Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Finnbjörn Hjartarson prentari: Horft til Vestfjarða Varla fer hjá því, aö verkafólk, sem og aðrir Islendingar, hafi tekið eftir því undanfarin ár, að Vestfirðingar hafa æ oftar tekið sjálfstæða afstöðu í vinnudeilum. Og verkalýðsforingjar á Vestfjörð- um hafa hundsað með öllu forustu pólitískra framagosa, er nota verkalýðsfélögin til metorða og eigin hagsmuna. Verkafólk hér sunnanlands hlýt- ur að spyrja, hvort Vestfirðingum hafi vegnað ver. Þar er gagnkvæmur skilningur atvinnurekenda og verkafólks á því, að framleiðslutækin stöðvist ekki. Hér.sunnan lands er allt annað uppi á teningnum, eins og hið siðlausa útflutningsbann vitnar um. Hér reka kommúnistar sífellt þann áróður, að atvinnurekendur séu sérstakir óvinir verkafólks. Reyna af öllum mætti að spilla allri samvinnu og trúnaði, sem gæti orðið þjóðinni til góðs. Afstaða Karvels Pálmasonar Þegar ríkisstarfsmenn, undir forustu Kristjáns Thorlacius og verkalýðsforustu A.S.I., efndu til ólögmætra verkfalla í vetur, skáru Vestfirðingar sig úr. Þeim varð ekki att út í ólögmætar aðgerðir. Á fundi A.S.Í. greiddi Karvel Pálmason, einn, atkvæði gegn tillögunni. Reynt var að þegja afstöðu Karvels í hel. Og þegar hinir vísu foringjar mættu í sjónvarpi og útvarpi, þóttu einskis um vert hver hafði sýnt ábyrgðartilfinningu. Það var ekki fréttnæmt. Þar er víst forskriftin — góðar fréttir — engar fréttir. Finnbjörn Hjartarson Þannig er unnið. Oróaseggir, ábyrgðarlausir, eru dregnir úr skúmaskotum, leiddir fram fyrir bjóðina, hafandi ekkert að segja, en titrandi af vændlætingu, — óafvitandi um það hve stór þáttur þeirra er í að arðræna verkafólk með skrifstofubákni og verkföllum í tíma og ótíma. Haldandi risaráð- stefnur og fundi, sem verkalýður- inn er látinn borga, þegjandi og hljóðalaust. Verkafólk hlýtur að vera farið að gruna, áð störf þessara manna miðast fyrst og fremst að því að fullnægja valdáfíkn og eiginhags- munura. Yfir þessu dansa svo kommúnistar eins og púkar á fjósloftinu. Verkafólki er hollt að bera þessi vinnubrögð saman við t.d. vinnu- brögð Karvels Pálmasonar. Hann félll ekki í þá gryfju að fórna hagsmunum verkafólks á Vestfjörðum fyrir það að komast í fjölmiðla, sem eðlilega var þó girnilegt fyrir hann, sem er að bjóða sig fram til þings utan- flokka, og þar af leiðandi mál- gagnslaus. Þessi afstaða Karvels Pálmasonar er vissulega þess verð, að um hana sé fjallað. Og enn er varpað fram þeirri spurningu, hvort verkafólki hafi vegnað verr á Vestfjörðum heldur en þar sem spillingar- og ófriðar- öfl hafa ráðið? Ég fullyrði, að svo sé ekki, heldur þvert á móti. Mun betri afkoma er nú meðal sjó- manna og verkamanna á Vest- fjörðum en víðast hvar annars staðar á landinu. Kosningabaráttan á Vestfjörðum. Uppgjafarök Stein- gríms Hermannssonar Þegar horft er til kosninganna vœntanlegu, og hugaö aö þeim möguleikum, sem hver og einn frambjóðandi á, miðaö við sein- ustu kosningar, er staða Karvels Pálmasonar nokkuð sterk. Og ef hann fær svipað fylgi er hann öruggur á þing. Það kemur því nokkuð spánskt fyrir sjónir það sem Steingrímur Hermannsson lœtur hafa eftir sér í Tímann, eftir ákvörðun um óháðframboð vestra að öll atkvæði, er féllu á Karvel, væru ónýt, og þó svo yrði, að hann næði kosningu, „ ... yrðu hann áhrifalaus á þingi, jafnvel þótt hann kæmist að“. Ég fullyrði, að Karvel er ekkert síðri fulltrúi Vestfirðinga en Steingrimur Hermannsson. A þetta er bent, til þess að lýðrœðis- 'sinnar vestra beini spjótum sínum að þeirri hœttu, sem verkalýðnum, og þar með Vestfirðingum og atvinnulífi þeirra, stafar mest hœtta af, eða niðurrifsstarfsemi kommúnista. Hvort Karvel kemst á þing veit Steingrímur Hermannsson ekkert. Og að œtla sér að beita því líkum rökum, vitnar ekki um neitt annað en hræðslu um eigin hag, og málefnalega fátækt, sem gjarnan leiðir til lágkúrulegs