Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 5
37 Fjölbreytt starf Kven- réttindafélags íslands fram á að þeim væri veitt náms- skírteini, sem síðan var metið að fullu af skólastjórum viðkomandi grunnskóla. Þetta voru nemendur í 8. og 9. bekk grunnskóla. Stefáns Það er sömu sögu að segja um Tónmenntaskólann. Fyrsti nemandinn fór þessa á leit við mig í dag. Jóni Þetta hefur tíðkast á meðal nemenda Kvennaskólans og ann- arra sambærilegra skóla, sem hafa verið við tónlistarnám hjá okkur. Stefán: Viðurkenning á tón- listarnámi kemur, ef þrýstingur- inn er nógu mikill frá tónlistar- nemum og aðstandendum þeirra! Jóns Það er mikilvægt að tón- listarnám sé meiið sem fyrst á námsbrautinni. Það hefur hvetj- andi áhrif á nemandann, og hjálpar honum að taka ákveðna stefnu fyrr. Sigursveinni Ég vil sérstaklega taka undir þessi orð Jóns. Nem: endur sem fá inngöngu í fram- haldsdeildir tónlistarskóia eiga að baki óhemjumikia vinnu. Hana ber að meta að fullu. Ég hef átt bréfaskipti við nokkra skólastjóra hér í bæ um þetta mál, og mér virðist sem töluverðs skilnings gæti, ög að umræður hafi farið fram um þetta innan stéttarinnar. Nú keppast skólar ykkar inn- byrðis um þá tiltölulega fáu nemendur. kennara, og fjárfram- lög. sem lítil borg eins og Reykjavík hefur uppá að bjóða. Er þetta rétt? Væri ekki nær að sameina tvístraða krafta. kenn- aralið. nemendur og fjármuni svo kleift yrði að reka einn veglegan tónlistarskóla, fremur en fjóra. sem allir berjast í bökkum? Stefán: Ég held að tónlistar- skólarnir berjist ekki í bökkum eftir að nýju lögin um tónlistar- skóla voru samþykkt 1975 — þeim líður alls ekki illa! Lögin gáfu skólunum mikið öryggi, þar sem launaliðurinn, mesta vandamálið, er úr sögunni. I öðru lagi álít ég að skólarnir keppi ekki innbyrðis um nemendur. Framboðið er meira en svo að við getum annað því. Oft vísa ég nemendum til Tónskóla Sigursveins, og öfugt, af því hvorugur skólanna getur sinnt öllum umsóknum. Garðar: Ég er alveg sammála þessu. Sigursveinn: Það er viss hvati í skólastarfi sem er fólginn í því þegar um fleiri en eina sjálfstæða stofnun er að ræða. Eina raun- verulega samkeppnin milli skól- anna er sú að bæta menntunina. Stefán: Við getum kallað þaö gæðasamkeppni. Jón: Eg er þeirrar skoðunar að það sé nægilegt olnbogarými fyrir fleiri tónlistarskóla en þá sem fyrir eru, og þá sérstaklega á neðri stigunum. En eftir því sem ofar dregur fækkar nemendum og því eðlilegt að aðeins einn skóli annist kennslu þar, þannig að það séu nægileg verkefni fyrir hann. Við eigum ekki að tvístra þeim hópi nemenda. Hver skólanna ætti að taka að sér það háa hlutverk? Jón: Það myndi nú kannski standa næst þeim skóla sem hefur haft þetta með höndum undanfar- in ár þ.e. Tónlistarskólanum. Ég býst við að starfsbræður mínir séu samþykkir því. En úr því það er öllum frjálst að reka tónlistarskóla, svo fremi hann uppfylli viss gæðaskilyrði, og jafnvel lagt til að skólum sé fjölgað: Hver yrðu viðbrögð Tónlistarskólans í Reykjavík ef upp risi tónlistarskóli með ná- kvæmlega sömu markmið og hanni skóli sem ætlaði sér að keppa um þá fáu tónlistarnema sem við cigum á framhaldsstigi? Jón: Mér finnst sjálfsagt að þetta mál verði tekið föstum tökum af opinberum aðilum, og það er einmitt það sem vantar. Þessi menntun þarf að vera skipulögð, og skólarnir að vita hvert hlutverk þeirra er innan skólakerfisins. Nú er það t.d. svo að starfsemi Tónmenntaskólans á neðri stigum, og Tónlistarskólans á þeim efri, hefur verið samræmd, svo úr verður nánast samfelld námsbraut; allt frá grunnskóla og upp í háskólanám! Stefán: Eg vil bæta því við í sambandi við fjölgun tónlistar- skóla í höfuðborginni, að það er borgaryfirvalda að ákveða. Stjórn þessara mála er í höndum sveitar- félagsins, eins