólastigið.“ eitt dagheimili fokhelt í 5 ár og ylli nábúum óþægindum. Friðrik Guðmundsson spurði hversu lengi húsbyggjendur mættu láta hús sín standa fokheld án frekari fram- kvæmda og borgarstjóri gat þess að hann hefði undir höndum ítarlegt bréf frá íbúðareigendum aðTorfufelli 1 — 11 og 13—17, þar sem spurt væri hvers vegna borgaryfirvöld gerðu ekki neitt til þess að láta húsbyggjendur í hverfinu fullgera hús sín og lóðir, þó sá tími sé löngu liðinn að íbúðalóðir eigi að vera fullfrá- gengnar samkvæmt lóðasamning- um. „Hér er um allerfitt vandamál að ræða,“ svaraði borgarstjóri. „En ég verð að vísu að segja að þessum vandamálum fer fækk- andi, þar sem borgaryfirvöld hafa í ljósi reynslunnar hert sína skipulagsskilmála hvað varðar frágang húsa og lóða. Nú er til dæmis í nýjum úthlutunum tekinn tryggingarvíx- ill að upphæð ein milljón krónur Mbl. 01. K. M. af hverjum raðhúsalóðarhafa til að tryggja það, að borgin geti á hans kostnað látið gera það sém þarf, ef ekki verður af fram- kvæmdum af hans hálfu. Þetta tíðkaðist ekki þegar þessum lóðum í Torfufelli var úthlutað. En í slíkum tilvikum getur verið um tvennt að ræða. Ef ekki er búið að gera lóðarsamning getur borgin afturkallað lóðarúthlutun, tekið lóðina til sín og greitt viðkomandi eftir mati þann kostnað, sem hann hefur lagt í við mannvirkjagerð á lóðinni. Þegar hins vegar er búið að gera lóðarsamning, eins og er í þessu tilviki við Torfufell og raðhús við Vesturberg, sem spurn- ing Friðriks beinist sennilega að, þá eru fokheld hús að öllu leyti komin í eigu og umráð viðkom- andi, sem getur þá gert við það, hvað sem hann vill, en borgin á ákaflega erfitt um vik og hefur reyndar engin þvingunartæki til að fá menn til að fullgera sín hús. Það er ekki hægt að taka lóðina aftur. Við getum einungis með fortölum og hvatningum reynt að fá menn til að ganga frá sínum húsum, en það er alveg undir viðkomandi manni komið, hvort hann sinnir slíkum hvatningum eða ekki. Hitt þykir mér rétt að taka fram, sem snýr .að lóðarhöfum sjálfum að í öllum skilmálum og þar á meðal skilmálunum fyrir þessi hverfi var mönnum bent á að stofna með sér húsfélög um viðkomandi lóðir. Þetta hafa því miður fáir gert en slík húsfélög hafa lögum samkvæmt nokkurt vald og geta ákveðið sameiginlegar framkvæmdir með meirihlutasam- þykktum. Hefði verið farið eftir þessu ákvæði skilmálanna í upp- hafi og húsfélög stofnuð, þá væru lóðareigendur ef til vill i sumum tilvikum að minnsta kosti betur settir en þeir eru nú. Það vald sem borgin hefur lögum samkvæmt, þegar búið er að gera lóðarsamn- inga, er í þessum efnum ákaflega lítið og mjög takmarkað." Leið 13 um Fálkabakka Gísli Júlíusson. Akraseli 17, spurði hvort hægt væri að breyta akstursleið leiðar 13 þannig að strætisvagninn gengi niður Selja- braut. Benti Gísli á að vagninn gengi fram hjá Landspítalanum og Háskólanum, en fólk þyrfti að fara yfir Breiðholtsbrautina til að ná vagninum. „Eina breytingin, sem fyrirhuguð er á leið 13 er að á næstunni er ætlunin að skapa greiðari samgöngur með því að láta vagninn ganga af Arnarbakka nýja inn upp í Hólahverfi í stað þess að fara hring um Arnarbakk- ann í báðum ferðum," svaraði borgarstjóri. „En ég skal koma þessari ábendingu um Seljabraut- ina til forstjóra SVR.