mátflutnings eins og hér um ræðir. Betra er að veifa röngu tré en öngu!!? I kastljósi, föstudaginn 14. apríl, sáu landsmenn enn á ný, þau vinnubrögð, sem minnst var á í upphafi, og til viðbótar, svona rétt til að bæta aðstöðu „verkalýðsfor- ingjanna" enn, er forsætisráð- herra, formanni Framsóknar- flokksins, formanni Alþýðuflokks- ins og Karvel Pálmasyni er rétt leyft að egja álit sitt á útflutnings- banninu. Síðan ekki söguna meir. „Verkalýðsforystunni" er síðan íeyft að rífa niður málflutning þeirra fjórmenninganna, án þess að nokkur andmæli heyrist. Samt kom berlega í ljós, hve röksemdafærsla Guðmundar J. Guðmundssonar var léleg og hald- laus, þegar hann var að ræða útflutningsbannið, og er búinri að átta sig á því, að það fær mjög takmarkaðan stuðning. Upphaflega var auðvitað ætlun- in að stöðva allan útflutning. Og hefði það auðvitað, eins og forsæt- isráðherra benti á, komið fyrst og fremst niður á verkafólki og sjómönnum. En þegar ekki tókst að stöðva útflutninginn allsstaðar, og „verkalýðsforystan" áttar sig á því, að þetta siðlausa bann á engan hljómgrunn, er málflutningnum breytt í einum sjónvarpsþætti, og sagt, að ... Auðvitað verður leyft að flytja út fisk frá þeim höfnum, sem ekki taka þátt í banninu og jafnvel að leyfa flutning frá lokuðum svæðum til hinna opnu. Sem sagt, þegar allt er komið í óefni — með málflutningnum, og fólk sér hvernig á að nota verkalýðinn til pólitískrar valda- baráttu, er flúið á náðir þeirra, sem ekki léðu máls á vitleysunni, og sagt að það bjargi verkafólki frá verkleysi, að aðrir sýndu ábyrgð. — Þetta er nú „verkalýðs- forysta" í lagi. Frá al siælíshóíinu s,ð Flúðam UMFH 70 ára Syðra-Langholti, 28. apríl. SJÖTÍU ára afmælis Ung- mennafélags Hrunamanna- hrepps vár minnzt með samkomu að Flúðum á laug- ardaginn, en félagið var stofnað 17. apríl 1908. Formaður UMFH, Kristmundur Sigurðsson, setti samkomuna og bað Loft Þorsteinsson um að stjórna henni. Halldór Gestsson sagði sögu félagsins. Fyrstu stjórn þess skipuðu Gísli Guðmundsson Efra-Seli, Þórður Magnússon Hvítárholti, Arnór Gíslason Ási. Eitt fyrsta verkefnið var að koma upp sundlaug við Hverahólma. Iþróttir hafa alla tíð verið stór þáttur félagsstarfsins og m.a. hefur Hreppamótið, íþróttakeppni við Gnúpverja, verið fastur við- burður síðan 1934. Einnig hafa Helgi Haraldsson, einn af stofn- endum UMFH, flytur ávarp. Sigurður Greipsson ávarpar af- mælismótið. Skólapiltar keppa í glímu. Ljósm. Mbl.i Sig. Sigm. skógrækt og leikstarfsemi verið stöðugt á verkefnaskránni. Um árabil gaf félagið út handskrifað blað, Njál. Fyrsta leikritið, Gamli Toggi, var sýnt 1910 og hafa nú verið sýnd 87 leikrit og leikþættir. Fram til 1929 hafði UMFH bækistöð í gamla þinghúsinu að Hruna, þá var flutt í skólann, en 23. nóvember 1958 var félagsheim- ilið að Flúðum vígt. Félagar eru nú 189 og aukafélag- ar 68. Á afmælishátíðinni á laugardag söng Flúðakórinn undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birtingarholti og frumflutti kór- inn m.a. eitt lag eftir stjórnand- ann, Fljúgandi blóm, við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Ritari félagsins, Sigurður Magnússon, flutti ávarp og tilkynnti að María Hansdóttir og Gestur Oddleifsson væru orðnir heiðursfélagar UMFH. Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFI, flutti ávarp og einnig töluðu Kristján Jónsson formaður Skarphéðins, Kristján Sæland formaður UMFB og Ari Einarsson formaður UMFG. Helgi Haraldsson á Hrafnkels- stöðum flutti ávarp en hann var sá eini af fjórum stofnendum félag- ins, sem enn eru á lífi, sem sótti afmælisfagnaðinn. Einnig talaði Sigurður Greipsson. Að loknum ræðuhöldum fór fram glímukeppni skólapilta, sýndur var leikþáttur og unglingar sýndu dansa. Afmælishátíðinni lauk svo með almennum dansi. Sig. Sigm. Meðal skemmtiatriða var leikþáttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.