og nýju lögin kveða á um. Ef einhver vill stofna nýjan skóla verður sá hinn sami að leita til borgarinnar, og borgin síðan að meta hver þörfin sé í það og það skiptið. Ég teldi eðlilegra að setja á stofn útibú á vegum þeirra skóla sem fyrir eru, sérstaklega í úthverfum þar sem þörfin er mest frekar en stofna nýja skóla. Skólar okkar eru hvort tveggja rótgrónir og hafa öðlast mikla reynslu. Ef við tökum Breiðholtshverfið sem dæmi, þá er langt í frá að við getum annað þörfinni þar. Samt eru þar rekin útibú frá Tón- menntaskólanum og Tónskóla Sigursveins. Húsnæðismál standa okkur fyrir þrifum. Nú eru nemendur Söngskólans á svipuðu reki og nemendur Tónlistarskólans. Gerir Söngskól- inn ekkert tilkall til þess að kallast æðri menntastofnun líkt og tónlistarskólinn? Garðar: Nei. I raun og veru ætti Söngskólinn að vera deild innan Tónlistarskólans. Viltu sameina skólana?? Garðar: Ja — ef það hefði verið til deild innan Tónlistarskólans sem hefði séð um að mennta söngkennara væri söngskólinn ekki til. I raun er það hlutverk okkar að útskrifa söngkennara, og takmarkið ekkert annað. Eftir að nemendur hafa lokið námi er ekkert fyrir þá að gera annað en ieita út fyrir landsteinana ef þeir hafa á annað borð áhuga á framhaldsnámi. Ef ekki, þá ættu þeir að komast inn í kerfið sem söngkennarar. Þá með kennararéttindi og laun samkvæmt þvi? Garðar: Ekki tónmenntakenn- araréttindi, heldur söngkennara- réttindi. Það er hins vegar ann- arra að meta hver launin ættu að vera. En ég tel menntun nemenda Söngskólans sambærilega við menntun tónmenntakennara Tón- listarskólans. Söngskólinn gerir þá einnig tilkall til útnefningar sem a'ðri tónlistarstofnun eins og Tón- listarskólinn!? Garðar: Ekki endilega .. .Tónlistarskólinn er auðvitað með söngnemendur eftir sem áður. Og ég ætlast ekki til að hann fari að senda mér sína nemendur í Söngskólann til framhaldsnáms. En nú ætlast Tónlistarskólinn til að Söngskólinn sendi sína nemendur þangað til framhalds- náms. þar eð hann gerir tilkall til þcss að vera æðsta tónlistarstofn- un landsins. Garðar: Ef eitthvað væri í Tónlistarskólanum sem komið gæti í beinu framhaldi af þeirri menntun sem nemendur hljóta í Söngskólanum, þá kæmi þetta bara af sjálfu sér. Telur þú að svo sé? Garðar: Jón getur kannski svarað því. Jón: Nei, það held ég ekki — ekki á söngsviðinu. Það er rétt sem Garðar segir, að fyrst þegar farið var að tala um Söngskólann þá var það hugmyndin að hann yrði hluti af æðri tónlistarskóla, hver sem sá skóli yrði. Nú er ég ekki að gera beint tilkall fyrir hönd Tónlistar- skólans að hann verði útnefndur æðsta tónlistarstofnun Islands. Mér finnst það bara eðlilegt miðað við hlutverk hans í gegnum árin, og þá hefð sem hefur mótast þar. Úhlutun námsstyrkja úr Menn- ingar- og minningarsjóði Islands hefur nýlega farið fram. Styrkþeg- ar í ár eru Ragnheiður Þorgríms- dóttir frá Kúludalsá við Akranes og Heba Hallsdóttir, Reykjavík og hlutu þær kr. 200 þúsund hvor. Sjóðurinn starfar innan vébanda Kvenréttindafélags íslands og eru tekjur hans aðallega afrakstur merkjasölu um allt land. Aðalfundur KFRÍ var haldinn að Hallveigarstöðum 9. mars s.l. I skýrslu stjórnar kom m.a. fram að á árinu störfuðu hópar innan félagsins, er sinntu ýmsum sér- verkefnum. Mjög brýnt var að endurnýja húsbúnað og bæta starfsaðstöðu í skrifstofu félagsins að Hallveigarstöðum. Fjáröflunar- hópur ásamt stjórn Menningar- og minningarsjóðsins og ritnefnd „19. júní“ efndu í því skyni til bóka- veltu að Hótel Borg 1. des. Margir urðu til að styðja það framtak með þeim árangri að nokkurt fé safnaðist og hefur aðstaða til að sinna verkefnum félagsins nú batnað til muna. í nóvember sendi KRFÍ opið bréf til stjörnmálaflokka hér á landi með áskorun um að konur