“ Gísli spurði einnig um gang- braut milli Seljahverfis og Fella- hverfis og svaraði borgarstjóri því til, að hann gerði sér grein fyrir því að það þyrfti að koma á betra göngusambandi milli hverfanna. „Hins vegar hefur það verið nokkurt vandamál, hvernig eigi að leysa þetta í sambandi við Breið- holtsbrautina. Okkar sérfræðingar í umferðarmálum eru mjög hik- andi við að setja merkta gang- braut yfir Breiðholtsbrautina, þar sem hún gæti haft aukna slysa- hættu í för með sér, en við vitum að gangbrautir eru ekki alltaf virtar og þess vegna gæti merkt gangbraut þarna skapað falskt öryggi, þar sem mikil og hröð bílaumferð er um, og þannig verið verri en ekki. Endanleg lausn fæst því ekki fyrr en með þeim undirgöngum sem fyrirhuguð eru, en þau eiga vafalaust nokkuð langt í land.“ Einnig spurði Gísli, hvort það væri rétt að 9. bekkur Fellaskóla ætti að sækja kennslu í Fjöl- brautaskólanum. „Það hygg ég sé nú ekki,“ svaraði borgarstjóri. „Hins vegar hefur það komið á dagskrá í sambandi við næsta vetur að hugsanlega mundi 9. bekkur Hólabrekkuskóla fá hús- næði í Fjölbrautaskólanum, en það er ekki afráðið ennþá og ekki ljóst, hvernig vandi 9unda bekkjar verður leystur á næsta vetri.“ Jón Sigurðsson kaupmaður í Straumnesi, spurði, hver það væri „sem skipuleggur verzlanir hér í hverfinu og eftir hverju er farið". Vísaði Jón til skipulags varðandi Mjóddina, þar sem hann sagði koma „laxagildru fyrir búðirnar hér upp frá“. „í rauninni var skipulag verzlana í Breiðholts- hverfum fullfrágengið þegar byrj- að var að byggja þessi hverfi og skipulag var samþykkt," svaraði borgarstjóri, „þannig að bæði íbúar og verzlunareigendur í hverfunum vissu að hverju þeir gengu og þá líka hvaða verzlanir voru fyrirhugaðar í þessum hverf- um, þegar úthlutanir fóru fram. í megindráttum er gert ráð fyrir því að í hverju hverfi fyrir sig sé ein stór hverfisverzlun; miðstöð, þar sem hægt er að koma fyrir nokkrum verzlunartegundum, og einnig séu minni verzlanir innan hverfanna, en Mjóddin er ráðgerð sem eins konar miðbæjarhverfi fyrir öll þessi hverfi og að þar verði um nokkuð fjölþætta verzlunarstarfsemi að ræða. Þetta var skipulagið í upphafi og það var öllum ljóst, þegar úthlutað var hér í þessu hverfi. Nú hefur allmiklu verið úthlutað til verzlána í Mjóddinni og framkvæmdir þar munu væntanlega hefjast á þessu ári.“ Kennsla hefst í Seljaskóla haustið 1979 Ilildur Sigurðardóttir. Selja- hraut 42, spurði: „Hvenær kemur Seljaskóli?" „Það er reiknað með að Seljaskóli verði boðinn út á þessu ári,“ svaraði borgarstjóri, „og í útboðslýsingum er gert ráð fyrir því að fyrsti áfangi skólans verði tilbúinn haustið 1979, þannig að þá geti kennsla hafizt." Rúnar Steindórsson, Lamba- stekk 8, sagði, að vegarspottinn, sem lagður var í fyrrasumar „á milli Arnarbakka og götunnar ofan úr Hólahverfi hefur tekið við megninu af umferðinni úr Hólun- um, þannig að sú umferð er komin á Arnarbakkann að mestu.“ Spurði Rúnar, hvort hugmyndin væri að þessi gata væri opin fyrir almenna umferð eða bara strætisvagna. „Upphaflega var þessi gata, sem heitir Fálkabakki, fyrst og fremst lögð fyrir strætisvagna," svaraði borgarstjóri, „til að skapa greiðari tengsl milli hverfanna fyrir SVR. Hins vegar virðist þessi spotti vera orðinn það vinsæll og svo mikið notaður fyrir aðra umferð, og þá umferð milli hverfanna fyrst og fremst, að ég hef ekki trú á því að honum verði lokað aftur. Hins vegar er gert ráð fyrir því að umferð í bæinn fari fyrst og fremst niður á Stekkjarbakkann og þá ieiðina út úr hverfinu, þó vafalaust séu einhver brögð að því að menn fari Fálkabakkann þegar þeir eru á leið út á Reykjanes- brautina." Birna Ólaísdóttir og Georg Jósefsson, Vesturbergi 77, spurðu, hvenær hægt yrði að taka sund- laugina í notkun og vísaði borgar- stjóri til þess sem hann hefði sagt í ræðu sinni um að hann gerði sér vonir um að af því gæti orðið á síðari hluta þessa árs, en í síðasta lagi yrði það þá í byrjun næsta árs. Ellert Sigurhjörnsson spurði hvaða ráðstafanir væru fyrir- hugaðar til að sjá eldri börnum í Seljahverfi fyrir skólavist. Borg- arstjóri svaraði því til að þess væri ekki að vænta að börnin fengju kennslu innan hverfisins fyrr en Seljaskóli kæmi. „Það er talið eðlilegt að hafa það fyrirkomulag á frekar en að nýta lausu kennslu- stofurnar fyrir eldri börnin. Þau voru tiltölulega fá í upphafi og þvi eðlilegra að nýta það skólahús- næði og þá kennslukrafta sem fyrir voru, þótt það kosti ferðalög barnanna á milli hverfa." 20 manna lögregla í Breiðholt Halldór Gunnarsson spurði, hvort ekki ætti „að taka löggæzlu í Breiðholtshverfum fastari tök- um, setja upp aðstöðu fyrir lögreglu, og hvort staðsetning sjúkra- og slökkvibifreiða sé fyrir- huguð í hverfinu". „Lögreglustöð er fyrirhuguð í Mjóddinni," sagði borgarstjóri, „og borgin hefur þegar úthlutað dómsmálaráðu- neytinu þar lóð undir lögreglustöð. Það er verið að teikna þá stöð og á fjárlögum ríkisins er áætlað til byrjunarframkvæmda. Ég skal ekkert um það segja, hvenær hún verður tilbúin, en síðan þarf jafnframt að fá fjárveitingu fyrir auknu lögregluliði, en það er taiið að fjölga þurfi um 20 manns í lögregluliði borgarinnar, þegar þessi stöð verður tilbúin. Það er ekki f.vrirhugað að reisa slökkvistöð í Breiðholti, heldur er reiknað með að Breiðholti verði þjónað frá stöðinni við Öskjuhlíð og Arbæjarstöðinni og þegar tengingin kemur milli Breiðholts og Arbæjar á brú yfir Elliðaárnar, verður mun greiðari leið milli Arbæjarstöðvarinnar og þessa hverfis en nú er“. Jón Guðmundsson spurði, hvaða aðgerða væri að vænta af hálfu borgaryfirvalda „til að stöðva og snúa við þeirri óheillaþróun að gömlu borgarhverfin tæmast með- an borgin þenst út með tugþúsund- ir íbúa í nýjum hverfum". Borgar- stjóri hafði í ræðu sinni gert grein fyrir hugmyndum um endurnýjun eldri hverfa sem gera ráð fyrir því að auka íbúðarhúsnæði um 1000 íbúðir, eða íbúðir fyrir 3—4000 manns. Á svæðinu sem er frá Hlemmtorgi að Aðalstræti, búa nú 4.600 manns, en í stríðslok bjuggu þar 12.000 manns. Guðmundur Kristófersson spurði hvenær sett yrði lýsing við Arnarbakka, í brekkunni samsíða Breiðholtsbraut, og hvenær yrði gengið frá svæðinu þar á milli. „Það er gert ráð fyrir því að vinna töluvert í sumar við Arnarbakk- ann, einmitt á þessum slóðum, en ég er ekki viss um að það verði alveg gengið frá svæðinu á þessu ári. Það er ekki búið að ákveða hvenær lýsing kemur þarna á þessum slóðum." Jean Jensen. Vesturbergi 175, minnti á skipulagsáætlanir um hraðbraut eftir endilangri brekk- unni milli Vesturbergs og Arnar- bakka og sagði það sína skoðun að það yrði „mikið slys ef af hrað- brautarlagningunni yrði, því áreiðanlega mætti gera þarna mjög eftirsóknarvert útivistar- svæði fyrir börn og fullorðna og sæjust þess reyndar þegar nokkur merki. Kvaðst Jean draga í efa nauðsynina á hraðbraut þarna, en hins vegar þyrfti áreiðanlega að leggja í nokkurn kostnað í því sambandi, í trjárækt, gangstíga og opin svæði. Spurði Jean síðan borgarstjóra hvort hann vildi beita sér fyrir ítarlegri endurskoð- un á lagningu hraðbrautar áður en af framkv'æmdum yrði. Borgar- stjóri sagði það rétt vera, að samkvæmt aðalskipulaginu væri gert ráð fyrir því að Höfðabakkinn framlengdist á þessum slóðum í brekkunni á milli hverfanna. „Allavega, er ljóst að hann kemur til með að ná að þeirri götu sem nú er búið að leggja niður af Vesturhólunum á Stekkjarbakka, Fundarstjóri á hverfafundinum í Breiðholti var Gunnar Snorrason kaupmaður og fundarritarar Pétur J. Eiríksson hagfræðingur og Ása Finnsdóttir húsmóðir. Ljósm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.