skipi framboðslista við kosningar til Alþingis og sveitastjórna til jafns við karla. í janúar sendi stjórn KRFÍ frá sér ályktun, þar sem lýst er stuðningi við framleiðendafulltrúa í sexmannanefnd. Er átalin harð- lega sú ákvörðun yfirnefndar í verðlagsmálum landbúnaðarins að meta störf í landbúnaði til mis- munandi launa eftir því hvort karl eða kona vinnur þau. Á fundum félagsins síðastliðið starfsár var m.a. fjallað um „Jafnrétti innan fjölskyldu og á vinnumarkaði", „Störf jafnréttis- ráða og samstarf þeirra á vegum Norðurlandaráðs", „Frumvörp til barnalaga og ættleiðingarlaga". Formaður norska kvenréttinda- félagsins, Kari Skjonsberg, sótti KRFI heim á árinu. Á félagsfundi ræddi hún um „Kvindesak-strategi for videre arbeid". Stjórnarmenn KRFI sóttu ráðstefnur og fundi á vegum félagsins bæði innanlands og utan. Á aðalfundinum var uppi sýn- ingin „Kvinden í Norden", er Norðurlandaráð lét gera í tilefni hins alþjóðlega kvennaárs Sam- einuðu þjóðanna 1975. Anna Sig- urðardóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns Islands, skýrði sýninguna. Sigríðar J. Magnússon var sér- staklega minnst á aðalfundinum, en hún lést síðastliðið haust hér í borg á 85. aldursári. Sigríður var formaður KRFÍ frá 1946 til 1964 og heiðursfélagi um árabil. Útför Sigríðar var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 28. nóvember og hófu konur úr KRFI kistu hennar úr kirkju. Kvenréttindafélag Islands hefur oftar en einu sinni skorað á íslensk póstmálayfirvöld að gefa út frí- merki með nafngreindri íslenskri konu. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, var gefið út frímerki hér á landi með mynd Brietar Bjarnhéðinsdóttur, braut- ryðjanda í réttindamálum ís- lenskra kvenna og stofnanda KRFÍ. Frímerkið var kynnt á aðalfundi félagsins og sérstök spjöld og umslög er félagið lét gera með 1. dags stimpli, voru þar til sölu. Stjórn KRFI skipa nú Sólveig Ólafsdóttir, formaður Björg Einarsdóttir, varaformaður, Ást- hildur Ólafsdóttir, Else Mia Einarsdóttir og Erna Ragnars- dóttir og varamenn Esther Guð- mundsdóttir, Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir og Júlíana Signý Gunnarsdóttir. Enn fremur eiga sæti í stjórninni fjórir fulltrúar kosnir á landsfundi til 4 ára og eru þeir nú Brynhildur Kjartansdóttir, Gerður Steinþórsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Kristín Guðmunds- dóttir. Næsta verkefni KRFI er ráð- stefna um Verkmenntun og jafn- rétti“, er verður í Norræna húsinu laugardaginn 8. apríl, en undir- búningur hennar hefur staðið nokkurn tíma. Eitt af brýnustu framtíðarverk- efnum KRFÍ er að skrá sögu félagsins. Á 40 ára afmæli félags- ins árið 1947 kom út afmælisrit, er geymir mikinn fróðleik um starfið fyrstu áratugina m.a. stofnun Framhald á bls. 63 MEÐ IBM 82M Framtíðardraumur ritarans er fullkomin rafritvél, sem gerir svo að segja allt nema að semja bréfin! IBM 82M, nýja ritvélin frá Skrifstofuvélum h.f., er fullkomin rafritvél, sem á sér engan líka: — FYRST vélritar þú uppkast að bréfi á IBM 82M, yfirferð uppkastið, leiðréttir og breytir á mjög einfaldan hátt með sérbúnaði IBM 82M. ÞARNÆST skilar IBM 82M bréfinu villulausu, í eins mörgum eintökum og þú þarft, geymir síðan bréfið í geymslunni, þar til þú þarft að nota það á ný, — óbreytt eða með lagfæringum. IBM 82M skilar öllum bréfum í frumriti á eidfljótan hátt. Geymsluminni IBM 82M geymir allt að 200 þéttskrifuðum örkum til notkunar hvenær sem er. Einhvern tíma verða allar ritvélar vafalaust gerðar fyrir ritvinnslu. Þangað til á IBM 82M sér engan Ifka! SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + — -r x Hringiö í Skrifstofuvélar h.f., Sími: 20560, og pantið kynningu á IBM 82M og ritvinnslu. Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.